Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. april 1981 Fyrir rúmum 40 árum hélt sá, er þetta ritar, ofurlitla afmælis- veislu norður á Akureyri. Veislu- kosturinn var niðursoðnar perur með rjóma. Einn veislugesta var eskfirskur skólapiltur. Einar Bragi Sigurösson, sem i dag er sextugur. Hann þakkaði fyrir sig með meiri glæsibrag en aðrir boðsgestir: Flutti afmælisbarn- inu kvæði, sem allir viöstaddir skemmtu sér við og þáverandi af- mælisbarn minnist stundum og hlær með sjálfum sér. Hér verður ekki kvittað fyrir þessa gömlu afmæliskveðju i sömu mynt: bundnu máli. Hins vegar sendi ég Einari Braga nokkur fátækleg, óbundin kveðju- orð á þessum merkisdegi i ævi hans. Þau eru einkum sett á blað til þess að þakka honum fyrir góð kynni, sem stóðu fyrst og fremst fá en minnisstæð skólaár, þegar hann, sem var eldri og þroskaðri en við flestir skólabræðra hans, var okkur fyrirmynd i ýmsu, sem kom okkur vel þá og siðar. Hann var a.m.k. nokkrum okkar eins konar andlegur leið- togi á þessum árum: Róttækur, djarfur, málsnjall og marg- fróður. Enda sagði Sigurður skólameistari einhvern tima, 'þegar hann var að tala um það, hve einkennilegt það væri með þessa Austfirðinga i skólanum, að svo margir þeirra væru kommún- istar: „Bragi byrjaði”. Það var nefnilega lóðið: Bragi byrjaði. En Einar Bragi skemftiti okkur lika mikið með frumlegum uppá- tækjum, eins og þegar hann gekkst fyrir þvi, að við nokkrir auglýstum á skólaganginum stofnun Félags fyrrverandi fram- sóknarmanna, skammstafað FFF. Það vakti mikinn imugust margra, sem þá voru ekki orðnir fyrrverandi. Einar Bragi fann oft upp á hlut- um, sem engum öðrum hefði dottið i hug, eins og t.d. þegar hann gekk til Vernharös okkar Þorsteinssonar dönskukennara að loknu gagnfræðaprófi og spurði hann þessarar sakleysis- legu spurningar: „Segið mér, Vernharður, er nokkurt vit fyrir mig með þessa einkunn i dönsku að fara i mála- deild?” „Hvað er aö heyra til hans Einars”, svaraði Venni, „hann sem er bara góður i dönsku!”. En danskan var nú ekki hátt skrifuð i þá daga og lltt til siðs aö lesa hana og enn siður venja að miða það við dönskukunnáttu, hvort menn fóru i mála- eða stærðfræðideild. En Bragi gat fundiö upp á svona skensi til þess að láta félaga slna hlæja að á eftir. Eitt er mér raunar minnisstæö- ast um Einar Braga frá þessum fyrstu árum: Hvilikur lestrar- hestur hann var. Ekki þó á náms- bækur — ég hygg hann hafi ekki þurft aö eyða miklum tima i þær bókmenntir — heldur bókmenntir i hinni sönnu merkingu orðsins. Engan skólapilt sá ég leggja leið sina svo oft sem hann á Amts- bókasafniö, þar sem á þessum ár- um réöu rikjum ekki minni and- ans menn en Davið Stefánsson og Kristján Eldjárn. Við vissum, að Bragi átti mjög létt með að yrkja i bundnu máli. Hann lék sér aö rimi á þessum ár- um, en aðrir ortu meira I skólan- um þá. Bjarni frá Hofteigi, bekkjarbróðir hans, var höfuö- skáldið. En Bragi skrifaði líka óbundinn texta létt og leikandi. Samt bjuggumst við ekki viö þvi, að hann yröi skáld eða rithöf- undur. Viö bjuggumst við, að hann yröi blaöamaður eöa stjórn- málamaöur. Hann var fyrstu árin Einar Bragi sextugur leiðtogi hinna fáu sósialista i hin- um norðlenska skóla. Siðar bætt- ust fleiri við i þá forystu með hon- um og var þar kannski fremstur bekkjarbróðir hans og herbergis- félagi siðustu veturna, Magnús Torfi ólafsson. Vissulega lagði Bragi út á þá braut, er leiðir marga til þátttöku i stjórnmálum. Hann hóf nám i hagfræði i Sviþjóð, en fljótlega lagði hann hagfræðina á