Þjóðviljinn - 06.05.1981, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Qupperneq 3
Miðvikudagur 6. mai 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Vertíðinni að ljúka Af linn meiri en í fyrra Þótt nýjasta tækni sitji I fyrirrúmi f hinu nýja prentsmiðjuhúsi, hefur handverkinu ekki veriö ýtt alger- lega til hliðar. Hér er verið að handbinda „isienska sjávarhætti” Lúðvíks Kristjánssonar. Ljósm: Gel. Öll aðstaða eins og best gerist erlendis Nú fer vertið senn að Ijúka, og menn eru farnir að bera saman aflatölur sfðustu vertiðar og stöð- una nú i lok þessarar. Þótt ekki hafi vertiðin i vetur farið glæsi- lega af stað er nú ljóst að meiri afli hefur borist á land nú en I fyrra á stærstu verstöðvunum. Munar þar mestu mokafli sem stóð sem næst allan aprilmánuð. ,,Menn muna ekki eftir svona langri hrotu”, sagði Arnar Sigur- mundsson hjá Samfrost i Vest- mannaeyjum, ,,og menn eru ánægðir i lok vertiöarinnar”. f Vestmannaeyjum hafa borist á land 31.700 tonn frá áramótum I 2007 löndunum og eru þá taldar landanir bæði togara og báta. Færri bátar landa nú i Eyjum en var á siðustu vertið og er meðal- afli i róðri þar 12.8 tonn i stað 10.3 tonn i fyrra, en þá var landað alls 32.374 tonnum. Sem dæmi hrotuna i april má nefna að nú bárust 16929 tonn á land i Eyjum yfir mánuðinn sem er um helmingi meira en aprilaflinn var i fyrra. t kvöld hefur göngu sina nýr bandariskur framhaldsmynda- flokkur i 29 þáttum sem ber heitiö „Dallas”, er þetta það nýjasta sem flokkast getur undir hinar svokölluðu sápuóperur, eitthvað i likingu við þættina „Gæfa eða gjörvileiki”, sem margir áhorfendur sjónvarpsins kannast við. Island er 59. landið sem tekur þessa þætti til sýningar, og I flest- um þeim löndum sem þættirnir hafa verið sýndir (a.m.k. á Fjöldatakmar- anir í H.I. Akademískur réttur skertur — að áliti læknanema Háskólaráð samþykkti á fundi sinum fyrir helgina að fjöldatakmörkunum yrði beitt I Læknadeild Háskóla tslands næsta vetur. At- kvæðin i Háskólaráði féllu þannig að 8 greiddu atkvæði með tillögunni, en 6 á móti. Má búast við að þessi ákvörðun Háskólaráðs hafi viðtækar afleiðingar og ekki bara innan deildarinnar sjálfrar, þvi þeir sem hverfa verða frá námi vegna f jölda- takmörkunar, verða að leita fyrir sér i öðrum deildum, og hvað gerir Háskólaráð þá? Þeir sem fylgjandi eru fjöldatakmörkunum bera fyrir sig aðstöðu og kennara- leysi innan deildarinnar sem aðalröksemd i máli sinu og telja numerus clausus einu leiðina sem ekki kosti pen- ing. . Háskólaráð hefur þvi méð samþykkt sinni aflétt press- & unni af rikisvaldinu um aukið fé til byggingar nýs kennslúhúsnæðis. Af þessu tilefni sendi Félag læknanema frá sér ályktun þar sem það harmar þessa ákvörun Háskólaráös og segir að með þessu sé Há- skólaráð að skerða aka- ■ demiskán rétt hins almenna stúdents innan Háskóla Is- lands og að þetta muni skapa óeðlilega samkeppni innan Læknadeildar. Engar fag- legar kröfur liggi að baki þessarri ákvörðun og brjðti hún algerlega i bága við jafna aðstöðu til náms. _____ — eg Þegar haft er i huga að svip- aður fjöldi vinnur úr aflanum i landi má nærri geta að vinnu- álagið hefur ekki verið af minna taginu. Lika sögu er að segja úr Þorlákshöfn; þar voru komin á land um siðustu mánaðamót 24.843 tonn móti 18.794 tonnum á allri vertiðinni i fyrra. Landanir eru þar allmiklu fleiri á þessari vertið en meðalafli i róðri er nú 12.3 tonn en var 10.9 i fyrra. 1 Grindavik er meðalaflinn i róðri 12.5 tonn sem er heldur meira en á vertiðinni i fyrra og heildaraflinn þar frá áramótum 32.250 tonn. 1 fyrra var heildarafl- inn á vertiðinni þar rúm 27000 tonn. 1 gær og fyrradag voru litið um að vera i þessum stöðum, bræla, og þeir bátar sem reru komu snemma inn. Þessi vertið virðist þvi ætla að kveðja eins og hún heilsaði, meö brælu og landleg- um. Norðurlöndum) hafa þeir vakið mikið umtal i blöðunum þar sem þeim er ýmist hrósað i hástert eða þá rakkaðir niöur. Astæðan fyrir þessu umtali sem þættirnir hafa fengið er sú að flestum sem séð hafa þessa þætti finnst þeir fullir af kvenfyrirlitningu, (kon- urnar heilalausar og bara til skrauts) og veruleikanum hvergi gerði skil, sem sagt dæmigerður veruleikaflótti fyrir áhorfendur. Þess skal getið að fulltrúi lista og skemmtideildar sjónvarpsins, sem velur erlent efni til sýningar mun ekki hafa mælt með þessum þáttum við útvarpsráð. En atkvæði i útvarpsráði