Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. april 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 j Aðbún- i aður á i vinnu- | stöðum ,,Lífskjörin mótast af I fleiru en því sem í launa- j umslaginu er". Þessi orð | féllu á blaðamannafundi » sem nokkur félög iðn- | aðarmanna boðuðu til í ■ gær. Þar var kynnt I vinnuverndarkönnun sem " iðnaðarmenn eru nú að I hef ja í samvinnu við hóp jjj menntamanna sem hefur ■ aðsetur sitt í Árósum. Tilgangur könnunar- | innar er að varpa Ijósi á ■ aðstæður á vinnustöðum J með sérstöku tilliti til at- ■ vinnusjúkdóma. Forystu- Viða er pottur brotinn varðandi aðbúnað á vinnustöðum. Þessi mynd var tekin á ónefndum stað; þar er víst búið aðlagfæra eftir þvi sem fregnir herma! Ljósm: gel. Vinmi verndarkönmin iðnaðarmanna mönnum iðnaðarmanna sem á fundinum voru, þeim Guðjóni Jónssyni form. Félags járniðn- aðarmanna, Grétari Þorsteinssyni form. Tré- smiðafélags Reykjavík- ur, Hjálmari Jónssyni form. Málaraf élags Reykjavíkur og Ásmundi Hilmarssyni frá Sambandi byggingar- manna, þeim bar saman um að vinnuvernd og heilsufari verkafólks og iðnaðarmanna hefði verið allt of lítið sinnt til þessa og þar væri verka- lýðshreyf ingin ekki undanskilin. Könnunin fer þannig fram að , ,Líf sk j örin mótast af fleiru en launaum- slaginu” spurningalistar verða sendir út til 14—1500 manna, sem lætur nærri að vera þriðjungur félags- manna. Einkum verður leitast við að varpa ljósi á eftirtalda þætti: Lýsingu á vinnustað, vinnuálag, heilsufar, likamlega og andlega liðan, félagslegar aðstæður og tengsl við verka- lýðsfélag. Ný lög um vinnuvernd tóku gildi 1. janúar sl. og þau gefa kost á ýmsum umbótum, með samstarfi verkalýðs og atvinnu- rekenda. Atvinnurekendum gefst kostur á láni til endurbóta, svo nú ætti að vera hægt að kippa því i lag sem Urskeiðis fer. En til þess að það verði gert þarf að kanna hvar pottur er brotinn. Guðjón Jónsson sagði að það væri enn þá allt of algengt að fólk liti á vinnustaðinn sem óæðri stað og þeim viðhorfum þyrfti að breyta. Iðnaðarmenn hafa rökstuddan grun um ýmsa atvinnusjUkdóma sem hrjá þá, enda sýndi launakönnun sem Trésmiðafélag Reykjavikur lét gera, að þegar trésmiöir komast á fimmtugsaldur. minnka þeir við sig vinnu, og laun þeirra lækka sem benti til vinnuslits. Könnunin sem nU er hafin verður á mjög breiðum grund- velli og hún er þannig uppbyggð að hUn á að geta orðið saman- burðarhæf við svipaðar kannan- ir á Norðurlöndum. Tekið verður tillit til einkenna hverrar iðngreinar, t.d. er sérstaklega spurtum áhrif eiturefna á mál- ara. Hvers vegna er byrjað á iðn- aðarmönnum? JU vegna þess að þeir vinna einhæfa vinnu og þvi er auðvelt að kanna einstaka þættisem að vinnu þeirra snúa. Síðan er æt lunin að halda áfram og kanna aðstæður fólks i fisk- vinnu. Það eru iðnaðarmannafélögin sem greiða mestan hluta kostn- aðar við könnunina, en þau von- asteftir opinberum styrkjum til þessa framtaks. Töluverð sjálf- boðavinna hefur verið lögð af mörkum, bæði frá hópnum i Arósum og af iðnaðarmönnum. Við Urvinnslu könnunarinnar verður gætt fullkominnar nafn- leyndar og annast einn fulltrUi Framhald af '21 siðu. Stórkanónur mœta til leiks Fundur um frum- varp Jóhönnu I dag kl. 14 verður fundur i Norræna húsinu þar sem fjallað verður um frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur til breytinga á lögum um Jafnrétti kynjanna. NU liggur fyrir hverjir halda tölur á fundinum auk þeirra Jóhönnu og Ragnhildar Helgadóttur. Fyrir ASl mætir tii leiks Ásmundur Stefánsson, Jón Hannesson talar fyrirBHM, Kristin Tryggvadóttir fyrir BSRB, Þorsteinn Pálsson fyrir VSI, JUlius Valdemarsson fyrir VMSI, Jónina M. Guðna- dóttir fyrir Kvenréttindafélag Islands, og H ildur Jónsdót tir fyrir Rauðsokkahreyfinguna. Fundar- stjórar verða Ásdis Rafnar og Þórkatla Aðalsteinsdótti.. — ká Fóstrur í Reykjavík Enginn samninga- fundur Fóstrur i Reykjavik ganga Ut af dagvistarstofnunum borgarinnar frá og með 1. mai næstkomandi, en þá taka uppsagnir þeirra gildi. Enn hefur ekki verið kallað til samningafundar, en það er i verkahring launamálanefndar borgarinnar að semja við fóstrur og boða fund. Það er þvi beðið átekta, en fresjurinn styttist óðum. — ká KYNNIR TUNGUMÁLA TÖLVUNA cireAiG. Craiq M 100 er fyrsta tölva sinnar tegundar í vasaútgáfu.____________ Hún varfyrst kynnt í Bandaríkjunum árið 1978. Arið eftir, 1979 seldustyfir 1 milljón eintaka og salan 1980eráætluð annað eins. Hún er hagstæð sem tungumála „uppsláttarrit“ þar sem orðaforði hvers tungumáls er 2400 orð. Hvert tungumál er geymt í sjálfstæðum minnis- kubbi og tölvan hefur 3 tungumál að geyma hverju sinni. Skipting-kubba er mjög einföld. Valmöguleikar í tungumálum eru 2.0 nú þegar og sífellt bætast fleiri í hópinn. Sá íslenski er í vinnslu, væntan- legur í apríl, maí 1981 og þá verður að sjálfsögðu hægt að þýða af íslensku yfir á skandinavísku málin auk hinna 14 málanna: ensku, spænsku, ítölsku, frönsku, þýsku, japönsku, hollensku, arabísku, rússn- esku, kínversku, portúgölsku, grísku og finnsku. Málakubbarnir eru á hagstæðu verði. Hentug fyrir: Viðskiptalífið, skrifstofuna (t.d. við samningu verslunar- bréfa og við telexog skeyta sendingar),öll erlend samskipti, hjálpartæki fyrir skólafólk-að því ógleymdu að vera góður vasatúlkur ít.d.viðskipta- ferðum og sumarleyfum erlendis. Leitið frekari upplýsinga. Útsölustaðir: Rafrás hf.Fellsmúla 24,sími 82980. Rafiðjan hf.Kirkjustræti8B,sími 19294 Þessi talva er ólík öllum öðrum tölvum því hún skilur ekki tölvumál en hún skilur þig- og þú skilur hana. Hún talar 20 ólík tungumál. Einkaumboð á islandi- Rafrás hf. Sími-82980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.