Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 7
Þriöjudagur 7. april 1981 ÞJÓÐVILJINN •— SIÐA 7
heldur hún birtist á menningar-
sviöinu, I undirlægjunni við er-
lenda herstöð eða i afstöðuleysi
röttækra samtaka við risann i
austri sem á 6. áratugnum stað-
festi svik sin við hugsjónir sósial-
ismans.
Þetta voru ár mikillar menn-
ingarumræðu og mikilla þjóð-
félagslegra sviptinga — og stund-
um hjaðningaviga.
Þótt við Einar Bragi ættum
nokkur samskipti á 6. áratugnum,
og ég ætti td. nokkurn þátt i þvi,
að hann var ráðinn ritstjóri Land-
nemans 1955, þá get ég ekki sagt,
að kunningsskapur okkar hæfist
fyrr en i Samtökum hernámsand-
stæðinga 1960, þar sem hann var
forystumaður og eyddi heilu
sumri i fundarhöld og undir-
skriftasöfnun á Austfjörðum
ásamt fleiri góðum mönnum.
Náðu þeir þar slikum árangri að
landfleygt varð, og var mörgum
stjórnmálaleiðtoganum þungt
fyrir brjósti það sumar. Ég held,
að þeir, sem þátt tóku i fundar-
höldum og baráttu þetta sumar,
og undirbúningi Þingvalla -
fundar um haustið, gleymi seint
þeirri samfylkingaröldu, sem þá
reis, og átti Einar Bragi stóran
hlut að þvi hve brött hún varð,
þótt þróun þessara samtaka yrði
með nokkuð öðrum brag en við
vonuðum þá.
Ég minnist lika góðra ára,
þegar við vorum samkennarar
við Gagnfræðaskólann i Kópa-
vogi, og ég hugsa stundum um
það i flatneskju grunnskólans,
hvað sumir gagnfræðaskólar gátu
hafist til vegs af þvi þeir höfðu á
að skipa afburðamönnum, einum
eða fleiri. Mönnum sem nú eru
vart finnanlegir á skólastiginu
vegna sérhæfingar þess og svo-
kallaðra kennsluréttinda. Þetta
má rekja allt til þess, þegar Þor-
valdur Thoroddsen kenndi viö
gagnfræðaskóla norður i Eyja-
firði, eða siðar á tið, þegar
Sverrir Kristjánsson kenndi ungl-
ingum sögu vestur i bæ.
Það var ekki ónýtt unglinga-
skóla að tefla fram til kennslu i is-
lenskum bókmenntum manni eins
og Einari Braga — og það var
heldur ekki ónýtt að geta borið
saman við hann bækurnar.
Um menningar- og þjóðfrelsis-
baráttu Einars Braga mætti
skrifa langt mál, en i þetta sinn
vil ég flytja honum þakkir og árn-
aðaróskir i tilefni sextiu ára af-
mælisins — og þá verður maður-
inn að baki verkanna hugstæð-
astur, og sú gæfa, að eiga mann-
kostafólk að vinum.
Og satt að segja held ég, að ef
mér „lægi lítið á” þá myndi ég
einna fyrst banka upp á á
Bjarnarstignum hjá þeim Einari
Braga og Kristinu, þvi svo raun-
góð eru þau, ef þeirra er leitað.
Og hjartarúm þeirra hjóna i
garð min og minnar fjölskyldu
verður kannski best lýst með
atviki fyrir nokkrum árum:
Við dvöldum þá i Kaupmanna-
höfn — og Einar Bragi og Kristin
voru þar lika. Við höfðum mikil
samskipti, oft dagleg. Svo skildu
leiðir um haustið, þegar þau fóru
til Stokkhólms. Við fylgdum þeim
á flugvöllinn, og sem flugvélin til
Stokkhólms var á lofti kom skeifa
á andlit ungrar dóttur okkar, sem
sagði þessi minnisstæðu orð: ,,Nú
verður aldrei gaman, þegar þau
eru farin”.
Við viljum á þessum timamót-
um óska þeim Einari Braga og
Kristinu innilega til hamingju og
þakka þeim hjartanlega fyrir alit
gott.
Sigurjón Einarsson.
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
G
unnar Thoroddsen forsætisráðherra:
Efnahagsaðgerðirnar hafa
borið verulegan árangur
Verðbólgan fyrstu 4
mánuði ársins er 33%
á ársgrundvelli
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra mælti i
gær fyrir fjárfestingar- og lánsfjáráætlun rikis-
stjórnarinnar fyrir árið 1981. Fram kom i máli
forsætisráðherra að þróun og horfur i efnahags-
málum þjóðarinnar á þessu ári hafi bæði dökkar
og ljósar hliðar og mætti búast við mótbyr i
mörgum greinum.
