Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. mai 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Mamma setti nýjan hatt á blýantinn minn. Skallinn skorinn burt Eins og menn vita hefur margt verið reynt sem mótleik- ur við skalla. Hárkollum fyrir karla hefur verið komið i tisku fyrir þá sem liður illa með skalia. Þeir sem næga peninga hafa láta t.d. gróðursetja hár- brúska,sem teknir eru úr þvi sem eftir er af hnakkahári, á skallann. Aöeins þurfum við að skammasti ykkur lesendur góðir. þar sem töluverður öldugangur er i þátttöku ykkar. Þið verðið endi- lega að hringja daglega, öll sem i ieiknum takið þátt. Leikirnir i dag eru 16. He7 og 17. a4 ''John Terry heitir bisness-1 | maður sem rekur fimm skalla- ! stofur i Bretlandi og Banda- ! rikjunum og græðir morð fjár á j þeirri aðferð sem sýnd er á j myndinni. Hún er fólgin i þvi, að skallinn er skorinn burt. Aðgerðin fer fram i einum eða fleiri áföngum eftir þvi hve j skallinn er stór. 1 þessu dæmi er I dreginn sporaskjaá skallann, 15 ! cm á lengd og 7 cm á breidd. | Húðin á þessum fleti er numin á ! brott og kantarnir dregnir sam- an og saumaðir af mikilli kúnst. Hárkraginn hefur færst góðan spöl uppávið. Svo þegar allt er gróið og hæfilegur strekkingur kominn á húðina, þá má byrja aftur, og flytja hárkragann endanlega upp á hvirfil. Gaman þetta kostar um 30 þúsundir króna. Rætt við Bárð Jensson, form. verkalýðsfélagsins Jökull í Ólafsvík Hönnunar- galla voru orsökin Eins og áður hefur verið skýrt frá hér i blaðinU voru I vetur gerðar tilraunir með bónuskerfi i saltfiskverkun, m.a. á Snæfellsnesi. Yfirleitt virðist fólk tiltölulega ánægt með þetta fyrirkomulag, sem ætla mætti að tæki framförum með aukinni reynslu og kaupauki verkafólks, t.d. á Grundarfirði, væri 40-50%. Um Ólafsvik gegndi þó öðru máli. Á þremur söltunar- stöðvum þar var útkoman að sönnu all góð, en starfsfólkiö i Hraðfrystihúsi Ólafsvikur var mjög óánægt með sinn hlut. Við spurðum Bárð Jónsson, formann verkalýðsfélagsins Jökuls, hverju þetta sætti. — Það er rétt, sagði Bárður Jensson, að fram hefur komið i fjölmiölum, að fólk i Hraðfrysti- húsi Ólafsvlkur sé óánægt meö bónuskerfið, en annarsstaðar hér gæti óánægjunnar ekki. Jafnframt var fram tekið að at- hugun yrði á þvi gerð, hvað að væri. Og nú hefur þetta veriö gert. — Og hvað leiddi sú athugun i ljós? — Ég hélt fund með starfs- fólkinu. Þa komu i ljós hönnunargallar i sambandi við ýmsa aðstööu i húsinu. Meira samstarf þurfti aö vera á milli vinnuhópa i ákveðnum greinum. Ég treysti þvi, að viö- ræöur minar viö verkafólkið og verkstjóra muni leiða til þess, aö þeir ágallar, sem i ljós komu, verði lagfærðir, jafnframt sem fólkið fékk skýringu á þvi, hvað að var. Með öðrum orðum: Sú óánægja, sem þarna gætti, staf- aði af þvi, að húsið sjálft var ekki þannig úr garði gert, að bónusfyrirkomulagið gæti notiö Aumingja Geir með efna- hagsaðhaldið. Vissi ekkert hvað hann átti að segja þegar hann stóð upp. Hafði ekki hugmynd um hvað hann sagði meðan hann talaði og enn siður hvað hann hafði sagt þegar hann sett- ist niður aftur! Bárður