Þjóðviljinn - 25.06.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.06.1981, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 25. júni 1981 Neskaupstaður: Nýi framhaldsskólinn tekur til starfa í haust Þann 27. apríi sl. var mikib framfaraspor stigiö i skóla- málum Austfiröinga, en þann dag var undirritaöur samningur á milli Neskaupstaöar og mennta- máiaráöuneytisins um skólahald á framhaldsskólastigi I Nes- kaupsstaö. Kveöur samningurinn á um aö sérstakur framhaldsskóli skuli stofnsettur i bænum og skuli hann taka til starfa næsta haust, eöa i upphafi skólaárs 1981—1982. A skólinn aö bera heitiö FRAM- HALDSSKÓLINN 1 NESKAUP- STAÐog á hann aö veröa kjarna- skóli iön- og tæknimenntunar á Austurlandi. Samkvæmt samn- ingnum á þessi nýi skóli aö taka alveg viö starfsemi Iönskóla Austurlands og Gagnfræöaskól- ans i Neskaupsstaö. Ástæður skólastofnunar- innar Hingaö til hefur veriö boöiö upp á framhaldsnám i Neskaupstaö af tveimur skólum. Iðnnemar hafa stundað nám i Iönskóla Austur- lands, en i framhaldsdeildum Gagnfræöaskólans hafa þeir nemendur setiö sem fengist hafa við bóklegt nám. Nemendur, sem stundaö hafa framhaldsnám i þessum skólum hvorum um sig, hafa verið fáir og hefur nemenda- fjöldinn skoriö starfseminni þröngan stakk. Vegna smæðar- innar hefur staöan gagnvart fjár- veitingavaldinu oft reynst erfiö og ókleift aö bjóöa upp á eins fjöl- breytt nám og æskilegt heföi verið. Við stofnun Framhaldsskólans, sem taka á alveg yfir starfsemi Iðnskólans og Gagnfræöaskólans, styrkist framhaldsnám i Nes- kaupstaö til mikilla muna. Staöan gagnvart fjárveitingavaldinu batnar umtalsvert og auövelt ætti aö vera aö auka námsframboö frá þvi sem nú er. Allt byggist þetta á þvi aö Framhaldsskólinn verði stærri en þeir skólar, sem hafa boðið upp á framhaldsnám til þessa. Aukiö námsframboð ætti aö leiöa til þess aö nemendum fjölgaöi talsvert umfram þann fjölda sem hefur stundaö nám i framhaldsdeildum Gagnfræöa- skólans og i Iönskóla Austurlands á þvi skólaári sem nú er nýlokiö. Undirbúningur skóla- starfsins skólameistari veröi ráöinn aö hinum nýja skóla fyrr en 1. ágúst nk. Fram aö þeim tima munu skólastjórar Gagnfræðaskólans og Iönskólans, skólafulltrúi og formaður nýstofnaðrar skóla- nefndar annast umsjón meö þvi skipulags- og undirbúningsstarfi, sem þarf að inna af hendi áður en skólameistari hefur störf. Húsnæðismál Framhaldsskólinn mun fá til afnota allt það húsnæði sem Iðn- skóli Austurlands hefur haft til umráöa á neöstu hæð nýju sjúkrahúsbyggingarinnar auk Gagnfræðaskólahússins. Nú er fyrsti áfangi þeirrar byggingar, sem sérstaklega verður reist með húsnæðisþarfir Framhaldsskól- ans i huga, fokheldur. Er þessi fyrsti áfangi glæsilegt 1340 fer- metra hús á þremur hæðum. Stefnt er aö þvi aö taka hluta hússins i notkun i upphafi skóla- ársins 1982—1983. Hafa verður hugfast aö Fram- haldsskólinn mun fyrst i stað ann- ast kennslu þriggja efstu bekkja grunnskólans (7.