Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. aprll 1981 RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á NÁTTÚRUVERNDARÞINGI Rætt við ÆVAR PETERSEN líffræðing Stjórnun á fjölda vllltra dýrategunda ÆvarPetersen liffræðingur er fulitriii liffræðistofnunar Há- skólans á náttúruverndarþingi. Hann stjðrnar umræðuhóp um stjórnun á viðhaldi tegunda, fækkun þeirra cða fjölgun. — Eru einhverjar sérstakar tegundir sem þið eruð að f jalla um ? — „Nei, i rauninni fjallar þetta um heildarstjórnun þess- ara mála, en einstakar tegundir koma þar auðvitað viö sögu. Við munum t.d. fjalla um hvalamál- in og nýtingu selastofna. Ef við tölum aðeins um selinn þá vitum við að hann er mikil- vægur hýsill fyrir hringorma. Lffskeðja hringormsins er þannig að eggin þroskast i seln- um og berast frá honum með saur, en lirfan kemur sér fyrir i krabbadýrum sem siðan er fiskafæða. Það er milljónum varið til aö hreinsa hringorma úr fiski og hringormurinn veldur markaðsvandræðum. Þetta vekur spurninguna um hvort við eigum að vinna að þvi að fækka i selastofninum, en það er talið að selum hafi fjölg- aö siðustu áratugi. Raunar vit- um við ekki nóg um liffræði sela og hringorma. Þá vantar grundvallarrann- sóknir varðandi æðarfuglinn, en dúntekja hefur minnkað um helming siðustu áratugina. Það Ævar Petersen eru uppi raddir um að varg- fuglar valdi þar mestu, en annað getur komið til, búsetu- röskun svo að dæmi sé nefnt. Við þurfum að fjalla um stjórnun i fækkun refa og minka. Þau mál eru i höndum veiðistjöra Búnaðarfélagsins, en visindalegar rannsóknir vantar algerlega varðandi þessar tegundir. Minkur hefur breiðast út um allt land, en ref hefur hins vegar fækkað, senni- lega fyrir áhrif af veiði. Það standa deilur um raun- hæfni aðgerða og um skaðann sem einstakar tegundir valda. Það þyrfti lika að koma á raun- hæfri stjórnun i sambandi við veiðidýr eins og gæsir, svartfugl og rjúpur. Finnur heitinn Guð- I mundsson fuglafræðingur vann að mikilli rannsókn á rjúpunni, en honum entist ekki aldur til að vinna úr þeim gögnum sem hann safnaði. Þar biða staflar af gögnum úrvinnslu. Honum var legið á hálsi fyrir að hafa ein- ungis rannsakað rjúpuna i Hris- ey en það er ekki rétt. Hann rannsakaði rjúpuna á fjórum stöðum á landinu, Þingeyjar- sýslu, Oræfum og Heiðmörk auk Hriseyjar og það kom m.a. annars i ljós að sveiflurnar i stofnunum fylgdust að á öllum þessum stöðum. — Er fyrirhuguð friðun á Þjórsárvcrum fullnægjandi? — Það er erfitt að segja. Mestur hluti veranna verður friðaður en neðsti hlutinn fer i kaf. Spurningin er um það hvort vatnssveiflum i lóninu sjálfu hefur verið nægur gaumur gef- inn. Þar gætu áhrifin orðið við- tækari heldur en nemur þvi svæði sem fer undir vatn. Bakkar verða vatnsósa, klaka- stig getur haft áhrif, svo og breytingar á grunnvatni. Ég er ekki viss um að þessu hafi verið nægur gaumur gefinn. En stærsti hluti Þjórsárvera hefur nú verið friðaður og þar með stærsta byggð heiðar- gæsarinnar i heiminum. — j Rætt við EINAR ÞÓRARINSSON líffræðing Mikilvægast að Þjórsárverum verði þyrmt Einar Þórarinsson liffræð- ingur er fulltrúi NAUST náttúrverndarsamtaka Austur- lands á þinginu. Hann var spurður um sjónarmið