Þjóðviljinn - 25.06.1981, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. júnl 1981 Fimmtudagur 25. júnl 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Björg Hraunfjörö: „Þessir útlendu hagræðingar lfta á Islenskt verka-fólk eins og eitthvert þý. Þeir fengu alla hér upp á móti sér strax I haust’ gg w 8 Lílg r Jmá .-O .»íásirrÆ*-*- i ■ ... 9 1 I í ^ 2p3? i 4? mm.. •i Xmmfrr1 i ■ . J í: ■ /• ■ J W> - 1 l, ;!• „HERÐIÐ YKKUR, Þegar síldin var söltuð í gamla daga vafðist það ekki fyrir neinum hvað hann eða hún átti að fá f kaup. Fyrir hverja saltaða tunnu var greidd viss upp- hæð og síðan var aðeins að margfalda þá tölu með tunnufjöldanum sem hver og einn saltaði þann daq- inn. Þá var kaupið fundið. Nú er öldin önnur og ekki eins auðvelt f yrir fólk sem tekur laun samkvæmt vinnuhvetjandi launakerfi að reikna út laun sín eða fylgjast með hvort rétt sé greitt eða ekki. Og ekki nóg með það,heldur fær fólk í fæstum tilvikum greitt i beinu hlutfalli við aukin afköst eins og i sildar- söltuninni áður fyrr, heldur aðeins einhvern hluta af- kastaaukningarinnar. Það kallast bónus og bónus- vinna er algengust í „kvennavinnu". Bónusvinna hefur frá upphafi verið umdeild eins og önnur af- kastahvetjandi launakerfi. Sumir telja hana skaða heilsu verka- fólks. aðrir telja hana æskilega vegna þess að þá hlaupi mönnum heilbrigt kapp i kinn við vinnuna. Hvað sem þvi liður veröur þvi varla á móti mælt aö hin ýmsu af- brigði afkastahvetjandi launa- kerfa auka streitu verkafólks sem ekki er á bætandi. Mismunandi bónusgreiðslur Allmörg ár eru siðan bónus- vinna varö algeng i islenskum fiskiðnaöi, þar sem konur vinna nær eingöngu. Nú er veriö aö koma á bónusvinnu i fataiðnaði i siauknum mæli um leið og iðn- fyrirtækin hagræöa rekstrinum á ýmsan máta. Eins og i fiskiðnað- inum á sinum tima eru fengnir til landsins skipuleggjendur og hag- ræðingar frá ýmsum löndum til aö kenna eigendum iönfyrirtækja að reka þau á sem hagkvæm- astan hátt og verkafólkinu, sem Heimsókn 1 Akraprjjón Guðlaug Birgisdóttir trúnaðarkona I Akraprjóni: h.f: „Mér brá þegar ég sá útkomuna úr þessu”. Herdis ólafsdóttir formaður kvennadeildar Verka- lýðs-og sjómannafélags Akraness: „Mér viröist að iðnaöurinn sé að skipuleggja sig á þann hátt aö verkafólkið fær nánast ekkert i sinn hlut þrátt fyrir aukin afköst”. eingöngu er konur, aö vinna við nýjar aðstæður. Bónusgreiðslur munu tiðkast i nokkrum stórum saumastofum i Reykjavik, m.a. á saumastofum Karnabæjar og Hagkaups. Bónusgreiðslur voru einnig reyndar samkvæmt ákveðnu kerfi i Akraprjóni á Akranesi i maimánuði sl. en kon- urnar neituöu siðan aö vinna eftir eins og sagt var frá i blaðinu ný- lega. Hvers vegna neituðu konurnar? Var almenn samstaöa þeirra á meðal eða var hér aðeins um að ræða upphlaup og nöldur fárra „æsingaafla”? Okkur hér á blað- inu langaði til aö heyra söguna frá fyrstu hendi og skruppum þvi uppá Skaga á kvennadaginn 19. júni. Meingallað kerfi „Þú mátt vera viss um bað aö meöal okkar er alger samstaða. Ekki ein einasta kona greiddi þvi atkvæði aö vinna samkvæmt þessu kerfi eftir aö reynslu- mánuðurinn var liðinn”. „Þetta er meingallað kerfi og hentar alls ekki i islenskum prjónaiðnaði eða isl. fataiðnaði yfirleitt,enda felldi Iðja á Akureyri aö taka upp þetta kerfi”. „Nei, konurnar hér eru ekki svona óduglegar, þvert á móti, hér vinna konurnar afar vel. En það var hart fyrir þær margar hverjar þegar þeim var sagt aö eiginlega heföu þær aldrei unniö fyrir kaupinu sinu. Margar voru gráti nær”. A þessa leiö fórust orð konunum sem við töluöum viö i Akraprjóni á föstudaginn var. Góður vinnu- andi virtist rikja á vinnustaðnum og mikil samstaða hjá konunum. Og engan bilbug var að finna á þeim konum sem komu nokkuð vel út i bónusgreiðslunum. Þær stóðu með hinum sem iíla