Þjóðviljinn - 07.04.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Síða 16
DJOÐVHMN Þriðjudagur 7. april 1981 Aðalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími aigreiðslu 81663 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aft ná i afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Flugleiðir hóta að ráða erlenda flugmenn í gær barst Þjóöviljanum löng greinargerð frá Flug- leiöum h.f. þar sem gerð er grein fyrir afstöðu fyrir- tækisins til kröfu flug- manna um nýjan kjara- samning sem hefur verið laus síðan 1. feb. 1980 og verkfallsboðunar FiA frá og með 10. april nk. í greinargerðinni segir ma.: Að óbreyttri afstöðu F.I.A. til nauðsynlegrar þjálfunar íslenskra flug- manna til viðbótarstarfa er augljóst að Flugleiðir verða annað hvort að af- sala slfkum nýjum verk- efnum til annarra flug- félaga, innlendra eða erlendra, eða að öðrum kosti ráða erlenda flug- menn til starfa við þau. Kristján Egilsson formaður F(A sagði um þessa hótun, að hún kæmi sér ekki á óvart, þetta væri svipað því, sem vænta mætti frá þeim mönnum, sem nú stjórna Flugleiðum h.f. — Fyrst brjóta þeir á okkur allt það sem þeir geta f skjóli þess að engir kjarasamningar eru í gildi og virða ekki einu sinni þá hefð að láta eldri samn- ingsákvæði gilda þar til nýr samningur hefur verið gerður, og þegar við erum ekki tilbúnir til að kingja þessu, þá er okkur hótað að ráðnir verði erlendir flug- menn. Þetta er eftir öðru og það er ekki að ástæðu- lausuað málefni Flugleiða eru í því ástandi sem raun ber vitni, sagði Kristján. í morgun kl. 9 byrjaði sátta- fundur hjá sáttasemjara i deil- unni. Kristján Egilsson sagði þau ummæli sem kæmu þarna fram i opinberri greinargerð Flugleiða auka sér bjartsýni á að sam- komulag væri i nánd. S.dór Fjögra ára arengur drukknaði Þaft hörmulega slys varft s! föstudag.aft 4ra ára gamall . drengur, Hrafnkell Hjartar- son frá Hænuvik drukknaði i framræsluskurfti i örlygs- höfn. Var Hrafnkell heitinn gest- komandi i örlygshöfn og var aðleika sér með systkinum á bænum sem eru 7 ára drengur og 3ja ára stúlka og var það hun sem sagði frá slysinu. ts sem var á framræslu- skurðinum brast og féll Hrafnkell niður um hann. Eldri drengurinn reyndi að bjarga honum, -en féll þá einnig niður um isinn, en faðir hans fann hann um 80 metrum fyrir neöan slys- staðinn. Var hann þá meðvit- undarlitill, en hresstist fljótt. Leit að Hrafnkeli bar ekki árangur fyrr en froskkafari af varðskipi, sem statt var á Patreksfirði, kom á staðinn og kafaöi undir isinn-s.dór. I------------------------------ 1 gærmorgun var glatt a hjalla i Menntaskólanum vift Sund, þegar stúdentsefni ársins heldu sina dimmission með til- heyrandi ærslagangi og skemmtilegheitum. Fyrst var safnast saman fyrir utan skól- ann, en að lokinni athöfn á skólalóðinni var fariö inni sam- komusal hans og kennarar kvaddir aft gömlum sið. Fékk þar hver þeirra sina umsögn auk ýmiskonar uppá komu ann- arar sem hver bekkur fyrir sig stóft fyrir. Eins og sjá má á þessum myndum sem ljósmyndari Þióðviljans —gel— tók i gær fór einn bekkurinn i gervi blóðsuga og heitaði blóð úr hálsi manna, auk þess að gefa þeim blóð sem vildu. A hinni myndinni er aftur á móti kominn sænskur kór, sem skálaði fyrir kennurum og söng — Vem kan segla förutan vind. — S.dór Fjölbrautaskólarnir í Breiðholti og á Akranesi Verkfall kennara í öldungadeildum I gærkvöldi hófst verk- fall kennara í öldunga- deildum f jölbrautaskól- anna í Breiðholti og Akra- nesi. Ástæðan er tvíþætt að sögn Matthíasar Frí- mannssonar, trúnaðar- manns kennara í Breið- holti. Annars vegar van- goldin laun kennara í öld- ungadeildum og hins- vegar ágreiningur um, hvernig haga skuli greiðsl- um fyrir kennslu i verk- námsþáttum öldungadeild- skyldi viðhöfð við öldungadeildir fjölbrautaskólanna, nema að þvi er snertir verknámsþættina þar skyldu greidd aðeins einföld laun. Forsendur launadeildar eru þær að þessar greinar sé ekki unnt að kenna éða nema i tvöfaldri yfir- ferð. Kennarar telja hins vegar að svo sé og vitna þvi til stuðnings i umsagnir framkvæmdastjóra iðnfræðsluráðs