Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. aprll 1981 Þá ættu páskaeggin og aðrar krásirað vera farin að sjatna og heilabúin farin að starfa á fullu. Lesendur voru á þvi að svarti kóngurinn ætti að koma sér i skjól og völdu þvi að hróka stutt. Helgi svarar með 9. Bg2. Herhlaup Blöndunga Gisli Björgvinsson i Þrasta- hllð i Breiðdal las um. „her- hlaup” Norðlendinga útaf virkjunarmálum og varð að orði: Ef þeir ekki fyrstir fá framgengt sinu máli, hóta þeir að höggva þá höfuðið af Páli. Fundur um forréttindi abcdefgh Þið eigið leikinn, og getið hringt i si'ma Þjóðviljans i dag milli kl. 9 og 18. Akveðið hefur veriö að breyta fyrirkomulaginu þannig að nýr leikur kemur á hverjum degi aftur. Ástæðan er sú að lands- byggðin tók ekki við sér, enda simkostnaður mikill. Leikurinn sem þið veljið i dag kemur þvi I blaðinu á morgun ásamt 10. leik Helga. KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið EN ÉG ER ORUGGLEGA BETUR Þegar Lilli sagöi þetta orð um daginn fannst þér þaö svo sniðugt. Brúðguminn 101 árs Þaö er aldrei of seint. Það er vist ekki algengt aö haldið sé brúðkaup og sé annar makinn oröinn hundraö ára. Þetta geröist samt á elli- heimilinu f Suöur—Karolina I Bandarikjunum. Dave Williams sem er 101 árs kvæntist Lou Miller, sem er sjötug. Þau voru bæöi I hjóla- stólum við hjónavigsluna. Rætt við Reyni Torfason, rækju- / skipstjóra á Isafirði Engir ungir hafa byrjað undan- farin ár — Það eru margir á Isafirði sem eru að hugsa um að hætta á rækjunni, þar á meðal ég. Það hefur ekki verið nein hreyfing að þessari Utgerð i langan tíma og þeir sem eru i þessu byrjuðu flestir eftir sildarævintýrið. Það hafa engir ungir menn byrjað á rækjunni undanfarin ár og það sýnir að þaö er eitthvað að. Þetta sagði Reynir Torfason 1 dægurlagakeppni er þaö lagið sem Ifkist mest öllum hinum sem vinnur. maður og Ragnhildur Helga- dóttir, en auk þeirra flytja ör- stutt ávörp fulltrúar ASl, VSl, VMSl, BSRB, BHM, Rauð- sokkahreyfingingarinnar og Kvenréttindafélagsins. Þarna mætast fulltrúar stéttarfélaga, atvinnurekenda og kvenna- hreyfinganna og þarf ekki að efa að umræður verða fjörugar, þar sem svo viröist sem skoöan- ir séu mjög skiptar á tima- bundnum forréttindum kvenna. Fundurinn hefst kl. 14 (meöan börnin og feðurnir (?) veröa I skrúðgöngu) og,að loknum framsöguerindum veröa frjálsar umræður. verksmiöjunnar og þeir mögl- uðu ekki neitt. Þetta sýnir ósköp einfaldlega að það er i vinnsl- unni en ekki veiöinni sem hagn- aðurinn kemur fram. — Eru þeir i vinnslunni sam- mála þvi? — Nei, nei, þeir eru auðvitað skælandi i Verðlagsráði sjávar- útvegsins yfir að hráefnisveröið sé allt of hátt til sjómanna. Það er orðið svo mikið um að vinnslurnar eigi bátana og það hefur I för með sér að Llú er al- gerlega á bandi hráefniskaup- enda gegn hagsmunum okkar sjómanna. Þetta er svona auð- hringamyndun i sjávarútvegin- um sem er i gangi. — Er afkoman slæm hjá ykk- ur eftir vertiðina? — Þetta gengur ef menn eru á litlum bátum og eru skuldlausir. En það er með naumindum að menn geta endurnýjað bátana. Ég ætlaði að gera það en sá mér ekki fært vegna litils hagnaðar. — En hvernig ganga veiðarn ar fyrir ves.tan að öðru leyti? — Þeir eru að mokveiða núna á línu. En það er eitt i þvi sam- bandijþað er það að fiskurinn er algerlega ætislaus og þannig hefur það verið undanfarin 2—3 ár. Þetta er fiskur sem bókstaf- lega er með gróinn maga. Þessi mokveiði núna stafar af þessu. Ef það væri áta þá væri fiskur- inn i torfum og togararnir myndu hirða hann. Sjómenn eru fyrir löngu búnir að sjá að það er minnkandi loðnugengd sem.er að koma nið- ur á þorskinum núna. Fiski- fræðingar eru hins vegar fyrst að átta sig á þessu núna. Kuld- inn i sjónum er engin skýring á þessu. — Hvað er svo framundan hjá þér? — Maður verður á handfær- um i sumar og það er eins gott að fara að huga að beitunni. Maðurinn minn er svo forsjáll. Hann er sannfæröur um að einhvern- tima verði skortur á dagblööum. Rauðsokkahreyfingin og Kvenréttindafélag tslands efna til sameiginlegs fundar á sum ardaginn fyrsta í Norræna húsinu. Þar verður til umræðu frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur um breytingar á jafn- réttislögunum, sem meðal ann- ars fela i sér aö tekin vcröi upp svokölluö timabundin for- réttindi kvenna. Frummælendur veröa Jó- hanna Sigurðardóttir alþingis- Reynir Torfason rækjuskipstjóri frá tsafirði þeg- ar Þjóðviljinn ræddi við hann hér á ritstjórninni á dögunum. — Hvernig gekk vertiðin hjá ykkur í vetur? — HUn gekk svona þolanlega, en það voru miklar ógæftir i mars sem lengdu vertiðina. Það hefur verið við lýði kvóta- kerfi á veiðunum hjá okkur, en i vetur varð nokkur breyting á. 1 staðinn fyrir heildarkvóta eins og var þá.varð félagshyggjan ofan á og hver bátur fékk kvóta eftir stærð. Þetta gekk þokka- lega, en þeir sem voru á toppn- um voru náttúrlega einna helst óánægðir. Stærsti báturinn var 60 tonn og hann fékk ekki að veiða nema 3—5 tonnum meira ai bátur sem var 30 tonn. Þetta hlýtur auðvitað að vera óhag- kvæmt en i' þessu tilfelli var um að ræða bát i eigu niðursuðu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.