uröu úti og neituöu bónusnum. Björg Hraunfjörð saumakona, sem er klæðskeri aö mennt og haföi unnið árum saman viö saumaskap i Reykjavik sagðist aldrei hafa lent i öðrum eins þræl- dómi og þennan mánuð sem kerfið var reynt. Hún væri enn ekki búin að ná sér i handleggn- um. Hún teldi sig fullvana,en það var sama hvað hún kepptist, hún fékk ekki nema 2—6% umfram timakaupiö. Þetta kerfi sem er Hvað er bónus? Þreföld afköst —tvöfalt kaup Eins og ýjað hefur verið að í greininni um konurnar í Akraprjóni er það ekki heiglum hent að henda reiður á bónuskerfum og bónusgreiðslum. Herdís Olafsdóttir formaður kvennadeildar Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness sýndi mér útreikning á nýtingu og afköstum einnar konu í einn dag í frystihúsi. Sá reikningur fyllti þrjár A-f jórar arkir. Það sér hver maður að ekki er viðlit fyrir konur að reikna út laun sín, nema að hafa tölvu og dugar þó varla til. Reyndin er sú að þær standa uppi ráðalausar ef þær hafa grun um að vitlaust sé reiknað, sem vissulega getur komið f yrir. Herdís kvað þess mörg dæmi að konur sem hefðu hamast allan daginn og unnið af vandvirkni hefðuekki fengið neinn bónus. Næsta dag hefðu þær kannski unnið hægar en þá fengið bónus. Eða þá bónuskerfin sjálf. Ekki vissi ég það áður að bónus í iðnaði er ekki reiknaður á tímakaupið heldur á lægra kaup. Þær konur sem ég talaði við vita ekki hvern- ig það er tilkomið. I Akraprjóni fá konurnar 24.18 á tím- ann, en bónusinn sem þær fengu greitt eftir (og trúlega er það sama talan alls staðar á landinu) var reiknaður ofan á kr. 23.42 á tímann. Furðulegt. Ég segi nú bara eins og Orðabókamenn: „Og væri mér þökk á að fá upplýs- ingar um þetta frá lesendum (hlustendum)". I þessum bransa er líka talað um alls konar línur, launalínur og afkastalínur o.s.frv. Á meðfylgjandi línuriti má sjá hvernig ein tegund af bónus í iðnaði er mældur. Afkastalínan byrjar í núllLen bónus er byrjað að mæla við töluna 40. Þegar afköstin hafa meira en tvöfaldast, þ.e. við töluna 100 á afkasta- línunnler bónusinn ekki hærri en 60%. Launin hækka hins vegar ekki ört fyrr en þau hafa tvöfaldast, þ.e. við töluna 100 á launalínunni. Annað dæmi. Það er úr frystihúsi. Byrjað er að mæla bónus við hraðatöluna 67. Þegar sú tala er komin uppí 210 þ.e. hraðinn hefur meira en þrefaldast, þá hefur kaupið aðeins tvöfaldast. Þrefaldur hraði gefur tvöföldun á kaupi. Er nokkuð að undra að það eru atvinnurekendur sem eru forgöngumenn um að koma á bónusvinnu i hin- um ýmsu atvinnugreinum? — hs LAUNALÍNA I---1---1-------1---1---1 —I----1----------> 40 1C? Afköst MTM Helga Indriöadóttir og Fjóla Gunnlaugsdóttir. Þeim dettur ekki I hug aö vinna I bónus nema aö hafa nokkuö fyrir sinn snúö. Skyldi þeim vera þaö láandi. VINNIÐ HRAÐAR” enskt væri svo strangt aö kon- urnar næöu ekki einu sinni lágmarksafköstum nema meö þvi aö keppast viö eins og vitlausar manneskjur allan daginn og dygöi jafnvel ekki til. Auk þess kvaö Björg fáheyrt hvaö hinir út- lendu hagræöingar heföu komiö fram af miklum hroka viö kon- urnar. Þeir væru þvi greinilega vanir aö lita á verkafólk eins og hvert annaö þý. Islenskir stéttar- bræöur þeirra væru miklu betri. Kvaöst hún fyrir hönd verka- kvenna á staönum frábiöja sér fleiri slika. Og þetta bónuskerfi eins og þaö legöi sig. Þaö væri kerfi sem heföi veriö fundiö upp i atvinnuleysinu i Bretlandi til aö halda verkafólki niöri. Vildu reyna í sama streng tóku Helga Ind- riðadóttir og Fjóla Gunnlaugs- dóttir. Þær sögöust alveg hafa veriö til i aö prófa ákvæöisvinnu en þeim heföu gjörsamlega fallist hendur þegar þær sáu aö þær áttu svo til ekkert aö fá fyrir aukin af- köst. Þær voru ánægöar meö bætta vinnuaöstööu sem varö i fyrirtækinu viö hagræöinguna. Saumakonurnar fengu betri og stærri vinnuborö viö saumavél- arnar