Þjóðviljinn - 25.06.1981, Side 5
Fimmtudagur 25. júní 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
f ——
Fjölmiðlastefna
í deiglunni
Danir
snúast
Mitterrand: fellst ekki á einfaldaða heimsmynd
Eftír stjórnarmyndun í Frakklandi:
gegn
Nordsat?
Danska biaðið Information
skýrir frá þvi um helgina, að
yfirgnæfandi meirihluti i
f jölm iðlanefnd danska
þingsins sé á móti aðild Dana
að norræna sjónvarpshnett-
inum Nordsat. Blaðið segir
að sósialdemókratar einir
séu hlynntir Nordsat.
Nefndin mun hafa lokið
störfum og sendir skýrslu til
Ankers Jörgensens nú i lok
mánaðarins.
Astæðurnar fyrir andstöðu
einstakra nefndarmanna eru
misjafnar. Sumir eru efins
um að Nordsat efli norræna
menningarsamstöðu, sem
stuðningsmenn Nordsat hafa
aftur á móti gert að einni
helstu röksemd sinni. Aðrir
leggja meiri áherslu á að
áætlunin verði of dýr og efast
um þá útreikninga sem til
þessa hafa verið lagðir fram.
Sumir meðlimir fjölmiðla-
nefndarinnar dönsku telja að
Nordsat muni koma i veg
fyrir þróun dansks lands-
hlutasjónvarps, sem er einn-
ig á döfinni, en aðrir leggja
áherslu á nauðsyn annarrar
danskrar sjónvarpsdag-
skrár, sem sé einmitt ekki
bundin einstökum landshlut-
Sé það mál skoðað sérstak-
lega er i nefndinni meirihluti
fyrir þvi að koma á annarri
danskri sjónvarpsdagskrá,
en samstöðu vantar um það,
hvernig sú dagskrá eigi að
vera.
í nefndinni mun rikja nei-
kvæð afstaða til auglýsinga-
sjónvarps. Meðal annars er
vitað, að einn nefndar-
manna, sem jafnframt er
formaður sambands tima-
ritaútgefenda, hefur tekið
ótviræöa afstöðu gegn aug-
lýsingum i sjónvarpi — en
áður höföu samtök hans ver-
iö hlynnt auglýsingum i sjón-
varpi.
Danir eiga þvi langt i land
með að móta sér þá fjöl-
miðlastefnu, sem menn voru
einnig að spyrja eftir til is-
lenskra þarfa i umræðuþætti
| i sjónvarpi á dögunum.
Hægt er að vera á hálum ís þótt hált sé ekki á vegi. Drukknum manni er voði vís víst á nótt sem degi.
5 yUJ^FEROAB
Mitterrand er „gagn-
rýnandi tveggja kerfa”
Við upphaf vinstristjórnar-
skeiðs I Frakklandi er margt i
óvissu. Atvinnuleysi er mikið og
vaxandi, fjárhagsleg staða rikis-
ins mun lakari en fyrri valdhafar
letu i veðri vaka. Kjósendur hafa
vfsað hægriblökkinni á dyr og
gefið Mitterrand og bandamönn-
um hans mikinn meirihluta á
þingi — en forsetinn hefur samt
sem áður ekki eins rammlega
valdablökk á bak við sig og fyrir-
renrtari hans, Giscard d’Estaing.
Giscard haföi þingið, og embætt-
ismenn flesta og svo franskt auð-
vald, sem hefur sýnt ýmis merki
ókyrrðar og landflótta siðan
sósialisti komst i forsetastól.