austan- manna vegna fyrirhugaörar Fljótsdalsvirkjunar. „Það má segja að það hafi verið nokkuð hljótt um þau mál af okkar hálfu og það á sinar skýringar. Það var farið af stað meðliffræðirannsóknirárið 1975 og þá var ekki fyrirséð með hvaða hætti yrði virkjað ef af yrði. Við biðum eftir þeim niðurstöðum og þær eru að koma núna þessa daga. Málið hefur verið keyrt áfram. Sam- komulag hefur náöst milli virkj- unaraðila og bænda og við urð- um á eftir með að gefa út okkar álit”. — Hvað um þau landspjöll sem myndu leiða af virkjun- inni? — Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið við Eyjabakkana gefa ekki til kynna að lífrikið sé einstakt á nokkurn hátt. Verndun barna er aðallega spurning um landslagsvernd. Þetta er að visu lika spurning Einar Þórarinsson um land upp á 2800 ærgildi, þar er raunar ekki Eyjabakkarnir sem mest munar um, gróður þar er ekki mikið nýttur af sauðfé, heldur skurð- og lóna- stæðin á Fljótsheiði. Við höfum þess vegna tekið þá afstöðu að ef litið er á þá virkj- anakosti sem fyrir eru i sam- hengi að þá sé mest um vert að Þjórsárverum verði algerlega þyrmt og á grundvelli þess munum við ekki berjast gegn Fljótsdalsvirkjun. Um þetta eru öll náttúruverndarsamtök sam- mála. En okkur er þetta auð- vitað ekki sársaukalaust. Það er gífurlega gróskumikið svæði miðað við hæð sem fer undir vatn, og það er auðvitað eftirsjá að þvi. — Hvað um stóriöjuhug- myndir í tengslum við virkjun- ina? — Það höfum við ekkert fjallað um. Menn eru uggandi en það skiptir öllu máli hvers eðlis sú stóriðja væri. —j Rætt við LÁRU ODDSDÓTTUR, formann Vestfirskra náttúrusamtaka Nauðsynlegt að sameina kraftana Lára Oddsdóttir frá tsaf irði er varaformaður sambands is- lenskra náttúruverndarfélaga, SIN og formaður Vestfirskra náttúruverndarsamtaka. Hún sagði að hjá SIN væri nú unnið að því að efla landshlutafclögin. Virkni væri góð fyrir vestan, norðan og austan, en minni á suöur og suðvesturlandi, en það sörti 61 Ub. Þá sagði hún að unnið vaeri aé auknu samstarfi St/V og Landverndar og væri sameiginlegur tillöguflutningur þessara aðila á þinginu til marks um aukin tengsl þeirra. „Þaö eru svo fáir aöilar sem sinna náttúruverndarmálum he'r aö við verðum aö sameina kraftana I staö þess aö dreifa þeim”, sagöi I.ára. — Hvað er helst á döfinni fyrir vestan? — „Það er verið að vinna að náttúruminjaskrá fyrir Vest- firði. Þá er mikið baráttumál hjá okkur á Isafirði að vernda þau fjörusvæði, sem enn eru lltt snortin. Það er raunar mál sem snertir öll þéttbýlissvæði og SIN flytur hér á þinginu ásamt Landvernd tillögu um það efni. Það má líka geta þess aö við höfum farið fram á aö gerö verði liffræöileg rannsókn á Pollinum okkar á Isafirði og hún mun hefjast i vor, sú fyrsta sem gerö er. Efnistökumálin eru lika mjög á dagskrá hjá okkur á Vestfjörðum. Vestfirsku fjöllin eru gróðurlítil og það eru viða ljót sár i landslaginu eftir efnis- tökur. Náttúruverndarnefnd ísa- fjarðar og bæjarstjornin eru núna að vinna aö stofnun fólkvangs i Tungudal og Selja- landsdal. Það er annars Lára Oddsdóttir athyglisvert að samstarf náttúruverndarfólks á ísafirði og bæjarstjórnarinnar hefur farið mjög batnandi að undan- förnu og það hefur