Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1981næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 22. aprll 1981 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Olíuleit á hafsbotni krefst mikiLs búuaðar Eftir að Norðmenn komust i hóp oliuframleiðsluþjóða, en þeirra olia er öll unnin upp af hafsbotni, þá hafa þeir lagt mikla áherslu á að verða sjálf- um sér nógir i framleiðslu á oliupöllum, svo og oliuleitar- skipum. Oliuleitina ann'ast hlutafélag sem nefnist Geophysical Company of Norway A.S., skammstafað G.E.C.O. Eigendur þessa hluta- félags eru: Det norske Veritas og Kongsberg vopnaverk- smiðjurnar, og skiptist eign þeirra til helminga. Talið er að um 20 oliu-leitarfélög séu nú starfandi i heiminum, sem leita oliu i jarðlögum undir hafsbotni. G.E.C.O. er nú talið þriðja stærsta á þessu sviði. Hinsvegar telja Norðmenn sig nú vera komna með alfullkomnustu • leitarskipin sem ennþá hafi Iverið smiðuð. Nýlega tóku þeir við einu sliku frá Trosvik Verk- sted A/S og er það annað skipið ■ sem sú stöð smiðar til oliuleitar I__________________________________ Reagan-stjórnin i Bandarikjun- um sagði upp fyrir nokkru fisk- veiðisamningi þeim sem i gildi hafði verið i verki, á milli Banda- rikjanna og Kanada um nokkurra ára skeið. Þetta var sagt gjört vegna óánægju bandariskra fiski- manna á nokkrum hluta austur- strandarinnar. Þessi samningur hafði þó aldrei verið staðfestur af Bandarikjaforseta, en lagður fyrir bandariska þingið eftir undirskrift, þar sem engin mót mæli komu fram gegn honum Undir slikum kringumstæðum mun vera litið þannig á að slikur samningur hafi öðlast gildi, þó hann hafi ekki verið staðfestur ai fyrir félagið. Þá átti annað nýtt oliuleitarskip að afhendast G.E.C.O. nú i mars eða april mánuði frá A.M. Liaaen A.S. i Álasundi. Og enn hefur félagið samið um smiði á oliuleitarskipi frá skipasmiðastöðinni i Mandal. Þegar öll þessi skip verða komin i gagnið þá telur oliuleitarfloti Norðmanna 8 skip af fullkomnustu gerð. Oliuleitarskipið sem G.E.C.O. tók nýlega á móti heitir m/s Geeo Gamma og er 1599 brúttó tonn. Það hefur 40 manna áhöfn og er nokkur hluti hennar verk- fræðingar, tæknifræðingar, jarðfræðingar, jarðeðlisfræð- ingar og aðrir visindamenn. Allur tækjabúnaður til oliu- leitar er algjörlega einangraður frá öðrum hlutum skipsins og er það talið nauðsynlegt. Með há- þrýstiloftbúnaði er framleiddur einskonar skothvellur sem á að berast niður á margra kiló- metra dýpi fyrir neðan hafs- botn. Skipið dregur svo á eftir forsetanum, og uppsögn samn- ingsins nú bendir til þess, að þannig hafi hin nýja stjðrn Bandarikjanna litið á málið. En uppsögnin olli mikilli óánægju hjá kanadiskum fiskimönnum, enda munu landamerki á fiskimiðum austurstrandarinnar vera mjög óglögg. Hvort náðst hefur samkomulag á fundi Bandarikjaforseta og for- sætisráðherra Kanada á fundi þeirra nýlega er ekki vitað en þetta mál ásamt fleiri ágrein- ingsmálum landanna mun hafa borið á góma á þessum fundi æðstu manna þessara grann- landa. sér eftir hafsbotninum 1000 m langan kapal sem er alsettur hljóðeyrum og margskonar raf- eindabúnaði, sem tekur á móti bergmálum frá jarðlögunum þar sem skipið fer yfir. Berg- málið fer svo eftir kaplinum inn i skipið þar sem allskonar mæli- tæki og búnaður vinna úr þvi. A þennan hátt er búið til kort af hafsbotni svo og jarðlögum svo langt niður sem hljóðið hefur borist. Þegar slikri kortagerð er lokið, þá er það verkefni jarð- fræðinga og jarðeðlisfræðinga að finna út hvort likur bendi til að olia finnist á viðkomandi leitarsvæði. G.E.C.O. oliufélag Norðmanna hafði i þjónustu sinni árið 1980 500 manns og fjármagnsumsetning félagsins Jóhann J.E. Kúld fiskiméI F iskv eiðisamningi Bandaríkjanna og Kanada sagt upp [Ekkert samkomulag í j i EBE í fiskveiðimálum \ Þrátt fyrir marga fundi, þá hefur ráðamönnum i Efnahags- bandalagi Evrópu ekki tekist að greiða fram úr deilumálum við- vikjandi fiskveiði landanna. Bretar hafa krafist 50 milna einkalögsögu til veiða útfrá ströndum Bretlandseyja, en á það hafa hinar bandalagsþjóðirnar ekki fallist. Það hefur þrengt mjög að allri fiskútgerð frá Bret- landseyjum eftir útfærslu fisk- veiðilandhelgi íslands og Noregs i 200. En þó hefur innganga Breta i Efnahagsbandalagið liklega orðið mesta reiðarslagið fyrir út- gerð minni skipa sem áður sóttu á heimamið með nokkuð góðum árangri, oft og tiðum. Nú sækja fiskiskip hinna Efnahagsbanda- lagslandanna á þessi mið og veiða þann fiskafla sem breskir fiski- menn sátu einir að fram að inn- göngu Breta i Efnahagsbanda- lagið. Vegna þessa ástands, eru nú breskir fiskibæir sem fyrir fá- um árum iðuðu af lifi ekki lengur nema svipur hjá sjón. Þar er nú orðið landlægt atvinnuleysi með allri deyfð og vonleysi sem þvi fylgir. 