Þjóðviljinn - 12.06.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júnl 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
L’tgrfandi: Utgáíufélag Þjóöviljans.
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olalsson.
L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Eriöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþor Hlööversson
lilaöainenn: Allheibur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdotlir, Magnus H Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
tþróttafrétfaniaöur: lngollur Hannesson
L’tlit og liiiiiiiun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
I.jósmvmlir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörun Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Simavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Kilstjóri: Sigrún Baröardottir.
I'ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla (>,
Iteykjavik, simi s t:i
I’rentun: Blaöaprent hf..
Island er ríkt
• Á þriggja daga Orkuþingi, sem lauk í Reykjavík í
gær var mikill og merkur fróðleikur á borð borinn um
orkumál. Full ástæða væri til að gef a út í bók þau um 40
erindi sem flutt voru á Orkuþinginu flest af vísinda-
mönnum, og útdrátt við sem flestra hæfi úr slíkri bók
ætti að notatil kynningar á þessum mikilvægu málum i
fjölmiðlum og skólum.
• Hún er mikil og dýrmæt sú þekking sem vísinda-
menn okkar hafa af lað á síðari árum, og haf i einhverjir
efast um það allt til þessa, að við íslendingar gætum
sjálfir annast okkar mál, hvað varðar rannsóknir orku-
lindanna, uppbyggingu orkuvera og nýtingu orkunnar,
— þá ætti Orkuþingið að hafa þokað slíkum efasemdum
til hliðar, og sjálf straust okkar og þ jóðlegur metnaður að
hafa vaxið aðsama skapi. Réttmætt sjálfstraust byggt á
þekkingu og hóf legur metnaður án drambs eða heimsku-
hroka.
• í erindi Hauks Tómassonar hjá Vatnsorkudeild
Orkustofnunar kom f ram að nýtanleg vatnsorka á land-
inu öllu er nú talin 64 Terawattstundir á ári (64.000 Gwh á
ári). Auðvitað verður að draga hér nokkuð frá m.a.
vegna iandverndarsjónarmiða, sem skylt er og sjálfsagt
að virða. Engu að síður er Ijóst að nýtanleg vatnsorka er
nú talin um helmingi meiri en gert var f yrir fáum árum.
• Af allri þessari miklu vatnsorku höfum við enn sem
komið er tekið aðeins um 5% í notkun. — Hér bíða stór
verkefni.
• Sé litið til jarðhitans, sem er önnur meginorkulind
okkar fslendinga, þá leggur hann nú til um þriðjung af
allri þeirri orku, sem við notum. Þar taka hitaveiturnar
að sjálfsögðu í sinn hlut stærstan skerf.
• Því miður eru rannsóknir hvað jarðhitann varðar
mun skemmra á veg komnar en vatnsaf Isrannsóknirnar.
Á þessu og síðasta ári hef ur þó verið að því unnið af jarð-
hitadeild Orkustof nunar að búa til nýtt mat á stærð þess-
arar orkulindar og er það verk nú langt komið.
• Á Orkuþingi gerði Guðmundur Pálmason, forstöðu-
maður jarðhitadeildar Orkustofnunar grein fyrir þess-
um málum og greindi hann f rá því að enda þótt jarðhit-
inn sæi okkur nú fyrir þriðjungi orkuþarfarinnar, þá
mætti grófttekið áætla að af vinnanlegu varmaaf li jarð-
hitans séu nú aðeins nýttir einn til tveir þúsundustu hlut-
ar, og af vinnanlegu rafafli jarðhitans aöeins einn til
tveir hundruðustu hlutar (1-2%).
• Enda þótt skyit sé að taka f ram, eins og Guðmundur
gerði, að hér er ekki um endanlegar eða nákvæmar nið-
urstöður að ræða, hvað varðar nýtanlegan jarðhita, — þá
fer ekki milli mála að sá þjóðarauður sem i jarðhitanum
felst er einn okkar traustasti bakhjarl í sókn komandi
ára fyrir bættum þjóðarhag.
• ÁOrkuþingi ræddi Jakob Björnsson, orkumálastjóri
m.a. nauðsyn þess að við íslendingar mótuðum hið
fyrsta heildarstefnu í orkumálum. Hann minnti í því
sambandi réttilega á nauðsyn þess að ákvarða hlutverk
orkufreks iðnaðar í iðnaðaruppbyggingunni í heild, en
tók fram að hér mætti þó ekki f lana að neinu því mistök
gætu orðið afdrifarík.
