Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 16
DJOOV/LJ/NN Miftvikudagur 22. april 1981 Kortsnoj vann jjöltejlið 6,5:1,5 Þaö hefur vist ekki farift framhjá neinum aft hér á landi er staddur áskorandinn til heimsmeistaratitilsins i skák, Viktor Kortsnoj. Kortsnoj tefldi i gærkvöldi fjöltefli i sjónvarps- sal en einnig mun hann tefla fjöltefli vift bankamenn og unglinga úr Taflfélagi Reykja- vikur sem stendur fyrir heimsókn meistarans. Auk fjölteflanna mun Kortsnoj kynna og undirrita bók sina,,Fjandskák” sem rétt nýkomin er i islenskri þýðingu Högna Torfasonar. t gær hélt Kortsnoj blaða- mannafund þar sem ýmis mál báru á góma, sem þó einkum vörðuðu fjölskyldu hans, konu og son, sem er fangi i vinnu- búðum i Siberiu. Stofnuð hefur verið nefnd til stuðnings fjölskyldu Kortsnoj og mun hún bráðlega láta til sin heyra. A meðfylgjandi mynd — sést Gestabók frétta- ljósmyndara Fréttaljósm yndarar opnuftu sýn- ingu sfna i Norræna húsinu kvöldið fyrir páska, og er siðasti syningardagur i dag. Um 2000 manns skoðuðu sýninguna yfir paskana. Hér er öldungur blafta- ljósmyndara, Guðjón Einarsson, aft skrifa nafn sitt á sérstæfta gestabókarrullu sem uppi var á syningunni. (Ljósm. gel). Aftalslmi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 hvar Kortsnoj heilsar gömlum kunningja og fyrrum Þjóðvilja- manni, Gunnari Steini Pálssyni, en hann var siðasti blaða- maðurinn sem náði tali af Kortsnoj áður en Kortsnoj „fór yfir” sumarið 1976. Þeir Elfar Guðmundsson, Jó- hann Hjartarson, og Gunnar Gunnarsson náðu jafntefli við meistarann, en Björn Þor- ■ steinsson, Guðmundur Agústs- I son, Karl Þorsteinsson, Daði J Jónsson og Gylfi Þórhallsson | töpuðu i sjónvarpsfjölteflinu. ■ Lést af völdum áverka A skirdag lést Sigurftur Sævar Jónsson, 38 ára gamall maftur af völdum áverka er hann hlaut i átökum vift 19 ára gamlan pilt. Til þessara átaka kom á mið- vikudagskvöldið i ibúð i Breið- holtinu og var ástæðan að sögn rannsóknarlögreglunnar fjöl- skylduerjur. Pilturinn sem valdur varð að dauða Sigurðar situr nú i gæsluvarðhaldi sem hann var Urskurðaður i fram til 13. mai. Mun hann sæta geðrann- sókn. Að sögn Hallvarðs Einvarðs- sonar rannsóknarlögreglustjóra heldur pilturinn þvi fram að ekki hafi verið um ásetning að ræða, heldur óhapp. Unnið er að rann- sókn málsins. — S. dór Gölluð mjólk Mörgum neytandanum brá í br- un um páskana þegar mjólkur- fernur voru opnaðar, þvi I ljós kom að mjólkin var ónýt. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar aft greinilega heföi verift um gallafta mjólk aft ræfta, en ekki heffti tekist aö vinna út hvenær hún hefði borist eða hvernig hún heffti skemmst. A þriðjudag og miðvikudag var mjög mikil mjólkursala og allt sent út jafnóðum og það barst, þannig að orsökin var ekki sú að mjólkin hefði legið i geymum Mjólkursamsölunnar. A miðviku- dag voru sendir út hátt á 200.000 litrar, en ógjörningur er að kom- ast að þvi hve mikill hluti mjólkurinnar hefur skemmst. Hið eina sem neytendur geta gert er að fara og skila mjólkinni. — ká. Stórslösuð eftir bílveltu Aflahrota í Neskaupstað Birtingur fékk 180 tonn Fyrir páska bárust miklar aflafréttir frá verstöðvum á Suður- landi og hafðist vart undan að verka áður en hátiðin gekk i garð, Allir sem vettlingi gátu vald- ið fóru i fiskinn og er langt um liðið siðan önnur eins páskahrota hefur komið. Fyrir austan er ekki síður gott hljóð i mönnum. Hjá frystihúsi Sildarvinnslunnar i Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar væri nægur fiskur og þar var unn- iðá skirdagog laugardaginn fyrir páska. 1 gær var togarinn Birt- ingur að landa 180 tonnum sem hann hafði veitt á þremur dögum! Annar togari Norðfirðinga var að landa i Færeyjum, þar sem ekki var hægt að taka á móti afla hans i heimahöfn. Austfirðingar fengu þvi sinn skerf af páskahrotunni. Norður á Húsavik var hins vegar allt heldur rólegra yfir páskana, enda allir i þorskveiði- banni. Þokkalegur afli barst á land fyrir páska og i gær var togarinn sléttbakur frá Akureyri að landa hluta afla sins á Húsavik. — ká. Ung stúlka liggur stórslösuð eftir bilveltu sem átti sér staft á Hraunvegi I Vestmannaeyjum aðfaranótt skirdags. Fjögur ung- menni voru i blæjujeppa sem valt, og köstuðust þau öll útúr bilnum vift veltuna. Stúlkan er höfuðkúbubrotin, kjalkabrotin, rifbrotin og með skaddað lunga. Hin sem i bifreiðinni voru sluppu betur, en öll eru þau þó eitthvað slösuð. — S.dór. ALÞÝoub/, irevkjav dbegio veroob V£RO MinA ^ _ ' ^Ykjaviii 1 Heykjavík isgötu 3 Upptýsingar Gerið skil / 1 Vorhappdrætti Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík Dregið 10. maí Tekið á móti greiðslum á skrifstofu Alþýðu bandalagsins Grettisgötu 3. Einnig má senda greiðslu inn á ávísanareikning ABR nr. 72729 i Alþýðubankanum Gerum skil og eflum starf Alþýðubandalagsins í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.