Þjóðviljinn - 07.04.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Síða 3
Þriðjudagur 7. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ingimundur Jónsson og Sigurður Hallmarsson I hlutverkum sínum I „Halelúja” eftir Jónas Arnason. „Halelúja” Gerði stormandi lukku pUmsögn FÍugráðs: Flugstöðin hafi ekki forgang umfram brýn verkefni á sviði öryggismála — Ég get alveg fullyrt það að ár og dagar eru síðan leikrit hefur gert jafn stormandi lukku og „Halelúja” eftir Jónas Arnason, á frumsýningu hjá okkur sl. föstudag, sagði Sigurður Hall- marsson cr Þjóðviljinn ræddi við hann i gær um frumsýninguna á þessu nýja verki Jónasar. Sigur bætti þvi við að venjulega væri litil aðsókn að 2. sýningu hjá þeim á Húsavik, en nú hefði brugðið svo við að nær húsfyllir hefði verið á sýninguna. Hann taldi öll tormerki á þvi að leik- félagið færi með leikritiö eitthvað útum land, vegna þess, að svo miklar tæknibrellur væru i verk- inu sem leystar hefðu verið hjá þeim á Húsavik, en erfitt yrði að framkvæma i öðrum húsum. Jónas Árnason sagðist vera ánægður með undirtektir áhorf- enda á frumsýningu og þá ekki siður með flutning LH á verkinu, sem hann sagði vera snilld. t Þjóðviljanum á fimmtudag verður viðtal við Jónas Arnason og fleiri um nýja leikritið. — S. dór Baldur fyrir Einar Karl Einar Karl Haraldsson, rit- stjóri Þjóðviljan^ verður i leyfi frá störfum við blaðið i þrjá mán- uði frá 1. april s.i. til 1. júli n.k. Með tilliti til fjarveru Einars Karls hefur Baldur óskarsson verið ráðinn til að gegna störfum sem ritstjórnarfulltrúi við Þjóð- viljannum nokkurra vikna skeið. A fundi Flugráðs sem haldinn var 2. april sl. var gerö sam- þykkt um byggingu flugstöövar á Keflavikurflugvelli, en utan- rikisráðuneytið óskaði eftir um- sögn um teikningar og áætlanir um byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavikurvelli. „Flugráði hafa verið kynntar teikningar og áætlanir um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli. Ennfremur hefur verið lögð fram áætlun fjárlaga- og hagsýslustofnunar um rekstur flugstöðvarinnar. Bygging flugstöðvar er þáttur i þeirri stefnu, sem mörkuð var áriö 1974, að aðskilja almenna flugstarfsemi á Keflavikurflug- velli frá starfsemi varnarliðs- ins. Flugráð mælir með, að stefnt verði að byggingu nýrrar flug- stöövar, og þannig bætt öll að- staða fyrir flugfarþega og starfslið á flugvellinum. Með þessari umsögn um æski- legar framkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli tekur flugráð einnig fram, að i henni felast ekki meðmæli með forgangi | slikra framkvæmda umfram Stundakennarar við HI: Göngum eins langt til samkomulags og nægt er ,/Við munum ganga eins langt til samkomulags í þessari deilu og við getum og ef hún leysist er það ekki sist stuðningi stúdenta og skilningi á kröfum okkar að þakka, sagði ólafur Jónsson, samninganefndarmaður Félags stundakennara á blaðamannaf undi sem stjórn félagsins boðaði til i gærdag. Þar kynnti formaður félagsins, Knud Erik Pedersen, kröfugerð stundakennara og lýsti vinnuaðstöðu þeirra i Háskóla islands. Samtök stundakennara voru stofnuð i febrúar 1978,sem hags- munafélag en ekki stéttarfélag og hafa bæði Kennarafélag íslands og BHM neitað stundakennurum um aðild aö sinum samtökum. Haustið 1978 fóru stundakennarar i vikulangt verkfall og eftir það varsamin reglugerð um greiðslur fyrir stundakennslu. Það er sú reglugerð sem stundakennarar vilja nú fá endurskoðaða og visa þeir til lokamálsgreinar hennar, þar sem segir að hún skuli endur- skoðuð um leið