hilluna og hvarf út á þá braut, sem hann hefir lengstum gengið siðan. Árið 1950 gáfu nokkrir Stokkhólms- stúdentar út ljóöabók eftir hann: Eitt kvöld i júni. Skáldskapurinn hafði náð yfirhöndinni yfir póli- tikinni. En þar meö var ekki sagt, að hann væri sestur i einhvern filabeinsturn. Nú kastaði hann sér út i baráttuna gegn hernámi íslands, sem að visu er pólitik. Ari seinna, 1951, kom ný ljóöa- bók frá honum, Svanur á báru. Þar er hið magnaða ljóö hans, Haustljóð á vori 1951, sem einna lengst mun standa þeirra kvæða, sem ort voru til viðvörunar her- náminu. Siöar gerðist Bragi byltingar- maður i Islenskri ljóöagerö, mikilvirkur þýðandi ljóða og kynnir á orölist norrænna minni- hlutahópa. Og siðast fræöagrúsk- ari, sem okkur heföi sist ðraö fyrir hérna á árunum. Allt er þetta gert af kunnáttu og eldmóði. Þessi verk hans standa áreiðan- lega lengur en þau, sem hann kynrii að hafa unnið á hinum venjubundna vettvangi stjórn- mála. Leiðir okkar lágu sjaldan saman eftir skólaárin fyrir norðan. Helst i sambandi við her- málin eða þá af tilviljun. En alltaf kom maður hressari af fundi hans og fúsari til þess að leggja lið i baráttu fyrir þvi máli, sem hon- um lá einatt þyngst á hjarta: Að losa ísland við smán hersetunnar. Ég óska Einari Braga til ham- ingju á þessum merkisdegi i ævi hans og sendi Kristinu konu hans og börnum þeirra bestu kveðjur. Ég veit, að margt gott orð mun enn fljóta úr beittum penna Einars Braga. Sú ósk veit ég þó, að honum væri kærust I dag að mega. lifa i herlausu landi, þar sem sagan og ljóðið veitir fólkinu þrótt til þess aö byggja þaö með reisn. Sig. Blöndal. Hvort á heldur að horfa aftur eða fram á timamótum sem þess- um þegar góður vinur, skáldið, rithöfundurinn og fræðimaðurinn, Einar Bragi, leggur sex tugi ára aö baki? Sjálfsagt liggur það i hlutarins eðli aö lita til baka og rifja upp. Ég er þó ekki viss um að afmælisbarninu falli það of vel I geð. Það best ég veit er Bragi framar öllu sá sem horfir fram, enda þótt góður sagnamaður sé. Hann dreymir sem fyrr um að „gera fley úr liljublaði/ híaöa rdm þess trú og vonum” og þjóö- frelsishjartað slær jafn sterkt og áður. 1 stuttri kveðju veröur lika litið rifjað upp. Færi ég i smiðju til Einars, meistara hins knappa forms, gæti ég e.t.v. látið hverfa I eina sterka mynd allt, sem segja þyrfti um samskipti okkar, snuröulausa vináttu okkar I þau þrjátiu ár sem hún hefur staðið. Þeirra kosta á ég ekki völ af skiljanlegum ástæðum. 1 þess stað langar mig að koma á fram- færi við hann siðbúnu þakklæti. Liklega hefur fundum okkar borið saman fyrir þá óra eina að vilja frelsa heiminn. Hvaö sem segja má um sllka áráttu að öðru leyti, Steini Steinarr þótti hún heimskuleg, varð hún m.a. til þess að við efndum á timarit ásamt öörum vinum og samherj- um. Um Birting má eflaust skeggræða lengi. Eitt er þó vist að hann hefði ekki lifaö i 13 ár góðu lifi hefði ekki komiö til þessi með- fædda reiðu- og reglusemi Einars og dugnaöur. Og aldrei æðruorð. Nú, nú,i timarit þarf að skrifa. I minn hlut kom að fjalla um listir sjónarinnar. Ekki var það vansa- laust fyrir reykviskan strák með brenglað málskyn aö ætla sér aö koma hugsun sinni til skila lýta- laust. Þá kom sér vel að eiga góðan að. t rauninni er Einar Bragi klassiskur í hugsun eins og öllum sönnum framúrstefnu- mönnum sæmir. Ekki var þvi i kot visað að leita ráða hjá honum um meðferð Islenskrar tungu. Satt að segja kenndi hann mér aö skrifa. I tvennum skilningi. Hver sá, sem séð hefur rithönd hans skilur að hann liður