Þjóðviljinn - 06.05.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Side 9
MiiHikudagur «. mai 1981 pJóÐVILJlNN — SIDA 9 Umráðasvæði golfvallarins verður óbrevtt I tillögu Borgarskipulags og skipulagsnefndar var gert ráö fyrir þvi að eftir aldamót mætti setja niöur miöbæjarkjarna á vestasta hluta golfvallarins i Grafarvogi. Jafnframt geröi til- lagan ráö fyrir þvi aö völlurinn yröi stækkaöur til austurs og norðurs um jafnstórt svæöi og hann missti og aö borgin græddi þaö land upp fram til aldamóta. Þessi tillaga mætti mikilli and- stööu hjá kylfingum, en sem kunnugt er fengu þeir engar bætur né aöstoö borgarinnar þegar þeir voru reknir af Golf- skálahæöinni um áriö og þótti þeim sem nú væri veriö að vega tvisvar i sama knérunn. Stjórn Golfklúbbs Reykjavikur sam- þykkti mótmæli gegn þessari til- lögu og meirihluti borgarráös féllst á sjónarmiö kylfinga. 1 borgarráöi þann 3. april lögöu fulltrúar meirihlutans fram svo- hljóðandi breytingartillögu: ,,Af- mörkun á opnu svæöi, til sér- stakra nota á Grafarholti, svæöi golfvallarins, skai tii vesturs og noröurs miöuö viö núverandi afmörkun hans”. Þessi tillaga var siöan samþykkt i borgar- stjórn s.l. fimmtudag meö at- kvæöum fulltrúa meirihlutans, en Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá. i Astæöan fyrir hjásetunni var sýndartillaga sama efnis sem þeir lögöu fram viku eftir aö til- laga meirihlutans um óbreytt at- hafnasvæöi golfvallarins var komin, en þann 10. april lögöu fulltrúar Sjálfstæöisflokksins fram svohljóöandi tillögu i borgarráöi: „Borgarráö sam- þykkir aö golfvöllurinn i Grafar- holti skuli ekki skertur. Er þvi skipulagsnefnd falið aö endur- skoða tillögur sinar hvaö hann snertir, bæöi varöandi ytri mörk hans og varðandi þá miðbæjar- starfsemi sem nú er gert ráö fyrir viö vesturenda hans og er likleg til að þrengja verulega aö honum i framtiðinni”. Þessari tillögu íhaldsins visaöi meirihluti borgarstjórnar frá s.l. fimmtudag með tilvisun i sina til- lögu sem er nákvæmlega sama efnis og var fyrr fram komin. Af frétt Morgunblaösins s.l. sunnu- dags mátti hins vegar ráöa að svæði golfvallarins yröi skert en i fyrirsögn á 2. siöu sagöi: „Borgarstjórnarmeirihlutinn visaöi tiilögu um golfvöllinn frá”. 1 lok fréttarinnar kemur þó fram aö tillaga meirihlutans um sama efni hafi verið samþykkt. — AI KUIan slegin í sumri og sól. Byggð norðan Stekkjar bakka felld niður 1 borgarstjórn var samþykkt með öllum atkvæðum tillaga meirihlutans um að fella niður fyrirhuguð ibúða- og stofnana- svæði norðan Stekkjarbakka i Breiðholti, en á tillögu skipulags- nefndar var ráð fyrir þvi gert að þau yrðu tekin til nýtingar eftir aldamót. I tillögunni sem borgar- stjorn samþykkti segir að svæðin séu felld niður til þess að koma megi þar fyrir hugsanlegri teng- ingu milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka samsiða Stekkjar- bakkanum. — Ai Fliigvölliirmn fluttur? í einni af breytingartil- lögum borgarráðsmeiri- hlutans, sem samþykktar voru á borgarstjórnar- fundinum segir: ,,Áfram verði kannaðir möguleikar á flutningi Reykjavíkur- flugvallar og hugsanlegri nýtingu svæðisins undir aðra starfsemi, skv. nán- ari ákvörðun borgarráðs". Það vaktiathygli