-9. bekkur) og þvi mun það húsnæöi, sem skólinn fær til afnota, ekki einvörðungu nýtt i þágu framhaldsnáms. A það ber að leggja áherslu að hús- næðisþörf til kennslu á fram- haldsskólastigi er mikil og vegna mismunandi stærðar námshóp- anna hentar Gagnfræðaskóla- húsið illa slikri kennslu. Af þeim sökum er afar brýnt að nýbygg- ingin, sem nú er fokheld, komist 1 öll i gagnið hið fyrsta. Þegar þvi [ markmiði er náð hlýtur bygging | verknámshúss að verða næsta verkefni Framhaldsskólans i hús- byggingamálum, áöur en hafist verður handa um að reisa tvo sið- ari áfanga hússins, sem ætlað er til bóklegrar kennslu. Möguleikar aðkomunem- enda Brýn nauösyn er á þvi aö nem- endum, sem koma að til að stunda nám i skólanum, verði sköpuð viðunandi aðstaða i Neskaupstað. Iðnskóli Austurlands hefur á undanförnum árum rekið heima- vist fyrir 10—12 nemendur og mun Framhaldsskólinn fá hana til afnota. Blasir viö aö þessi heimavist dugir hvergi til að full- nægja þörfinni. Ljóst er að taka verður af festu á heimavistar- málunum og finna á þeim viöun- andi lausn fyrir haustið. Þá verður einnig að taka til athug- unar hvort ekki reynist unnt aö setja á laggirnar mötuneyti i tengslum við skólann. Námsframboð Framhaldsskólinn i Neskaup- stað verður kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi eins og fyrr greinir og verður áhersla lögð á að hann ræki það hlutverk sitt sem best. Hægt verður aö stunda nám á tré,- málm-og rafiönbrautum við skóí- ann. Fyrir hendi nú þegar er bráðabirgðahúsnæði fyrir verk- námsbraut tréiðna og verður boöiö upp á kennslu á þeirri braut þegar i haust. Leggja veröur áherslu á aö skólinn útvegi til bráðabirgöa verkkennsluhúsnæöi fyrir aörar iönbrautir á meðan hann hefur ekki komið sér upp eigin húsnæöi sem sérstaklega er ætlað til slikrar kennslu. Með þvi aö bjóða upp á eins til tveggja ára verknámsbrautir ætti aö vera hægt aö sameina kosti meistara- kerfisins og verknámsskólans. Reynsla annarra samsvarandi skóla viröist sýna aö slikt fyrir- komulag iönnáms sé heppilegt. Fljótlega ætti einnig að vera hægt að starfrækja vélstjórnar- braut fyrsta og annars stigs við Framhaldsskólann svo og meistaraskóla húsasmiöa. Nemendur, sem stefna að stú- dentsprófi, geta stundaö nám á öllum bóknámsbrautum i tvö ár, Ekki er gert ráö fyrir þvi aö UTBOÐ Tilbob óskast i að grafa fyrir og byggja undirstöður og gólfplötur tveggja húsa við Kolfinnustaði á Isafirði. Útboðsgögn verða afhent á Bæjarskrif- stofunum ísafirði og á Teiknistofunni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu 7, Reykjavik, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 10. júli, kl. 11 f.h. hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Bæjarskrifstofunum á Isafirði. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um mál- efni þroskaheftra og Byggingarnefnd Styrktarfélags vangeí- inna. Vestfjörðum. fEftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur Stöður hjúkrunarfræðinga við heima- hjúkrun og heilsugæslu i skólum. Heilsu- verndarnám æskilegt. Staða sjúkraliða við heimahjúkrun, til af- leysinga. Staða ljósmóður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. Staða deildarstjóra við áfengisvarna- deild. Æskileg er háskólamenntun, helst á félagsvisinda- eða hjúkrunarsviði. Staða félagsráðgjafa við áfengisvarna- deild. Staða ritara Góð islensku- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Reynsla við tölvu- vinnslu æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri i sima 22400. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, v/Barónsstig, og skal skila umsóknum þangað eigi siðar en 3. júli n.k. