Þjóðviljinn - 07.04.1981, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Qupperneq 9
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 7. aprll 1981 Þriöjudagur 7. apríl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ÓFÖGUR MYND ÚR UMHVERFISKÖNNUN LANDVERNDAR Tómlæti og slæm umgengni Eins og írá hefur verið skýrt hér i blaðinu héldu Samband islenskra sveitarfélaga, Landvernd og Félag islenskra landslagsarkitekta 'áðstefnu um umhverfis- og útivistarmál föstudaginn 20.mars Meðal þeirra, sem erindi fluttu á ráðstefnunni, var Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri Landverndar. Skýrði hann frá umhverfiskönnun, sem Landvernd lét gera 1978 og 1979 og hvað hún hefði leitt i ljós. Okkur lékíorvitni á að fræðast frekar um þetta efni og fengum þvi Hauk til viðtals. Tílgangurinn — Hver var tilgangurinn með þessari umhverfiskönnun ykkar Landverndarmanna, Haukur? — Tilgangurinn var sá, að afla upplýsinga um hvernig ástatt væri með umhverfismál á nokkr- um þéttbýlisstöðum og þá meö það ihuga, hvað nauðsynlegt væri að gera tii úrbóta. Þótt þéttbýlisvandamál séu til- tölulega ný af nálinni hér er ástæða til að staldra við og reyna að gera sér grein fyrir þvi hvar við stöndum, hver vandamálin eru og hvernig úr þeim megi bæta. Staðirnir, sem valdir voru, áttu að gefa sem raunhæfasta mynd af landinu i heild. Valdir voru staðir sunnan-, vestan- og norðanlands, með hliösjón af at- vinnuháttum og öðrum að- stæðum. Við ræddum viö forráða- menn sveitarfélaganna, heil- brigðisnefndir, forráðamenn og verkstjóra á vinnustöðum og verkstæðum og gerð var vett- vangskönnun. Könnun okkar beindist einkum að eftirgreindum atriöum: ráðstöfun og 1. Sorphreinsun sorps. 2. Frárennsli. 3 Umhverfi atvinnufyrirtækja og meðhöndlun úrgangs frá þeim. 4. Umgengni i tengslum við bú- fjárhald. 5. Almenn umgengni i ibúöa- hverfum og á opnum svæðum. 6. Vatnsból. 7. Brotajárn. Sorpeyðing í ólestri — Eigum við kannski að spjalla ofurlitið nánar um þessa þætti? Hvernig er það t.d. með sorp- eyðinguna? — Eyðingu sorps er viðast mjög ábótavant. Mjög algengt er að plast og annað rusl fjúki af haug- um og að reykur frá brennslum mengi loft. Viða er staðsetning eyðingarstöðva mjög óheppileg og reyk og óþef leggur frá þeim yfir byggðina. Sé tekið saman yfirlit um ástand sorpeyðingar á 16 stöðum er útkoman þessi: StaðarvaUóheppilegt 10 staðir, sæmilegt 6 staðir. Aðferöir við eyðingu: opnir haugar (grafið óreglulega), 9 staöir, brennt i ofni 5 staðir ekið i fjöru 1 staöur, brennt á opnum haug 1 staður. Girðingar: Agæt svæði 10 staðir, fokgirðing 6 staðir. Eftirlit: litið á 11 stöðum, sæmilegt á 4 stöðum, gott á einum stað. Eitt þeirra sveitarfélaga, sem hér eiga hlut að máli, hefur sýnt i verki að unnt er aö leysa þetta vandamál á viðunandi hátt. Bráðabirgðaframkvæmdir eru þvi óþarfar. Verra er þó, aö til eru þeir staðir þar sem menn hafa þvinær alveg haldið að sér hönd- um með að koma sorpeyðingunni i viðunandi horf. — En hvað um frárennslið? — Trúlega er mesta og algeng- ast umhverfisröskun i þéttbýli á fjörunni. Sannast sagna man ég ekki til þess að hafa séð ómeng- Haukur Hafstaö, framkvæmda- stjóri Landverndar: Dæmi sýna að unnt er að lcysa þessi mál meö þeim hætti að viöunandi verði og þvi þá ekki að gera það? — mhg rœðir við Hauk Hafstað, framkvœmda- stjóra Landverndar um umhverfismál og athuganir; sem Landvernd gerði á 16 stöðum á landinu aðar f jörur i neinum bæ eða kaup- túni á Islandi. Ekki vil ég þó full- yrða, að svo sé allsstaðar háttað en könnun okkar leiddi i ljós að viða er fjaran bæði skolpveita og ruslakista byggðarlagsins. Ég held, að yfirleitt hafi sveitar- stjórnir gert sér ljósa alvöru þessa máls, en hafi hreinlega gef- ist upp við úrbætur. Heilbrigðis- reglugerðir kveða svo á, að allt skolp frá þéttbýli skuli leitt út fyrir stórstraumsfjörur. Yfirleitt hefur þessu ákvæði ekki verið framfylgt og sumsstaðar er hluta