að þrir ræðu- menn á fundinum gerðu flug- vallarmálið sérstaklega að um- ræðuefni. Siguröur Haröarson formaður skipulagsnefndar kynnti sjónarmið nefndarinnar sem eru samhljóða ofangreindu. Guðlaugur Gauti Jónsson fulltrúi Alþýöuflokksins i skipulagsnefnd tók undir orð Sigurðar, en flokks- félagi hans, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, tók sterkar til orða. Hún sagði að meginverkefnið i skipu- lagsmálum Reykvikinga nú væri að taka flugvallarsvæðið til bygg- inga. — AI á dagshrá >Víst getum við haldið árunni hreinni og hafnað allri málamiðlun. En sá breiði vegur liggur því miður hvorki til árangurs, fjöldafylgis né raunverulegrar byltingar Áran hrein Á útmánuðum birtust hér i blaðinu tvær greinar um náms- lánamál. Sú fyrri bar heitiö „Stjórnun á menntunarmöguleik- um?” og var eftir stjórn Sine-deildarinnar i Arósum, þau Ara Skúlason, Gylfa Pál Hersi og Heiðbrá Jónsdóttur. Var hún beint svar við grein eftir mig i janúar. Siðari greinin hét „Kjör danskra námsmanna og islenskra” og var eftir Gest Guðmundsson, fyrrverandi for- mann Stúdentaráðs Háskóla Is- lands, en núverandi félagsfræði- nema i Kaupmannahöfn. Grein hans er dagsett 16. febrúar og birtist i blaðinu helgina 7.-8. mars eða nokkrum dögum áður en sögulegar kosningar fóru fram til Stúdentaráös. Þótt henni sé ekki stefnt að mér beinum oröum er þar tæpt á ýmsum atriðum er varða störf min sem stjórnarfor- manns i Lánasjóði Islenskra námsmanna. Þar eð bæði tima mlnum og rými blaösins eru takmörk sett get ég ekki svarað þessum grein- um sem vert væri. Þannig sé ég mér ekki fært að svara grein Gests I einstökum atriöum enda fæ ég ekki betur séð en hann vilji helst bregöa mér bæði um heimsku og siöleysi og má þvi sjálfsagt einu gilda hvaða svör ég heföi uppi. 1 staö þess að fara á berjamó i grein þeirra Arósarmanna og gera hverju atriði litil skil, kýs ég aö gera tvö meginatriði að uppi-„ stöðu þessarar greinar. Jafn- framt kann þá að vera að hún höföi ekki aðeins til áhugamanna um námslánamál. Fyrra atriðiö varðar skilgreiningu mina á láns- hæfu námi sem félagslegri vinnu en hið síðara snýst um stjórnlist og baráttuaöferðir sósialista sem komast I eöa sækjast eftir að komast I þá aðstöðu að hafa ein- hver áhrif á umhverfi sitt i auö- valdssamfélagi. Nám sem félagsleg vinna. I fyrri grein minni frá 16. janú- ar komst ég m.a. svo aö orði að sósíalistar hlytu að viðurkenna afdráttarlaust að „nám er vinna, en af þvi leiðir að námsmenn eiga rétt á að- stoð úr almennum sjóöum, a.m.k. ef þessi vinna er félagsleg, þ.e. hún birtist öðr- um með frjóum hætti.”. Niöurlagsorð þessarar klausu hafa farið illilega fyrir brjóstiö á þeim Ara, Gylfa Páli og Heiöbrá. Vist er viðfangsefnið snúið og ég var satt að segja ekkert alltof ánægður með oröalagið sjálfur. En á dauða minum átti ég von fremur en þvi að marxistar yrðu fyrstir til að hnjóta um þessa notkun mina á hugtakinu „félags- leg vinna”. Ég tel mig sumsé vera að beita þessu hugtaki á svipaðan hátt og Marx gerir all- vlða I ritum slnum, sbr. til að mynda eftirfarandi tilvitnun úr ritinu „Laun, verö og gróði”: „Til þess að framleiða vöru veröur aö verja til hennar eða binda I henni ákveöið magn