og samþykkt iðn- þings frá 1979, auk eigin reynslu og nemenda sinna. Telja kenn- arar að hér sé verið að mismuna námsgreinum og að jafnvel megi hér greina undir niðri hið gamal- gróná sjónarmið að verknám sé bókpám inu ■ óæðra. Þrátt fyrir áðurgreinda sam- þykkt frá 3. mars hafa stunda- kennarar i bóknámsgreinum ekki enn fengið þær greiðslur sem samið hefur verið um, heldur ein- ungis einföld laun eins og um dag- kennslu væri að ræða. Kennsla hófst um siðustu áramót i öld- ungadeildunum og er þvi um að ræða umtalsverðar upphæðir sem þeir eiga inni hjá rikinu. Vilja þeir þvi leggja áherslu á að fá þegar greidd útistandandi vinnu- laun með þátttöku i verkfallinu og jafnframt sýna samstöðu sina með verkmenntakennurum. — J. anna. Háskóladeilan: Nýtt tllboð ríkisins rætt á fundi í kvöld Stúdentar í samúðar- verkfalli í dag A fundi sem Guftmundur Magnússon, háskólarektor, gekkst fyrir I gærmorgun meft stundakennurum og fulltrúum ráöuneytanna var lagt fram e.k. tilboð frá rikinu sem almennur fundur stundakennara tekur af- stöðu til I kvöld. A blaðamannafundi, sem stjórn Félags stundakennara hélt i gær, sagði Ólafur Jónsson, sem sætiá i samninganefnd félagsins, að stundakennarar væru rektor þakklátir fyrir að reyna að greiða fyrirsamningum. Tilboð rikisins, sem stup.dakennarar vildu dtki fjölyrða um á blaðamannafundin- um, mun skv. heimildum Þjóðviljans m.a. jafngilda vilyrði um samningsrétt stundakennara svo og gagngera endurskoðun á stöðu stundakénnslu við Háskóla Islands. Að öðru leyti mun tilboð- ið taka til atriða sem áður hafa komið fram munnlega á samn- ingafundum þessara aðila. Stjórnarmenn i Félagi stunda- kennara sögðust i gær ekki hafa haft tóm til að skoða tilboðið náið og hefðu þeir þvi enga afstöðu tekið til þess enn. Þá óskuðu fulltrúar ráðuneytanna eftir þvi að verkfalli yrði aflýst en hvorki samninganefnd né stjórn hefur umboð til þess. munu stunda- kennararræða þá ósk á fundinum i kvöld. Undanfarna viku hefur kennslá verið lömuð i mörgum deildum Háskólans, ekki aðeins vegna verkfalls stundakennara heldur einnig vegna samúðarverkfalla stúdenta, sem ekki hafa mætt i tima hjá fastráðnum kennurum. I dag, þriðjudag, hafa stúdentar boðað allsherjarverkfall og var súákvörðun staðfest á almennum stúdentafundi sem haldinn var i gær. Þar var einnig samþykkt ályktun þar sem átalin er sú •stefna yfirvalda að leysa aukna kennsluþörf i H1 með siaukinni stundakennslu og jafnframt skor- að á stjórnvöld að ganga þegar til samninga um sanngjarnar kröfur stundakennara. Lágmarkskrafa er að þeim sé búin viðunandi að- staða, segir i ályktun stúdenta- fundarins. Fundurinn var mjög fjölsóttur en þar töluðu fulltrúar stundakennara, háskólarektor og aðstoðarmaður fjármálaráð- herra. - AÚ Samkvæmt samningum kenn- ara i bóknámsgreinum við öld- ungadeildina i Hamrahlið fá stundakennarar þar greidd tvoföld laun miðað við stundakennslu i dagskóíanum á þeirri forsendu að yfirferð sé helmingi meiri i öld- ungadeildinni en i dagskólanum og þar af leiðandf 'mun meiri undirbúningur fyrir hverja kennslustund. Fastir kennarar sem kenna fulla skyldu i dagskóla en aukakennslu i öldungadeild fá 60% álag á þá kennslu i stað 30% yfirvinnuálags við dagskólann. Matthias sagði að á fundi með fuUtrúum launadeildár þann 3. mars s.l. hefði verið samþykkt að sama tilhögun I launagreiðslum Lóðaúmsóknirnar streymdu inn: j „Eins og í ríklnu i á Þoriáksmessnn L Gifurleg örtröft var á skrif- stofu borgarverkfræftings i gær en þá rann út frestur til aft skila inn umsóknum um lóftir I Reykjavlk. Margir þurftu aft fá leiftbeiningar vift aft útfylla eyftublöftin og aftrir vildu full- vissa sig um aft ekkert vantafti á umsóknina. A þriðja þúsund umsóknar- eyðublöð fóru út af skrifstofunni og er það mun meira en nokkrú sinni fyrr. Hins vegar verður ekki ljóst fyrr en i dag hversu margar umsóknir bárust. Eng- inn timi vannst til þess að hafa tölu á þeim i gærdag enda var örtröðin ,,eins og i rikinu á Þor- láksmessu” að sögn eins starfs- manns borgarverkfræðings. "J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.