féllu þannig að 4 greiddu atkvæði með, þeir Markús örn Antonsson, Ellert B. Schram, Markús A. Einarsson og Guðni Guðmundsson,- 3 greiddu atkvæði á móti og þau voru: Erna Ragnarsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson og Ólafur R. Einarsson. Söguhetjan Söguhetjan i „Dallas” er maður sem auðgast hefur á oliu (auðvitað i Texas), hann er framagjarn maður sem lætur einskis ófreistaö tii þess að verða rikari. Hann gerir allt fyrir pen- inga og hikar ekki við að fórna sinum nánustu til þess að fá sinu framgengt. Það horfa um 100 miljónir Bandarikjamanna á þáttinn i hverri viku, miklu fleiri heldur en kjósa i forsetakosning- um, og krárnar I Englandi eru galtómar i hvert skipti sem „Dallas” er á skjánum. Menn fylgjast spenntir með hvaða fantabrögðum J.R. Ewing beitir til þess að eignast vænar fúlgur i banka. Menn spyrja hvers vegna þess- ir þættir eigi svona mikium vin- sældum að fagna. Svörin viö þeirri spurningu eru margvisleg fyrir það fyrsta eru þessir þættir vel gerðir fulíir af spennu og þvi „ágætis” afþrey.ing fyrir áhorfendur. En þetta er ekki eina skýrihgin; markmið afþrey- ingariðnaðarins er einmitt að láta fólk sem er dauðþreytt og útpisk- aö eftir langan og strangan vinnu- dag setjast niður og fylgjast með vandamálum rika fólksins sem vissulega eru margvi^leg, bæði andleg og likamleg, og gleyma sinum um leiö. Þvi eins og hinn kunni hagfræðingur frjálshyggj- unnar Milton Friedman orðaði það: Óréttlætið i heiminum er margvislegt, en svona er lifiö og jafnvel miljónamæringar hafa sin vandamál. Svo, verkalýöur, ef þú vilt gleyma þinum vandamálum horföu þá á hvernig Ewing fjölskyldan leysir sin! Það þarf ekki lengi að litast um i hinu nýja húsnæði Prentsmiðj- unnar Odda við Ilöfðabakka til að sjá að þar er vinnuaðstaða öll eins og best verður á kosið. Allt vinnu- ferlið frá setningu til prentunar fer fram á einni og sömu hæðinni og húsnæðið er rúmgott og vist- legt. A annarri hæð er stór mat- salur fyrir starfsfólk og þar eru einnig snyrtingar, böð og sauna og þar verður i framtiðinni félagsaðstaða fyrir starfsmanna- félagið. Það kom tika fram á blaðamannafundinum scm hald- inn var igær i þessum nýju húsa- kynnum að arkitektar hússins ferðuðust um Skandinaviu til að sjá það besta i uppbyggingu prentsmiðja þar og dagskipunin sem þeir fengu var þessi: „Næst þegar á að byggja fullkomnar prentsmiðjur i nágrannalöndun- um, þá á að, vera hægt að koma hingað til að siá bað besta á þvi sviði”. Ormar Þór Guðmundsson arki- tekt sem hannaði bygginguna ásamt örnólfi Hall sagði á fund- inum i gær að stjórnendur Odda hefðu lagt gifurlega áherslu á að fullkomin aðstaða væri fyrir hendi fyrir starísfólkið og að ekkert yrði sparað til að prent- smiðjan yrði sem best úr garði gerð tæknilega. Mjög ílókið hita- og rakastillingarkerfi er i hús- næðinu sem á að tryggja að hita- og rakastigið sé alltaf það sama alls staðar i húsinu. Engu að siður væri ótrúlegt hve skamman tima framkvæmdin hefði tekið, ekki væru liðnir nema 20 mánuðir siðan fyrsta skóflustungan var tekin. 1 máli stjórnenda verksmiðj- unnar kom fram að þeir væru afar ánægðir með það hvernig til hefði tekist? þeir töldu að sú prentun sem Oddi gæti nú boðið upp á væri sambærileg við það besta sem gerðist. Útflutningur á prentvinnu var ræddur i þvi sam- bandi og töldu þeir, að vegna gæðanna ætti ekki að þurfa að prenta innlent efni erlendis. Nýja húsnæðið er um 1000 fer- metrum stærra en gamla Odda- prentsmiðjan við Bræðraborgar- stig eða 5170 íermetrar og fer allt vinnuferlið fram á sömu hæðinni einsog áður sagði. Kostnaður við bygginguna nemur að likindum um 14 milljónum króna. Sigurhjiirg Útifundur við bandaríska sendiráðið 7. mai 1951 -7. maí 1981 Baráttunni gegn Islandsdvöl bandaríska hersins verður haldið áfram með útifundi við bandaríska sendiráðið — fimmtudaginn 7. maí klukkan 6 e.h. Ræðumenn: Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Asgeir Sigurðsson blaðamaður Upplestur: Arnar Jónsson leikari og Sigurbjörg Árnadóttir leikari Söngur: Böðvar Guðmundsson Herstöðvarandstæðingar! Fylkjum liði' við bandaríska sendiráðið, fimmtudaginn 7. mal! ° Kristin Astgeirsdóttir hlaðamaður, lundarstjóri. Samtök herstöðvaandstæðinga £®i§Sí§s. Sigurður \. .Vruar Böðvar Útifundur við bandaríska sendiráðið —i 59. landið með „Dallas Vandamál ríka fólksins — eg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.