20. mars 1981 Höfuðstöðvar Efnahagsbandalagsins: Þar hefur hvorki gengið né rekið að ná samkomulagi um fiskveiðistefnu. Þetta er eitt af hinum nýju og fuilkomnu olluleitarskipum Norð- manna. Skipið er 1599 brúttólestir og talið eitt best búna skip þess- arar tegundar sem nú fæst við olíuleit á hafsbotni. Nafn þess er m/s Geeo Gamna. Norðmenn eiga bráðum olluskipaflota sem telur 8 skip. var n.kr. 260 milljónir. Sam- kvæmt áætlun félagsins fyrir 1981 þá er reiknað með að starfsmannafjöldi aukist upp- undir 800 og aö umsetning félagsins verði i kringum n.kr. 450 milljónir. Þetta gefur dálitla innsýn i hverju er tilkostað af Norð- manna hálfu til að finna ny oliu- svæði á haísbotni. Þessi oliuleit hefur skilað mjög góðum árangri til þessa. Mörg ný oliu- svæði hafa fundist, þar sem til- raunaborun hefur sannað gildi norsku oliuleitarskipanna. , Margt bendir til þess að oliu- i auður Norðmanna eigi eftir að aukast og margfaldast i náinni | framtið. Hvað gerist á hafréttar- ráðstefnunni? Það virðist hafa komið flestum á óvart, þegar haíréttarnefnd Bandarikjanna sem starfað hafði að samn- ingu nýs hafréttarsátt- mála, ásamt öðrum þátttökuþjóðum, var svipt umboði sinu og lát- in hætta aðeins 48 klst. áður en 10. hafréttar- þingið var sett i New York. 1 norskum fréttum frá New York birtum 13. mars, segir, að hin nýja hafréttarnefnd Reagan stjórnarinnar undir forystu James L. Malone hafi sagt að hún vilji taka upp að nýju allan Haf- réttarsáttmálann, en ekki bara eingöngu þau atriði, sem snda að námuvinnslu á hafsbotni, þó óánægjan með þau atriði sé mest. Um þetta segir Jens Evensen ambassador Norðmanna á Haf- réttarráðstefnunni, að þetta sé ekki hægt. Við höfum unnið i rúm 10 ár við að semja Hafréttarsátt- málann. Ef við eigum að byrja aftur framan frá, þá þyrftum við önnur 10 ár. Þetta er ekki hægt, segir ambassadorinn. Um þá tilgátu að Bandarikja- menn vilji sprengja ráðstefnuna segir Jens Evensen: Ég vil ekki trúa þvi. Eins og stendur, þá held égað þessi framkoma Bandarikj- anna vitni bara um vöntun á næg- um skilningi hvað varðar al- þjóðasamstartsérstaklega á sviði hafréttarmála. Svo heldur Ev,en- sen áfram: 1 þessu alþjóðasam- starfi taka þátt yfir 150 þjóðir. Ef nú hver þessara þjóða segði, að hún vildi ekki lengur standa að gjörðu samkomulagi vegna þess að hún hefði fengið nýja rikis- stjórn, þá myndaðist algjört öng- þveiti. Þá segir fréttaritarinn sem er Svein A. Rohne eftir Jens Evensen að gjöra verði tilraun til þess að greiða úr málinu og snúa sérað þvi að ná samkomulagi um þýðingarmestu atriðin sem ekki sébúiðað leysa. Annað getum við ekki gert. Heimurinn hefur beðið eftir þessari lausn, og við getum ekki leyft að hún verði eyðilögð. Jens Evensen reiknar með þvi, að gengið verði frá nýjum haf- réttarsáttmála á komandi sumri. Jens Evensen: Heimurinn getur ekki samþvkkt neitt annað en að hafréttarsáttmálinn komist I gcgn. Hafréttarsáttmálinn yrði þá að likindum samþykktur með at- kvæðagreiðslu, en ekki allsherjar samkomulagi, ef Bandarikja- menn halda fast við mótstöðu sina gegn sáttmálanum. Það er tap fyrir alla og þá lika Banda- rikjamenn, ef Bandarikin standa ekki að alþjóðlegum Hafréttar- sáttmála. „Eg vona fastlega að við þurf- um ekki að upplifa það sama og skeði þegar Þjóðabandalagið var stofnað og Bandarikin ákváðu á siðustu stundu að vera ekki með. Bandarikjamenn verða að skilja nauðsyn þess að risaveldin standi að þessu. Þrátt fyrir allt er ég bjartsýnn, og ég held að okkur takist að koma málinu i höfn. Heimurinn getur ' ekki! samþykkt neitt annað”, segir Jens Evensen. (Lauslega þýtt úr samtali við Jens Evensen).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 91. tölublað (22.04.1981)
https://timarit.is/issue/223111

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

91. tölublað (22.04.1981)

Aðgerðir: