Þjóðviljinn - 26.05.1981, Síða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1981, Síða 10
0 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. mal 1981 iþróttir (/) íþróttir\A íþróttir Humsjén: Ingólfur Hannesson. V J ffii Ólafur Sigurgeirsson Forsvarsmenn Lyftingadeildar KR, Ólafur Sigurgeirsson og Birgir Þór Borgþórsson, um hið svokallaða ,,Magnúsarmál”: ,,LSI verður að hlýta lögum og regl- um Alþjóða kraft- lyftingasambandsins” Birgir Þór Borgþórsson „Rétt fyrir síðasta Meistaramót Islands í kraftlyftingum fréttist, að á innanfélagsmóti Ár- manns í kraftlyftingum hafi einum keppanda verið leyft að nota ólög- legt hjálpartæki, er hann náði lágmarki til þátttöku á meistaramótinu og jafnframt, að hann hyggðist mæta eins búinn á því. Atvik þetta var af KR-ingum tilkynnt stjórn LSl og þess farið á leit, að með hlutlausum yfir- domara verði tryggt að atvikið endurtæki sig ekki. Þess var jafnframt getið, að kæmist við- komandi keppandi upp með að nota þetta hjálpartæki yrði það kært. Með frekju og yfirgangi, sem ávallt einkennir ákveðna aðila, er ennþá hafa ekki sætt sig við, að lyftingaiþróttimar seu orðnar almenningsiþróttir, en ekki einkamál 3ja manna, var þvi komið i gegn að félagi keppandans fékk yfirdómara- stöðuna. Var nú ljóst að hverju stefndi. Forsaga málsins Forsaga þessa máls er væntanlega su, að á Lyftinga- þingi árið 1976 (Lyftingaþing fjallar um málefni tveggja iþrótta, lyftinga og kraft- lyftinga), var Magnúsi Óskars- syni veitt undanþága til að nota ól á vinstri hendi i keppni i lyft- ingum. 1 framhaldi af þessu tók MagnUs þátti nokkrum mótum i olympi'skum lyftingum. Um gildi slíkrar samþykktar gagnvart reglum alþjóða lyftingasambandsins verður ekki fjallað hér, en þar sem for- ráðamenn lyftingadeildar Ár- manns eru slegnir svo mikilli blindu að telja þessa samþykkt æðri lögum alþjóða kraftlyft- ingasambansins vil ég fára um það örfáum orðum. Á árinu 1975 gerðist Lyftinga- samband Islands aðili að alþjóða kraftlyftingasam- bandinu (IPF) og gekkst með þvi undir þær skyldur að hlýta iögum þess og reglum. Reglur IPF eru settar á þingum sam- takanna, sem haldin eru sam- fara heimsmeistaramótum og fær aðildarsamband 1 atkvæði og ræður einfaldur meirihluti samþykktum. Með aðild að IPF L Magniís Óskarsson festir ól sina fyrir réttstöðulyftu á Meistaramóti tsiands I kraftlyftingum. Skotar lögðu Englendlnga Skotar komu ákaflega á óvart sl. laugardag þegar þeir sigruðu Knglendinga i knattspyyrnu- landsleik á Wemblev-leikvang- inum í London. Leikurinn var liður i hresku heimsmeistara- keppninni. . Mikil fjölmenni skoskra áhorf- enda fyigdist með viðureigninni og réðu þeir lögum og lofum á áhorfendabekkjunum. Eina mark leiksins kom á 65. min. Steve Arcibald var kominn i gegnum vörn Englendinga þegar honum var brugðið. Úr vitaspyrnunni skoraði John Robertson af öryggi, 1—0. Bæði lið fengu þokkaleg tækifæri til þess að breyta markatölunni, en tókst ekki að nýta þau. England: Corrigan, Anderson, Sansom, Wilkins, Watson, Robson, Coppell, Hoodle, Rix og Woodcock. Skotland: Rough, Stewart, McGrain, Miller, McLeish, Gray, Provan, Archi- bald, Jordan, Hartford og Ro- bertson. er lagasetningarvald landssam- bandanna varðandi tæknilegar reglur, sbr. 8. gr. 7. töluliðs laga LSl, fengið i hendur þingi IPF og reglur samþykktar þar öðl- ast þvi sjálfkrafa gildi i aðildar- löndum og þeim einungis fglið að þýða reglurnar á tungu viðkomandi landa, en ekki sam- þykkja sérstaklega innanlands. Sli"k þýðing var siðast gerðhér á landi 1979. Aðild að IPF fylgja ekki ein- ungis skyldur, heldur einnig réttindi. Það eru réttindi til setu og atkvæðis á þingum IPF, þátt- töku á heimsmeistaramótum og keppendur aðildarlanda fá rétt til að setja heimsmet. Þessi réttur er þó ekki algildur, þar sem einungis má setja heims- met i'aðildarriki, sem er i góðu álitihjá IPF (sbr. kafla G 10. lið i reglum IPF). Fram að þessu hefur Island verið i góðu áliti og ekki fallið blettur á þá 8 alþjóð- legu dómara islenska, sem skráðir eru hjá IPF og rétt hafa til að dæma heimsmet. Þessu áliti vilja allir unnendur krai't- lyftinga halda, jafnvel þótt það kosti félaga okkar MagnUs heldur lakari árangur i rétt- stöðulyftu. Þetta er dómarahneyksli Samkvæmt IPF eiga