Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 7. júli 1981 leigjandans taktu víxil grafðu grunr bíttu á jax c seldu konuna seldu kjarvalinn hans afa * seldu löduna kjóstu alþýðuf lokkinn hrósaðu Reagan leggstu í svaðið og hús þitt rís KÆRLEIKSHEIMILIÐ viðtalið /Til að keppa við mann. Því hef ég sko tekið eftir! Vitið þið að maður geturí veriö ánægöur. leiöur, / friskur osfrv. þegar maður vaknar? t morgun vaknaöi ég og var montinn. / Þvi miður satt: ( Montinn! Með sleggju á Japanann Styrjöldin milli bandariskra og japanskra bilaframleiöenda getur tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Hér eru meðlimir sambands bandariskra bilasmiða að skeyta skapi sinu á Toyotabil, einum þeirra sem hafa aö undanförnu verið að senda þá út i atvinnuleysiö, með þvi að lemja bilinn i klessu með sleggjum. Mundi margur kalla vanmáttuga hefnd.... -- Rætt við Norðmanninn Bernt Skrede Búinn að þýða Skjaldhamra og Sauma- stofuna ■ Bernt, Margrét og Stefán Viöar. Ljós: eik. Bernt Skrede heitir Norðmað- ur. Hann er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni Margréti og syni þeirra Viðari Stefáni. Margrét er islensk og kynntust þau hér á landi. Bernt er kenn- ari, en hefur fengist við að læra islensku og lagt fyrir sig þýðing- ar af islensku á norsku. Hann þýddi meðal annars Skjald- hamra, leikrit Jónasar Arna- sonar sem aö öllum líkindum verður sýnt í Regionalteatret i Sognsfirði á næsta leikári. — Hvernig stóð á þvi að þú fórst að læra íslensku? Ætli það séu ekki þessi sam- eiginlegu vikinga- og irsku þrælablóðdropar sem drógu mig hingað. Það kom lika til að ég átti kunningja i hópi þeirra sem sigldu hingaö út á seglskipunum 1974 sem geíin voruhingað, örn- inum og Hrafninum. Enn bætt- ist við að systir min var hér 1970 og sá þá Heklugosið og lýsti þvi mikilfenglega. Allt þetta varð til þess að ég kom hingað 1975 og ' fékk þá tækifæri til að ferðast um með norskum þjóðdansa- flokki spilandi á harðangurs- fiðlu. Seinna fékk ég styrk til að kynna mér islenska heimavist- arskóla, en þá var ég kennari við danskan lýöháskóla. Ég var hér i tvö ár, kenndi i Skálholti, Sólheimum i Grimsnesi og seinna i Námsflokkunum i Reykjavik. Það eru þrjár góðar leiðir til að læra tungumál, sú fyrsta er að lesa barnabækur og læra barnaljóð til að byrja með. Hin önnur að reyna sig við þýðingar og hin þriðja að verða ástfang- inn af einhverjum sem talar málið og allt þetta gerði ég. — Hefurðu þýtt meira en leik- rit Jónasar? Ja, ég er búinn með Sauma- stofuna eftir Kjartan Ragnars- son, en það er ekki enn komið svar frá neinum aðilum sem ég sendi það til, enda tekur langan tima að taka ákvarðanir um sýningar. Það bendir allt til þess að leikrit Jónasar verði sýnt, búið að ráða tékkneskan leikstjóra Karel Hlavati sem er mjög fær að minum dómi og hefur brúöuleikhúsreynslu frá Tékkóslóvakiu. Annars er ég sjálfur búinn að skrifa leikrit sem hlaut 2. verðlaun i áhuga- mannakeppni og einnig hef ég ásamt krökkunum sem ég kenni verið að skrifa barnabók um ís- land. Hún er um 12 ára strák sem fer til tslands og inn i hana blandast þjóðsögur, álfatrú og fleira. Ég sendi bókina til útgef- enda, en þeím fannst of mikill landafræðikeimur af henni. Meðal annars fundu þeir að þvi að það væri allt of ótrúlegt að strákurinn færi og heimsækti forsetann, en eftir að ég er sjálfur búinn að heimsækja Vig- disi get ég sannfært þá um að það er ekkert ómögulegt fyrir barn að hitta hana, þeir halda sennilega að þetta sé eins og i Ameriku þar sem vopnaðir veröir umkringja forsetann. Bókin er annars um tsland séð með augum barns. — Þú kemur greinilega viða við, en hvað er framundan? Fyrst á dagskrá er að láta skira barnið og hingað urðum viö að koma til að finna prest sem getur borið nafniö rétt fram. Sá maður er séra Heimir i Skálholti. ' — ká Börnin stækka af að fara snemma að sofa... Hvað hef ég stækkað mikiö i nótt, mamma? Mótmælir Þeir eru hýrir framan I Ijósmyndarann, strákarnir á Stokkseyri. — Mynd: —gel. Páfagaukar eru greind dýr og skemmtileg og vinsæl húsdýr eftir þvi. En röng meðferö leikur þá marga grátt — meðal annarra Hinrik þann sem hér sést á myndinni. Hann hefur verið geymdur einn i búri og ekki fengið þann félagsskap sem hann þarfnast. Taugarnar hafa þá bilað („fangaveiki” heitir það) og hann hefur i heift sinni reytt af sér fjaðrirnar. Það er m.ö.o. ekki öllum gefið að umgangast páfagauka með þeirri vinsemd og skilningi, að þeir fallist á hlutskipti sitt og geri mannfólkið að einskonar „staðgenglum páfagauka” i umhverfi sinu. Grátsöngur Ekki var fyrr búið að vernda Bakarabrekkuna fyrir Stjórnar- ráðinu en að taflmenn gleyptu hana... Svona er að ráða FIDE. ófrelsinu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.