Forsætisráðherra sagði að
spáð væri að þjóðarframleiðsla
yrði svipuð á þessu ári og i
fyrra, en þá jókst hún um 2,5%
Astæður þess að ekki er um
aukningu i þjóðarframleiðslu að
ræða sagði forsætisráðherra
vera þær að i gildi væru sóknar-
takmarkanir til að vernda og
varðveita fiskstofnana og einnig
drægi orkuskortur úr
framleiðslu iðnfyrirtækja, sem
nota mikla orku.
Aætlað er að viðskiptakjör
(hlutfall útflutnings- og inn-
flutningsverðs) rýrni um 1—2%
i ár, en hafa verður þó i huga að
mikil óvissa er um þróun
viðskiptakjara og eru áhrifa-
þættirnir einkum þrir: verðlag
á frystum fiski i Bandarikjun-
um, oliuverð og gengisþróun á
erlendum gjaldeyrismörkuðum.
Gert er ráð fyrir að vöru-
skiptajöfnuður geti á þessu ári
orðið hagstæður um nálægt 100
miljónir nýkróna en horfur eru
á verulegum halla á þjónustu-
jöfnuði eða um 500 miljónir
nýkróna. Viðskiptahallinn i ár
er þvi áætlaður 400 miljónir
króna og er það ivið minni halli i
hlutfalli við þjóðarframleiðslu
en á árinu 1980. Fram kom hjá
forsætisráðherra að þróun inn-
og útflutnings hefur verið hag-
stæð það sem af er árinu 1981.
Þannig var innflutningur á
fyrstu tveimur mánuðum ársins
15% minni en á sama tima i
fyrra og á sama tima var
útflutningur 4% meiri en i
janúar og febrúar i fyrra.
Forsætisráðherra sagði að
efnahagsaðgerðir rikisstjórnar-
innar um áramót hefðu þegar
borið verulegan árangur. 1
janúarmánuði hækkaði visitala
framfærslukostnaðar um 1,62%
og spá Hagstofu islands fyrir
mánuðina febrúar—mai gerir
ráð fyrir 8.45% hækkun fram-
fræsluvisitölu á þvi timabili. Ef
þessi spá gengur eftir, nema
verðhækkanirnar á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins 10,2%, sem
gerir, miðað við heilt ár um það
bil 33%. Forsætisráðherra sagði
jafnframt að miðað við spá
Þjóðhagsstofnunar um 8%
hækkun i ágúst og 11% hækkun i
nóvember þá verði verðbólgan
frá upphafi til loka þessa árs um
40%. Forsætisráðherra sagði þó
að hafa yrði allan fyrirvara á
um þessar spár. Reynslan hefði
sýnt undanfarin ár hversu erfitt
sé að segja fyrir um verðlags-
þróun með nákvæmni.
Fram kom hjá forsætisráð-
herra að orkuframkvæmdir þ.e.
bæði raforku- og hitaveitu-
framkvæmdir nema i ár sem og
i fyrra um 5,5% af þjóðar-
framleiðslu og er það mun
Gunnar Thoroddsen
forsætisráðherra.
þingsjá
meira en undanfarna áratugi,
en á áratugnum 1960—69 var
þetta hlutfall 2,5% á ári að
meðaltali og 4,2% á árunum
1970—79.
Forsætisráðherra sagði að
þróun innlána i bönkum og
sparisjóðum hefði verið mjög
hagstæð á siðasta ári. Innlán
jukust þá um 67,4%, en 57,4%
árið 1979. 1 árslok siðasta árs
jukustútlán hins vegar um 56%,
en höfðu aukist um 58% 1979.
Þróun inn- og útlána hefur verið
hagstæð það sem af er þessu ári
sagði forsætisráðherra. A fyrstu
tveimur mánuðum þessa árs
hafa heildarinnlán aukist um
13,3%,en 9.8% á sama timabili i
fyrra. Vöxtur útlána er hægari
en i fyrra, útlán jukust um 7,4%
i jánúar og febrúar, en 10,2%
fyrir sama timabil árið 1980.
'Sagði forsætisráðherra að þess-
ar tölursýndu að betra jafnvægi
væri nú i peningamálum en
verið hefur um árabil.
