Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. mai 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis llgi'fandi: Utgálufélai,' Þjoðviljans. Kramkvæmdastjóri: K öur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Afgreiöslustjóri: Valþor Hlööversson Blaöamenn: Altheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaöur: Ingollur Hannesson Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnusson Útlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. I.jósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðar^on. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöí Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkevrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Ueykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Frelsishlynur • í fyrrinótt lést í Mazefangelsinu í Belfast á írlandi ungur frskur lýðveldissinni eftir 66 sólarhringa hungur- verkfal I. • Bobby Sands lifði ekki þá stund, að mæta Margarete Thatcher, forsætiráðherra Breta, í þingsölunum í London. Hann var kjörinn á þing, en kaus að deyja fyrir skoðanir sínar um rétt fátækra manna á írlancfT, þann réttsem járnfrúinog hennar sveittraðka undir fótum. • Frá því er sagt í gömlum bókum að fyrir þúsund árum röskum hafi norrænir höfðingjar er hér námu land flutt með sér mikinn fjölda írskra þræla og ambátta. Sumir hafa jafnvel fyrir satt að meirihluti þess fólks sem hér settist að á níundu og tíundu öld hafi verið af keltneskum uppruna. Hvað sem rétt er í f ræðum þessum þá höfum við Islendingar leyft okkur að telja til nokk- urrar frændsemi við nágranna okkar Ira og jafnvel stundum þóst með stolti finna fyrir írsku þrælablóði, rauðuog heitu, í okkar eiginæðum. • En hvaðskyldu margir hér sjá ástæðu til þess að líta upp nú, þegar fregn berst um pfslardauða þessa unga manns? — Vonandi nokkrir enn. Við Islendingar, sem nú lifum, gleðjumst gjarnan yf- ir þeirri velsæld sem okkur er búin á jarðarkringlunni. Við qleðjumst yf ir því að hér skuli deilumál yf irleitt vera útkljáð án of beldis og örþrifaráða. Við erum vopnalaust fólk og ekki lengra milli manna en svo að flestir geta rætt ágreiningsmál í sæmilegu bróðerni. • Víst er þetta mikil gæfa. Við skulum þó síst af öllu halda okkur betri en aðra menn, eða hreykja okkur í heimskulegri sjálfumgleði fólks, sem ekki lætur sig annað varða en eigin munað. • Sú barátta sem háð er um allan heim fyrir brauði, fyrir mannréttindurry fyrir jöf nuði, f yrir mannsæmandi lifi, sú barátta kemur okkur við. Hún kemur okkur við hvar sem hún er háð, og ekki sfst þegar hús nágrannans brennur. • Mjög víða um heim eru aðstæður með þeim hætti að fárra sigra er að vænta séu menn ekki reiðubúnir að leggja í sölurnar sitt eigið líf fyrir vonina um réttlæti öðrum til handa. • Þau átök sem átt hafa sér stað á Norður-lrlandi undanfarin ár og kostað mörg mannslíf eiga sér djúpar sögulegar rætur. Sagt er að þarna takist á tveir trúf lokk- ar, kaþólskir menn og mótmælendur, en þar er aðeins um brot af sannleikanum að ræða. Það er hin djúpstæða stéttaskipting, hið hrikalega misrétti milli þegnanna sem mestu veldur. Þessari stéttaskiptingu, þessu hrika- lega misrétti,er haldið við með bresku hervaldi og engin raunhæf von gef in um friðsamlegar úrbætur. • Þótt (rar hafi að mestu glatað tungu sinni í hörm- ungum liðins tíma, þá eru þeir geymin þjóð um f lest. Á 19. öld kallaði bresk heimsvaldastefna miklar hörm- ungar yf ir íra. Þeir máttu þá Ifða þyngri hungursneyð en flestir aðrir, og það svo,að á síðustu 60 árum 19. aldar fækkaði íbúum Irlands um fullan þriðjung vegna hung- urs og landf lótta. Slíkir atburðir skilja