orðið mikil hugarfarsbreyting hjá þeim siðarnefndu siðan ég fór að vinna að náttúruverndarmál- um . — Hvað um málefni Horn- stranda? — „Vestfirsku náttúru- verndarsamtökin hafa náið samstarf við náttúruverndarráð um friðlandið á Hornströndum. Við erum að reyna að koma okkur niður á stefnu i sambandi við verndun þessa svæðis. Núna hefur verið friðlýst svæðið frá botni Hrafnsf jarðar yfir Skorrarheiði i botn Tungu- fjarðar, og þaö eru uppi hug- myndir um stækkun þessa svæðis. Viö höfum verið aö vinna að þvi að fá landeigendur á Horn- ströndum til liös viö okkur varð- andi viðhald gönguleiða og varða. Það er lika mikilvægt að kynna fyrir fólki þann ferða- máta sem þarf aö viöhafa þegar farið er þarna um. Menn geta ekki og eiga ekki að lifa af land- inu.þaðmá ekkieiga sérstaöað fólk fari þarna um vopnað með blankskó á fótunum eins og nú vill brenna viö. Þegar farið er um Hornstrandir þurfa menn eiginlega að vera með heilt hótel á bakinu, taka með sér það fæöi sem þarf og tjald aö auki”. — j Hátíðar- samkoma í Háskótanum 1 tilefni af þvi að 10 ár eru liðin frá þvi að fyrstu Islensku hand- ritin, Flateyjarbók og Konungs- bók eddukvæða, komu heim frá Danmörku efnir Háskóli islands til hátiðarsamkomu i dag (sumardaginn fyrsta). Prófessor Jónas Kristjánsson flyturerindi um heimkomu hand- ritanna. Handritafræðingarnir Ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson lesa valda kafla úr Flat- eyjarbók og eddukvæðum. Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sessilja Oskarsdóttir leika franska og italska tónlist frá barokktimabil- inu. Samkoman fer fram i hátiðar- sal háskólans og hefst hún kl. 16:00. öllum er heimill aðgangur. Vélstjórafélag Suðurnesja: Fellið frum- varpið um dragnóta- veiðar Vélstjórafélag Suðurnesja hefur sent frá sér samþykkt þar sem segir að félagið vari alvar- lega við samþykkt frumvarps til laga um dragnótaveiðar i Faxa- flóa. Faxaflói er uppeldisstöð helstu nytjafiska okkar, segir i samþykktinni, og ber að haga veiðum I Flóanum i samræmi við það. Árangur sá sem náðst heíur með friðun flóans undanfarin 10 ár má ekki aðengu verða, „vegna sérgæðisviðhoría fárra manna sem engu eira, ef hagnaðar er von, þó um timabundin gæði sé að ræða”, segir i samþykkt vél- stjórafélagsins. Grohe- skákmótið Magnús Sólmundarson bar sigur úr býtum á Grohe skákmót- inu sem haldið var i Borgarnesi i byrjun april. Þátttakendur voru 36 á aldrinum 7—70 ára, flestir úr Borgarnesi og nærsveitum. Magnús hlaut 11 vinninga af n mögulegum, og hlaut veglegan bikar i verðlaun. I öðru sæti varð með 9 1/2 vinning. Unglingaverð- laun hlutu Agnar Hansson Búðar- dal með 6 1/2 vinning. Bjarni Sæ- mundsson Borgarnesi með 6 vinninga og Guðjón Rúnarsson með 5 1/2 vinning. Kvennaverð- laun hlaut Anna Sigriður Einars- dóttir Snæfellsnesi með 5 vinn- inga. Helgi gegn lesendum I gær vildu flestir lesendur leika 9....-He8og þvi svarar Helgi meö 10. 0-0, stutt hrókun. Heldur finnst okkur nata aregió úr þátttökunni eftir að liöið hefur á skákina, og skorum þvi á les- endur að taka betur við sér, þannig að hver leikur sé mark- tækari. Hringið svo á milli 9 og 18 á föstudagi sima 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.