Þjóðviljinn - 22.05.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. maí 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Svavar Gestsson í eldhúsdagsumræðum á Alþingi:
Sókn í félagslegri þjónustu
— á sama tíma og hún er
skert í grannlöndum okkar
1 eldhúsdagsum ræðunum frá
Alþingi á þriðjudaginn flutti for-
maður Alþý ðuba nda la gsin s
Svavar Gestsson þá ræðu sem hér
fer á eftir:
Kratar aðeins
rumskað tvisvar
Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands Islands, segir
að stjórnmálamenn vakni á
þriggja mánaða fresti. Þetta á
ekki við um stjórnarandstöðuna,
þannig hefur Alþýðuflokkurinn til
dæmis aðeins rumskað tvisvar
sinnum frá þvi að fyrirgangurinn
rann af þeim i hitteðfyrra. Fyrst
var það Benedikt Gröndal, frá-
farandi formaður Alþýðuflokks-
ins sem vaknaði með andfælum i
janúarmánuði þegar Dagblaðið
hafði greint frá yfir 70% fylgi við
núverandi rikisstjórn. Þá lagði
hann ti! að mynduð yrði önnur
rikisstjórn. t siðara skiptið
rumskaði Alþýðuflokkurinn þegar
Alþýðubandalagið, eini flokkur
islenskra sósialista, sendi
Francois Mitterrand skeyti. Þá
umhverfðist Alþýðuflokkurinn og
lýsti þvi yfir, að Alþýðubandalag-
ið hefði ekki heimild til þess að
senda hverjum sem er skeyti. Sú
stjórn Benedikts Gröndals, sem
hann sagðist vilja mynda i vetur,
átti að mynda i mai. í dag er 19.
mai og ekki bólar á nýju rikis-
stjórninni.
Stjórnin traust í sessi
Þvert á móti bendir margt til
þess að núverandi rikisstjórn sé
traustari i sessi en oft áður. Kom-
ið er að þinglokum og fjöldi þýð-
ingarmikilla mála hefur náð fram
að ganga. í þvi sambandi nefni ég
fæðingarorlofið, sem er eitt
stærsta jafnréttismál sem lögfest
hefur verið á alþingi Islendinga,
ég nefni lög um rétt sjómanna til
ellilifeyris við 60 ára aldur,
frumvarp um atvinnuleysis-
tryggingar, lög um skattalækkun
samkvæmt samningum við
verkalýðshreyfinguna — meðal
annars um stórfellda lækkun svo-
nefnds sjúkratryggingagjalds og
ég nefni lög um málefni Flug-
leiða, þar sem rikinu er tryggð
aðild að stjórn þessa stóra fyrir-
tækis. Svo mætti lengi telja og þó
ber efnahagsmálin jafnan hæst i
öllum umræðum.
Aðhaldsstefna
Rikisstjórnin setti sem kunnugt
er bráðabirgðalög á gamlaárs-
dag, sem nú hafa verið staðfest á
alþingi. 1 framhaldi af þeim voru
sett lög um verðlagsaðhald og
fleira sem meðal annars fela i sér
ákvæði sem tryggja að verðlags-
stofnun hefur nú virkari úrræði en
nokkru sinni fyrr andspænis þeim
sem reyna að brjóta niður reglur
verðlagsyfirvalda. 1 efnahags-
ráðstöfununum um áramótin var
ákveðið að festa gengið um hrið.
Það hefur nú verið óbreytt i fimm
mánuði.
Stjórnarandstaðan spáði þvi að
gengisstefnan væri dauðadæmd.
Niðurstaðan er allt önnur, ekki
aðeins vegna aðgerða stjórnar-
innar, heldur einnig vegna hag-
stæðra ytri kringumstæðna,
þannig að nú er ljóst, að unnt á að
vera að fylgja aðhaldsstefnu i
gengismálum fram eftir árinu og
mun lengur en ætlað var i önd-
verðu.
Stjórnarandstaðan spáði þvi að
ráðstafanir rikisstjórnarinnar i
verðlagsmálum myndu drepa
niður atvinnureksturinn i land-
inu. Staðreyndin er sú að
framleiðsla er hér mikil og góð og
selst við háu verði á erlendum
mörkuðum.