Stefnuskrá Mitterrands og þá
væntanlega sá málefnagrundvöll-
ur sem sóslalistar og minni aðil-
inn í stjórnarsamstarfinu,
kommúnistar hafa komið sér
saman um, er um margt róttæk-
ari en menn eiga að venjast af
stórum verkamannaflokkum i
Evrópu. Sú róttækni á meðal ann-
ars rætur að rekja til þess, að fé-
lagslegt og efnahagslegt misrétti
er meira i Frakklandi eftir lang-
vinna hægristjórn en i flestum
grannlöndum, tekjuskiptingin
t.a.m. miklu brattari. Hitt er svo
ljóst, að jafnvel nauðsynlegustu
umbætur veröa ekki sóttar án
baráttu, og enginn býst þvi viö að
dagar fransks kapitalisma séu
taldir þótt verkalýðsflokkarnir
séu teknir viö. En stjórnin á sér
ýmsa kosti merkilega og vonar-
gleði, henni tengd, breytir mjög
pólitisku andrúmslofti um alla
álfuna.
Kommúnistar
í Frakklandi virðast fáir undr-
ast það, að Mitterrand tekur
kommúnista meö i stjórn jafnvel
þótt hann þurfi þess ekki vegna
stöðu á þingi. Hvernig sem sam-
búöarvandi flokkanna annars er,
þá er vinstristjórn óhugsanleg i
landinu án þess lágmarkssam-
komulags milli þeirra sem sjálft
kosningafyrirkomulagið setur
þeim fyrir. Auk þess er það styrk-
ur fyrir nýliða úr röðum sósial-
ista, að ’ með stjórnaraöild
kommúnista færist mjög veru-
lega út sá velvilji sem vinstri-
stjórnin nýtur i verkalýöshreyf-
ingunni.
Bandariskum ráðamönnum
finnst þetta stjórnarsamstarf
bersýnilega hneyksli, sem þeir
vilja sem fæst um segja i bili. Um
tengsl nýrra franskra viðburða
við alþjóölegt samhengi segir i
fróðlegum leiöara i danska blað-
inu Information á þessa leið:
Sérstaða
„Einnig f alþjóðlegu samhengi
hefurMitterrand gefiö frá sér þau
merki sem opna möguleika á
stjórnaraðild kommúnista i Nató-
riki. Mitterrand hefur án tvimæla
gefið báðum risaveldunum.
Sovétrikjunum og Bandarikjun-
um, það til kynna, að land hans
ætli ekki að taka samskonar og
einatt auðmýkjandi tillit til að-
stæöna og Giscard varð illræmd-
ur fyrir að gera.
Það leikurenginn vafi á afstöðu
Mitterrands til hinnar miklu
sovésku hervæöingar gegn
Evrópu. Sama var ekki sagt um
Giscard. Á hinn bóginn hefur
hann með þvi að bjóða til sin
ekkju hins myrta Salvadors All-
ende (forseta Chile) og að gera
vin Che Guevara, Regis Debray,
að persónulegum ráögjafa sinum,
skýrt Bandarikjamönnum frá
þvi, að hann fellst ekki á hina ein-
fiiduðu heimsmynd þeirra.
Einnig i stórpólitík verður
Frakkland nýr valkostur. Það
getur Mitterrand sýnt með þvi að
brjóta þá meginreglu bandarísku,
að kommúnistar eigi ekki að fá
aðild að rikisstjórnum i neinu
Natórlki. Það er Mitterrand sjálf-
ur sem ákveður hvort sllkt gerist.
Utanrikismálaritstjóri Le
Monde, André Fontaine, bætir þvl
viö iþessu sambandi, að stjórnar-
þátttaka kommúnista i Frakk-
landi geti verið eins og merki til
Sovétrikjanna, um að ekki aðeins
séu þeir timar liðnir þegar
Vesturlönd töldu sig of góö til
sllkra hluta, heldur að þeir timar
eigi einnig að vera liðnir I Austur-
Evrópu, að þeim sem ekki eru
kommúnistar sé neitað um aðild
að völdum”.
