Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 12
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6. mai 1981 Murasaki Shikibu: The tale of Genji. Translated with an Introduction by Edward G. Seidensticker. Penguin Books 1981. Bók þessi er fimmtiu og fjórir kapitular um 1090 blaösíður i stóru broti. Hún er talin hafa ver- iö skrifuö á 11. öld viö keisara- hiröina i Japan af hirödömu, sem hélt einnig dagbækur, Murasaki Shikibu. Sögusviöiö er hiröin og atburðarásin gerist við hirðina. Skáldsaga þessi kom fyrst út i þessu formi 1976, þýdd af prófess- or Seidensticker viö Columbiahá- skólann. Hann er merkur fræöi- maöur um japönsk efni og tungu og er talinn hafa unniö þetta verk, þ.e. þýöinguna af stakri vand- virkni. Sumir vilja telja þessa bók fyrstu skáldsöguna, en þaö fer eftir þvi hvernig og hversu mikiö hugtakið skáldsaga er teygt. Saga þessi er annarleg viö fyrstu skoö- un, persónur og viöbrögö þeirra eru bundin mati og andrúmslofti 11. aldar við keisarahiröina i Jap- an. Mikiir lestrarhestar eiga áreiöanlega eftir aö lesa þessa bók spjaldanna á milli og hún er reyndar ekki lengri en ýmsar þær skáidsögur sem Bandarikjamenn setja saman nú á dögum, og virö- ist viö flettingu ekkert leiöinlegri. Þetta er aöeins tii þess skrifaö, aö vekja athygli á bókinni, og hof- dömunni, sem setti hana saman. I auglýsingu frá Penguin er fjallaö um brot þessa rits, sem er talsvert óvenjulegt og þvi jafn- framtheitiöaö útgáfan muni gefa út fleiri rit i þessu broti. Tréstungur fylgja texta teknar úr japanskri gerö sögunnar frá 1650. Eflum framfarir fatlaðra Gíróreikningur 506000-1 • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboð SÍMI53468 Arkitekt Byggingarstofnun landbúnaðarins vill ráða arkitekt. Æskilegt er að hann geti hafið störf sem f'yrst. Upplýsingar i sima 26030 LAUGAVEGI 120 REYKJAVÍK SÍMl 254Aa BYGGINGASTOFNUNLANDBÚNAÐARINS Reykjavíkurhöfn Reykjavikurhöfn vinnur að þvi að gera byggingarhæfar lóðir á tveim athafna- svæðum við höfnina: • I. A fyllingu utan Grandagarðs. Lóðir þarna eru ætlaðar fyrir fyrirtæki sem tengd eru sjávarútvegi, fisk- vinnslu og þjónustu við Utgerð II. Svæði við Skútuvog við Kleppsvík: Þar eru lóðir hugsaðar fyrir fyrirtæki, sem áherslu leggja á skipaviðgerðir. Þeir sem áhuga hafa á að koma til greina við lóðaúthlutanir á svæðum þessum, sendi skriflegar umsóknir til Hafnar- skrifstofunnar Hafnarhúsinu v/Tryggva- götu fyrir 20. mai n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirrit- aður. Hafnarstjórinn i Reykjavik Úr sýningu Héraðsmanna á Dr. Jóni Gálgan Leikið á Héraði: Félagi Gálgan Leikfélag Fljótsdalshérðas sýnir um þessar mundir ,,Dr. Jón Gálgan” eftir Odd Björnsson, undir leikstjórn Einars Rafns II aral dssonar. Leikurinn er ætlaður okkur til áminningar og viðvörunar. Við vissum það reyndar fyrir sem höfundur vill scgja okkur en það er gott að lita i spegil svona við og við. Þeirfélagar hjá LF. skiluðu þvi prýðilega til okkar að flest erum við efnishyggjufólk og idjótar, þó ekki öll, svo sem gamla konan leikin af Guðlaugu ólafsdóttur, er fellur látlaus og eðlileg inn i myndina. Hreyfingar leikkon- unnar (ég leyfi mér að kalla hana það) eru hnitmiðaðar og það besta sem fram kemur i þessari sýningu. Þá skemmti skrattinn, leikinn af Gunnari Jónssyni, okkur prýðilega og lagahöfundar þeir Einar Rafn, Stefán, Guðgeir, Gunnlaugur, Kristján og Friðrik. HUrra fyrir þeim ! Að lokum- bestu þakkir til Félaga Ga'lgan og co fyrir ánægjulega kvöldstund. Sjá færri en þyrftu.— SVB. Brúðubíllinn farinn af stað Þetta er hann Grimur i stiganum sínum og þorpið hans á bak viö. 1 fyrradag hófust sýningar bruðubilsins, en það cr brúðuleik- hús sem ferðast á milli gæslu- valla borgarinnar. Þetta er fimmta sumarið, sem leikhúsið starfar. Keyrt er milli allra gæsluvalla Reykjavikur- borgar, en þeir eru 35 talsins. Komið er fjórum sinnum á hvern völl og með nýja dagskrá i hvert sinn. Bruðubillinn starfar i tvo mánuði ár hvert, i mai og júni, og eru sýningar alls 140. Hver sýning tekur 1/2 klukkustund. Þær Helga Steffensen, sem býr til brúðurnar, og Sigriður Hannesd. sjá urW sýningarnar. Handrit eru eftir þær og einnig stjórna þær brUðunum og ljá þeim raddir sinar. 