Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 22. apríl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra sjálfa Stjórnmála- og ráðamenn viröast allir af vilja gerðir að styðja Grænlendinga til sjálf- stæðis. En af hverju fara þeir ekki stystu leiðina með þvi að neita að semja við EBE um fiskimiðin en krefjast þess i staðinn að semja beint við Grænlendinga? Það mundi vera góð stuðn- ingsyfirlýsing við sjálfstæðis- rétt þessarar þjóðar, styrkja stöðu hennar og vekja athygli á alþjóðavettvangi á braski stór- veldanna með auðlindir smá- þjóðanna. Ingibjörg Friðbjörnsdóttir Fákskonur buöu upp á myndarlegt kaffihlaöborö á Iaugardaginn og þurftu svo sannariega aö halda á spööunum til aö seöja allan þann fjölda, sem sótti þær heim og nutu góöra veitinga. Má hér sjá örlitiö af öllu þvi góögæti sem konurnar höföu á boöstóium. (Vfsism. FH) FORFALLAÐIR? Ég sendi ykkur meðfylgjandi mynd, sem ég klippti Utúr Visi, en hún birtist 6. april s.l. og var tekin laugardaginn áður. Astæðan til þessarar sendingar erað i frásögn af tölvuráðstefnu ASI i Þjöðviljanum kom fram, að þar hefði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins,átt að taka þátt i panelumræðum, en verið forfallaður. Eftir þvi sem mér skildist á greininni var það sama laugardaginn, en á mynd- inni i Visi sé ég ekki betur en þar sé Guðmundur kominn ásamt konu sinni. A ég að trUa þvi, að hestamannafélagið Fákur sé svo mikilvægt i baráttu verka- lýðsins að kaffiboð þar kosti for- föll á fundi hjá heildarsamtök- um verkalýðsins? Verkakona Semjum við Græn- lendinga Skeyti frá Markúsi Herra ritstjórar Þjóðviljans Baldur óskarsson, Kjartan Ólafsson, Arni Bergmann. Síöumúla 6. Keykjavik. Að gefnu tilefni. Hvað hef ég gert á hlut Baldurs Óskars- sonar, i starfi sem fréttamaöur hjá minum kæra vini Þjóö- viljanum nU i tæp fjörutiu ár, að afmá nafn mitt af fréttaflutning þeim sem fréttamaður blaðsins ték upp á aðalfundi Eimskipa- félags Islands siðastliðinn fimmtudag 9. april? Hver er forsenda þess aö ég nýt ekki sömu réttinda i dag hjá Þjóö viljanum sem og aðrir fundar- menn er til máls tóku á fund- inum? Var ekkert af þvi efni sem ég lagði til fundarins itöluðu máli og tillögum sem fram voru bornar af mér og visaö til stjórnar E imskipa f éla gs Islands að fyrirmælum fundar- stjóra til frekari umræðna og framkvæmda birtingarhæft í Þjóðviljanum? Með baráttu- kveðju sem vinur Þjóöviljans og traustur vörður i nær fjörutiu ár vonast ég til að þiö hafiö mann- dóm I ykkur ritstjórar Þjóð- viljans i dag aö birta skeytið orðrétt með svörum viö þvi sem spurt er aö og tilheyrir Baldri Óskarssyni fréttamanni. Kveðja. Markús B. Þorgeirsson skipstjóri. Vor- vísur Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa i brekku og mó. Og lambagrasið Ijósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Þá flettir sól af f jöllunum fannanna strút. [ kaupstað verður farið og kýrnar leystar út. Bráðum glóey gyllir geimana blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Þorsteinn Gislason. KATIR KRAKKAR Vitiðþiðaf hverju krakkarnir á myndinni eru svona kátir? Auðvitað af þvi að sumardagurinn fyrsti er á morgun! En það er nú samt eitthvað skrýtið við þessa krakka. Það vantar nefnilega á neðri myndina fimm atriði, sem eru á þeirri efri. Getið þið f undið þau? Barnahornið Menning á Akurevri Menningarllf á Akureyri er viöfangsefni Vöku I kvöld. Umsjónarmaöur þáttarins aö þessu sinni er Valdimar Gunnarsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, en Kristln Pálsdóttir stjórnar upptöku. — Þarna verða sýnishorn af þvi helsta sem er að gerast i leiklist, myndlist og tónlist á Akureyri, sagði Kristin, — og ennfremur viötöl við ýmsa menn sem þar koma við sögu. Sýnt verður atriöi Ur leikrit- inu Viö gerum verkfall, bresk- um gleöileik sem Leikfélag Akureyrar er að æfa um þessar mundir, og rætt við leikstjórann, Svanhildi Jó- hannesdóttur, m.a. um stöðu mála hjá leikfélaginu nUna. Þá er fariö i Rauða hUsiö, nýja galleriiö þeirra Akureyringa, og einnig verður rætt viö örn Inga Glslason, sem hefur Sjónvarp fT kl. 21.50 komið sér upp sýningaraö- stöðu heima hjá sér. Hann sýnir þar eigin verk, en aörir myndlistarmenn hafa lika fengið þar inni með sýningar. Um tónlistina verður rætt við Askel Jónsson, sem lengi hefur starfaö aö tónlistarmál- um á Akureyri, og segir hann m.a. frá ástandinu nU boriö saman við fyrri tima. Þrjár litlar stUlkur Ur Tónlistarskól- anum spila á flautur og loks syngur Passlukórinn I Akur- eyrarkirkju undir stjórn Roars Kvam. — ih Abbott og Costello I kvöld veröur sýnd i sjón- varpinu syrpa úr gaman- myndum þeirra frægu æringja Bud Abbott og Lou Costello. Þeir voru upp á sitt besta á fimmta áratugnum, og léku þá i ótölulegum aragrúa mynda. Bud Abbott var granni náunginn sem tók helst aldrei ofan hattinn og var oftast al- varlegur. Hann trúði aldrei orði af þvi sem félagi hans, feitabollan Lou Costello, sagði honum, enda var sá feiti alltaf að tala um bófa og skrímsli sem væru yfirvofandi. Það Sjónvarp kl. 20.35 vildi bara þannig til, að sögurnar voru alltaf sannar. Sameiginlegum ferli þeirra félaga, sem hófst 1939, lauk eftir að þeir höfðu leikið i s jón- varpsþáttum 1958 og voru þá farnir að endurtaka sig illi- lega. Abbott fór á eftirlaun en Costelio lék i einni mynd, 1959, sama áriö og hann dó. Eru ekki allir búnir aö gleyma þessu? Veturinn kvaddur „Fljótt gleymist vetrar- þraut” segir Hermann Gunnarsson, sem ásamt ýmsum öörum ónafn- greindum sér um þátt í útvarp inu i kvöld. Þar veröur vetur- inn kvaddur meö pomp og prakt. Ef vorið verður einsog páskafriið, og sumarið einsog voriö, má öruggt telja að vetrarþrautin gleymist fljótt. En þetta hefur nU verið alveg einstaklega vondur vetur, og Útvarp Ifp KL. 22.35 kannski á ýmislegt eftir aö rifjast upp seinna. Elstu menn muna veturinn 1980-81, verður kannSki sagt. En nU segjum viðeinsog kerlingin: skitt með það þótt veturinn sé harður, bara ef sumarið er gott.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.