Þvi var haldið fram að stefna
rikisstjórnarinnar i efnahags-
málum myndi á engan hátt halda
aftur af verðbólgunni. Nú liggur
fyrir að verðbólguhraðinn á fyrri
hluta þessa árs er innan við 40% i
stað 70—80%, eins og spáð var án
efnahagsaðgerða.
Stjórnarandstaðan spáði þvi að
kaupmáttur launa hlyti að fara
stórkostlega minnkandi á þessu
ári. Staðreyndirnar segja einnig i
þeim efnum allt aðra sögu.
1. mars s.l. var frestað verð-
bótastigum, en á móti kom hert
verðstöðvun, aðhald i gengis-
málum og sérstök 14.6% hækkun
tekjutryggingar elli- og örorkulif-
eyrisþega 1. mars s.l. Við héldum
þvi fram um áramótin að þessu
frestun á 7 verðbótastigum myndi
skila sér aftur á siðari hluta árs-
ins með minni verðbólgu og með
afnámi skerðingarákvæða svo-
kallaðra Olafslaga. Það var ljóst,
að kaupmátturinn færi þvi batn-
andi eftir þvi sem liði á árið, en á
fyrri hluta ársins yrði kaupmátt-
ur launa nokkru lakari en orðið
hefði að óbreyttu.
Þjóðhagsstofnun spáði þvi 20.
nóvember s.l. að kaupmáttur
kauptaxta ASl fyrstu fimm mán-
uði ársins yrði að meðaltali 96
miðað við 100 árið 1979. Vegna
efnahagsaðgerðanna spáði Þjóð-
hagsstofnun þvi að kaupmáttur-
inn færi niður i 93.9 á þessum
fimm mánuðum. Samkvæmt
tölum sem ég hef undir höndum
nú frá Þjóðhagsstofnun dagsett
15. mai, varð kaupmáttur kaup-
taxta ASl hins vegar betri en
þetta, eða 96.6 i samanburði við
100 árið 1979, og þar með betri en
búist var við þegar samningarnir
voru gerðir. Þannig hefur það
með öðrum orðum staðist fylli-
lega sem rikisstjórnin hélt fram
um þróun kaupmáttar launa á
fyrri hluta ársins. Þegar liður á
árið er ljóst, að kaupmáttur launa
verður betri en orðið hefði að
óbreyttu visitölukerfi á
grundvelli þeirra kjarasamninga
sem undirritaðir voru 27. október
s.l. eftir 10 mánáða þóf. Þessar
staðreyndir liggja fyrir og eru
óumdeilanlegar og þær hlýtur
verkalýðshreyfingin að viður-
kenna.
Svavar Gestsson
Vegna sérstakra aðgerða hefur
kaupmáttur elli- og orörkulifeyris
tekjutryggingar og heimilisupp-
bótar þróast i jákvæða átt á þess-
um fimm mánuðum. Spá Þjóð-
hagsstofnunar gerði ráð fyrir þvi
20. nóvember s.l. að kaupmáttur
elli- og örorkulifeyris, tekju-
tryggingar og heimilisuppbótar
yrði 96.9 i fimm mánuði þessa árs
miðað við 100 1979. Við ákvörðun
efnahagsráðstafana rikisstjórn-
arinnar gerði Þjóðhagsstofnun
ráð fyrir að kaupmáttur þessara
bóta almannatrygginga yrði 97.4,
ef ekki yrði um að ræða sérstaka
hækkun þessara bótaflokka. Nið-
urstaðan varð hins sú að kaup-
máttur elli- og örorkulifeyris,
tekjutryggingar og heimilisupp-
bótar varð á fyrstu fimm mánuð-
um þessa árs um 100.1 að meðal-
tali eða betri en spáð hafði verið.
Rikisstjórnin hefur þannig staðið
við gefin fyrirheit varðandi kaup-
mátt launa og raunar gott betur,
þvi hér hefur aðeins verið gerð
grein fyrir kaupmætti taxta-
kaups, en rikisstjórnin hefur
einnig gengið frá sérstökum
skattalækkunum láglaunafólks og
miðlungstekjumanna með samn-
ingum sem gerðir hafa verið við
verkalýðshreyfinguna.
