Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 11
Miftvikudagur 6. mai 1981 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir (2 Reykjavíkurmótið í knattspyrnu V erður Fylkir meistari? Um siðustu helgi fóru fram nokkrir þýðingarmiklir leikir i Reykjavikurmótinu i knatt- spyrnu. Fylkismenn sem staðið hafa með pálmann i höndunum i mótinu töpuðu stórt fyrir Viking- um, 1:4, og það jók á ólánið að Vikingar fengu eitt aukastig fyrir að skora fleiri en þrjú mörk. t gærkvöldi fór fram leikur Vals og Fram, en úrslit höfðu ekki borist þegar blaðið fór i prentun. Staðan fyrir þann ieik var þessí: Vikingur Fylkir Fram KR Valur Ármann Þróttur 6402 14-10 10 5 4 0 1 15-9 8 5302 19-10 7 5 2 0 3 8-8 5 5 2 0 3 4-5 4 5 2 0 3 6-19 4 5104 7-12 2 1 kvöld leika svo Fylkismenn við Ármann. Sigri Fylkir með þremur skoruðum mörkum vinna þeir Reykjavik'urmeistaratitilinn i fyrsta sinn i sögu íélagsins. Vertíðarlok hjá tippurum Vertiðinni er endanlega lokið hjá tippurum þvi um siðustu helgi fór fram siðasta leikvika knatt- spyrnuvertiðarinnar. Þátttaka hefur verið afar góð i getraunum i vetur og æði magir orðið ófáum krónum rikari eða fátækari eftir hverja leikviku. 1 34. leikviku komu fram 2raðir með 11 rétta og hinir getspöku fá þar i sinn hlut 40.250.?. 24 raöir voru með 10 rétta sem gerir 1.015,- i hlut. Fyrsta golfmótið Fyrsta opna golfmótið verður haldið af golfklúbbnum Keili i Hafnarfirði og fer þaö fram um næstu helgi. Það er Finlux sem að gefur verðlaun til mótsins sem eru að venju glæsileg þegar golf- mót eiga i hlut. 1. verðlaun eru ferðastereoútvarp og snældutæki. Fari einhver holu i höggi á 5. braut mun sá hinn sami geta haldið á braut með Finlux sjónvarpstæki undir hendinni. Þá stendur til að sýna frá keppninni með sérstöku sjónvarpskerfi, en það mun þó vera háö þvi að veöurguöirnir hagi sér sómasam- lega. I öllu falli verða sýndar myndir frá frægum golfkeppnum erlendis. Þátttakendur verða að tilkynna þátttöku ekki seinna en föstudaginn 8. mai i skála þeirra Keilismanna. íþróttír Jón Páll Siginarsson verður einn af islensku lyftingamönnunum sem taka þátt i Evrópumeistaramótinu i kraftlyftingum á Ualiu um helgina. A tslandsmeistaramótinu á dögunum sýndi hvers vænta megi af honum. Hann setti lslandsmet i öllum lyftum sinum, hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og svo auð- vitað samanlagt. Myndina tók — gel þegar Jón fagnaði sigri á sunnudaginn. íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina... Teitur skoraði Sænska deildarkeppnin i knatt- spyrnu er nú komin nokkuð áleiöis og hefur lið Teits Þórðar- sonar, öster,komið mjög sterkt til leiks. Eftir þrjár umferöir hefur liöiö unnið alla leiki sina, siðast Brage með tveimur mörkum gegn engu,og skoraði Teitur ann- að mark öster, en hann hefur þegar skorað tvö mörk i þremur fyrstu leikjunum. Annar tslend- ingur, örn Óskarsson,leikur i All- svenskan, en hann er liðsmaður örgryte sem vann útisigur 3:0 um helgina. Likt og Teitur hefur örn spjarað sig ágætlega það sem af er keppnistimabilinu. ... en vellirnir eru óundirbúnir Mikið hefur veriö rætt um hörkuna i v-þýsku knattspyrnunni sem rcyndar er orðin einskonar stúdfa fyrir ljósmyndara þar I landi. Hér er ein af mörgum skemmtiiegum myndum sem undirstrika að stund- um er ekki allt með felldu á knattspyrnuvellinum. Myndin minnir okkur einnig á að um helgina hefst is- landsmótið I knattspyrnu. Umhelgina hefst tslandsmótið i knattspyrnu, mót sem án efa mun halda iþróttaáhangendum föngn um fram á haust. Þó að knatt- spyrnumenn og aðrir viðloðandi iþróttagreinina hlakki mikið til komandi átaka er ekki að sjá að sama gildi um knattspyrnuvelli landsins. Þeir virðast ekkert hlakka til, og hefur t.d. verið gripið til þess ráðs að fresta opn- unarleik 1. deildarinnar sem átti að vera leikur Breiðabliks og Vik- ings. Grasvöllurinn i Kópavogi, sem margir hyggja að sé einn bestivöllur landsins hefur komið óvenju illa undan vetri þannig að frestaverður leiknum. Tómt mál er að tala um að vellirnir i Laugardalnum komist i gagnið fyrr en alveg undir lok mánaðar- ins, því þær upplýsingar hafa fengist hjá vallarstarfsmönnum að ötiðin uppá siðkastið eigi þar stærstan hlut að máli og einungis með þvi að veðurguðirnir snar- brevti afstöðu sinni verður hægt að fara að leika á skikkanlegum tima. Enn einu sinni verður þvi Melavöllurinn að hlaupa undir bagga og á honum fer fram fyrsti leikur 1. deildar milli Fram og tBV, nánar tiltekið á laugardag- inn. A sunnudaginn verður hann enn vettvangur átaka tslands- mótsins þegar KR og FH leika á honum. Auk þess sem leik Breiðabliks og Vikings verður frestað, þá gildir hið sama um leiki Vals og 1A og Akureyrarlið- anna Þórsog KA. Skíðaganga áhugamanna Um siðustu helgi hélt Skiða- félag Reykjavikur göngumót i sainráði við Félag áhugamanna um skíðagöngu. Gcngið var i námunda við Bláfjöll alls u.þ.b. 20 km. leið og var keppt i 8 aldurs- flokkum kvenna og karla. Helstu úrslit urðu sem hér segir: Karlar: 21—10 ára, sigurvegari: Eirikur Stefánsson 41—15 ára, sigurvegari: Pétur Pétursson. 16—50 ára, sigurvegari: Pálmi Guðmundsson. 51—55 ára, sigurvegari: Her- mann Guðbjörnsson (besti tim- inn) 56—60 ára, sigurvegari: Har - aldur Pálsson 60 ára og eldri, sigurvegari: Tryggvi Halldórsson Konur: 16—10 ára, sigurvegari: sigur- björg Helgadóttir 11—50 ára, Lilja Þorleifsdóttir. Keppt var um verðlaun sem Sportval gaf til keppninnar. Þótti mótið takast hið besta og von á fleirum á komandi árum-, jafnvel mætti halda annað mót i sumar ef veðráttan héldist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.