Þjóðviljinn - 25.06.1981, Page 6

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. júni 1981 á dagskrá Flugvallarsvæðið er legu sinnar vegna of dýrmætt land til notkunar undir starfsemi, sem veldur verulegri M hávaðamengun og hættu, — starfsemi, M sem getur eins vel farið fram - • annars staðar. Útþensla eða flugvallarsvæðið? Þróun framtiöarbyggðar i Reykjavik hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu manna á meðal og i fjölmiðlum. Tilefni þeirrar umræðu er að sjálfsögðu hið nýsamjjykkta aðalskipuíag svo kallaðra austursvæða. Um- ræða um mismunandi möguleika á þróun nýrrar byggðar i borginni verður að teljast veruleg nýlunda enda ekki gefist tilefni til sliks áður. Uppruna sinn á þessi um- ræða þó i þeim athugunum á þéttingu byggðar, sem fram hafa farið s.l. tvö árin á Borgarskipu- lagi, en eins og kunnugt er hefur þegar verið úthlutað lóðum á tveim þéttingarsvæðum — i Foss- vogi og við öskjuhlið. Aformin um þéttingu byggðar hafa i rfkum mæli orðið til þess, aö fólk hefur farið að lita i kringum sig og endurmeta afstöðu sina — eða móta hana — til svæða i borginni, sem það i mörgum tilvikum hefur verið hætt að taka eftir. En um- fram allt er það nýtt i hugum manna, að til geti verið aðrir möguleikar við uppbyggingu borgarinnar en stöðug útþensla. Óhætt er að fullyrða, að hug- myndirnar um þéttingu byggðar hafi hlotið góðan hljómgrunn meðal borgarbúa, þó auðvitað séu þar undantekningar á. 1 rauninni má segja, að höfuögagnrýnin i þeirri umræðu hafi annars vegar gengið út á það, að fara verði með gát og ekki fylla öll öndunarop byggðarinnar með skammsýnum ákvörðunum — og hins vegar hefur verið gagnrýnt, að ekki sé nóg að gert með þeim þéttingar- áformum, sem þegar hafa verið kynnt. Almennt má þó segja, að skiln- ingur manna hafi veriö vakinn á þvi, að ekki sé skynsamlegt að erlendar bækur Vladimir Nabokov: Lolita, Ada, Penguin Books 1980. Vladimir Nabakov fæddist i Pétursborg árið 1899 og ólst þar upp. Hann yfirgaf Rússland eftir byltingu og lagði stund á slavnesk og rómönsk mál i Cambridge á Englandi. Hann bjó viðsvegar i Evrópu, uns hann fluttist til Bandarikjanna, 1940. Þá hafði hann þegar gefiö út eftir sig allmargar bækur, jafnt sögur sem ljóö á rússnesku. Seinna þýddi Nabokov þessar bækur sinar. t sögum hans eru jafnan óvægnar lýsingar á næsta um- hverfi og fólki og eru þær fjörlega og skemmtilega skrifaðar. Lolita er frægasta bók hans. Eftir mikla leit að útgefanda i Bandarikjunum tók Nabokov það til bragös að fá hana gefna út i dreifa byggðinni um of — sist á þeim timum þegar borgarbúum fer fækkandi eða fjöldi þeirra stendur i stað. Aöalskipulag Austursvæða 78-98 byggir einmitt á þessari meginhugsun. Næstu byggingarsvæðin i Artúnsholti og Selási og siðan á Rauðavatns- svæðinu handan Suðurlands- vegarins, eru rökrétt framhald þeirra athugana á þéttingu byggðar, sem áður er getið. Ef grannt er skoðað eru tvö fyrstu svæðin hrein þéttingar- svæði og umlukin byggð að minna eða meira leyti. Byggð á Rauða- vatnssvæðinu þýðir hins vegar byggð utan núverandi byggðar- marka, og er því á sinn hátt út- þensla þó ekki sé saman að jafna viö t.d. byggð á Keldnasvæðinu. Það hefur hins vegar ekki komið nógu skýrt fram, að i hug- um margra þeirra sem að þessu skipulagi standa, er Rauðavatns- kosturinn ekki æskilegasta byggðaþróunarstefnan. Þar kemur nefnilega til greina önnur leið, umdeild og ekki fyllilega rannsökuð