Matthias A. Mathiesen tók
næstur til máls og sagði að
fjölmargir þættir sem rikis-
stjórnin hefði gengið út frá við
afgreiðslu lánsf járáætlunar i
fyrra hefðu ekki staðist og
sagðist hann búast við að sama
gerðist i ár. Sagði hann að
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
fyrir þetta ár bæri þess merki
að verðbólgusiglingunni yrði
enn haldið áfram eins og hann
komstað orði. Sagðist hann ekki
geta dregið aðrar ályktanir af
fjárfestingar- og lánsfjáráætl-
uninni en þær að árið 1981 yrði
erfitt ár og gagnrýndi hann
rikisstjórnina fyrir skort á hug-
myndum og tillögum til lausnar
efnahagsvandanum.
Jón Baldvin Hannibalsson
sem situr á þingi fyrir Benedikt
Gröndal gagnrýndi einnig harð-
lega fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlunina og sagði að fjöl-
margar forsendur hennar væru
ótraustar. Þá sagði hann að
efnahagsskipun landsins væri
að taka á sig mynd er svipaði til
hagkerfis A-Evrópurikja og
sagðist hann telja samkeppnis-
hagkerfið hefði herlendis verið
aflagt að mestu leyti. Væri hér
um mjög iskyggilega þróun að
ræða.
Fleiri tóku ekki til máls um
fjárfestingar- og lánsfjáráætl-
unina i gær.
— Þ
Sverrir Hermannsson um gosdrykkjafrumvarp GuðmundarG. o.fl.:
í
Einber sýndarmennska
( síðus+u viku var
umræða á kvöldfundi
neðri deildar um
frumvarp um lækkun á
vörugjaldi á öli og gos-
drykkjum úr 30% í 15%
Fl utningsmenn eru
Guðmundur G. Þór-
arinsson, Eggert Haukdal
og Jóhann Einvarðsson.
Sverrir Hermannsson sagði
við umræðu um málið aö frum-
varpið hefði öruggt meirihluta-
fylgi i neðri deild, þar sem auk
áðurgreindra þriggja
stjórnarþingmanna myndi
stjórnarandstaðan styðja
frumvarpið. Hins vegar væri
ekki ljóst hvort tryggður hetði
verið stuðningur einhverra
stjórnarþingmanna i efri deild.
Beindi Sverrir fyrirspurn um
þetta til Guðmundar G. og sagði
Sverrir að ef slikur stuðn-
ingur hefði ekki verið tryggður
þá væri frumvarpið einber
sýndarmennska og máliö fyr-
irfram dauðadæmt.
Guðmundur G. Þórarinsson
sagði að ekki hefði verið
tryggöur meirihluti fyrir frum-
varpinu i efri deild, en reynt
yrði að tryggja slikan meiri-
hluta og sagðist hann telja að
viðskiptaráðherra hefði m.a.
ekki gert upp hug sinn i málinu.
— þ.
Stjórnarfrumvarp um lífeyrissjóð sjómanna:
'v
Opnaður öUum sjómönnum
sem ráðnir eru á íslensk
skip tólf rúmlestir og stærri
L
Lagt hefur verið fram
st jórnarf rumvarp um
breytingu á lögum um
(ífeyrissjóð sjómanna og
er það í samræmi við
yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar í tengslum við
kjarasamninga sjómanna
i febrúar s.l. Með
frumvarpi þessu er
sjóðurinn opnaður öllum
sjómönnum sem ráðnir
eru á íslensk skip 12 rúm-
lestir og stærri. Þar með
eru taldir þeir sjómenn
sem eru ekki lögskráðir,
en vinna tímavinnú í þágu
útgerðar.
í 4. gr. frumvarpsins er
sjómönnum opnaður réttur til
ti8iu ellilifeyris við 60 ára aldur,
eftir 25 ára starf á sjó og 180 lög-
skráða daga að meðaltali á ári.
Breyting þessi er I samræmi viö
frumvarp um breytingu á
almannatryggingalögum i sömu
. átt.
í 2. gr. frumvarpsins er lagt
til að fellt verði niður ákvæði
þess efnis að Hæstiréttur skuli
skipa odtfamann stjórnar. 1
stað gildandi ákvæða um sjö
manna stjórn, og þar af einn
tilnefndan.^.f Hæstarétti, er nú
gert ráö fyrir að aðilar
launþegasamtaka og atvinnu-
rekenda eigi jafnmarga i stjórn
og fari með stjórnarformennsku
til skfptis, ^itt ár i senn.
í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að iðgjöld sjóðfélaga á
fiskiskipum, öðrum en skuttog-
urum 500 rúmlestir og stærri
skuli reiknast af launum eftir
þvi sem kveðið er á um hverju
sinni i kjarasamningum hlutaö-
eigandi stéttarfélags.
________________________“þ:J