Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. aprll 1981 Það var eins og hress- andi gustur færi um sálina við að hlusta á belgiska hagfræðinginn og marx- istann Ernest Mandel sem gisti landiö um síðustu helgi. Því er nú þannig varið meö okkur sósíalista hér á skerinu að við þjá- umst mjög af næringar- skorti og uppdráttarsýki, enda eru umræður um sósíalisma fátiðar og þeir sem stundum kenna sig við þá stefnu uppteknari við miðjumoð, en alvarlega baráttu fyrir breyttu sam- félagi. Mandel hafði margt að segja, flest af því gamal- kunnugt, en bjartsýni hans og baráttuvilji var i mikilli andstöðu við lognmolluna sem hér ríkir. Mandel hefur eins og flestir marx- istar úti i heimi þungar áhyggjur af sókn auð- valdsaflanna og þeim ógnum sem að mann- kyninu steðja, því miður hef ur sú umræða litt látið á sér kræla hér. Lesendum til fróðleiks og umhugs- unar skal hér rakið laus- lega hvað Mandel lagði til málanna, það er svo hvers og eins að meta hvernig best verði við brugðist. Krankleiki 1 fjögur ár A fundinum i Félagsstofnun stúdenta fj'illaði Mandel um ástand heimsmála. Hann hóf mál sitt á þvi að minna á, að eftir að Vietnam striðinu lauk, var ameriska auðvaldið all máttfarið og var i um það bil fjögur ár að safna kröftum til nýrra átaka. Síðasta merki lasleikans var, að byltingaröflunum i Nicaragua skyldi takast að ná völdum, án þess að ameriska herveldið gripi inn i. Slikt á varla eftir að endur- taka sig i E1 Salvador, sagði Mandel, enda er öflugur stuðn- ingur við einræðisstjórnina þar þegar hafinn. Viðar i heiminum hallaðist á heimsvaldasinna, i Austurlöndum nær gerðust mikil tiðindi td. i Iran, er veiktu stöðu heimsauðvaldsins. Það sem réði þessari þróun var ekki það að efnahags- eða hernaðaritök USA hefðu minnkað, heldur var orsak- anna fyrst og fremst að leita innan USA, i andstöðunni gegn Vietnam striöinu og hernaðar- bröltinu. Þá olii Watergate- hneyksliðmiklu um, að hernaðar- maskinan fékk ékki vilja sinum framgengt. Það rikti forystu- kreppa i auðvaldsheiminum, ekkert annað riki gat tekið við hlutverki USA sem lögregla heimsins. Auðvaldið í sókn Eftir fall Somoza stjórnarinnar i Nicaragua og er dró að forseta- kosningum iBandarikjunum varð greinilegt að Eyjólfur tók að hressast. Herforingjar og auð- hringafurstar fylktu sér að baki Reagans, en reyndar mátti sjá þess merki á siðustu mánuðum Carterstjórnarinnar að USA var að taka við sér. Gagnsókn auð- valdsins var að hefjast, eftir fjögur ár kreppu og máttleysis. Aðferðimar sem nú er beitt eru kjaraskerðing óg hervæðing, hvort tveggja gamalkunnugt. Auðvaldið segir: minni vinnu (nú eru um 20 miljónir atvinnulausra i auðval dsheiminum), fleiri sprengjur, en við sagði Mandel, við heimtum vinnu, en ekki sprengjur. Auðvaldið vill skera niður framlög til félagslegrar þjónustu og segir: færri spltala, fleiri eld- flaugar, meðan við snúum kröfunni auðvitað við. Auövaldið Hervæðing og vigbúnaðarkapphlaup ógna iirundið sókn auövaldsins. öllum heiminum. Verkalvðshreyf ingin er eina afliö sem getur E1 Salvador. Þar má sjá að auövaldið er að hefja sókn og mun lega s'ætta sig við