Stjórnarandstaðan
brugðist
Hér hefur allt farið á annan veg
en stjórnarandstaðan hefur hald-
ið fram sem betur fer. Hrakspár
hennar blikna nú andspænis þeim
staðreyndum sem fyrir liggja.
Vafasamt er að nokkur stjórnar-
andstaða hafi nokkurn tima orðið
sér eins átakanlega til vansa og
forvigismenn stjórnarandstöð-
unnar á þeim vetri sem nú er að
liða. Staðreyndirnar hafa dæmt
þá úr leik.
En þetta eru ekki aðeins stað-
hæfingar minar heldur mat alls
almennings. Þannig kemur það
fyrir hvað eftir annað i skoðana-
könnunum siðdegisblaðanna að
rikisstjórnin nýtur stuðnings yfir-
gnæfandi meirihluta lands-
manna. Þessara skoðanakannan-
ir eru marktækar vegna þess að
þær sýna sömu niðurstöðu hvað
eftir annað. Fylgi flokkanna hef-
ur einnig verið svipað i þessum
könnunum. Þar hefur hlutur
stjórnaraðilanna verið allgóður.
Staða Alþýðuflokksins er einkum
til marks um stöðu stjórnarand-
stöðunnar, þar virðist blasa við
fylgishrun. Afstaðan til Sjálf-
stæðisflokksins verður hins vegar
ekki ráðin af þessum könnunum
vegna ástandsins sem þar rikir og
ekki þarf að fjölyrða um. Bene-
dikt Gröndal bregst hins vegar
þannig við nýjustu könnun að
hann itrekar opinberlega tillögur
um myndun nýrrar rikisstjórnar,
siðast nú á dögunum. En allt
kemur fyrir ekki. Almenningur i
landinu hlustar ekki á slikar til-
lögur hans, þvi að eini möguleik-
inn til starfshæfrar rikisstjórnar i
landinu er núverandi ríkisstjórn.
Það liggur fyrir, það er viður-
kennt af öllum. Þeir Benedikt
Gröndal og Geir Hallgrimsson
viðurkenndu það einnig á s.l. ári
þegar þeir fengu umboð úr hendi
forseta tslands til stjórnarmynd-
unar, en gáfust upp án þess að
hefja raunverulegar stjórnar-
myndunarviðræður
Stendur ekki steinn
yfir steini
Afstaða Sjálfstæðisflokksins i
stjórnarandstöðu hefur verið
ennþá f jarstæðukenndari á
undanförnum mánuðum en áður.
Málgögn og talsmenn flokksins
gera nú kröfur um 50—100% verð-
lagshækkanir og tala um að rikis-
stjórnin sé að drepa fyrirtækin
með verðlagshöftum. A sama
tima ráðast talsmenn flokksins á
rikisstjórnina fyrir kaupmátt
launa. Þarna stendur ekki steinn
yfir steini, þótt Sjálfstæðisflokkur
inn bætti eigin met i fjarstæðu-
tillögum, þegar hann lagði til
aukin útgjöld rikisins og skatta-
lækkanir sem kostuðu um 250
miljónir króna 25 miljarða
gamalla króna nú i vetur án þess
að gera ráð fyrir tekjufölun á
móti. 1 utanrikismálum hafa
ihaldsmenn i stjórnarandstöðu
gert hverja tilraunina á fætur
annarri til þess að reka fleyg i
stjórnarsamstarfið. Það hefur
ekki tekist, eins og fram kom i
flugstöðvarmálinu.
Islensk friðarstefna
Alþýðubandalagið hefur lagt á
það mikla áherslu i itarlegum
umræðum um utanrikismál á
þessu þingi, að nú hefðu skapast
ný viðhorf vegna nýrrar hernað-
artækniog vegna tæknibúnaðar á
Keflavikurflugvelli, sem auki
verulega hættuna á þvi, að Island
dragistinn i hernaðarátök fyrr en
ella. Við höfum rætt um mögu-
leikana á þvi að skapa samstöðu i
landinu meðal yfirgnæfandi
meirihluta þjóðarinnar um
islenska friðarstefnu sem tekur
einvörðungu mið af islenskum
sjónarmiðum en hafnar hinni
bandarisku forsjá i öryggis- og
varnarmálum, kjarnorkuvopnum
og eldflaugum.