af frárennslinu meira að segja hleypt i hálf lokaðar hafnir. Fjaran, sem samkvæmt eðli sinu ætti að vera eftirsóknarvert úti- vistarsvæði, er þvi viðast hvar fráhrindandi umhverfi, svo ekki sé meira sagt. Þar ættu stéttarfélög að taka í taumana — Og ef við vikjum að verk- stæðum og öðrum vinnustöðum? — Jú. Þær stofnanir setja viða mikinn svip á byggðarlagið. Þetta eru yfirleitt dýrar bygg- ingar, þar sem fólk er að störfum flesta daga, svo sem fiskvinnslu- stöðvar, sláturhús, bifreiða- og vélaverkstæði. Umhverfi þessara staða er viða mjög vanhirt, bygg- ingar gjarna ófrágengnar hið ytra, einnig lóðir og frárennsli. Allskonar drasl er látið grotna niður ár frá ári, ónýt veiðarfæri, járnarusl og lifrænn úrgangur. Margir slikir vinnustaðir stór- spilla fjörunum. Könnun Land- verndar sýndi ótvirætt að mikil þörf er á að lagfæra umhverfi vinnustaða og raunar furða, að stéttarfélög skuli ekki hafa átt frumkvæði að úrbótum, i sam- starfi við sveitarstjórnir. Brotalöm á búf jarhaldinu — Hver eru helstu vandamálin við búfjárhald i þéttbýlinu? — Aður fyrr var búfjárhald veigamikill þáttur i lifi og afkomu þéttbýlisisfólks. Or þvf hefur nú dregið með kýr og kindur þvi i þéttbýli stunda menn ekki lengur búskap til þess að afla tekna. Hinsvegar hefur hestamennskan færst ákaflega mikið i aukana. Hún veldur sumsstaðar veru- legum umhverfisvandamálum, sem stafa einkum af algeru skipulagsleysi um staðsetningu, húsakost og umgengni. Viða eru þessi „hesthús” bara kofaræksni og umgengni svo slæm, að meng- un stafar af. Á nokkrum stöðum hafa þó verið skipulögð hverfi hesthúsa en þar sem sauðfjár- búskapur er ennþá stundaður er ástandið allsstaðar slæmt. Þessi búfjáreign krefst og mikils landrýmis til beitar og vantar viða mjög á, að þvi hafi . verið hugað, enda gróðurlendi i nágrenni þéttbýlis tiðum mjög illa farið af ofbeit. Allviða virðist á þvi bera, að sveitarstjórnir beinlinis treysti sér ekki til þess að takast á við þessi vandamál. Sumt i góðu horfi, annað ekki — Þú talaðir um opin svæði, eigum við að lita nánar á þau? — Já, gjarnan. Með opnum svæðum er aðallega átt við afgirt svæði svo sem skógræktarland og það land annað, sem tekið hefur verið til verndar: iþrótta- og leik- velli, garða og fjörur. Þarna er ástandið breytilegt. Sumir staðir standa um þetta á gömlum merg svo sem Borgarnes, aðrir eru að hleypa úr hlaði. En varla er hægt að tala um skipulag á opnum svæðum nema helst á iþróttaleik- vöngum og barnaleikvöllum, enda hafa skipulegar aðgerðir sveitarstjórna einkum beinst að þessum viðfangsefnum. Um- gengni við hús og á þessum svæð- um er viða góð. A hinn bóginn hefur náttúrlegu umhverfi ekki verið sýndur sómi að sama skapi. Flest eða öll þau byggöarlög, sem könnunin tók til( eiga sína sérstæðu og fögru staði: hvamma, læki, ár og ár- bakka, klettaborgir, lyngmóa og tjarnir. Þetta eru kjörin útilifs- svæði, sem oft hefur þvi miður verið spillt með gálausri um- gengni. Tómahljóð — Hvað hefur svo gerst i fram- haldi af þessari könnun? ■ m 'ir ,1 .... . - '.V k « ‘ * - r ^^ «5 > • ~-,y • ~ ■ • Z.■ •p'i.y • “■ ■■ " - - ■ ' Tómstundabúskapríum” fylgja gjarnan kofaræksni og slæm umgengni sem mengun stafar af — Er unnið hafði verið úr gögn- unum 1978 voru sveitarstjórnum sendar, til umsagnar og leiðrétt- ingar, niðurstöður frá viðkom- andi stööum. Þótti rétt og skyn- samlegt að hafa þær i höndunum áður en endanlega yrði gengið frá niðurstöðum. En ekkert svar barst og var það tómlæti okkur mikil vonbrigði, þar sem við höfð- um áður talið okkur finna áhuga og samstarfsvilja hjá sveitar- stjórnum og öðrum þeim, sem til var leitað. Þvi miður kom i ljós, að all- margir staðir eru illa á vegi staddir i umhverfismálum. Og þó að úrtakið sé ekki stórt er þó nokkuð rik ástæða til áð ætla að það sé þverskurður af ástandinu. 