vinnu og ég segi ekki aðeins vinnu, heldur félagslegrar vinnu Maður sem framleiðir hlut til beinna eigin nota, til neyslu handa sjálfum sér, framleiðir afurðenekki vöru: Sem sjálfum sér nægur fram leiðandi getur hann látið sér samfélagið óviðkomandi. En til þess að framleiða vöru verður maöurinn ekki aöeins að framleiða hlut, sem bætir úr félagslegri þörf, heldur verður sjálf vinna hans að vera hluti af þvi heildarmagni vinnu sem samfélagið innir af hendi.” (Orvalsrit, I. bindi, bls. 174, leturbreytingar þar). Sem sagt: Félagsleg vinna er vinna sem miðast ekki eingöngu við eigin þarfir einstaklingsins, heldur tengist (einhverjum i) samfélaginu sem hann lifir og hrærist i. Nokkru siðar segir Marx nokkuð sem á ekki siður er- indi inn i þessa umræðu: ,'Þar sem gildi vöru ákvarðast af þvi magni vinnu sem lögð er I framleiðslu hennar, þá kynni svo aö virðast að þvi lat- ari og klaufskari sem maður er, þvi verðmætari yrði fram- leiðsla hans, þar sem hann þyrfti þá þeim mun fleiri vinnustundir til aö ljúka sinu verki. En það væri samt hrapallegur misskilningur. Þið munuð minnast þess, að ég notaði orðin „félagsleg vinna” og það er margt inni- falið I þessari skilgreiningu „félagsleg”. Þegar sagt er að gildi vöru ákvarðist af þvi magni vinnu sem er lagt i hana, er kristallaö i henni, þá er átt við það magn vinnu sem er nauðsynlegt til framleiðslu hennar i þjóöfélagi á ákveönu stigi, við ákveðnar meðal- framleiðsluaöstæður, ákveð- inn félagslegan meðalvinnu- hraða og meðalhæfni þess vinnuafls sem notað er.” (Sama rit, bls. 176—7, letur- breytingar þar). Hér er vonandi lika talað nógu skýrt. Þegar um nám er að ræða er að visu e.t.v. ekki augljóst hvaða vöru er verið að framleiða en það skiptir ekki máli I þessu samhengi. Við getum allavega dregið þá ályktun af þessum orð- um Marx að nám þurfi að full- nægja einhverjum skilyröum um árangur, framvindu eða þvium- likt til þess að geta talist félagsleg vinna skv. skilgreiningu hans. Maður sem vill stunda nám sem hann á ekkert erindi i er að ýmsu leyti hliðstæður klaufa sem vill endilega stunda smiðar, sjóveik- um manni sem vill stunda sjó eða lofthræddum manni sem vill leggja það fyrir sig að mála há- hýsi. 1 öllum samfélögum sem hafa náð ákveðnu skynsemisstigi eru þessi dæmi i reynd ekki talin til félagslegrar vinnu i skilningi Marx. Þetta var allt og sumt sem ég vildi sagt hafa með orðum minum um nám einstaklingsins sem félagslega vinnu: Það þarf ann- ars vegar að tengjast öðrum með einhverjum, helst áþreifanlegum, hætti, og hins vegar aö fullnægja einhverjum skilyröum um fram- vindu. Af þessu leiöir að ég hafði alls ekki I huga þá merkingu orösins „félagslegur” sem nú er efst á baugi i svokölluðum velferðar- rikjum Vesturlanda. Satt best aö segja furöar mig allmjög að, danskir sósialdemókratar skuli hafa haft svo djúptæk áhrif á orða- og hugtakaforða þeirra þre- menninga að þeim veröur nær hendi aö snúa út úr orðum minum heldur en aö sjá hina marxísku merkingu (Að tala um nám sem félagslega vinnu er auðvitaö allt annað en að tala um „félagslegt nám” eins og þau gera mér upp og leggja siöan út af i kratiskum anda). Einnegin felst I þessu aö það hvarflar ekki aö mér að