byltingu eins og i Nicaragua. tæp- Við heimtum vinnu en ekki sprengiur er aö hervæðast og það verður ekki annað sagt en að Sovétrikin hafi komið þeim til hjálpar með innrás sinni i Afganistan, sagði Mandel. Gagnsókn heimsvalda- sinna felstm.a. i þvi að vekja á ný upp ótta á hernaðarmætti Sovét- rikjanna, stuðningur við ein- ræðisöfl I Mið-Ameriku hefur verið aukinn og vigbúnaðarkapp- hlaupið vex, með þeim afleið- ingum að Sovétmenn verða einnig að hervæðast að sama skapi. Munurinn er bara sá að þjóðar- tekjur þeirra eru helmingi minni en Bandarikjamanna. Mandel sagði, aö það væri greinilegt að lega og vanmat styrk breskrar verkalýðshreyfingar. Þar i landi hefur róttækniþróun átt sér stað að undanförnu, enda fer atvinnu- leysi hraðvaxandi. Annað dæmi um vanmat hægri aflanna er byltingartilraun herforingja á Spáni, þar sem i Ijós kom að hægri bylting naut ekki stuðnings og mætti mikilli andstöðu al- meinings. Enn eitt dæmið var ósigur Frans Joeph Strauss i V- Þýskalandi. Astandið er ekki eins slæmt og margur vill vera láta, hægri bylgjunni mætir mótbyr frá vinstri. Það má búast við þvi að andstaða við hernaðarihlutun Pólska samstaðan ógnar bæði sovéska skrifræðinu og vestræna auðvaldinu. Lech Walesa i hópi bænda. gagnsókn auðvaldsins væri þegar farinað skila árangri. Framsókn byltingaraflanna i E1 Salvador hefur verið stöðvuð að sinni. Miklum þrýstingi hefur verið beitt á Kúbu, Sovétrikin og fleiri aðila (t.d. kratastjórnir Norður- landa) til að fá þau til að láta af stuðningi við byltingaröflin með litlum árangri þó. Mótbyr frá vinstri Sóknina má einnigsjá i vaxandi ofbeldi, glæpum og spennu. Það væri t.d. auðsætt að heimsvalda- sinnar væru tilbúnir að gripa inn i rás viðburða i Guatemala ef ein- hver hreyfing yrði þar, var álit Mandels. Vaxandi spennu má lika sjá I þvi að verkalýðshreyfingar búast viöa til varnar, I Englandi, Sviþjóð, Frakklandi og á ítaliu, enda er sótt aö Hfskjörunum. Mandel sagi það sina skoðun að heimsvaldastefnan gætiunnið einhverja sigra, en hún tæki um leið all mikla áhættu. Verkalýðs- hreyfingin hefur eflst stöðugt á undanförnum áratugum, mót- staðan er meiri ef ráðist er á kjör verkalýðsins, og i mörgum til- vikum hafa viðbrögðin orðið mun meiri en hægri öflin reiknuðu með. Sem dæmi má nefna að frú Thatcher misreiknaði sig herfi- Bandarikjamanna hvar sem er i heiminum verði jafnvel meiri en i Vietnam. Heimsvaldasinnar geta ekki breytt valdahlutföllunum i heiminum nema með þvi að sigra verkalýðshreyfinguna og sá sigur er ekki i nánd, sagði Mandel. Marxisminn við góða heilsu Mandel vitnaði ótal sinnum til kreppunnar sem nú tröllriður auðvaldsheiminum og sagði að eflaust yrði hún löng, hún myndi kalla á harðnandi stéttabaráttu, og pólitiska baráttu. Þessu næst vék Mandel að marxismanum. Hann sagðúað á um það bil 10 ára fresti væri þvi haldið fram að nú væri marx- isminn endanlega dauður. En þvi færi nú aldeilis fjarri. Marx hefði aldrei verið lesinn eins mikið og nú, bækur hans hefðu aldrei verið prentaðar i eins stórum upp- lögum og það sem sannaði hvað best lifsmátt kenninga Marx væri það, að á hverju ári