eftir sig djúp sár, sem gróa seint, þóttnýjar kynslóðir rísi á legg. • Krafan um eitt írskt lýðveldi átti hljómgrunn um landiðallt, því írar eru ein þjóð, en ekki tvær. En þegar loks tókst að stofna írskt lýðveldi upp úr fyrri heims- styrjöldinni þá var landið með of beldi klof ið í tvennt og hrammur hins breska heimsveldis hvfldi áfram með fullum þunga yfir norðurhluta landsins. — Undír þeim hrammi brenna eldar haturs. Þar er hrópað á réttlæti í nauð. • Bobby Sands var ekki glæpamaður, eins og járnf rúin i London heldur fram; hann var staðfastur baráttu- maður fyrir rétti síns fólks. Fátækt fólk á írlandi kýs ekki glæpamenn á þingið í London, heldur fulltrúa sem það treystir fyrir sínum þjóðlega, stéttarlega og trúar- lega málstað. Slíkur maður var Bobby Sands. • Allt frá páskauppreisninni í Dublin árið 1916 hefur margur sigurglaður sveinn fallið í valinn með frum. — Við skulum vona að upp af rauðu hjartablóði þeirra allra rísi fyrr en síðar sá írski f relsishlynur sem brýtur okið. — k. klrippt „Uppákoman” á aöalfundi atvinnurekenda Geirsklikan í Sjálfstæðis- flokknum fer nú miklum ham- förum I baráttunni gegn Gunn- ari Thoroddsen og rikisstjórn- inni. Arangur þingflokks Sjálf- stæðismanna i sölum Alþingis er þó ekki upp á marga fiska og þar tapast allar lotur. Og þar sem ekki er hægt að hætta alveg við landsfundinn, sem áreiðan- lega er þó efst i hugum Geirs- klikunnar, verður að gera örvæntingafullar tilraunir til að klekkja á Gunnari eftir öðrum leiðum. Nýjasta atlagan að forsætis- ráðherra og rikisstjórn var gerð að undirlagi Geirsklikunnar á aðalfundi Vinnuveitendasam- bánds tslands. Sú stofnun er nú tryggasta vigi Geirsklikunnar, fyrir utan sjálft Morgunblaðið. Helstu foringjar atvinnurek- enda þeir Kristján Ragnarsson, Davið Scheving Thorsteinsson og Þorsteinn Pálsson með for- manninn Pál Sigurjónsson uppá punt, ráða þvi sem þeir vilja i samtökum atvinnurekenda. Og allt eru þetta innstu koppar i búri Geirsklikunnar. Það voru þessir menn sem skipulögðu aðalfundinn og „uppákomuna” þar og hafa lagt nótt við nýtan dag siðustu daga til að fundur- inn gæti sem best þjónað Geir i atinu gegn Gunnari. Plottið: Sýnum Gunnari fyrirlitningu Fyrst var þingað ákaft hvort fá ætti forsætisráðherra til að á- varpa fundinn. Niðurstaðan varð sú að biðja Gunnar að flytja þar ræðu, en að sjá til þess að honum yrði sýndur þar full- kominn dónaskapur og fyrirlitn- ing. Á löngum klikufundum á kontór atvinnurekenda æfðu fjórmenningarnir uppákomuna. Hringt var út til allra sem sækja áttu fundinn og þeir beðnir sér- staklega um að klappa ekki fyr- ir ræðu Gunnars. Annar þáttur þessarar sérstöku leiksýningar fór þannig fram að forsætis- ráðherra var beðinn um að sitja fyrir svörum að ræðu lokinni. Aftur á móti höfðu allir fundar- menn fengið ströng fyrirmæli um að spyrja Gunnar einskis. Með þeim hætti töldu þeir sig sýna Gunnari sérstaka háðung og litilsvirðingu. Ekki er þó vist að almenningur i landinu telji þetta uppátæki ráðherranum og rikisstjórninni til minnkunar, enda öllum ljóst að hatur Geirs- klikunnar á Gunnari er svo mik- iðað mönnunum er ekki lengur sjálfrátt! Og einhvern timann hefði heyrst hljóð úr horni þeirra manna sem telja sig úr ffnustu kreðsum borgara- 1 Þorsteinn Pálsson sá um að utfæra uppákomuna með hring- ingum i félagsmenn. stéttarinnar, ef menn teldu sig þurfa að gripa til þess ráðs að sýna forsætisráðherra landsins ókurteisi og dónaskap, þótt menn kynni að greina á við hann málefnalega. Mestu höft i viðri veröld En auðvitað átti svo sjálfur boðskapur atvinnurekenda að vera aðalvopn Geirsklikunnar i baráttunni