• Eitt athyglisverðasta erindið á Orkuþingi flutti
Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, en
hann f jallaði um samkeppnisaðstöðu íslands í orkufrek-
um iðnaði.
• I máli hans kom m.a. f ram að ætla má að á næstu ár-
um þurfi orkufrekur iðnaður í öðrum löndum að greiða
20-40 millj. fyrir hverja kílówattstund, af raforku, en
ætla má að f ramleiðslukostnaður hér frá næstu virkjun-
um verði undir þessum mörkum, eða 16-19 mills á kwst.
Þannig á samkeppnisaðstaða okkar að vera allgóð. —
Geta má þess að álverið í Straumsvik greiðir hinsvegar
aðeins um 6 mills á kwst. fyrir orkuna..
• Segja má að krafan um íslenskt forræði í allri iðnað-
aruppbyggingu hér hafi sett sterkan svip á Orkuþingið
og átt augljósan hljómgrunn hjá flestum þeim, er þar
létu i sér heyra, eins og Vilhjálmur Lúðviksson, formað-
ur Rannsóknarráðs ríkisins benti á í lok þingsins.
k.
KIÍDPt^
Sérstœð,
gengislœkhun
Það er haft fyrir satt aö sinum
augum liti hver á silfrið: þau
sannindi rifjuðust óþyrmilega
upp hér á dögunum þegar viö
vorum að blaða i Frjálsri versl-
un. Þar blasti við svofellt kaup-
sýslumat á forseta landsins:
„Orri Vigfússon, forstjóri i
Glit, segir að i útflutningi á iön-
aðarvörum sé Vigdis Finnboga-
dóttir á við 10% gengislækkun.
Hann sagði þetta eftir heimsókn
Vigdisar til Danmerkur sem
mikið orð hefur fariö af. Eítir-
spurn eftir vörum frá Glit hefur
vaxið stórlega og nú berast viö-
stöðulausar fyrirspurnir fra
Noregi, eftir aö það fréttist aö
von væri á Vigdisi þangað".
Fréttin heldur svo áfram a
yfir sig skammarræöur um
flokkinn, sem flestar enda á
spurningunni: ,,0g hvaö heíur
hann svo sem gert fyrir mig?”
Menn bera þetta, með
nokkurri öfund, saman viö
þegar útsendarar Alþýðubanda-
lagsins fara á stúfana og koma
með launaumslögin i heilu
lagi, frá láglaunafólki og
gamalmennum”.
Mörg er
fatamœðan
Jæja, áfram með smjör þessa
timarits. Þar er og finna merki-
lega heilræðagrein sem ber
fram strax i fyrirsögn örlög-
þrungna spurningu meö djúpum
undirtónum: Ráða fötin frama
manna? Það er Ólafur Sigurös-
son sem svarar. Og hann kemst
eiginlega furðu fljótt aö djúp-
hugsuðu svari við þessari
merku spurningu:
„Varla verður á mðti þvi
mælt, að maður sem er vel
(Þessi siðasta setning er gædd
einstæðri vidd og töfrum og
minnir reyndar á Tao.)
Laun
dyggðarinnar
Og svo eru niöurstöður
dregnar saman, meðal annars
með samanburði á vitum sem
varast ber og heillandi freist-
ingum og fyrirmyndum úr
heimi blaðamanna:
„Að horfa yfir venjulegan
blaðamannafund er sorgarsjón.
Ekki er aðeins að ljótar úlpur,
groddalegar lopapeysur og
gallabuxur ráði rikjum, heldur
virðistvafirikja á hreinlætinu”.
En á hinn bóginn:
„Ef til vill er það ekki tilvilj-
un, að tveir þeirra manna, sem
voru hvaö snyrtilegastir meöan
þeir voru blaðamenn, eru nú á
Alþingiþeir Arni Gunnarsson og
Eiöur Guðnason”.
Það skal tekið skýrt frarn, að
menn eru einnig samdóma um
þvi, að „Orri hyggur golt til aö
notfæra sér lrægö og vinsældtr
Vigdisar á Norðurlöndum '.
