Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. aprll 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 öskjuhliöarskóli tók til starfa haustiö 1975, en skólinn haföi áöur starfaö viö SigtUn undir nafninu Höföaskóli. Um þaö leyti sem skólinn fluttist i hiö nýja húsnæöi i öskjuhliö, var oröin brýn þörf á aö auka starfsvettvang elstu nemendanna. í efstu bekkjum skólans fór meðalaldur sihækk- andi, það var viss tregöa i útskrift nemenda vegna óvissunnar um þaö hvað tæki viö aö skóla lokn- um. Starfsfólki skólans fannst nauðsynlegt að reyna að leysa þessi vandamál og hjálpa nemendunum til þroska umfram venjulegt skólastarf. Áöur en lengra er haldið, er rétt að nefna þau tvö höfuömarkmiö sem fræösluyfirvöld hafa sett þessum eina hæfingarskóla landsins: 1. Aö hæfa nemendur til þátttöku I almenna grunnskólanum. Að þessu markmiöi vinnur skólinn meö þvi aö útskrifa á hverju vori þá nemendur sem aömati skólans eru hæfir til aö taka til viö nám i hinum al- menna grunnskóla. Hitt er svo augljós staöreynd, aö aldrei getur nema hluti nemenda far- iö þessa leiöina úr skólanum. 2. Aö hæfa nemendur eins og kostur er til þátttöku I samfé - laginu. Þessu markmiöi hefur skólinn frá fyrstu tiö leitast viö aö ná meö þvi aö fræöa nemendur sina á sem flestum sviöum og þá ekki sist um ýmis hagnýt at- riöi daglegs lifs sem gætu oröiö þeim styrkur til sjálfstæös lifs þegar skólagöngu lyki. Eins og vikiö var aö i upphafi var staðan sú, þegar Oskjuhliöar- skóli tók til starfa, aö stór hópur elstu nemendanna hafði að mestu tileinkaö sér þaö námsefni sem skólinn haföi upp á aö bjóöa. Námsstaöa þeirra og ýmsar aör- ar aðstæöur voru samt ekki meö þeim hætti að þeir gætu farið i al- menna skóla né heldur út á hinn almenna vinnumarkaö. Þá var það aö fram kom sú hugmynd aö skólinn styddi þessa nemendur út á vinnumarkaöinn, enda hlaut slik starfsemi aö vera I samræmi viö höfuðmarkmiö skólans. A ööru ári skólans haustiö 1976 komst þessi hugmynd i fram- kvæmd með stofnun starfsdeilda öskjuhliöarskólans. 1 vor lýkur þvi fimmta starfsári deildanna. Hlutverk starfsdeildanna hefur veriö að brúa biliö milli skólans og þjóöfélagsins meö þvi aö auka uppfræöslu eldri nemendanna á hagnýtum sviöum og útvega þeim atvinnu viö þeirra hæfi. Hér er yfirleitt um hálfsdags vinnu aö ræöa, og skólasókn minnkar um helming frá þvi sem er i almenn- um deildum skólans. Þarfir og aöstæöur vinnustaöanna eru mis- munandi hvað vinnutima snertir. Þess vegna uröu deildirnar tvær, og þeir sem eru i vinnu eftir há- degi sækja skólann aö morgni, en þeir sem stunda vinnu árdegis koma i skólann slödegis. Hvor deild fær 20 kennslustundir á viku. Tveir kennarar voru ráönir til aö annast kennslu, atvinnuút- vegun og leiösögn nemenda i starfsdeildunum. Skólinn telur farsælast og raunar nauðsynlegt aö kennarar nemenda i starfs- deildunum annist einnig ráðn- ingu þeirra i atvinnu, enda þekkja þeir best vandamál þeirra og áhugamál, hæfileika og starfs- getu. Kennararnir fylgja nemendunum á vinnustaðinn i fyrstu og hafa reglulegt eftirlit með þeim og samband við at- vinnurekendur og verkstjóra meðan nemendurnir eru i hluta- námi i skólanum. Utvegun á atvinnu handa nemendum er vandasamt starf og oft tímafrekt, enda skiptir miklu hvernig til tekst. Alltaf veröur aö hafa i huga áhugasvið og starfs- getu nemenda. Jafnframt er kannaö hvaOa fyrirtæki eru likleg til aö hafa einhver störf er tengd- ust viðkomandi áhugasviöi og væru innan marka þeirrar getu og hæfni sem nemandinn býr yfir. Siöan er gengið á fund forráða- manna fyrirtækjanna, málin rædd viö þá og athugað hvort kostur er á