'Á undan hverri sýningu talar Sigriður við börnin og syngur með þeim. Þessi starfsemi, sem er á vegum Reykjavikurborgar, er orðin fastur liður ár hvert. Sýningarnar eru miðaðar viö börn á aldrinum 2—6 ára og er þar ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar. Efni fyrstu dagskrár brúðu- bilsins er um hann Grim og þorpið hans. Grimur er alltaf á vakt i stiganum sinum, þá getur hann fylgst með öllu sem gerist. Hann segir krökkunum frá h'finu i þorpinu og ibúum þess, og þar skeður nU margt skritið og skemrrftilegt. Allir eru velkomnir á þessar sýningar . .1 Islendingar kynna sér nýsjálenskan kjötíðnað Fyrir nokkru sendi Sambandið og Markaðsnefnd landbúnaöarins tvo menn til Nýja-Sjálands og Ástralfu og skyldu þeir kynna sér stykkjun og pökkun á dilkakjöti, slátrun og rekstur sláturhúsa á Nýja-Sjálandi. Feröalangarnir voru þeir Siguröur Orn Hansson, forstööu- maöur Rannsóknarstofu Búvöru- deildar, og Siguröur Einarsson, hjá Teiknistofu Sambandsins. Sögöu þeir félagar móttökurnar hafa veriö meö afbrigöum góöar og feröir allar vel skipulagöar. Þeir hefðu fengiö allar umbeönar upplýsingar og I heild fengið mjög góöan þverskuröaf nýsjálenskum kjötiönaöi. — mhg Netaveiðin háð leyfi frá 21. mai Sjávarútvegsráðuneytið hefur nýlega sett reglugerð þar sem á U'mabilinu 21. mai til 31. desember 1981 eru bannaðar allar veiðar i þorskfisknet án levfLs ráðu- neytisins. Ráðuneytið getur bundið leyfi og úthlutun þeirra þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja m.a. i þvi skyni að stuðla að auknum gæðum afla og takmarka f jölda eða veiðar einstakra gerða skipa. Fáum við moklarljanka? Skorað hefur verið á yfir- völd Reykjavikurborgar að koma upp moldarbanka fyrir garðeigendur og að hlutast til um, að gróðurmold verði alls ekki ekið á hauga. Það er Garðyrkjufélag Islands sem samþykkti þessa áskorun á aðalfundi sinum vegna þess að jarð- vegur er viða snauður af lif- rænum efnum i görðum borgarbúa og óhægt um vik að nálgast gróðurmold i borgarlandinu. Fundurinn ræddi einnig áskorun til sjónvarpsins að sýna fræðslumyndir um blóm og aðra garðrækt, enda hafa ekki verið þar slikir þættir siðan farið var að senda út i lit. Er jafnframt bentá, að garðvinna er engu siður holl fyrir likamlegt at- gervi en trimm og bolta- leikir, en skilur eftir fal- legra umhverfi, sem hlýtur aö gera öllum gott. 5510 félagar eru nú i Garð- yrkjufélaginu, sem eignaðist húsnæði fyrir skrifstofu- starfsemina á sl. ári. Formaður er Jón Pálsson póstfulltrúi, en aðrir i stjórn Ólafur B. Guðmundsson, Agústa Björnsdóttir, Berg- lind Bragadóttir og Einar I. Siggeirsson. Stimpil- gjöld lækki Bændur telja, að stimpil- gjöld af afurða- og rekstrar- lánum landbúnaðarins séu orðin öheyrilega há. Af þvi tilefni samþykkti nýafstað- inn aðalfundur Samstarfs- nefndar Búvörudeildar og afuröasölufélaganna tillögu, þar sem segir að fundurinn telji ,,að ranglátt sé að inn- heimta af afuröasölufélögum bænda svo há stimpilgjöld, sem raun hefur verið á undanfarin ár af afurða- og rekstrarlánum landbúnaðar- ins. Er nú svo komið að þessi kostnaður er orðinn mörg hundruð miljónir gkr. Vegna þess hve fram- leiðsla sauðfjárafuröa er árstiðabundin kemur þetta gjald hlutfallslega verr niður á sauðf járframleiðslunni heldur en öðrum atvinnuveg- um, sem afuröalánafyrir- greiðslu njóta. Beinir fundurinn þvi 'til~ fjármálaráðherra, að hann láti kanna þetta mál og af- létta. þessum tilfinnanlega kostnaði af sauðfjárfram- leiðendum” — mhg Tvö ný frimerki Mánudaginn 4. mai komu út tvö ný E vrópufrimerki að verðgildi 180 og 220 aurar. Myndefni þeirra er sótt i þjóðsögur, annars vegar i þjóðsöguna um Galdra-Loft og hins vegar i „Djúpir eru íslands álar”. Þröstur Magnússon teikn- aði merkin sem prentuð eru i Sviss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.