Fátœkt Sjálf
stœðisflokksins
Fleira fróðlegt er i Frjálsrt
verslun. Ein klausan íjallar um
fátækt Sjálfstæöisflokksins. Vtð
höfum vanist þeirri tilhugsun,
að Sjálístæðisflokkurinn hafi
fullar hendur fjár, en Alþyðu-
bandalagið sé staurblankt, enda
væri slikt ástand mjög i sam-
ræmi við íjárhagsgetu helstu
aðstandenda Sjálfstæðisflokks-
ins. Nú kemur á daginn „þott
ótrfllegt kunni aö viröast", að
nýr framkvæmdastjóri Sjálf-
stæöisflokksins er kófsveittur
við þaö öllum stundum aö sla
rika flokksmenn um peninga til
að halda flokknum gangandi og
gengur illa þó. Sá sem klausuna
skrifar er bersýnilega svo
hneykslaður á þessu aö hann
gripur til þess ráös aö ölunda
Alþýöubandalagiöaí ósérplægni
stuðningsmanna þess. í klaus-
unni segir svo um raunir Kjart-
ans framkvæmdastjóra:
„Þegar liður aö mánaða-
mótum sést hann oft i hádegis-
verðarabbi við ýmsa þá flokks-
menn sem mest hafa milli hand-
anna. Liklega eru það góðir ha-
degisverðir, þvi ekki er flokkur-
inn farinn á hausinn ennþa.
Þeir sem sjá um fjármal
flokksins kvarta annars miktð
yfir þvi hve f lokksmenn séu litiö
„patriótiskir”. Þegar veriö er
að rukka inn íyrir flokkinn:
auglýsingar, ársgjöld eöa
annað, fá rukkararnir iöulega
klæddur á meiri möguleika á að
ná árangri i samskiptum vtö
annað fólk en maöur sem er illa
klæddur".
Koma siðan ýmsar sorgar-
sögur um ungan mann sem
hefur lokið stúdentsprófi og
ætlar að sýna sig ráöningar-
stjóra eða forstjóra. Það er nu
meiri mæðumaöurinn. Annaö-
hvort er hann allur finn, nema
heíur gley mt að greiða sér og er
i strigaskóm, eöa hann er meö-
vitað ófinn og mun .siöar metr
sitja „i gúmmistigvélunum og
gömlu peysunni og skilur ekkert
i þvi að fólk skuli ekki streyma
til hans og krefjast þess aö fá aö
kaupa- af honum sælgæti, mat-
vörur og snyrtivörur". Kannskt
tekur gaurinn enn aöra stefnu
„fer i tiskublöðin og ákveöur að
verða eins", Nei, það dugir ekkt
heldur, hann er „hallærisgæi"
samt
Ilmandi heillaráð
Við þessum harmleikjum við-
skiptalifsins á greinarhöfundur
ýmis heillaráð. Nokkur ilmandt
dæmi:
„Það henta ekki sömu fötin
við að ganga i augun á stelp-
unum sem eyöa sinum tima i
Hollywood og fólki sem fæst við
áhrifastörf i þjóðfélaginu”.
„Það er algerlega þýðingar -
laust að ætla að ákveöa sjálíur
hvað er að vera vel klæddur".
„Það er alveg sama hversu
vönduð föt eru ef þau eru með
hné i buxunum. Skitug skyrta
frá Dior er áfram skitug"
að Ólafur Sigurðsson sé sjálfur
mjög snyrtilega til fara.
Sjónvarps-
átrúnaður
Vendum okkur aöeins út fyrtr
margnefnt timarit. Umræðu-
þáttur i sjónvarpinu um mál ut-
varps og sjónvarps minnti
okkur með eftirminnilegum
hætti á þróun islensks átrún-
aðar. Fyrir nokkru trúðu Is-
lendingar á drauga. Þvi næst á
bfla. Nú eru þeir að taka sjón-
varpstrú og videotrú. Sú skoðun
ryður sér mjög til rúms, að
frelsi manna, hamingja og
mannréttindi lari eftir þvi,
hvort þeir geta horlt á sjónvarp
fjórar stundir á dag eöa fjörtiu
og fjórar. Alsælir munu þeir
einir sem geta valið um tólf
rásir (allar léttar, æsandi og af-
þreyjandi) og hafi auk þess
myndbönd til vara. Þetta við-
horf kristallaðist á stórbrotinn
hátt i þeim ummælum Ellerts
Schrams ritstjóra, að ef menn
ekki fengju mikiö sjónvarps-
framboð, þá mundu þeir flytja
til útlanda til að horfa á sjón-
varp þar.
öfund knýr og eltir mig til
ókunnugra þjóða, kvaö Eggert.
Þetta er náttúrlega mjög úrelt.
Nú væri réttast að syngja:
Sjónvarpsframboð sendir þig
suður i meira frelsi,
já, aldrei sérðu aftur inig
i einnar rásar helsi! AB
•9 sHorið