og vagna til aö láta flik- urnar i og ýta milli boröa og nýja rekka. Aö þeirra dómi auöveldar þetta vinnuna og eykur afköstin en ekki nema aö litlum hluta. „Framleiösluaukningin sem varö i fyrirtækinu i mai var fyrst og fremst vegna aukinna afkasta kvennanna”, sögöu þær. 2,5%-20,9% „Satt aö segja brá mér þegar ég sá útkomuna. Mér var sagt aö þetta kerfi heföi komiö vel út þar sem þaö heföi veriö reynt”, sagöi Guölaug Birgisdóttir, trúnaöar- kona i Akraprjóni. Hún sagöist hafa talaö viö verkstjóra i Dúk h.f. þar sem sama eöa svipaö kerfi væri i gangi og hann heföi sagt aö þar fengju konurnar ekki undir 20% i bónus. Þaö taldi hún reyndar allt of litiö og sagöist persónulega ekki myndu vilja vinna uppá þau býti. Eins og kunnugt er af fréttum fengu Akraneskonurnar enn minna eöa 16.3% meöalbónus sem segir þó ekki nema hálfa sögu. Sniöalinan svokallaöa lyfti pró- sentutölunni töluvert upp, en þar var meöalbónus 42.7% enda greitt eftir ööru kerfi. Saumakonurnar sem eru fjölmennastar fengu frá 2,5% (sláalinan) og uppi 20.9% (frágangur). Guölaug kvaö þau bónuskerfi sem þegar væri fariö aö greiöa eftir i landinu æöimis- munandi. Þetta á Akranesi væri kallaö GSD-kerfi og virtist vera verkafólki ákaflega óhagstætt. Konurnar i Akraprjóni heföu þó gengist inn á að vinna samkv. þvi til reynslu i einn mánuö. Þegar upp var staöið kom þetta i ljós: Meöalbónus var 16.3% á meðan framleiösluaukning allt aö tvö- faldaöist, kerfiö var svo stift aö þaulvanar konur náöu ekki aö skila lágmarksafköstum. Til samanburöar má geta þess aö meöalbónus i frystihúsum er 60-70% ofan á kaupiö sem bónus- inn reiknast ofan á. Guölaug kvaö kerfiö aö þvi leyti ólíkt öörum timaniældum ákvæöis vinnu- kerfum aö þarna er ekki reiknaö út hversu langan tima tekur aö vinna ákveöiö verk, heldur er hverri einustu hreyfingu kon- unnar gefinn viss timi og ef hún notar meiri tima fær hún engan bónus. T.d. var konunum uppá- lagt aö sauma ermasauma á prjónaflikunum i einu Iagi,en þaö er alls ekki hægt. Prjónaefni veröur aö hagræöa undir sauma- vélarfætinum, annars gengur allt á misvixl. Enda fór þaö svc^ aö mikiö af vörunum sem fram- leiddar voru i tilraunamánuö- inum eru gallaöar. Konurnar uröu aö vinna illa ef þær áttu aö skila lágmarksafköstum hvaö þá meira. Sem dæmi um kröfuhörk- una nefndi Guðlaug aö samkv. þessu kerfi áttu konurnar að sauma 60 rennilása i flikur á fjór- um timum til aö fá 27% bónus.en samkv. ööru kerfi sem unnið er eftir i Borgarnesi festa konurnar 25 rennilása á sama tima og fá 20% bónus. Iðntæknistofnun Verkalýðskempan Herdis ólafsdóttir tekur i sama streng. „Þaö var veriö að undirbúa betta I allan vetur”, segir hún. „Kon- urnar voru vitanlega spenntar aö fá bónus. Þaö er eina leiöin fyrir þær til aö fá sæmilegt kaup. Þaö var lika veriö aö kenna þeim og mér viröist aö viölagiö hafi verið „Heröiö ykkur, vinniö hraðar”. Þaö á greinilega aö pressa sem allra mest afköst út úr þessum konum.”Hún kvaö Félag isl. iðn- rekenda hafa menn á sinum snærpm sem sæju um hagræöing- ar og skipulagsbreytingar þær sem veriö er aö koma á i fataiön- aðinum, en Iöntæknistofnunin gyldi varhuga viö öllu saman. Hún kvaöst sjálf ver á móti af- kastahvetjandi greiðsiukerfum, en þó tæki steininn úr þegar þau væru tekin upp og fólk fengi sára- litiö fyrir stóraukin afköst, eins og sér virtist fataframleiöendur ætla aö komast upp meö. Þaö væri alvarlegast i öllu þessu máli og mætti ekki gerast. öll verka- lýöshreyfingin yröi aö standa með konum i þessu máli. — hs Magnfríöur, Berta og Svanheiöur sniöa ásamt 2 öörum allt sem saumaö er i verksmiðjunni. Sniöa- konurnar unnu líka I bónus I maí en eftir ööru kerfi en hinar konurnar og þær komu mun betur út í laun- um. Meöalbónus þeirra varö 42.7%.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.