starfi fyrir ákveöna nemendur. Oft eru nemendur teknir til reynslu til aö byrja meö áöur en endanlega er gengiö frá Oskjuhlíðarskólinn Gunnar Sigurðsson og Hörn Harðardóttir: Ágæt reynsla af starfsdeildunum ráöningu. Þarna er mikið i húfi, bæöi fyrir einstaklinginn og sam- félagið. Markmiöið er aö auka sjálfstraust og byggja upp sjálfs- bjargartrú einstaklings sem veriö hefur vanmegnugur aö standa á eigin fótum. Jafnframt gefst samfélaginu kostur á aö nýta starfskrafta þessa fólks sem ella kynni aö vera á framfæri þess. Að baki einni atvinnuútvegun liggur að sjálfsögöu oft könnun og umsóknir i fjölda fyrirtækja. Skylt er aö geta þess aö margir atvi nnurekendur og forsvars- menn fyrirtækja sýna góöan skilning á þessum málum. Marg- ir þeirra leggja sig fram um aö greiða fyrir þessum umleitunum, tryggja jákvæða afstöðu starfs- fólks sins, og sumir gera jafnvel ráöstafanir til aö skapa nýttstarf. Laun eru yfirleitt miöuö viö kaup- taxta verkafólks, en i einstaka til- fellum er samiö sérstaklega um launin. . Ohætt er aö segja aö reynslan af starfsdeildum öskjuhliöar- skóla er jákvæö. Milli 70 og 80 nemendur úr starfsdeildunum hefur verið útveguð vinna. 'Arangurinn af þessu starfi er ótviræður. Vinnan hefur oröiö nemendunum mikil lyftistöng og leið til sjálfsbjargar. Þeir hafa öölast sjálfsöryggi og undantekn- ingarlitiö staðiö sig vel viö störf meö góöri aðstoð þeirra sem meö þeim vinna. Engan þarf samt aö furöa aö stundum hafa nemendur hætt starfi af ýmsum ástæöum en oftast byrjaö vinnu annars staöar aftur, I sumum til- fellum aö eigin frumkvæði. Leiö- beiningar, uppörvun og hrós frá samstarfsfólki á drjúgan þátt i þessum árangri. Nemendur fá aukna trú á eigin getu og þaö kemur fram á mörgum sviöum t.d. i framförum i bóklegu námi. Foreldrar, aðstandendur og leiö- beinendur hafa séö börn sin og skjólstæðinga'i nýju ljósi og ööl- ast aukna bjartsýni á framtiöina. I nokkrum tilfellum hefur þessi starfsemi leitt til slikra framfara i vinnu og námi aö nemendur úr starfsdeildunum hafa nú byrjaö iönnám. Þetta hefur tekist fyrir dyggilega hjálp iönaðarmanna og skólastjóra Iönskólans. Starfsfólk skólans sem unniö hefur að þessum málum undan- farin ár, hefur öölast mikilvæga reynslu. Þaö hefur komist aö raun um aö samfélagiö hefur vissulega tök á þvi aö koma til móts viö þá sem aö einhverju leyti eru þroskaheftir en búa yfir hæfni og starfsorku séu þeir á réttuin staö og i góöu umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem þurfa aðstoö til þess aö komast á sporið — finna leiðina til nytsam- legra starfa. Meö þvi móti geta þeir oröið sjálfbjarga, öðlast lifs- hamingju og unnið þjóðfélaginu gagn. Enginn vafier á þvi aö vaxandi skilningur er nú i þjóöfélaginu á vandamálum og þörfum þessa fólks. Starfsemi öskjuhliðarskóla á þessu sviði þarf aö halda áfram aö eflast. Þaö yröi mikill ham- ingjudagur fyrir skóiann ef al- mennur skilningur á þessari starfsemi næöi þvi marki aö fyrirtæki hefðu samband viö skól- ann aö fyrra bragöi og byöu sam- starf. Ar fatlaöra er hafiö. Af þeim sökum eru miklar vonir bundnar viö framfarir I þágu fatlaðra. Gleymum þvi ekki aö hinir þroskaheftu einstaklingar þjóöfélagsins búa viö fötlun sem er þess eölis aö þeir eru öörum fremur háöir aöstoö þeirra sem alheilbrigöir a-u. Vonandi veröur ár fatlaðra lika þeirra ár i raun. V Hlutverk starfsdeildanna hefur veriö aö brúa biliö milli skólans og þjóöféiagsins meö þvf aö auka uppfræöslu ddrinemenda á hagnýtum sviöum ogútvega þeim atvinnu viöþeirra hæfi. 70 til 80 nemendum hefur verið útveguð atvinna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.