við Gunnar og rikis- stjórnina. Sá sem þetta skrifar minnist ekki að hafa fyrr heyrt jafn harðar árásir á nokkra rikisstjórn úr herbúðum at- vinnurekenda. Og ekki er nú lit- ið tekið uppisig. Þannig segir formaður atvinnurekenda, Páll Sigurjónsson i upphafi ræðu sinnar, sem ekki verður skilið á annan hátt, en sérstakt ávarp til Gunnars Thoroddsen: „Þegar við komum saman til þessa aðalfundar i dag eru aðeins liðnir rúmir þrir sólar- hringar frá þvi að Alþingi samþykkti að hneppa stóran hluta atvinnurekstursins i landinu i nýja fjötra. Frá 1. ma' býr atvinnureksturinn við hörð- ustu og afturhal dssömustu verðlagshaftalöggjöf, sem um getur. A sama tima og stjórn- völd hneppa þannig atvinnu- reksturinn enn einu sinni i f jötra laga og reglugerða er i mörgu tilliti hagkvæm tið. Ýmis svo- kölluð ytri skilyrði i okkar þjóðarbúskap eru hagstæð. Það eru þvi'fyrst og fremst heimatil- búin vandamál, sem i sólskininu varpa skugga á atvinnulifið.” í fjötrum sálarkreppu Þessi áróður er mjög i anda Geirs Hallgrimssonar, sem telur að með þessu tiltölulega saklausa frumvarpi sé verið að komahér á lögregluriki. Það er að visu ekki alveg skýrt af orða- laginu hvort atvinnurekenda- formaðurinn er hér að tala um Davift Scheving Thorsteinsson er talinn hafa átt hugmyndina um aft litilsvirfta forsætis- ráftherra. hörðustu og afturhaldssömustu verðlagshaftalöggjöf sem nokkru sinni hefur verið sett i viðri veröld, en það er þó lýðum ljóst að Geirsklikan situr nú i skugga erfiðrar sálarkreppu. En það er þó rétt hjá formann- inum að þau vandamál eru heimatilbúin, löguð i eldhúsum þeirra sjálfra. Almenningur i landinu fagnar aftur á móti að rikisstjórnin reynir að hafa eins m ikið aðhald á verðlagi og kost- ur er. En það skiptir atvinnu- rekendasambandið engu. Markmiðið er að þjóna hags- munum Geirsklikunnar i Sjálfstæðisflokknum. Nýtt áróðurs- bragð, Geirs- stimpillinn þveginn af Mikil átök eru nú i Heimdalli um kjör formanns. Þar skiptast menn i' fylkingar eftir þvi hvort menn styðja Geir Hallgrimsson eða ekki. Frambjóðandi Geirsklikunnar er Arni Sigfússon blaðamaðurá Visi, en gegn honum er boðinn fram Björn Hermannsson, flugvirki. Það hefur vakið mikla athygli að flokkskontórinn og Geirs- klikan nota nýtt áróðursbragð i þessum slag. Það þykir hafa reynst svo illa i kosningum i flokknum að undanförnu að vera stuðningsmaður Geirs, að nú erreynt með öllum ráðum að má þann stimpil af Arna Sig- fússyni. Hringt er um bæinn og fullyrt að Arni sé ekki i Geirsklikunni. Nú er eftir að vita hvort það reynist ekki snjallasta ráð þeirra Geirsmanna að reyna að fela eins og kostur er að þeir séu hlynnfir formanni flokksins, til að eiga einhverjavon um fram- gang i kosningum innan flokks- ins. — Bó. L Sveitakeppni í skák: •a sKorrið Reykjavík og „Landið” Um næstu helgi efnir Skáksam- band tslands til sveitakeppni i skák milli Reykjavikur og „Landsins”. Hvor sveit verður skipuft 25 skákmeisturum ásamt varamönnum og mætast þær i tvigang, fyrst á laugardaginn 9. mai og siðan aftur á sunnudaginn. Sú sveitin hlýtur sigur sem fær fleiri vinninga samanlagt úr báð- um umferðunum. Keppnin fer fram á Hótel Esju 2. hæð og hefst fyrri umferðin kl 14 á laugardag. Sveit Reykja- víkur verður valin af taflfélögun- um I Reykjavik en sveit „Lands- ins” af nefnd sem Taflfélag Kópavogs, Skákfélag Hafnar- fjarðar og Taflfélag Seltjarnar- ness hafa skipað. Búast má við skemmtilegri og tvisýnni keppni milli sveitanna þvi báðar hafa á að skipa sterkum skákmönnum. Skáksambandið stefnir að þvi að keppni þessi verði árlegur við- burður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.