kæmu að meðaltali út 10 bækur sem væru skrifaðar tU að sýna fram á að marxisminn væri dauður. Það væri ekki marxisminn sem væri i kreppu, heldur kerfi heimsvalda- sinna sem væri að liðast i sundur svo og staliniska skrifræðið austan tjalds. Hitt væri svo annaö mál að verkalýðshreyfingin ætti við forystukreppu að striða. Það væri alls staðar gjá milli verka- fólks og forystunnar, milli stefnu forystunnar og meðvitundar verkalýðsins . Verkalýðs- , hreyfingin er nógu sterk til að hrinda gagnsókn auðvaldsafl- anna, en hún virðist ekki geta leyst eigin forystukreppu. Grund- vallarmótsagnirnar eru hinar sömu og áður milli auðmagns og launavinnu. Ef ekki tekst að leysa innri vandarrál verkaiýðs- hreyfingarinnar á næstu 10—15 árum, gefst auðvaldinu tóm til að finna eigin lausn á efnahags- kreppunni. Enginn má horfa fram hjá þvi. Lausnin fannst á fjórða áratugnum (striðið), hún gæti fundist á þeim tíunda og slikt gæti orðið öllu mannkyni dýr- keypt. Enn stendur valið milli sósial- isma eða hruns siðmenningar- innar. Bilið breikkar milli rikra þjóða og snauðra, miljónir barna deyja ár hvert úr hungri, atvinnu- leysið i iðnrikjunum er að nálgast það sem það var á fjórða ára- tugnum. 01 lu mannkyni og lifriki jarðar er ógnað af kjarnorku- vopnakapphlaupinu. Það er ósk- hyggja að allt fari vel að lokum, slikt er tálsýn þeirra sem treysta á stöðugar umbætur. Það er ekki hægt að semja, til þess eru mót- sagnirnar of miklar. Það verður að breyta þjóðfélögum með afnámi auðvaldsskipulagsins. Velferðarríkið í dauðateygjum ‘Mandel benti á ýmislegt sem hefur verið að gerast úti i heimi, sem benti til nýrra baráttuað- ferða og nýrra afia sem láta til sin taka sbr. íran, Nicaragua og E1 Salvador, þar sem væri um mjög ólikar byltingar að ræða, þeim em urðu í Kina og siðar Vletnam. Mandel sagði að greinilega væri um vaxandi pólariseringu aö ræða I Evrópu. Frjálshyggju- mönnum hefði tekist að drepa goðsögnina um velferðarrikið með efnahagsaðgerðum sinum sbr. frú Thatcher i Bretlandi, og hefði þeim greinilega oröið á mikil mistök. Eina svar verka- lýðshreyfingarinnar væri að af- nema auðvaldsskipulagið. Nú væri sagt; ef auðvaldsskipulagið veitir ekki vinnu, þá burt með það. Sósialisminn er það sem koma skal og hann mun bliva. (Socialism is coming to stay.) Pólska samstaðan Pólland var næst á dagskrá. Mandel sagði aö ekkert sýndi betur en átökin i Póllandi hvað verkalýðsstéttin væri sterk, hún væri i raun miðpunkturinn i heimsstjórnarmálunum. Það væri margt sem lesa mætti út úr þróuninni I Póllandi. 1 fyrsta lagi hefði pólskur verkalýður skorað heilt heimsveldi á hólm og sagt: þið eruð ófærir um að stjórna. I öðru lagi hefðu þeir afhjúpað eðli skrifræðisins i Austur-Evrópu með þvi að sýna, að i rikjunum sem kenna sig við verkalýðinn ræður hann engu. Það væri afar merkilegt hvernig pólskur verka- lýður hefði skipulagt sig sjálfur og enn hefði baráttan farið fram án blóðugra átaka. TIu miljónir verkamanna heyja baráttu sina með fullkominni röð og reglu. Ekkert fær stöðvað þá nema Sovétrikin, sagði Mandel og ég tel liklegt að þau muni gripa til sinna ráða, vegna