en að dómi margra ákaflega fýsileg — flugvallar- svæðið. í fyrstu athugunum Borgarskipulags á þróun byggð- ar, var flugvallarsvæðið talið besti kosturinn og fyrir þvi færð rök i sérstakri skýrslu. Var þar lögð áhersla á heildarhagsmuni borgarinnar og borgaranna mið- að við aðra þróunarmöguleika byggðar og þannig t.d. metið hver aksturskostnaður ibúanna yrði i hvoru tilviki. An þess að rekja efni og rökstuðning skýrslunnar nánar er niðurstaða hennar, að mikill ávinningur væri fyrir Reykjavikurborg að taka flug- vallarsvæðið undir byggð — bæði Paris. Þar kom Lolita svo út hjá Olympia Press árið 1955. Sagan er um samband Hum- berts Humberts og tólf ára gam- allar stjúpdóttur hans. Humbert er ástfanginn af henni og til aö geta verið sem næst henni gengur hann að eiga móöur hennar. Sam- band móður Lolitu og Humberts er stirt og leggur Humbert á ráðin aö myrða hana, en þarf ekki að gripa til þess, þvi hún ferst i bil- slysi þegar i óefni er komið fyrir honum. Eftir þetta fara þau stjúpfeðgini i reisu um Bandarik- in og fær lesandinn væna skammta af martröðum mótela- og bensinstöðvalifsins. Svo fer að Lolita lætur tælast af miðaldra leikritaskáldi, sem Humbert siðan myrðir til að friða samvisku sina. Bókin er rúmar 300 siöur og úir og grúir af orðaleikjum og fyndni á þeim. Eftirmáli er i bókinni eftir Nabokov sjálfan. Ada er ólik Lolitu að efni og gerð. I bókinni ruglar Nabokov reitum Rússlands og Ameriku á afar skemmtilegan hátt. Sögunni er valinn vettvangur i Bandarikj- unum, á eign rússneskrar fjöl- skyldu. Siðan er ástardrama rauður þráður, en bókin merki- legri fyrir klókindi höfundar. Ada er um 470 siður i stóru broti, þéttletruð og á þægilegum pappir. af skipulagslegum og beinum hagkvæmnisástæðum. Það er ljóst, að stöðugt fleiri borgarbúar gera sér grein fyrir mikilvægi þess, að flugvöllurinn verði fluttur — og I rauninni má segja, að af hendi borgaryfir- valda sé það þegar ljóst, að völlurinn veröi ekki á þessum stað til frambúðar, spurningin sé sú hvert hann eigi þá að fara og hvenær. Hitt er lika ljóst, að forystu- menn flugmála leggja mikla áherslu á áframhaldandi veru flugvallarins á núverandi stað og hafa jafnvel afneitað ýmsum augljósum ágöllum hans og halda þvi blákalt fram að engar kvart- anir hafi borist vegna hávaða. Það sem á vantar af hendi borgaryfirvalda er afgerandi ákvörðun hvenær völlurinn verði i siðasta lagi fluttur, ákveða þarf til hvaða nota landið verði nýtt og i samræmi við það koma i veg fyrir að á svæðinu verði byggðar byggingar er takmarkað geti framtiðarnotkun svæðisins og skipulag. Jafnframt þarf að setja af stað rannsóknir á þvi hvar heppileg- ustu skilyrðin séu fyrir byggingu nýs innanlandsflugvallar á höfuð- borgarsvæðinu ef ekki verður talið fært að flytja hann til Kefla- vikur. Flugvallarsvæöið er legu sinnar vegna of dýrmætt land til notkunar undir starfsemi, sem veldur verulegri hávaðamengun og hættu og getur eins farið fram annars staðar og án truflunar fyrir aðliggjandi byggð. Flutn- ingur flugvallarins er tvimæla- laust eitt stærsta skipulagsmálið, sem fyrir liggur að leysa i þessari borg á næstu árum. Nabokov lést árið 1977 i Sviss, en þangað flutti hann eftir út- komu Lolitu. Ekki er langt um liöið siðan út kom hjá Weidenfeld & Nicolson fyrra bindið af „Lectures on Literature”, og mun siðara bindið, sem fjaílar um rússneska höfunda, koma út innan tiðar. Wolfram von Ecchenbach: Parzival. Translated by A.T. Hatto. The Penguin Classics. Penguin Books 1980. Þetta er ný þýðing á Parzival. Elsta gerð þessa bálks úr Gral sögnunum er talinn vera eftir Chrétien de Troyes og var það hálfkarað. Wolfram von Ecchen- bach endurorti og lauk við bálk- inn, en hann er merkastur þýskra miðaldaskálda uppi um 1195 - 1225 og var lengst af i þjónustu Her- manns landgreifa af Þyringa- landi. Þessi bálkur og auk þess ólokinn bálkur, Willehalm og Tit- urelbrotin skipa honum meðal fremstu skálda. Wagner hafði þennan bálk sem fyrirmynd að Parsifal. Þýðandinn starfaði lengi sem prófessor i þýskum bókmenntum við Lundúnaháskóla og hefur hann þýtt auk þessa bálks, Nibe- iungenlied Tristan eftir Gottfried, sem allar hafa komið út hjá Penguin útgáfunni. 50 manns hönnuöu tœki „Rocky” Hvorki meira né minna en 50 manns gáfu góð ráð við hönnun tækjabúnaðarins hjá Diskótekinu Rocky, að sögn eigandans, Grétars Laufdals, enda búnaðurinn allur hinn fullkomnasti og m.a. með stærsta ljósaborði sem smiðaö hefur verið hér á landi fyrir diskótek. Það var fyrirtækið Sameind sem hannaði ljósaborðið sem nota má fyrir bæði tónleika- hald og leiksýningar hvort sem er úti eða inni. Tónlistin sem Grétar býður uppá I diskóteki sinu er öll á kasettum, um 400 talsins með lögum fyrir alla aldurshópa. Grétar ætlar á næstunni að halda dansleik i Glæsibæ þar sem hann starfar sem plötu- snúöur um helgar og jafnvel að troða upp á Lækjartorgi. Síðustu sýningar á Gusti N.k. föstudag og sunnudag verða siðustu sýningar á rúss- Bessi Bjarnason leikur Gust neska söngleiknum GUSTI, sem Mark Rozovski samdi eft- ir vinsælli sögu Tolstojs. Söng- leikurinn var frumsýndur nú i mai og fékk þá góðar móttök- ur og ágætis umsagnir gagn- rýnenda. — Bessi Bjarnason leikur gæðinginn Gust, en leik- urinn lýsir lifshlaupi hans. Arni Bergmann þýddi leik- inn, Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri, leikmynd og bún- ingar eru eftir Messiönu Tómasdóttur, Atli Heimir Sveinsson hafði umsjón með tónlistinni og Árni Baldvins- son sá um lýsinguna. Lokasýningin á GUSTI þann 28. júni er jafnframt siðasta sýning leikársins i Þjóðleik húsinu. J Islenskir steinar á sýningu Sett hefur verið upp sýning á íslenskum steinum i anddyri Norræna hússins og bókasafni og er hér um að ræða sýnis- horn af islenskum steinteg- undum viðs vegar að af land- inu. Það er Náttúrufræðistofnun tslands (Náttúrugripasafnið) sem hefur lánað steinana og annast uppsetningu sýningar- innar, sem stendur til 15. ágúst og er opin á opnunar- tima hússins kl. 9—19 alla daga nema sunnudaga kl. 12—19. Þvi miður ekki i litum, en hreinir litir og linur eru einkenni Ole Kortzau (T.v.) Sýning Ole Kortzau í Epal Sýning á grafík- og vatns- litamyndum og textilverkum eftir hinn kunna danska lista- mann og arkitekt Ole Kortzau verður opnuð í dag i verslun- inni Epal á Siðumúla 20. Er þetta fjórða listmunasýningin sem Epal efnir til. Kortzau er fjölhæfur lista- maður og listhönnuður, hefur meðal annars gert silfurmuni fyrir dönsku silfursmiöjuna Georg Jensen og postulins- gripi fyrir Konunglegu postu- linsverksmiðjuna. A sýningunni i Epal eru um 30 grafik- og vatnslitamyndir og um 30 textilar, sem Ole Kortzau hefur hannað. Hún verður opin i þrjár vikur á venjulegum verslunartima. Siðan verða listaverkin flutt til Akureyrar og sýnd i húsa- kynnum Epal þar i ágúst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.