ekkert krot. t annan stað hafði hann lag á að láta mig hlera eftir hljómi tung- unnar og virða lögmál hennar. t amstri og erli daganna hefur mér alveg láðst að þakka honum þennan mikla greiða. Höröur Agústsson 1 mildu uppstreymi daganna sem nú bjóðast eftir harðan vetur og óhægan rennur upp fyrir mér hvaðtiminn hefur liðiö, og ég átta mig á þvi að minn góði vinur Einar Bragi verður sextugur I dag. Einu sinni vorum við ungir menn sem dreymdi að duga okkar þjóö hvor með sinum hætti; og leiðir okkar lágu saman þess vegna. Fyrir tæpum þrjátiu árum var ég við vinnu á Landsbóka- safni Islands og hafði þann starfa um sinn aö bera bækur úr haugum I kjallara, dansa með þæri fanginu á stéttinni meðfram húsinu þar sem oft var svell þann vetur og inn i húsið aítur upp á háaloft, og hafði fundið i haugum þeim kjörgripi frá upphafsdögum prentlistar svo sem aðra útgáfu af Lofi heimskunnar eftir Eras- mus frá Rotterdam, þann jöfur sem var of gáfaður til að ánetjast neinum og lenti miili tveggja elda I trúarofstæki sinnar tiðar sem varð of heiftarlegt á báða bóga fyrir svo skarpvitran mann. Og hafði nýlega uppgötvað Samuel Becket og sitthvað fleira. Þá snarast inn á loftiö snaggaralegur maður sem ég þekkti aöeins af afspurn, kafaði rykskýin inn eftir loftinu til min, og kynnti sig: Einar Bragi. Ég hafði fyrst heyrt mannsins getið þegar við nýorðnir sunnan- stúdentar lýðveldisárið buðum félögum okkar að norðan til kvöldsamkomu til að efla kynni og eyða tortryggni sem hafði komið upp af slysni nokkrum árum áður milii norðanmanna og sunnan. Þar var af okkar hálfu tjaldað þvi sem þótti tiltækt af andlegu heimabruggi, og var það kannski ekki mjög áfengur mjöður. Þá man ég að ég heyrði norðanmenn nefna með nokkru stolti sitt bekkjarskáld sem illu heilli var ekki á þessum fundi; sá var Einar Bragi. Og annar var lika nefndur i þvi sambandi, Bjarni heitinn Benediktsson frá Hofteigi sem siðar var þó kunn- astur sem gagnrýnandi. Slðan kom nafn Einars Braga oftar fyrir min augu, fyrst i Þjóð- viljanum vegna skeleggra greina sem mér þóttu stundum full stór- yrtar, og ferst nú varla sjálfum. Ég vissi til hans sem ritstjóra i Vestmannaeyjum þar sem ég hygg að hafi gustað um þennan friðsama mann. Og siðar frétti ég af honum I Sviþjóö við nám, skáldskap og næturvörslu i stór- fyrirtæki, Iikt einsog Charlie Chaplin bregöur fyrir sig í Nútim- anum með öllu meiri ærslum þó. Erindi Einars Braga á bóka- loftið til min var að segja mér frá þvi að hann ætlaði að stofna tima- rit um bókmenntir og önnur menningarmál sem ætti aö heita Birtingur. Og bað mig liðveizlu, og tók fram að hann gæti engin ritlaun greitt. (Og liggur nú við góöi vin að ég fái sting i hjartað við þá hugsun að likast til hafirðu aldrei fengið efni frá mér i þenn- an Frumbirting.) Ari eftir þennan fund komum við saman nokkrir menn, hæfi- lega ólfkir til að sameinast i hug- sjónaátaki og stofnuöum Birting. Nokkrir heltust að visu fljótlega úr lestinni; en fjórir þraukuðum við i þrettán ár: Jón Óskar, Hörö- ur Agústsson, Einar Bragi og ég. Það var ekki alltaf þrautalaus sambúð hjá áhöfninni á þessari skútu enda djarflega siglt við misjöfn veöur. Kunningsskapur okkar Einars Braga varð ekki náinn fyrr en við fórum að vinna saman að þessu timariti en þróaöist i órofa vináttu; enda þótti mér maðurinn æ betri eftir þvi sem ég þekktihann lengur, og fann betur hvern mann hann hafði að geyma. Sumir menn þola langa við- kynningu, og sumir þurfa hana til að I ljós komi mannkostirnir og eðlið sem stendur undir