1 nokkrum tilfellum, svo sem við varanlega gatnagerð, hefur vel og skipulega verið að verki staðið og má hafa það til hliðsjónar við aðrar framkvæmdir, fjármögn- un, verktilhögun, samstarf o.fl. Nokkur megin atriði Það liggur i augum uppi, að brýna nauðsyn ber til þess að bæta skipulag og vinnubrögð við umhverfisverndarmál. Til þarf að koma meira frumkvæði og samstarf sveitarstjórna og betri lög og reglugerðir til þess að byggja á. Og þá vil ég gjarnan benda á eftirfarandi atriði svona til athugunar: 1. Auka þarf samvinnu sveitar- stjórna og forráðamanna at- vinnufyrirtækja um skipulag og umhirðu á umhverfi vinnslustöðva, svo sem á lóð- um, hafnarsvæðum og fjörum. 2. Aukið samstarf þyrfti að kom- ast á um sorphirðu og einnig gevmslu á brotajárni, með endurnýtingu þess i huga. Það hlýtur að koma að þvi að við gerum eitthvað úr þessum verðmætum i stað þess að láta þau spilla umhverfinu. 3. Samstarf sveitarstjórna og áhugasamtaka um umhverfis- mál þarf að auka. Hreinsunar- herferð, sem Landvernd hefur gengist fyrir að vori til nú nokkur ár, hefur sýnt vaxandi áhuga þátttökufólks og einnig það, að með samstilltu átaki og skipulegum vinnubrögðum er hægt að ná góðuin árangri, án þess að kosta til miklu fjár- magni. 4. Nauðsynlcgt er að auka fræðslu um umhverfismál, sem stuðli að viðhorfsbreytingu um gildi þeirra fyrir samfélagið. Þarna geta skólar, félagasamtök og heimili gegnt mikilvægu hlut- verki. 5. Kanna þarf hvort sum verkefni eru svo viðamikil og kostnaðar- söm að þau séu smærri sveitar- félögum ofviða og ef svo reynist að finna leiðir til úrlausnar. Ef þessar niðurstöður sýna réttan þverskurð af ástandinu þutfum við þá ekki aö tylla okkur niður og hugsa ráð okkar ögn betur? 6. Setja þarf ný lög um um- hverfismál, sem tryggi betur mengunareftirlit og einnig virkari skipulags- og náttúru- verndarlög. Fram kom i hópumræðum, sem fram fóru um þetta mál, að nauð- synlegt væri að halda áfram þess- um könnunum; reynt yrði að ná um þær samstarfi við sveitar- stjórnir, svo að þær megi verða sem ýtarlegastar og áhrifa- mestar. Væri i rauninni ekki óeðlilegt, að sveitarstjórnir styrktu kannanirnar eitthvað fjárhagslega. Greinilegt var, að þeir sem sátu þessa ráöstefnu, voru mjög jákvæðir gagnvart þessum málum. Gagnlegar upplýsingar — Nú liöur vist að lokum þessa spjalls. Er það e.t.v. eitthvað, sem þú kýst að koma á framfæri svona að endingu, Haukur? — Það væri þá að undirstrika það, að aðalmarkmið Land- verndar með þessari könnun var aðfá fram sem gleggstar upplýs- ingar um meginþætti umhverfis- málaá nokkrum þéttbýlisstöðum. Og þótt könnunin hafi hvorki verið ýkja umfangsmikil né kostnaðarsöm gaf hún okkur ýmsar marktækar upplýsingar, sem eru mjög gagnlegar fyrir okkur i Landvernd. Geta þær væntanlega komið að góðum notum i baráttu okkar fyrir skyn- samlegum samskiptum við land og landsgæði og sameiginlegu starfi okkar allra fyrir betra og fegurra umhverfi og þar með betra mannlifi á landi hér. — mhg ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKIFARIÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTLAR AÐ FERÐAST í SUMAR AÐ ÚRVAL BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBUÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGÁLUF-STRÖNDINNI eyja lífsgleðinnar ÚRVALS-feröir eru oft á tíöum uppseidar fram í tímann, er því viðskipta- vinum ráölagt aö panta eins snemma og mögulegt er, þannig aö tryggt sé að þeir geti feröast þegar þeim hentar og notiö bestu gistingar sem völ er á. ÞAÐ ER STAÐURINN! ím Komdu með til URVAL SÍMI26900 1/2/3 VIKUR -15. APR. - 2. MAÍ - 26. MAÍ - 2. JUN. -16. JUN. - 23. JÚN. - 7. JUL. -14. JÚL. - 28. JUL. - 4. AGU. -18. ÁGÚ. - 25. ÁGÚ. - 8. SEP. -15. SEP. - 29. SEP. ■e-e-g 3 APRIL 1Qft1 í BIÐLISTI BIDLISTI I 10SÆTILAUS FULLBÓKAÐ I FULLBÓKAÐ LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAUS SÆTI FA SÆTI LAUS f BIDLISTI I FULLBÓKAÐ 15 SÆTI LAUS LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAUÖ SÆTI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.