Hér er að sjálfsögðu öðru frem-
ur átt við Pólland. Leiðarahöf-
undur lagði svo undir lokin
áherslu á að um leið og Mitter-
rand gagnrýndi Sovétrikin gengi
hann ekki erinda Bandarikjanna
— heldur sins eigin lands og svo
Vestur-Evrópu. Fyrrnefndur rit-
stjóri Le Monde hefur kallað for-
setann „gagnrýnanda tveggja
^er^a • ÁBtóksaman.
Shir Hite gerir nýja einkamálaskýrslu:
Þá er komið að kyn-
lífsvandamálum karla
Shere Hite, bandarískur
höfundur mjög frægrar
skýrslu um kynlif kvenna,
hefur gefiö út skýrslu um
kynlif karla og er sú
þrisvar sinnum stærri en
hin fyrri. Meðal upplýs-
inga sem þar koma fram
og líklegar eru til að þýkja
fréttir er, að aðeins 28%
karla sem hafa verið giftir
i tvö ár hafa enn ekki hald-
ið framhjá. Ennfremur, að
i raun hafi karlar meiri
líkamlega nautn af sjálfs-
fróun en samförum.
1 umsögnum um skýrsluna er
þess getið, aö þótt mikill fjöldi
karla taki þátt i að svara spurn-
ingum um þessi sin einkamál, þá
séu þeir allir sjálfboðaliðar. Meö
öðrum orðum: þeir eru menn sem
eru fúsir til að gera játningar.
Kann að vera að heildarmyndin
af kynlifi karla yrði öðpuvisi ef
tölfræðilegt meðaltal væri eitt
lagt til grundvallar.
Feðraveldi?
Shere Hite er sjálf feministi og
kemur það viöa fram. Hún telur
aö flest kynlifsvandamál stafi frá
feðraveldi og aldagamalli kúgun
konunnar. Stundum hefur hún
tilhneigingu til að hafa á móti
samförunum sjálfum sem hún
kallar „eina fegurstu en um leið
Shere Hite: „fögur athöfn, en
kúgunarathöfn”...
t
mestu kúgunar- og aröránsathöfn
samfélagsins.. án hennar væri
ekkert karlaveldi”. 1 frásögn af
bókinni i bandariska vikuritinu
Time er bent á, aö sjálf svör karl-
manna komi ekki alltof vel heim
við hugmyndir bókarhöfundar
um afstöðu þeirra til kynlifs.
Hvers leita karlar?
Svo er nefnilega mál með vexti,
að flestir karlar hafa, af bókinni
aö dæma, andstyggð á karlrembu
(machismo), eru ekki fyrir kyn-
mök af „tilviljun” og leggja sér-
staka áherslu á að þeir sækist eft-
ir samförum vegna þess aö þær
„geri þá mennska”, veiti hlýju,
nánd, félagsskap, að einsemdin
er yfirbuguö. (Sem fyrr segir
hafa þeir að jafnaöi „sterkari”
nautn af sjálfsfróun en sjálfum
samförunum).
Mikið basl
Hiteskýrslan um konur benti til
þess, að kynlif mjög margra
kvenna væri meira eða minna
misheppnað. Og hér sýnist sama
útkoma blasa við að þvi er karla
varðar. Körlum finnst, ef svo ber
undir, rétt eins og konum, litið til
þeirra ævintýra koma þegar
„einhver húkkar þá sem vill bara
hitt og fer svo að sofa”, eða þá til
kvenna sem nota kynlifið til að
„stjórna” körlum. Bæði kynin
hafa bersýnilega vænt sér mikils
af umræðum og breytingum
seinni ára, en margir hafa orðið
fyrir vonbrigðum — margt hefur
breyst, en margir (margar) eru i
óvissu um kynbundin hlutverk sin
— i rúmi og utar. þess. Meðal þess
sem Shere Hite verður greinilega
vör við er, að margir karlar eru
rómantiskir og viðkvæmir, en
hafa verið aldir upp þannig, að
þeir eigi helst ekki að kannast viö
tilfinningar af þvl tagi.
áb tók saman.