Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 13
Miövikudagur 22. apríl 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Brenglaðar vísur lagaðar Agætar visur um Morgunpóst, sendar af lesendum fyrir norðan, brengluðust illilega á leiðinni i pressuna og birtust bjagaðar á 2. siðu bjóðv. fyrir páska. Réttar eru vfsurnar þannig: A vorin löngum læknast fer leiður ihaidsrolluhóstinn. lfaraldur, ég þakka þér, aö þií gast drepið Morgunpóstinn. bií stundar aumlegt ihaldsskriö utan sdma, gleöi og vona. Allt þaö sem þú leggur liö liklega drepst það einmitt svona. Herstöðvaandstædingar Herstöðvaandstæðingar Alþýðubandalag Héraðsmanna Opinn fundur um herstöðvamálið i Menntaskólanum á Egilsstöðum laugardaginn 25. april kl. 2 e.h. Bragi Guðbrandsson menntaskóla- kennari heldur framsöguerindi. Umræður. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Aðalfundur V. deildar ABR (Breiðholt) Aðalfundur V. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn þriðjudaginn 28. april kl. 20:30 i kaffistofu KRON við Norðurfell. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Stjórnarsamstarfið og verkefnin framundan. Frummælandi: Ólafur Ragnar Grimsson alþ.m. 3) Umræða um borgarmálin 4) Undirbúningur borgarstjórnarkosninga 1982. Félagar fjölmennið. Adda Bára Bragi Guö- brandsson. Minnmg Framhald af 6. siöu. heimilis og vann lengi á sjúkra- húsi Stykkishólms, hjá þeim góðu konum nunnunum, sem þvi stjórna. Reyndust þær henni hinir mestu hollvinir, sem þeirra var von og visa, enda efa ég ekki að hún hefur til þess unnið. Börn Unu eru 9 að tölu og eru þau þessi talin í aldursröð: Albert vélstjóri giftur Jóhönnu Guðmundsdóttur, Ólafia gift Hinrik Hinrikssyni skrifstofumanni, Ingigerður gift Val ólafssyni verslunarmanni, Jón byggingarmeistari giftur Sól- veigu Steingrimsdóttur, Haraldur, einnig byggingar- meistari, giftur Guðrúnu Sigurðardóttur, Elisabet gift Sturlaugi Albertssyni skipstjóra, Kristin gift borsteini Haukssyni vélstjóra, Gréta gift Kristjáni Gunnarssyni strætisvagnastjóra og yngst er Birgitta, aðeins 17 ára, semenn dvelstl föðurhúsum. Barnabörnin eru 19 að tölu. Ég hef ekki átt þess kost að kynnast börnum Unu, en það segirmér fólk, sem þau þekkir,að þau séu samvalið manndómsfólk, vel gefið og vel gert. bykir mér það að vonum,svo miklir kjarna- kvistir sem að þeim standa i báðar ættir. Fljótlega eftir fimmtugt fór Una að kenna þess sjúkdóms, sem nU hefur dregið. hana til dauða. Fyrir 5 árum gekkst hún undir stóra skurðaðgerð, sem sjálfsagt hefti framgang sjúk- dómsins I bili, en ljóst mun hafa verið þá þegar að niðurlögum hans yrði ekki ráðiö. Fyrir þrem árum fluttust þau hjónin hingað til Reykjavikur ásamt yngstu ddtturinni, en hin börnin voru öll búsett hér. brátt fyrir að Una gekk eftir þetta aldrei heil til skógar lét hUn aldrei hugfallast. Héltáfram að sinna störfum utan heimilis, nú siöustu árin á hjUkrunarheimili aldraðra að Hátúni 10B, hætti þar störfum fyrirnokkrum vikum siðan, en þá lá leiðin inn á Landspitalann. Aðalfundur III. deildar ABR (Sundin) Aðalfundur III. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn mánudaginn 27. april kl. 20:30 að Grettisgötu 3.. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Umræða um borgarmálin. 3) Undirbúningur borgarstjórnarkosninga 30. mai 1982. Athugið breyttan fundardag. Nánar auglýst siðar. Stephan G. Stephansson lætur þess einhvers staöar getið I bréfi, að hann geti vel hugsað sér himnariki, þar sem hann væri alltaf að vinna erfiöisstörf — og væri alltaf upplagður til þess. Undir þá Paradisarvon held ég að Una Kristjansdóttir hefði getað tekið. Hvað sem um það er hefur hún nU kvatt önn og vil hins jarð- neska lifs — og gengið til hvildar. Verði henni hvildin kær. Margrét Siguröardóttir. Stjórnin. Aðalfundur II. deildar (Austurbær) Aðalfundur II. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn i kvöld (miövikudaginn 22. april) kl. 20:30að Grettisgötu 3 (irisi). Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Umræða um borgarmálin. Adda Bára Sigfús- dóttir mætir. 3) Undirbúningur borgarstjórnarkosninga 1982. Félagar, mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Aðalfundur IV. deildar ABR (Grensás) Aðalfundur IV. deildar Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn i kvöld (miðvikudaginn 22. april) kl. 20:30að Grettisgötu 3 (á 2. hæð). Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Umræða um borgarmálin. Adda Bára Sigfús- dóttir mætir. 3) Undirbúningur borgarstjórnarkosninga 1982. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Reykjavik — Baknefnd fræðslu-, iþrótta- og æskulýðsmála. Næsti fundur nefndarinnar verður mánudaginn 27. april kl. 17 aö Grettisgötu 3. Adda Bára. Vorhappdrætti ABR. STÖNDUM VÖRÐ UM ALbÝÐUBANDALAGIÐ t REYKJAVIK — GERUM SKIL. Fulltrúaráð ABR Fulltrúaráö Alþýðubandalagsins i Reykjavik er boðaö til fundar mið- vikudaginn 6. mai kl. 20:30 i fundardal Sóknar aö Freyjugötu 27. Dag- skrá auglýst siðar. Nýlagnir, breyting- ar, hitaveituteng- ingar. Simi 3Ó929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin). Brekkugötu 1 — Simi 98-1534 A flugvélli 98-1464 ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótagjalda í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 21. þ.m. verða lögtök látin fara fram til trygg- ingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1981. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefj- ast að 8 dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 21. april 1981. T Hafnarfjörður - == matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða i Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 10. mai n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavík og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfallinnar fyrirframgreiðslu þing- gjalda 1981 var uppkveðinn i dag, þriðju- daginn 14. april 1981. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Athygli er vakin á þvi, að hafi ekki verið staðið i skilum með fyrirframgreiðslu á réttum gjalddögum er hún öll i gjalddaga fallin. Keflavik 14. april 1981. Bæjarfógetinn i Keflavik. Grindavik og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson (sign) Lyfjatæknaskóli / Islands auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir næsta skólaár, sem hefst 1. október n.k. Umsækjendur skulu hafa lokið gagn- fræðaprófi eða hliðstæðu prófi. Með umsókn skal fylgja eftirfarandi: 1) Staðfest afrit af prófskirteini. 2) Læknisvottorð 3) Sakavottorð 4) Berklavottorð. 5) Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum alla daga fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 19. júni. Umsóknir sendist til: Lyfjatæknaskóla íslands, Suðurlandsbraut 6, 105 Reykjavik. Skólastjóri. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.