þess að atburðirnir i Póllandi ógna sovéska skrif- ræðinu. En við skulum lika hafa i huga að skrifræðið er ekki hið sama og það var, það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá 1956 og 1968. Það gæti orðið Sovét- rikjunum dýrkeyptað ráðast inn i Pólland. Annað sem er merkilegt við at- burðina i Póllandi eru viðbrögðin i vestri. Það er ekki aðeins að austantjaldsrikin hvetji til hóf- semi, heldur lika páfinn og öll auðvaldsrikin. Hvers vegna? Það er ekki aðeins vegna þess að allir vilja forðast átök, heldu lika vegna þess að pólska samstaðan hefuráhrif i V-Evrópu. Lech Wal- esa sem er langhófsamastur pólsku verkalýðsforingjanna, hann er ekki einu sinni sósialisti, sagði við vestræna fréttamenn: Ef pólskir verkamenn geta stjórnað Póllandi, þá geta franskir verkamenn stjórnað Frakklandi. Þessi orð eru ógnun við vestrænan kapitalisma, vegna þess að kapitalisminn A FUNDI MEÐ ERNEST MANDEL Emest Mandel hefur sýnt það og sannað eins og sovéska skrifræðið að hann getur ekki stjórnað. Allír í 4. nallann? Að siðustu rakti Mandel hver væru helstu verkefni sósialista eins og málum er nú háttað i heiminum. Hann talaði frá sjónarmiði 4. alþjóðasambands- ins (sambands trotskyista), en i raun ættuallir sósialistar að geta verið honum sammála um að berjast fyrir banni á vopnafram- leiðslu, eyðingu kjarnorkuvopna, baráttu gegn allri kúgun, kyn- þáttamisrétti, kynjamismunun, að berjast fyrir samfélögum án kúgunar — sósialiskum heimi. Lokaniðurstaða Mandels var, að allir ættu að sameinast i 4. nall- anum, sem væri sú hreyfing sem ynni hvað best að heimsbylt- ingunni, en einmitt þar setjum við hin spurningamerki. Eins og allir vita sem fylgst hafa með þróun vinstri hreyfingarinnar i heiminum, þá er hún klofin i margar einingar, allt frá stórum kommúnista- flokkum (meðogá mótiSovét) til smárra hópa maóista, albaniu- höfðingja o.s.frv. Trotskyistar hafa leikið fremur smátthlutverk og hvergi i heiminum hafa þeir náð verulegum árangri i baráttu sinni. Þeir eiga þingmenn i tveimur rikjum (Perú og Mexikó) þó að það segi nú reyndar fátt um starf þeirra og markmið. Mikii uppdráttarsýki herjar á maóista, eftir að umbótaöfl náðu yfirhönd- inni i Kina og kenningum menningarbyltingarinnar og Maós var varpað fyrir borð á þjóðarskútunni i austurvegi. Klofningur, vonbrigði, forystu- kreppa, samvinna við borgara- flokka, ef ekki fráhvarf frá marx- ismanum einkennir vinstri hreyfinguna, hér sem annars staðar og þá kemur Mandel og segir: komið i 4. alþjóðasam- bandið, vitandi að skoðanir eru skiptar.enn sviður undan gömlum sárum og ágreiningur rikir um fræðin og baráttuleiðir. Að rata réttan veg Mandel benti ekki beininis á leiðir til að afnema auðvalds- skipulagið, hann var ekki svo óraunsær að hrópa bylting, bylting, énda erfitt að rata réttan veg nú um stundir. Hitt er vist að viða i heiminum eru frelsis- hreyfingar að berjast fyrir frelsi og réttlátara þjóðfélagi og þar verður hver að finna sina leið, án þess þó að gleyma alþjóðahyggj- unni. Það var ákveðið óraunsæi yfir lokakafla ræðu Mendels, hann var að reyna að sannfæra hina trúlausu um ágæti 4. nallans, i stað þess að taka mið af aðstæðum og spyrja: Um hvað getum við sameinast i þeirri baráttu sem framundan er? Svar við þeirri spurningu hlýtur aö fást fyrr eða siðar, um það er ég sannfærð eftir að hafa hlustaö á bjartsýnan og baráttufúsan Mandel. Vonandi hefur koma hans megnað að blása lifi og næringu i þá sem á hann hlýddu, með þeim afleiðingum að umræður um sósialisma og nýjar baráttuleiðir blossi upp af miklum krafti. — Miövikudagur 22. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Gunnar Guttormsson dagskrá Tilfinningin fyrir vinnustaðnum sem hluta af mannlegu samfélagi þar sem ,,maður er manns gaman”, allt hverfur þetta út í veður og vind fyrir dansinum kringum gullkálfinn kerfi. Þróun þessara mála i Skandinaviu hefur verið hin sama og þar hafa á siðasta áratug verið gerðar allviðtækar tilraunir með myndum „sjálfráða” hópa (selv- styrte grupper) sem veitt hefur verið svigrúm til að ákveðá i sameiningu vinnutilhögun og verkaskiptingu við þau verkefni sem hópurinn er „ábyrgur” fyrir. Miklar vonir voru bundnar við aö þessi hópamyndun gæti verkað sem andvægi gegn einhæíni og vinnuleiða, en þær vonir hafa ekki ræst og t.d. i Noregi hafa margir. þessara hópa verið aflagðir. (Heimild: Arbeidslivs- og arbeidsmiljoforskning, Osló 1979). Vinnuvemd og „tölvu- vædd staðaltímakerfi” „Tölvutæknin getur orðið til farsældar ef verkalýðssamtökin beita sér á réttan hátt..." Þannig komst forseti ASt að orði 1 upp- hafi ráðstefnu ASl um tölvumál, sem haldin var 4. og 5. þessa mánaðar. Hann hvatti til þess að samtökin tryggðu sér og starfs- fólki fyrirtækjanna ihlutunarrétt um þróun þessara máia: „Við verðum.... að undirbúa okkur öll undir að nota okkur aðstöðuna og hagnýta töluvæðinguna I okkar þágu þannig að yfirsýn og áhrif á vinnustaðnum aukist, vinnu- aðstaðan batni, heilsuspillandi og þrúgandi störfum fækki og mannlifið blómstri.” Þetta eru sannarlega orð i tima töluð, ein- mitt vegna þess að tölvuvæðingin er í fullum gangi I atvinnullfi okkar. Aöstaða verkalýðssamtakanna til að takst á við þau vandamál sem hér eru á ferðinni er að minni hyggju mikilli óvissu háð. Hvers vegna? Það væri mikið færst i fang aö ætla sér að reyna að rök- styðja þessa skoðun á viðhlitandi hátt I örstuttri bláðagrein. En lesandinn á heimtingu á að ég nefni einhver atriði hennar til stuönings. Tilefni þess að ég set þessi orð á blað eru raunar fréttir um tölvu- mál sem birst hafa i fjölmiðlum i kjölfar frásagna af ráðstefnu Alþýðusambandsins. Ég á hér við fréttir af notkun svonefndra „tölvuvæddra staðaltimakerfa” sem að sögn er verið að innleiða i fyrirtækjum i fataiðnaði okkar. Af lestri þessara frétta hefur ekki mátt á milli sjá hvorir hafa borið meira lof á þetta „kerfi”, tals- menn launafólks eða atvinnu- rekenda: „Verulegar launabætur fyrir stóran hóp.... erum þarna að fara inn á nýja braut.... hefur meðal annars gefist vel i Noregi...