kepp- endur við vigtun inn i þyngdar- flokka að koma með allan sinn keppnisUtbUnað, þ.e. sérhvern þann hlut sem nota a i keppn- inni, i skoðun hjá þeim þremur dómurum, sem dæma eiga hans flokk. Dómararnir skulu skrá niður hvern þann hlut, sem samþykktur hefur verið á sér- stakt eyðublað. Hafi dómarar með góðri samvisku talið ól MagnUsar löglegan keppnis- búnað, bar honum að sýna dómurum hana og þeir að sam- þykkja með þvi að færa inn á skoðunarskýrsluna. Þetta var ekki gert og átti yfirdómari þá i samræmi við 13. tölulið kafla A i reglum IPF að visa MagnUsi frá keppni. Það voru þvi tvær ástæður, sem skylduðu dómara til þeirra aðgerða, i fyrsta lagi ólöglegt hjálpartæki og i öðru lagi notkun UtbUnaðar, sem ekki var samþykktur af dómurum. Þetta er dómarahneyksli. Frá upphafi vega hafa gilt lög og reglur um sambUð manna og hefur tilvist þeirra og nauðsyn raunar aldrei verið umdeild. Sama nauðsyn hefur siðan valdið þvi, að flóknar reglur hafa verið settar um allar nUtima keppnisiþróttir og eiga þæraðganga jafnt yfir alla, háa sem lága, jafnvel litilmagna. Þar sem ekki hefur verið talið að fatlaðir iþróttamenn væru færir að hlita þeim keppnis- reglum, sem gilda fyrir aðra íþróttamenn, var valin sU leið að fylkja þeim saman i sérstök iþróttafélög fyrir fatnaða. Hafa lög og reglur þeirra iþrótta- félaga verið sniðin að getu fatl- aðra til iðkunar hverrar iþrótta- greinar fyrir sig. Magnús öskarsson hefur fram að þessu keppt innan vé- banda Lyftingasambands íslands og þvi ekki talið sig fatl- aðan, enda valda meíðsl hans honum engum óþægindum i tveimur keppnisgreinum af þremur og ekki meiriháttar i þeirri þriðju. Benda má á að Bretinn Peter Fiore, sem stal naumlega heimsmeistaratitl- inum af Skúla Öskarssyni i Turku 1978 er álika skaddaður á hendi og Magnús. Notkun ólar i keppni er bönnuð vegna þess að hUn gefur ýmsum keppendum forskot yfiraðra, t.d. lyfta SkUli og Óskar Sigurpálsson tugum kílóa meira fái þeir að nota ólar. Er því allt tal um að fatlaður maður sé með lögleiðingu ólar settur jafnfætis ófötluðum óráðshjal, sem ekki er mark á takandi. KR-ingar ætíö boðnir og búnir fötluðum til að- stoðar Lyftingamenn hafa alla tið átt mjög gott samstarf við fatlaða iþróttamenn og þá einkanlega þá sem keppa i lyftingum. Má minna á, að tveir fatlaðir lyftingamenn fengu að keppa sem gestir á tslandsmeistara- mótinu 1977 og i nokkur skipti siðan hafa fatlaðir og ófatlaðir keppt saman á móti og hver virt reglur hins og ekki greint á um hvar draga skuli mörkin milli iþróttanna. Er þvi skiljanlegt hvers vegna formaður iþrótta- sambands fatlaðra og formaður iþróttafélags fatlaðra i Reykja- vík telja kærumál MagnUsar sér viðkomandi. Varðandi þau ummæli Arnórs Péturssonar að með kærumáli þessu hafi KR-ingar greitt fötl- uðum iþróttamönnum hnefa- högg i andlitið, má taka fram, að einu hnefahögg sem KR- ingar hafa rétt fötluðum er að hafa einir lyftingafélaga ætið verið boðnir og búnir þeim til aðstoðar og ekki krafist endur- gjalds fyrir eins og Ármenn- ingur gerði sig sekan um fyrir nokkrum árum. Varla hefur fram farið það lyftingamót fatl- aðra hér á landi að ekki hafi það verið KR-ingar, sem séð hafa um að Utvega dómara og aðra starfsmenn. Hafi Arnór þökk fyrir auðsýnt þakklæti sitt. ” (Fyrirsagnireru Þióðvilians Fatlaftur maftur kæröur útúr keppni lyílingamanna ^aunveralegt hneiahogg 1 andlit fatlaðra ”Lágkúrufnykur íþróttamanna” af þessu máli’' — scgir formaður Lyflingailolilar Armanns. (iuðmundur Sigurösson V-Þjóðverjar sterkir John Robertson skoraði sigur- mark skota. Vestur-Þjóðverjar unnu öruggan sigur yfir Finnum þeg- ar liðin mættust i 1. riðli undan- keppni HM i knattspyrnu um siðustu helgi 4-0. Briegel skoraði fyrsta mark þýskra á 25. min. Fischer og Kaltz skoruðu fyrir leikhlé, 3-0. Skömmu fyrir leikslok skoraði Fischer sitt annað mark og fjórða mark Þ jóðverjanna, 4-0. Staðan í riðlinum er nú þessi: V-Þýskaland ... 4 4 0 0 ll-i 8 Austurriki..... 4 3 0 1 8-2 6 BUlgagia....... 4 3 0 1 9-4 6 Albania........ 5 1 04 3-10 2 Finnland....... 5 0 0 5 0-14 0 Eins og sjá má standa V-Þjóð- verjarnir með pálipann I hönd- um og þeir hafa m.a. sigrað sina helstu keppinauta, Austurríkis- menn á Utivelli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.