Jensson sin og þvi varð árangurinn ekki eins góður og i húsum annars- staðar. Inn i þetta blönduðust svo taf- atimar. Vegna þess hve stuttir þeir voru, féllu þeir niður, og við þaö rýrnuðu auðvitað tekjur fólksins. — Er verið aö vinna að endur- bótum? — Já, veittur var þriggja mánaða frestur til þess að bæta úr þessum ágöllum og vonandi nægir það. — Nóg að gera? — Já, núna var t.d. unnið alla daga nema páskadagana og föstudaginn langa. — Og aflabrögöin hjá bát- unum? -- Þau mega heita alveg sæmileg þegar á allt er litið. — Þegar á allt er litiö, seg- irðu, áttu þá við veðráttuna, hún hefur auðvitað verið stirð? — Já, hún hefur verið alveg ^framúrskarandi leiðinleg i vetur. Ég hef oft verið dauö- hræddur um smærri bátana. Það er nú svo, að eftir þvi sem veðráttan er verri sækja menn gjarna stífar á sjóinn til þess að hafa þá eitthvað. Þetta hefur verið með allra erfiðustu vertið- um hvað veðurfar snertir, segja eldri menn hér. — Og bátarnir hafa fiskað sæmilega, já, en nú hafið þið tvo togara. Hvernig hefur þeim gengið? — Þeim hefur gengiö vel. Lárus Sveinsson fékk t.d. nú I siöasta mánuði yfir 500 tonn. Már fór fyrir helgina inn á Norðfjörð vegna bilunar og var þá með 170 tonn. Hann kom svo hér inn i gær með 240 tonn. Að undanförnu hafa togararnir verið að veiðum úti fyrir Aust- fjörðum. Eftir páskana kippti dálitið úr hjá bátunum. Fóru þá einir fjórir eða fimm þeirra suður fyrir land og eru þar núna. Þeir hafa aflað þar svona sæmilega en núna allra siðustu daga hefur þó aflinn hjá bátunum verið fremur tregur. — En þó næjanleg vinna? — Já, já, það var t.d. unniö núna á laugadaginn og á sunnu- daginn var unniö við löndun úr Má, sagði Bárður Jensson. —mhg Hver þekkir Biblíuna? Um árabil hafa Israelar haldið alþjóðlega keppni annað hvert ár í ýmsum ritum Gamla Testamentisins og hefur þátt- tökuþjóðum fjölgað ár frá ári. Sendiherra ísraels á tslandi, Hava Hareli hefur haft mikinn áhuga á að koma slikri keppni á laggirnar hér og hefur nú verið skipuð undirbúningsnefnd og er ætlunin að forkeppni verði hald- in30. mai n.k. Keppendur þurfa þá að svara skriflegum spurn- ingum og geta gert það á heima- slóðum — þar er átt við kepp- endur utan Reykjavikur — undir forsjá ábyrgðarmanna, sem nefndin fengi til starfa. Þeir sem hafa hug á að taka þátt i keppninni tilkynni það til sr. Bernharðs Guðmundssonar hjá Biskupsstofu fyrir 15. mai og geta þar fengið að vita nánar um tilhögun keppninnar ofl. Það skal tekið fram, að allir sem eru 18 ára og eldri geta verið með. 1 keppninni er lögð áherzla á ákveðin efni, frið, félagslegt réttlæti og jafnrétti og einingu meðal mannanna. Bækurnar sem spurt verður Ur eru Mósebækurnar fimm, Jósúabók, Spámennirnir, Dómarabókin, Fyrsta og Onnur Konungabók, Sálmarnir og Rutarbók. Dómari er Þórir Kr. Þórðarson. Sá sem ber sigur af hólmi i keppninni i hverju landi, heldur siðan til Israels i byrjun september og standa Israelar | straum af öllum kostnaði. m m i±i mtrnt abcdefgh Þið eigið leikinn og siminn er 81333, milli kl. 9 og 18 i dag. —eik—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.