Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. apríl 1981 Gestur E. Jónasson. Theódór JUIiusson og Marinó Þorsteinsson I hlut- verkum sinum í „Verkfailinu” — Myndin er tekin á æfingu. Leikfélag Akureyrar frumsýnir: Við gerum verkfall Stjórnin ákveði af- notagjöld Sameiginlegur fundur i starfsmannafélögum Rikis- útvarpsins, sem nýlega var haldinn aö Laugavegi 176, skoraði eindregið á stjórn- völd landsins að veita yfir- stjórn stofnunarinnar heim- ild til að ákveða sjálf héðan i frá afnotagjöld útvarps og sjónvarps I samræmi við hag og framkvæmdafyrirætlanir Rikisútvarpsins á hverjum tima, enda er svo að orði kveðið i 1. gr. útvarpslaga, að það sé sjálfstæö stofnun. Þá taldi fundurinn sjálfsagt réttlætis- og hagsmunamál, að Rikisút- varpið verði þegar i stað undanþegið þeirri kvöð að greiða, eitt allra fjölmiðla i landinu, söluskatt af auglýs- ingum.og þvi fengnar aftur þær tolltekjur, sem það hefur nú veriö svipt með öllu. Leikfélag Akureyrar frumsýnir á sumardaginn fyrsta ærslaleikinn „Við gerum verkfall”, Höfundur er Duncan Greenwood. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri er Svanhiidur Jóhannesdóttir og er þetta fyrsta leikstjórnarverk hennar hjá L.A. Svanhildur var fastráðinn leikari hjá félaginu leikárin 1978—1979 og 1979—198« og lék þá mörg eftirminnileg hlutverk. Leikarar i „Verkfallinu” eru: Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Guörún Alfreðsdóttir, Gestur E. Jónasson, Theódór Júlíusson, Kristjana Jónsdóttir og Sunna Borg. Hallmundur Kristinsson hefur gert leikmynd og búninga en hann hefur verið einn aðal leikmyndateiknari félagsins undanfarin ár. Ingvar Björnsson sér um að lýsa verkiö. tf „Viö gerum verkfall er búið flestum kostum farsa, gamanið galsafengið og sýningir. sett upp með það i huga að vekja upp hlátur, en or þó með alvar- legum undirtón. 70 ára í dag Eiríkur Pálsson Sumir menn virðast þannig gerðir sem æska og uppruni þeirra hafi sett á þá sinn svip viö fæðingu eöa uppvöxt. Þeir bera blæ uppruna sins, er aldrei slðan haggast. Von þeirra og vild eru eitt og hið sama, draumar og dáö falla i svipaðan farveg. Eirikur Pálsson er einn af þeim. Ég tel mig hafa kynnst honum meir en flestum öörum I tveim félaga- samtökum: Stjórn Norræna félagsins og Framkvæmdanefnd Samtaka hernámsandstæðinga. Þar hafa farið saman heilhugur, táp og traust. Eirikur Pálsson fæddist þ. 22. april 1911 aö ölduhrygg I Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, og voru foreldrar hans Páll Hjartarson bóndi þar og kona hans, Filippia Margrét Þorsteinsdóttir. Hann varð stúdent frá M. A. 1935 og kand. juris. frá Háskóla Islands 1941. Hann var stundakennari við Sam- vinnuskólann 1942—55 og Iðnskólann i Hafnarfirði frá 1949, starfsmaður I skrifstofu Alþingis 1941—'45, I skólanefnd Flens- borgarskóla 1945—48 og próf- dómari þar frá 1945, formaður Fræðsluráðs Hafnarfjarðar 1947—50, formaður Byggingar- félags opinberra starfsmanna I Hafnarfirði frá 1949, i stjórn málfundafélagsins Magna I Hafnarfirði I nokkur ár. En hér er aðeins fátt eitt talið. Aðalstarf Eiriks hefur þó verið forstj. Hjúkrunarheimilisins Sólvangs i Hafnarfirði siðustu 12 árin. Það er að visu göfugt starf. En við að gegna þvi hefur áhugi hans og eldmóður, sem hann var gæddur sizt dvinað meö árunum. Enn þá hygg ég, að frelsishugur hans sé vakandi, von og vilji fyrir hönd- um. Eirikur Pálsson er kvæntur Björgu Guönadóttur. Hún er söngkona og hefur samið ágæt lög við ljóö eftir bónda sinn. Eru sönglist og bókmenntir mjög i heiðri hafðar á heimilinu. Börn eiga þau þrjú: Pál lækni, Sigur- veigu Hönnu lögfræðing og önnu Margréti læknisfrú. 