og breytingar verði a samningum fastra kenn- ara. Frá þvi reglugerðin tók gildi 1. janúar 1979 hafa tvivegis orðið breytingar á samningum fastra kennara, i mars og i desember 1980, og telja stundakennarar það jafngilda samningsrofi af hálfu Athugasemd vegna „Ruglírétta í Þjóðviljanum” 1 baksiðufrétt i Visi sl. laugar- dag segir að villandi upplýsingar i útvarpi og „ruglfréttir i Þjóð- viljanum” hafi verið tilefni blaðamannafundar sem Ragnar Arnalds fjármálaráðherra efndi tU, tU að ptskýra skattafrumvarp rikisstjórnarinnar. Jafnframt segir Visir, að Ragnar Arnalds hafi látið þess getið, að starfs- ' menn Blaðaprents hf. ættu sök á „ruglinu i Þjóðviljanum” og rit- stjórnin hefði svarið það af séf. . Engan dóm legg ég á hvort rétt er ■ eftir ráðherranum háft, en'hitt get ég vottað, að starfsmenn Blaðaprents eiga hér enga sök á, heldur undirrituð. Samkvæmt Visi er það þvi mér (og einhverj- um útvarpsfréttamanni) að kenna — eða þakka — að skatta- frumvarpið var skýrt svo ræki- lega fyrir fréttamönnum. Þannig er mál með vexti, að umrædd frétt i Þjóðviljanum á föstudag var of stutt i það pláss sem henni var ætlaö. Ég var á blaðamannsvakt f.h. Þjóðviljans þegarverið var aðvinna blaðið og tók það ráð að bæca við undirfyr- irsögnina til að bjarga málunum. En bæði vegna fljótfærni og ó- kunnugleika i skattamálum „ruglaði” ég saman — eða skellti saman i eitt — tveim atriðum, þ.e. persónuafslætti og föstum Jágmarksfrádrætti. Þvi eins og 'Dlaðamaður Visis segir eru skattamálin „ekki auðskildustu málin á landi hér”. Að öðru leyti en hvað þessari aukaundirfyrirsögn minni viðvik- ur („og verður þvi 75% hærri en hjá öðrum”) stenst frétt Þor- steins Magnússonar ( — þ). Andrea Jónsdóttir prófarkalesari rikisins verði reglugerðin ekki endurskoðuð. Kröfugerð stundakennara. sem lögð var fyrir mennta- og fjármálaráðuneytið 25. febrúar s.l. er tviþætt. Annars vegar eru gerðar kröfur um aukna aöild stundakennara að stjórnsýslu skólans: 1. Að stundakennarar eigi fukltrúa i háskólaráði. 2. Að stundakennarar sem annast amk. eitt námskeið á misseri hafi rétt til setu á deildarfundum. 3. Aö stundakennarar eigi fulltrúa i deildarráðum og 4. Að stunda- kennarar fái aðild að rektorskjöri. Hins vegar er gerð krafa um kjarabætur i 7 liðum: 1. Að stundakennarar geti færst upp i launaflokkum eins og fastráðnir kennarar skólans og til þess þurfi 1000 vinnustundir i stað 1500. Eins og samningum er nú háttað byrja allir kennarar háskólans i 109. flokki, þar sem timakaup er rúmlega 62 krónur. Stundakenn- arar geta siðan flust upp i 111. flokk (með jafnmikilli kennslu og fastir kennarar i fimm ár!) en ekki hærra. Fastir kennarar færast hins vegar upp i 114. launaflokk eftir starfsaldri. 2. liður kröfugerðarinnar er að allir stundakennarar hafi sama prósentuáiag á laun og að nýr liöur verði tekinn þar inn, 25% álag fyrir framlagða aðstöðu. Stundakennarar hafa sem kunnugt er enga vinnuaðstöðu innan veggja skólans til að.undir- búa sig fyrir kennslu eða vinna úr verkefnum stúdenta, og það sem meira er: 1 nýbyggingum sem nú eru að risa á háskólalóöinni er ekki gert ráð fyrir neinni aðstöðu fyrir stundakennara. 1 þriöja lagi að greidd verði yfirvinna umfram 40 stunda vinnúviku stundakennara og yfir- vinna veröi greidd fyrir kennslu eftir kl. 17 og á laugardögum en engin yfirvinna er greidd nú. í fjóröa lagi að greidd verði laun i hlutfalli við kennslu I brýn verkefni á sviði öryggis- mála annarra flugvalla um land allt”. 1 tilefni þessarar samþykktar leitaði Þjóðviljinn til Skúla Alexanderssonar og spuröist fyrir um túlkun þessarar sam- þykktar. Skúli sagði: Öryggisbúnaður isl. flugvalla forgangs- verkefni „I fyrsta lagi mælir þessi um- sögn ekki með byggingu þeirrar flugstöövar sem óskað var um- sagnar um, heldur að stefnt skuli að byggingu flugstöðvar i framtiðinni. Flugráö undir- strikar þá skoðun með þvi að hafa þessa samþykkt skilyrta „að i henni felist ekki meömæli með forgangi slikra fram- kvæmda umfram brýn verkefni á sviði öryggismála annarra flugvalla um land allt”. 1 annan stað telur flugráð meö samþykktinni að setja eigi öryggisbúnað islenskra flug- valla sem forgangsverkefni. Enda er það i samræmi viö stjórnarsáttmálann aö „fram- Skúli Alexandersson: Flugráð hafnar umsögn um teikningu og áætlun um bygg- ingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- vikurflugvelli. kvæmdum við öryggisbúnaö flugvalla verði að hraða”. Eitt af stærstu öryggismálum flugs að og frá tslandi er vara- flugvöllur. Bygging sliks flug- vallar ætti þvi skv. samþykkt flugráös að vera á undan flug- stöð I Keflavik. Fyrir þetta fé væri hægt að mæta öllum okkar óskum Sú flugstöðvarbygging sem við vorum beönir aö tjá okkur um en tókum ekki afstöðu til kostar 46 miljónir $ eða 300 \ milljónir nýkróna. Fyrir þetta fé væri hægt að gera næstum allt sem við erum með á óska- skrá um öryggismál og búnað \ flugvalla, ma. varaflugvöll fyrir millilandaflug á Sauðárkróki sem talinn er kosta 40 miljónir króna”. Stjorn Samtaka stundakennara: Frá vinstri: Jón Óiafur Skarphéðins- son, Dóra Sigriöur Bjarnason, Pétur Ridgewell, Sigrlður Dúna Kristjánsdóttir, Knud Erik Pedersen, formaður samtakanna og Helgi Þorláksson. Auk þeirra sat Ólafur Jónsson fulltrúi I samninganefnd fundinn. páskaleyfi og jólaleyfi. I fimmta lagi að m innst verði greiddar 4( stundir fyrir undirbúning nýrra námskeiöa. 6. Að greiðslur i veik- indaforföllum verði færðar til samræmis við greiðslur til stundakennara i KHl og i 7. lagi að fastir kennarar fái aðiki að stundakennslunefnd Háskólans. A félagsfundi Samtaka stunda- kennara 31. mars 1981 s.l. voru til viðbótar framangreindu settar fram tvær nýjar kröfur: — að viðurkenndur verði réttur Samtaka stundakennara við HI til að semja við stjórnvöld um málefni stundakennara og að skipan stundakennslu viö H1 verði tekin til gagngerrar endur- skoðunar i samráöi viö Samtök stundakennara. Um 20 stúdentafélög hafa lýst stuðningi við kröfugerð stunda- kennara svo og almennur fundur stúdenta sem haldinn var i gær. — AI Stjórn Félags háskólakennara: Bætt aðstaða stunda- kennara og fleiri kennarastöður í HI Stjórn Félags Háskólakennara .samþykkti i gær eftirfarandi: „Aðstaða og aðbúnaöur stunda- kennara við Hí er lakari en æski- legt getur talist. Miklu varðar að hér verði úr bætt. Stjórn Félags- Háskólakennara skorar þvi á stjórnvöld að marka nýja stefnu I þessum efnum þannig að stunda- kennarar fái vel við unað. 1 tilefni af yfirstandandi verk- falli stundakennara vill stjórnin minna á þá staðreynd að um helmingur allrar kennslu við Há- skólann er inntur af hendi al stundakennurum. Astæðan er sO að stjórnvöld hafa á liðnum árum virt að vettugi itrekaðar óskir há skólayfirvalda um fjölgun á föst um kennarastööum. Viö svo búií má ekki lengur standa. Þegar um er að ræða viðamikla stunda kennslu er nauðsynlegt að stofn aöar verði fastar kennarastöðui með rannsóknarskyldu og rann sóknaraðstöðu, svo Háskólinn geti haldið uppi merki visinda og mennta á komandi árum”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.