ætlunin að þetta nái til allra fyrirtækja i fataiðnaði....” er haft eftir formanni Iöju, félags verksmiðjufólks (Timinn, 9. april). „..Mjög fljótlegt að fá tímaútreikning á hverri aðgerð fyrir sig sem unnin er við flik- ina fljótlegt aö komast að raun um hvað hafi farið úrskeiðis ef starfsmaður reynist vera lengur við flik en staðaltimakerfið gefur upp.... með tölvunni er einnig hægt að vinna launaprógram, reikna afköst hvers starfsmanns út frá staðalkerfinu og reikna honum bónusgreiðslur sam- kvæmt þvi....” (Visir 10. april, i viðtali við framleiðslustjóra Dúks h.f.) Tveir aðgreindir þættir Aður en lengra er haldið vil ég undirstrika nauðsyn þess aö allir sem um þessi mál fjalla geti séð fyrir sér sem tvo aðgreinda þætti: 1) hagræðingarstarf og tölvu- notkun sem miðar að þvl að leysa mannshöndina af hólmi við tiltekna verkþætti, svo og hvers konar viöleitni i þá átt að bæta I smáu sem stóru skipulag á vinnu- stað, vinnuaðstöðu, vinnuaðferðir og þjálfun starfsfólks og hins- vegar 2) öflun, úrvinnslu og notk- un upplýsinga um afköst hvers einstaklings á vinnustað og notk- un tölvu sem eftirlitstækis (etv. i stað verkstjóra) I þessu sam- bandi. — Umfjöllun min og gagn- rýni beinist aö siðarnefnda þætt- inum. „Yfirsýn og áhrif” eru orð sem eiga vel við þegar rædd er spurn- ingin um möguleika verkafólks og samtaka þess til að fóta sig i þvi tölvuvædda tæknisamfélagi sem um er rætt. Aukin þekking á eðli og áhrifum nýrrar tækni sýnist vera eina ráðiö til aö skapa þau skilyrði sem felast i þessum tilvitnuðu orðum. En þekking i þessu efni verður ekki til af sjálfu sér heldur fyrst og fremst með fræðslu og upplýsingamiðlun. Mér verður á að spyrja hvort starfsfólk i iðnfyrirtækjum okkar yfirleitt viti nákvæmlega hvað „tölvuvætt staðaltimakerfi” er og hvernig það verður til. Sé svo þá hefur gerst hér á skömmum tima stærra átak i fræöslumálum iðn- verkafólks en ég þekki dæmi um frá slöustu árum. Jafnvel þótt fræðslan tæki aðeins til trúnaðar- manna þeirra 1200 starfsmanna sem „kerfið” á að ná til (uppl. form. Iðju i sama viðtali), væri vel að verki staðið. Það eina sem kemur fram i áðurnefndum viðtölum (Visir) er að haldin hafi verið námskeið fyrir stjórn- endur fyrirtækjanna og verk- stjóra. — Þaö er ófullnægjandi vitneskja fyrir það fólk sem ætlast er til að vinni eftir tölvu- væddu staðaltimakerfi að það hafi „meðal annars gefist mjög vel I Noregi....” Lærdómur frá Noregi En fyrst minnst er á Noreg, þá held ég að það gæti verið fróðlegt fyrir forystumenn iðnaðarins aö kynna sér hvað gerst hefur þar i landi I þessum málum og vinnu- verndarmálum nú allra siðustu árin. Þegar ég lærði þar vinnu- rannsókna- og timamælingatækni veturinn 66/67 þótti ekkert at- hugavert við það að staöiö væri yfir verkafólki með skeiðklukku i þeim tilgangi aö mæla afköst hvers einstaklings. TIu árum siöar, eða 1977, höfðu viðhorfin gjörbreyst. Þá þótti sjálfsagt aö setja i vinnuverndarlögin (Ar- beidsmiljöloven) ákvæði sem veita verkafólki vissa vernd gagnvart timamælingum og afkastamati. 1 lögunum er lögð áhersla á að vinnuskilyrðin verði að „svara þörfum alls verka- fólks” þ.e. taka tillit til þess aö einstaklingarnir eru ekki allir steyptir I sama mótið. Þá segir i lögunum að forðast skuli að „....hindra aö verkafólk geti sjálft ráðið vinnuhraða slnum...’” (unngá at arbeidstakerne er for- hindret fra selv at variere ar- beidstakten). Hvað er „staðaltimakerfi”? En hvaö er eiginlega átt viö með staðaltimakerfi? (Látum tölvuvæðingarþáttinn biða um sinn). 1 sem stystu máli byggist kerfiö á þvi að skipta tilteknu verki I skýrt afmarkaða verkþætti og mæla þann tima sem það tekur „meðalmanninn” að ljúka hverjum verkþætti. Saman- lagður timi verkþáttanna myndar það sem stundum er kallaö „malstimi”. (Hugtök I þessum efnum eru mjög á reiki). Við málstimann er slðan bætt mæld- um og/eða umsömdum tima vegna persónulegra þarfa starfs- mannsins og „tafa” sem óhjákvæmilegar teljast við verk- ið, og þannig fæst hinn svonefndi „staðaltimi”. Þetta er i aðalatr- iðum gangur málsins i mjög ein- faldaðri mynd. Hér er ekki neitt nýtt á ferðinni, þvi timamælinga- tæknin scm stundum er kölluö „Taylor isminn” (kennd við Bandarikjamanninn Frederic W. Taylor) hefur verið notuð frá þvi um og eftir siðustu aldamót. Ég hlýt að minnast hér á veik- asta hlekk timamælingatækn- innar og staðaltimakerfanna, þ.e. spurninguna um hvað felist i orð- inu „meöalafköst”. — Það er engum vandkvæöum bundið að mæla meöalafköst t.d. 10 manna sem allir vinna sama verkhlutann við sömu aðstæður og með sömu verkfærum. Mældur er timinn, sem hver einstakur er að vinna verkið, þessi timi lagður saman og deilt i með fjölda mannanna. (Jtkoman er meðaltimi eða meðalafköst mannanna. En sú spurning hlýtur að vakna: Hver var vinnuhraði hvers og eins þegar timinn var mældur? Siluð- ust þeir rétt áfram eða hömuðust þeir eins og óðir menn? Af þessu sést að „meðalafköst” eru i hæsta máta afstætt hugtak. Staðaltima- kerfi eins og MTM, GSD eða hvað þau nú heita eru „innflutt”, og meðalafköstin sem að baki þeim liggja eru lika „innflutt”, þau eru fundin út með timamælingum á fólki sem við vitum ekkert um vinnuhraðann hjá þegar mæling er gerð. Við vitum heldur ekkert um hvort efni, áhöld og vinnuað- stæður eru þær sömu eða sam- bærilegar og á þeim vinnustöðum sem ætlunin er að nota þessi kerfi hér. Og þótt tæknimenn með spekingssvip segi okkur að þetta sé allt „visindalega” útreiknaö þá er það einber vitleysa út frá þvi sem ég hef þegar gefið i skyn: „Meðalafköst eru hreint mats- atriði en ekki raunvisindi. Niöur- staða min er þvi sú að séu „inn- flutt” staðaltimakerfi yfirleitt notuð, þá sé það lágmarkskrafa að vandlega sé kannað og sann- prófað hvort aðstæður allar á hverjum vinnustað séu i sam- ræmi við þær forsendur sem sagt er að staðaltimakerfið byggist á. Viðhorf okkar til þessarar tækni hljóta, eins og svo viöa á við, að mótast af þvi hvernig henni er beitt. Flest hin svoköll- uöu iðnriki hafa gengið i gegnum timabil Taylorismans: Sú ein- hæfni og streita sem viða fylgdi þessu vinnufyrirkomulagi leiddi til tfðra deilna og óánægju á vinnustöðum. Fólk hélst ekki lengi á sama vinnustað, þaö var stöðugt verið að þjálfa nýtt fólk til starfa, sem aftur orsakaði fram- leiðslutafir og minni framleiðni. Þá rann það smám saman upp fyrir mönnum að taka yrði meira tillit til félagslegra og sálrænna þátta vinnunnar ef ekki átti illa aö fara. 1 Bandarikjunum spratt upp svonefnd „Human-relation”— hreyfing (mannleg samskipti) sem boðaði nauðsyn aukins upp- lýsingastreymis á vinnustöðum, nánara samstarf starfsfólks og stjórnenda og ýmsar aðgerðir til að bæta vinnuanda og vinnuskil- yrði. Verkalýðsfélögin voru jafn- framt löðuð til nánara samstarfs um staðaltima- og ákvæðislauna- Vandmeðfarið verkfæri. Þegar ég las þaö sem haft var eftir forsvarsmönnum okkar i verksmiðjuiðnaði i áðurnefndum fréttaviðtölum, um staðaltima- kerfið sem verið er að taka hér i notkun undraði mig mest að þeir skyldu ekki minnast einu orði á að hér væri veriö að meðhöndla vandmeðfarið „verkfæri”. Aö gefa óljósar upplýsingar getur jafngilt þvi að gefa rangar upplýsingar. Slikt er ekki væn- legt til árangurs þegar um er aö tefla lif eða dauða islensks fata- iðnaðar, þegar á öllu riður aö skapa jákvæð viðhorf hjá starfs- fólkinu og fá það til þátttöku i þeim hagræðingaraðgeröum sem að er unnið og stöðugt verður að vinna að i fyrirtækjunum. Ég kalla það óljósar upplýsingar þegar gefið er i skyn að hagræð- ingaraðgerðir, tölvunotkun og staðaltimakerfi séu einhverjir órjúfanlegir og samtengdir þættir. Auðvitað er hægt að skoöa kosti og galla hvers þessa þáttar fyrir sig. Þannig segir tölvuvæð- ing ekkert til um það hvort staðaltimakerfiö er réttlátt eða ranglátt. Tölvan er ekkert annaö en samlagningarvél sem tekur við, geymir og skilar þeim upp- lýsingum sem inn i hana hafa verið settar. Hún leiðréttir t.d. ekki þá ágalla staðaltlmakerfis- ins, sem mest hafa verið gagn- rýndir út frá vinnuverndar- sjónarmiði, þ.e. að ekki skuli tekið tillit til þess að við erum misjafnlega af guði gerð hvað varðar likamlegt og andlegt at- gervi og þar með starfshæfni. „Kerfiö” tekur ekki heldur tillit til þess hvort starfsmaðurinn er um tvitugt eða sextugt. Og hafi einhver ánægju af aö vanda sig sérstaklega, þá „refsar” kerfið honum fyrir það. Afkastahvetj- andi launakerfi felur þannig i sér óbeinan hvata til óvandvirkni, þótt dæmi séu um það gagnstæða að fóik sem nær mestum afköst- um skili jafnframt bestri vinnu. Það sem ég hef verið að reyna að segja i þessari grein er fyrst og fremst það að ónóg yfirsýn og ónóg þekking, og stundum allt að þvi ómennsk viðhorf til vinn- unnar, setji svip sinn á ýmsar þær aðgeröir sem miða aö þvi að bæta vinnubrögð i iðnaði okkar. Að veðja einhliða á launaþáttinn „verulegar launabætur” sem hvata til betri afkasta er skað- ræði. Eigingildi vinnunnar, ánægjan af þvi að taka þátt i að skapa eitthvað, tilfinningin fyrir vinnustaðnum sem hluta af mannlegu samfélagi þar sem „maður er manns gaman”, allt þetta hverfur út i veður og vind fyrir dansinum I kringum gull- kálfinn. Heilsan? Oryggið? Maður blæs nú á svoleiðis ef veru- legur kaupauki er i boði. Þvi skyldi maður t.d. hafa áhuga á að minnka óþrif og hávaöa við vinn- una ef álag fyrir þessa þætti er vigtað inn i launakerfið? Samtök launafólks, sem láta berast með straumnum af þessum toga, sem ekki setja eigingildi vinnunnar ofar peningagildi hennar munu ekki mega sin mikils i tölvuvæddu samfélagi framtiöarinnar. Gunnar Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.