011 eru börn þeirra greind vel. Um það get ég borið af eigin reynd, þvi að ég hef þeim öllum kennt almenn fræði i Flensborgarskóla. Eirikur ber öll einkenni uppruna sins og sinnar sveitar. Fylgir honum jafnan frjáls og hressandi blær sveitarinnar og hinna tignu og frjálsu fjalla, sem umlykja Svarfaðardal á alla vegu og gleymast engum, er hann hafa gist og séð. Hér er ekki ætlunin að gefa Eiriki Pálssyni einkunnir fyrir llfsins listir. En það hygg ég mála sannast, að hvergi hafi hann brugðist i neinu þvi, sem honum hefur verið til trúað. Megi honum verða það til heiðurs og heilla. Þóroddur Guðmundsson. Jasshátíð í Reykjavík 1 Dagana 27. april til 3. mai efn- ir Jazzvakning til Jazzhátiðar i Reykjavik, þar sem erlendir sem innlendir djassleikarar koma fram. Hátiðin hefst mánudags- kvöldið 27. april að Lækjar- hvammi, Hótel Sögu, þar sem hljómsveit sænska trommu- leikarans Fredriks Norén mun leika. Hljómsveit Fredrik Norén var kosin besta djass- hljómsveit Svla 1980 af lesend- um Orkester Journalen og Tonfallet og hér gera þeir stuttan stans á leið sinni til Bandarikjanna, þar sem þeir munu halda tónleika viða. Hljómsveitarstjórinn, Fredrik Norén, hefur lengi verið I hópi fremstu trommuleikara Svia. Meðleikarar hans eru ungir menn: tenórsaxofónleikarinn Stefan Isaksson, barrytónsaxofónistinn Hans-Peter Anderson, píanist- inn Ulf Sandberg og bassaleik- arinn Hans Larsson. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 1. maí veröur áfram leikið á Hótel Sögu og mætir þá til leiks bandariski trompetleikarinn Ted Daniel. Ted hefur leikið — þar sem fram koma bæði innlendir og erlendir jassleikarar sem atvinnumaður I tuttugu ár og vlöa komið við á ferli sinum. Hann hefur leikiö inn á fjölda hljómplatna og komið fram á tónleikum viða I Amerlku, Evrópu og Japan. Hann er jafn- vigur I frjálsum djassi og hinum hefðbundnari, með breiðan skemmtilegan tón og góöa tækni. Nýja kompaniið: Sig- urður Flosason, altósax, Svein- björn Baldvinsson gitar, Jóhann G. Jóhannsson, pianó, Tómas Einarsson bassa og Sigurður Valgreirsson trommur, munu hefja djassinn þetta kvöld, en siðan leika þeir Ted Daniel og Áskell Másson tónskáld og slag- verksmeistari saman og veröur forvitnilegt að heyra spuna | þeirra. Kvöldinu lýkur á þvi að ■ Ted leikur meö Kristjáni g Magnússyni pianista, Reyni J Sigurðssyni vibrafónista, Arna _ Scheving bassaleikara og Alfreð I Alfreðssyni trommuleikara. Laugardagskvöldiö 2. mai | leika Ted Daniel og Áskell ■ Másson I Djúpinu og seinna B sama kvöld bætist Nýja kompaniiö I hópinn og mun ■ Ted blása með þeim nokkrar melódiur. Sunnudagskvöldiö 3. mai J lýkur svo hátlðinni að Hótel ® Sögu. Þá bætast nýir gestir I Jj hópinn, sjálfur Chris Woods og | kona hans Lynette Woods ■ trommuleikari. Það þarf ekki I aö fara mörgum orðum um " Chris Woods, fyrir þá sem voru ■ á tónleikum Clark Terrys á ■ dögunum, allur salurinn lyftist " er hann birtist með gullinn altó- | inn og blés Jeep Blues eins og sá ■ sem valdið hefur. Ted Daniel | mun einnig blása þetta kvöld og ■ með þeim leika Guðmundur ■ Ingólfsson á pianó og Arni m Scheving á bassa. Minning Una Kristjánsdóttir Hinn 14. april s.l. andaðist á Landspitalanum Una Kristjáns- dóttir. Hún var Snæfellingur aö ætt, fædd að Móabúð I Eyrarsveit 11. janúar 1920. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson og Kristin Glsladóttir, mæt hjón og merk, bæði tvö, þó um margt ólíkrar gerðar. Um eitt áttu þau þó fylli- lega sammerkt, hina miklu at- orku og dugnað, sem þau voru gædd I óvenjurikum mæli. Kristján var prýðilega greindur, skýr i hugsun, ákveðinn i skoðun- um, skapfestumaöur mikill og hinn mesti drengskaparmaður. Kristin var, sem áöur er áminnst, dugnaöarforkur til allrar vinnu, glaölynd og gat verið glettin I til- svörum, brást engum sem hún tók aö sér, hin mesta greiöa- manneskja. Kristín var dóttir Gisla I Tröð I Eyrarsveit. Hann var eiginlega þjóðsagnapersóna við Breiðaf jörð á þeim árum sem ég átti þarna æsku mlna. Snilldarsjósóknari og gengu um þaö margar sögur hve listilega hann kunni að kljást við úfinn sjó og krappar öldur á bátkænunni sinni. Ég trú að GIsli hafi litið á baráttuna við brim og boða sem iþrótt og leik. Var það raunar ein- kenni á sumum afkomendum hans, svo sem Kristínu dóttur hans og dóttur hennar Unu, sem hér er minnst, aö stritiö, sem mörgum er svo þungbært, var þeim sem leikur og ánægja. Gisli var sérkennilegur I háttum, si- kvikur I hreyfingum, glaöbeittur i framkomu, gæddur rlkri kimni, svo eiginlega vissu menn sjaldan hvort hann mælti af alvöru eða gríni. Hann varðveitti barnið I sjálfum sér, enda barngóður með afbrigðum, nærfærinn og hjálp- samur þeim, sem illa þoldu þrek- viöri og barning Ilfsbaráttu þeirra tlma og þeir voru margir sem von var. Búskaparhættir I Eyrarsveit einkenndust á þessum tima af þvi að framfærsla fjölskyldnanna byggðist vlðast hvar bæöi á land- búnaði og fiskveiðum. óefaö fól- ust i því bæði kostir og gallar fyrir mannlifið almennt. Festu og ró og Ihygli hinna háttbundnu bústarfa skorti. Félagslíf og menningar- viðleitni varö minni fyrir bragðið, tómstundirnar fáar, þvl á haustin voru róörar stundaöir á opnum bátum og eftir áramótin hurfu flestir fullorönir karlmenn á braut til að komast I skipsrúm i stærri sjávarplássum á vetrar- vertiðinni. En breiddin I atvinnu- háttum varð hins vegar meiri, llf- ið að vissu leyti fjölbreyttara og viöfangsefnin fjölþættari en ann- ars hefði orðið. Þó voru einnig til bændur, að visu fáir, sem ekki leituöu burt úr sveitinni til að fara ,, á vertlð”, en stunduöu sjóinn frá heimili sinu allan ársins hring, verkuöu aflann ásamt slnu heimilisfólki og seldu inn I Stykkishólm. Slíkir búskapar- hættir ásamt því að reka sauð- fjárbúskap og hesta og kýr til heimabrúks, voru gifurlega um- fangsmiklir. Þannig bjuggu foreldrar Unu. Það gefur auga leið, aö á heim- ili, sem hafði jafnmikið umleikis, þar sem 12 börn uxu úr grasi, urðu þau fljótlega aö taka þátt I amstri og önn heimilisins. Enda hygg ég aö Una hafi ekki haft mörg ár að baki þegar hún varð liðtæk til allra venjulegra heim- ilis- og bústarfa. Svo mikiö er víst að þegar hún dvaldi i nokkrar vikur á heimili móður minnar.þá nýlega orðin 14 ára, var hún ígildi fulloröinnar vel vinnandi konu. Ef rætt var um aö þetta eöa hitt þyrfti að gera haföi Una engin orð þar um heldur gerði verkið áður en við var litiö. Eða ef einhvern hlut vantaði þegar á þurfti að halda var það segin saga, að Una vissi deili á þvl og kom með hlut- inn. Svona var athyglin vakandi og minnið trútt. Hún var ekki annars hugar i störfum slnum. Þetta virtust mér vera einna rik- astir þættir I fari hennar; starfs- vilji, starfsorka og starfsþrek, ásamt jafnlyndi I dagfari og vll- leysi. Sannarlega mikilsveröir eiginleikar hverjum manni og Una naut þeirr^ og notaði þá fram til þess slðasta. Una giftist 1946 Bjargmundi Jónssyni og voru þau lengst af búsett I Stykkishólmi, þar sem Bjargmundur vann i Bátasmiða- stöð Stykkishólms. Var hjóna- band þeirra farsælt, þau voru samhent um að byggja upp nota- legt og vistlegt heimili, um um- hirðu alla þarf ekki aö spyrja þar sem Una var að verki, og að ala upp og annast börn sin. Meöal bara hennar voru tvi- burar og var þá næsta barn i aldursröðinni um eöa innan við 2ja ára. Hefur þá verið betra að sitja ekki með hendur I skauti, enda engin hætta á aö það hafi verið gert. Eftir að börnin fóru aö stálpast hóf Una störf utan Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.