og bakvið það sem sýnt er eöa látið uppi, hitt sem býr i djúpum persónu- leika, og ekki er flikað allajafna. Þótt Einar Bragi sé lands- kunnur sem skáld, rithöfundur og baráttumaður fyrir mann- réttindum og hugsjónum leynir maðurinn mikið á sér, og þótt hann sé ágætur af opinberum kynnum er hann þó að minu viti beztur i fámennum vinahópi, á heimili sinu eða i vinarhúsi þegar góð og upprunaleg kimnigáfa hans fær að njóta sin og frá- sagnargáfan rik og hlýjan. Þar kemur h'ka til frábært minni, nærfærin athyglisgáfa sögu- þekking og sérstæður hæfileiki til að bregða upp stórum mannlifs- mynstrum hvort sem farið er aftur i sögu þjóðarinnar ellegar skoðað það sem liggur nær I tima. Heimili Stinu og Braga hefur verið mörgum griðastaður og vettvangur yndis þar sem rikir látlaus gestrisni sem lætur gestum liða vel, og gleyma að fara. Og það er meö nokkru stolti sem ég hugsa til þess að þessi af- springur skaftfellsks kjarnafólks og annars af Austurlandi skyldi sækja sér ljúfan lifsförunaut sinn til frænda minna Þingeyinga. Enda hafa þau verið samboðin hvort öðru og samhent, og út af þeim er komið fallegt og vel gefið fólk. Hér fyrr á árum færðist þetta heimili víðsvegar um borg- ina: þau sögðu upp á vorin og leituðu sér að ibúð á haustin og mörgum skritnum húsum kynnt- ist maður fyrir bragðið, og hitti stundum I göngum og stigum undarlega svipi sem liðu áfram með umli eöa hneggi, gott ef ekki draugur i einu. En hvar sem þau settust að voru vébönd um heimili þeirra sem löðuðu fram háttvisi hjá gestum þeirra sem voru af ýmsu tagi. Ekki hirti þetta fólk um veraldleg gæði, en þó kom að* þvi að þau eignuðust ibúð við eina af þessum skemmtilegu leyni- götum borgarinnar, Bjarnarstig. Einar Bragi hefur tryggt sér sess i bókmenntasögunni sem einn brautryðjenda þeirrar form- byltingar sem hefur hlotið heitið atómskáldskapur. Einsog var um fleiri nöfn i listasögunni svo sem impressionismi og tachismi (blettastefna) og kúbismi sem Jónas frá Hriflu kallaði úr skammaskoti sinu kassastil, þá var þaö ekki gert til heiðurs þess- um brautryðjendum að kalla þá atómskáld en hefur nú hlotið sina sæmd, og stendur ekki lengur styrr um þessi skáld. Einar Bragi segist jafnan hafa verið verkasmár við ljóöagerð: talið vel, ef takast mætti að ljúka einu boðlegu ijóði fyrir hvert ár ævinnar. Þettakann satt aö vera en hann hefur verið góðvirkur, og gert sér far um að fága ljóö sin sem frekast mætti og vanda búnað þeirra. Þó aö hann sé kunnur sem formbyltingarskáld liggur honum létt á tungu að yrkja samkvæmt hefðbundnum aðferðum þótt litt hafihann flikað þvi. Það hef ég heyrt eftir Sigurði Nordal sem hafði ekki dálæti á formbyltingarskáldskap is- lenzkum þegar talið barst að ákveðnu ljóði eftir Einar Braga þar sem hann virti hefðbundnu kröfurnar gömlu aö hefði hann ort áfram með þeim hætti hefði hann orðið þjóðskáld. En Einar Bragi hefur siður en svo verið verkasmár við ritstörf, enda sivinnandi. Hann hefur goldiö fósturgjöldin af óvenju- legri ræktarsemi við uppruna sinn. Ég þarf varla að nefna rit- röðina Þá var öldin önnur sem eru frásagnaþættir af ýmsu tagi og minningabrot og svo hiö mikla vandaöa fræöi- og safnrit Eskju, þar eru bindin orðin tvö og hið þriöja að komaút á næstu dögum. Ég vona að ég rjúfi ekki trúnaö með þvi að segja eftir þeim margfróöa manni Magnúsi Torfa Ólafssyni þegar fyrsta bindi Eskjukom út að sú bók væri svo vel unnin að hún mætti verða til fyrirmyndar öllum þeim sem tækju að sér slik verkefni. Réttsýni Einars Braga og drengskapur veldur þvi að hann hefur aldrei hikað við að taka svari litilmagna og verið ómyrk- ur i máli þegar honum hefur þótt hallað réttu máli. Enda hefur hann verið dæmdur eftir gallaðri meiðyröalöggjöf fyrir að segja hug sinn og draga ekki af þegar honum blöskraði. Óhappamenn hafa reynt aö koma honum i fang- elsi fyrir að segja heiöarlega hugsun sina og leggja góðum málstað lið, en komið var i veg fyrir þá ævarandi hneisu, að slikur maður væri færður i dýflissu. Við rithöfundar skuldum Einari Braga þakkir fyrir glæsilega frammistööu hans sem formaður Rithöfundasambands tslands á sinni tið sem hann stýrði af festu og lagni, og þess njóta samtök rit- höfunda enn þótt hann hafi kosið að létta af sér skyldum á þvi sviði til að nýta tima sinn betur til rit- starfa. t þeim samtökum nýtur hann álits og trausts flestum öörum fremur. Mér er lika kunn- ugt um að meðal norrænna skáld- bræðra sinna er Einar Bragi vel kunnurmaður ogimetum haföur. Sjálfur hefur hann þýtt margvis- legan skáldskap einkum nor- rænan og unnið afrek á þvi sviði svo sem þýðingar hans á Gunnar Björling vitna um en þaö verk er ekki heiglum hent. í dag dvelur Einar Bragi i gestaboði hjá skaftfellskum frændum sinum, og þangaö sendi ég og mitt fólk honum og hans fólki heillaóskir og vinarkveðjur. Thor V ilhjálmsson. „Nú verður Einar Bragi sex- tugur i vor”, sagöi kunningi okkar við mig á dögunum. „Hófatök einnar aldar, eru skjótt dunin hjá”, sagði Dsjambúl skáld — og hvað þá heldur sextiu ár — og mikið finnst mér lika stutt síðan ég, útkjálkastrákur að vestan, kom til Reykjavikur á miðri öldinni og stakk tá i strauminn, sem ýfði mannlif borgarinnar á þeim árum. Þetta voru árin, þegar „ungu skáldin” voru að kveðja sér hljóðs, en ég minnist þess ekki, að önnur ung skáld hafi einatt verið nefnd svo. Þetta voru árin, þegar bæk- urnar Dymbilvaka, Maðurinn er alltaf einn, Eitt kvöld i júni, Mitt andlit og þitt lágu á borði þeirra, sem eitthvað reyndu að fylgjast með nýjungum I skáldskap. Ég gæti t.d. nefnt daginn og stundina, þegar þessi öndvegis rit bárust mér i hendur. Já, þetta voru árin, þegar álit- legur hópur ungra mennta- og listamanna var' að koma heim eftir áradvöl erlendis. Sambandið við Evrópu rofnaði á styrjaldar- arunum 1939—1945, sem vonlegt var, en nú voru þeir að koma heim, sem axlað höfðu sitt skinn og kastað heimdraganum svo fljótt sem þeir gátu, þegar sið- ustu drunur ófriðarins langa voru þagnaðar, en utanfarir lands- manna ekki hafnar i þeim stil, sem siðar varð. Og það var heimsmanns- bragur á þeim i fasi, heiðrikja og dirfska i skoðunum, Thor Víí- hjálmsson nýkominn frá Paris, Einar Bragi frá Stokkhólmi. Þannig mætti áfram telja. Við horfðum á þá, heimalningarnir; suma sveið svolitið I brjóstið, að hafa ekki lika skelit undir nára. Og þessir ágætu menn áttu lika eftir að taka til hendi, svo að um munaði i íslenskum menningar- málum og etja kappi við fásinniö, sem allt of oft þrengir fast að af- skekktri þjóð. Ov Einar Bragi var varla búinn að bursta af sér feröarykiö, þegar hann skipaði sér i fremstu vig- linu. Til að staðfesta þau orð þarf ekki annað en minna á timaritið Birting, sem hann hóf útgáfu á fljótlega eftir aö hann kom heim, og siöan I félagi við fleiri skáld og menntamenn. Þegar maður flettir þessu riti og skoöar það nú, meira en aldar- fjórðungi siðar — þá leynir sér ekki, að þetta er eitt merkasta menningartimarit, sem hér hefur komið út, og er þar sannarlega tekist á við lágkúruna, hvort nú

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.