Ég hef orðið var við það meðal
almennings, að þessar tillögur
Alþýðubandalagsins i utanrikis-
málum eiga mikinn og vaxandi
hljómgrunn. Þeir sem sifellt taka
undir hvaðeina sem Bandarikja-
mönnum þóknast að gera kröfur
um sér til handa verða hins vegar
stöðugt færri og færri og þeir eru i
raun að verða litill minnihluti i
landinu. 1 forystu þessa þrönga
hóps er þó mikill blaðakostur, en
helstu málpipur Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins i
utanrikismálum eru að verða að
almennu athlægi eða kannski
frekar viðundri i alménnri um-
ræðu um öryggis- og varnarmál.
Sterkur samhentur
flokkur
Alþýðubandalagið hefur á
undanförnum árum glimt við ný
og erfið verkefni. Flokkurinn hef-
ur tekið þátt i tveimur rikis-
stjórnum við sérkennilegar og
erfiðar aðstæður. Flokkurinn á
aðild að meirihlutastjórnum i
bæjarfélögum i flestum stærri
bæjarfélögunum og innan verka-
lýðshreyfingarinnar hafa flokks-
menn okkar tekist á við erfið
verkefni undanfarin misseri.
Flokksmenn hafa leyst þessi
verkefni vel af hendi og Alþýðu-
bandalagið nýtur nú vaxandi
trausts meðal landsmanna.
Hér virðist sama þróun að
ganga yfir og i Frakklandi, þar
sem meirihluti landsmanna kaus
á dögunum sósialiskan forseta
eftir þrotlaust starf liðsmanna
hans i hálfan annan áratug. Starf-
ið er lykill sigurmöguleikanna.
Um allan heim er nú tekist á
um auðlindir og arð. Hernaðar-
stefnan virðist eiga háværari
talsmenn en fyrr, en hvarvetna
risa upp hreyfingar fólksins og
mótmæla hernaðarbrjálæðinu. I
kjölfar kreppunnar og hernaðar-
kapphlaups stórveldanna kemur
iskaldur hægri vindur sem nistir
inn i merg og bein. Hægri öflin
eru hvarvetna á kreiki — i Bret-
landi og Bandarikjunum virðist
vegur þeirra mestur i valdastofn-
unum um þessar mundir á
tslandi fengum við að kynnast
leiftursókn gegn lifskjörum,
kosningaáformum Sjálfstæðis-
flokksins 1979. Nú er skert félags-
leg þjónusta i grannlöndum okkar
— hér á landi er sótt fram. Þó ein-
kennist ástandið hér sem annars
staðar fyrst og siðast af þvi, að fé-
lagshyggjumenn og vinstrimenn
reyna eftir mætti að verjast
ásókn afturhaldsaflanna. Hér
fléttast saman varnarbarátta
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og
fyrir þvi að halda ávinningi
alþýðubaráttunnar á liðnum ára-
tugum. Til þess að standast leift-
ursóknina þurfa Islendingar að
eiga sterkan sameinaðan og
starfhæfan stjórnmálaflokk
vinstrimanna sem býður leiftur-
sókninni byrginn. Slíkur flokkur
er og verður Alþýðubandalagið.
Alefling Alþýðubandalagsins er
sterkasta vopnið i vörn og i sókn.
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurfa aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
• RAFAFL
Smiðshöfða 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955
1 Fjölbrautaskólinn Kvöldskóla F.B. (öldungadeild) verður slitið þriðjudaginn 26. mai og hefst skóla- slitaathöfnin kl. 18.00 en hún verður i húsakynnum skólans i D-álmu. Eftir skólaslit verða einkunnir á vorönn afhentar og prófúrlausnir sýndar. Val nemenda Kvöldskóla F.B. fyrir haust- önn verður ásamt innritun nýrra nemenda 3. og4. júni frá kl. 9.00—19.00 i Fjölbrauta- skólanum i Breiðholti báða dagana, en seinni daginn einnig frá kl. 8—10 um kvöldið. Aðstoðarskólameistari.
Staðið við fyrir- heitin
um kaupmátt launa