flokka nám i sundur eftir tegundum eöa námsgreinum eins og þremenn- ingarnir óttast. Ég er alls ekki þeirrar skoöunar aö almanna- valdið eigi að hafa bein áhrif á námsval manna, enda hræöa öll spor i þeim efnum, bæði vestan tjalds og austan. Ég er andvlgur hvers kyns óþörfum og órök- studdum takmörkunum á að- gangi til náms, þar á meðal þeim hugmyndum um fjöldatakmark- anir i læknanámi sem hafa verið á döfinni með hvildum svo lengi sem elstu menn muna. Þrátt fyrir slikan söng er enn skortur á lækn- um I heiminum og ef við litum okkur nær er enn langt I land að læknaþjónusta hér á landi, jafn- vel i Reykjavik, fullnægi þeim kröfum sem almenningur vill gera. Málamiðlun eða einangrun? Ég vona að mér hafi tekist að draga eitthvað úr þeim áhyggjum sem þremenningarnir frá Arós- um gerðu sér af hugmyndum minum um lánshæft nám sem félagslega vinnu. Og jafnframt hefur skýrst fyrir sjálfum mér kjarninn i þeim forsendum sem störf min aö námslánamálum eru reist á. Mér sýnist þó að lokum ekki vanþörf á að minna á al- mennari vanda sem stundum gleymist I hita baráttunnar. Þessi vandi snýr að okkur öll- um sem teljum okkur róttæka sósialista en lifum I samfélagi sem við teljum til kapitalismans og tileinkum okkur það gagnrýna hugarfar sem i þvi felst. Mér sýn- ist að við séum i rauninni öll að gllma við sama samviskuspurs- málið, hvort sem við störfum I stjórnmálaflokki eða öðrum rót- tækum hreyfingum sem seilast til áhrifa, hvort sem við tökum að okkur hálfteknókratisk (tækni- leg) verkefni eins og aö sitja i stjórn Lánasjóðs eða við berj- umst fyrir áhrifum sósialista i al- mennum samtökum eins og stéttarfélögum eöa námsmanna- samtökum. Við eigum ævinlega um tvær meginleiöir að velja, auk annarra kosta á milli þeirra. Annars vegar er sú málamiölun sem kann að sýnast nauðsynleg til áhrifa, árangurs og fjöldafylg- is (ef við sækjumst eftir þvi), en þá veröum við vissulega sifellt að halda vöku okkar að ekki sé geng- ið of langt. Hins vegar er sú leið aö halda árunni hreinni og hafna allri málamiðlun eða þvi sem næst, en þessi breiði vegur virðist mér oft og tiðum liggja til ein- angrunar og áhrifaleysis þannig að eftir standa aöeins fámennir hópar eins og hrópandinn i eyði- mörkinni. Þvi hefur þessi klassiski vandi komið upp á yfirborðiö i huga mér nú, aö mér þykja ýmsir ágætir menn hafa hallast um of að slðari leiöinni I skrifum sinum um námslánafrumvarp það sem lagt var fyrir menntamálaráðherra slðastliðið haust. Að minnsta kosti vildi ég gjarnan sjá merki þess aö menn hefðu i raun og veru skoöaö allar hliðar málsins, áður en ég sannfærist um það að um igrundaða afstöðu sé að ræða. Það er auðvitað i sjáfu sér eðli- legt aö menn velji sér baráttu- leiðir m.a. i samræmi við for- sendur hvers og eins, skaplyndi og önnur persónuleikaeinkenni o.s.frv..Hitt er öllu verra þegar ágreiningur um leiðir glepur mönnum sýn til hinna sameigin- legu markmiöa og hinnar sam- eignlegu þjóöfélagsgreiningar. Um það vitna dæmin bæöi fyrr og siöar, bæöi meðal róttækra afla og hjá andstæðingum þéirra. Og óþörf gifuryröi og útúrsnúningar eru vitaskuld aöeins vatn á myllu kölska. 3. mai 1981

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.