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKUR- BORGAR Fyrsti áfangi nýbyggingar Framhaldsskólans i Neskaupsstaö. Kristinn V. Jóhannsson skólastjóri Iönskóla Austurlands og ólafur Sigurösson skólastjóri Gagnfræöaskólans i Neskaupsstaö. A þeim hvíl- ir aö verulegu leyti undirbúningur skólastarfs framhaldsskólans i Nes- kaupsstaö. en fyrst um sinn verður þó lögð megináhersla á eftirtaldar brautir: Eins árs fiskvinnslu- braut, tveggja ára sjávarútvegs- braut, tveggja ára iþróttabraut, tveggja ára heilsugæslubaut og tveggja ára viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem ekki hafa náð grunnskólaprófi, og fyrir fólk, sem vill hefja nám að nýju eftir hlé og vill rifja upp helstu námsgreinar, mun Framhalds- skólinn bjóöa upp á upprifjunar- áfanga (fornám) Samræmt framhaldsnám á Austurlandi Framhaldsnám á Austurlandi er skipulagt sem ein heild og er nú boðið upp á slíkt nám á Egils- stööum, Eiöum og Seyðisfirði auk Neskaupstaöar. Allir skólarnir i fjóröungnum, sem hafa fram- haldsnám innan sinna vébanda, lúta námsstjórn stjórnunar- nefndar framhaldsskólastigsins á Austurlandi, en i henni sitja skólastjórarnir og fræöslustjóri umdæmisins. Samræmt framhaldsnám sem byggir á áfanga- og einingakerfi fjölbrautaskóla, tryggir nem- endum auöveldan flutning á milli skóla innan fjórðungs og utan. Alit fræðslustjóra I tilefni stofnunar Framhalds- skólans i Neskaupstaö ritaöi Guö- mundur Magnússon, fræðslu- stjóri Austurlandsumdæmis m.a. eftirfarandi: ,,Með stofnun hins nýja framhaldsskóla í Neskaup- stað verða timamót i sögu fram- haldsmenntunar á Austurlandi með svipuðum hætti og varö með tilkomu Menntaskólans á Egils- stööum. Hinum nýja skóla er ætl- að það veglega hlutverk m.a. að vera brimbrjótur á sviði verk- og tæknimenntunar á Austurlandi. Eitt brýnasta verkefnið nú er að efla iðn- og tæknimenntun i fjórð- ungnum. Til þess að það verði að veruleika þarf að styrkja aðstöðu hins nýja skóla og bæta aðstöðu fyrir þá nemendur utan Neskaup- staðar sem óska að stunda þar nám. Nú skiptir höfuðmáli að Austfirðingar snúi bökum saman og horfi fram á veginn.” A Austurlandi virðist vera framundan skeið mikilla umsvifa á sviði verklegra framkvæmda. öllum má þvi ljóst vera að brýna nauðsyn ber til að búa vel að þeim skóla sem mun mennta fólk til virkrar þátttöku i þeim fram- kvæmdum sem fyrirhugaöar eru. Leiðréttíng við 1 dagskrárgrein Péturs Reiniarssonar um tæknivæöingu og efnahagslýöræöi i þriöjudags- blaöinu sl. féll niöur setning fram- arlega og brenglaöi samhengi. Um leiö og beöist er afsökunar á þessum mistökum birtist hér upphaf greinarinnar á ný: Að undanförnu hefur nokkuö veriö rætt og ritaö um tölvuvæö- ingu fyrirtækja hér á landi. Er þá átt viö að upp sé komið einhvers konar eftirlitskerfi sem fylgist meö hvernig framleiðslan geng- ur, mælir öll handtök starfs- manna, klósettferöir þeirra og önnur atriöi sem vissum mönnum þykir máli skipta fyrir afkomu dagskrárgrein fyrirtækisins. Svona tölvuvæöing getur og haldist i hendur viö end- urskipulagningu fyrirtækisins, ný tækjakaup eða það aö ráöamenn hafi setið námskeiö um dásemdir tækninnar. Arangurinn viröist heldur ekki láta á sér standa. Fréttir og fyrirsagnir birtast um að framleiðnin i heilum iön- greinum hafi aukist um fleiri tugi prósenta. Síöan fylgir þaö með neöan- máls að laun starfsmanna hafi hækkaö um einhverja prósentu. Sú prósenta er hins vegar ætiö mun lægri en framleiöniaukning- in. Sem sagt, greidd laun lækka á hverja einingu sem framleidd er. Þakklæti Innilegar þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með gjöfum og árnaðaróskum á sjötugsafmælinu. Gunnar Ólafsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.