Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 3
Þriðjudagur 7. júli 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Stjórnmálamenn og fjölmiðlar verða að kynna sér umræðuna á Norðurlöndunv Erum ad verda viðskila við önnur Norðurlönd Gera verður kröfu um að Island verði fullgildur aðili að samningi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd — segir Olafur Ragnar Grímsson lyorden — karnvapenfri zon 7/7/ Sveriges rcgering och riksdeg. Vi ar pa v.iq in i det furligaste ártiondet i mansklighélens historid. Risken för ett tredje várldskriq blir jllt mer overhangdnde. Idag fmns ca 15 000 kárnvapen i Europa. Ett krig i Europa blir ofránkomligen eít kárnvapenkrig. som skulle ut- plána den europeiska civilisationen, inklusive Norden. Kárnvapenupprustningen har drastiskt ókat risken for ett sádant krig. Europa máste befrias frán kárnvapen - ett steg mot en kárnvapenfri várld. Norden kan gá i spetsen! Svgryje kan tillsammans med de övriga nordiska lánderna upprátta en kárnvapenfri zon, omfattande Sverige, Rnland, Danmark och Norqe. ■■■ Vi kráver av Sveriges regering och riksdag: - att tillsammans med övriga nordiska lánder förbinda sig att kárnvapen inte stationeras inom zonen. Ej heller skall 2onen i ett akut krisláge kunna utnyttjas för kárnvapenkrigföring. - att verka för att kárnvapenmakterna garanterar att inte anvánda kárnvapen mot lánderna inom zonen. - att verka för att ett internationellt kontrollorgan inráttas med uppgift att kontrollera att zonen respekteras. - att uppráttandet av zonen blir led i en sákerhetspolitik dár nedrustnings- och avspánningsarbetet sátts i frámsta rummet. Slíkir undirskriftarlistar ganga nú I Sviþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi og á að safna milljón undirskriftum undir áskorun um kjarn- orkuvopnaleysi Norðurlanda á haustmánuöum. Það eru nefndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum sem skipuieggja undir- skriftarherferðina, en á þessum sænska lista, þar sem aðeins fjögur Norðuriandanna eru talin, kemur fram að aðild að sænsku nefndinni eiga meðal annarra Internationella kvinnoförbundet för fred och frihet, Kristna fredsrörelsen, Kvinnokamp för fred, Svenska freds-och skiljedomsföreningen, Svenska fredskommittén og fleiri. ,,Mér finnst mjög brýnt að vitneskja um þessar umræður komist sem fyrst til islenskra fjölmiðla og til alira stjórnmála- manna svo að róleg og yfirveguð umræða getifarið fram um mál- ið. islendingar verða að fá tæki- færi til aö kynna se'r það sem er að gerastá Norðurlöndunum, alla þá umræðu sem þar er i gangi svo að við verðum ekki viðskila við hinar þjóðirnar og vöknum svo einn góðan veðurdag upp við það að við erum orðin of sein til að fá að vera með.” Þetta sagði Ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður m.a. á blaðamannafundi sem hann hélt i gær til að kynna þær umræður sem nii fara fram i Noregi, Dan- mörku, Svi'þjóð og Finnlandi um kjarnorkulaus Nœ-ðurlönd. Kvað hann lslendinga hafa orðið utan- veltu við þá umræðu i tvennum skilningi. Hvort tveggja væri að helstu rök fyrir nauðsyn alþjóða- samkomulags um bann viðkjarn- orkuvopnum á Norðurlöndum væru litt kunn hérlendis og eins segðu margir framámenn i Norð- urlandaumræðunni að Island gæti dcki fylgt hinum löndunum i þessu máli. Væri ástæða þess tengsl Islands við hernaðarkerfi Bandarikjanna. Formlegur samningur um kiarnorkuvopna- laust svæði Olafur sagði að nú væri um það rætt i' löndunum fjórum að nauð- synlegt væri að gera formlegan samning um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd og væru ástæður þess margslungnar. Þungar á vogar- skálunum væru áætlanir stór- veldanna um eflingu og fjölgun kjarnorkuvopna i Evrópu með Evrópustriö i huga likt og i fyrri heimsstyrjöldum. Vegna þessara fyrirætlana stórveldanna gætir viða i Evrópu viðleitni til að koma i veg fyrir þær. Hafa bæði rikisstjórnir og stjórnmálaflokkar gert nauðsyn afvopnunarviöræðna að stefnu- skráratriði. Þá skýrði Ólafur Ragnar frá þvi að Jens Evensen.sendiherra og einn af fremstu sérfræðingum i 'alþjóðarétti, hefði rakið itarlega hvers vegna Norðurlönd séu ekki kjarnorkuvopnalaust svæði sam- kvæmtskilningi alþjóðalaga. Þau uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirra svæöa sem 'fheð réttu hafa hlotið viðurkenn- ingu sem kjarnorkulaus. Þær kröfur fela m.a. i sér þetta: Formlegar yfirlýsingar um að viðkomandi riki muni hvorki framleiða, leyfa staðsetningu né heimila flutninga kjarnorku- vopna á landi sinu eða á þvi haf- svæði sem tilheyrir rikinu eða innan þeirrar lofthelgi sem vald þess nær til. Bann við kjarnorku- vopnum veröi þvi í senn að felast I formlegri yfirlýsingu rikisst jórna og þjóðþinga og taka til lofts, láðs og lagar. 2. Bann við staðsteningu og Framhald á blaðsiðu 14. Útitaflið: Framkvæmdir stödvast í bili Magnús Skúlason formaður byggingarnefndar Reykjavíkur sagði við Þjóðviljann i gær að ekki væri hægt að halda mikið lengur áfram við framkvæmd- irnar við útitaflið, þar sem endanlegar teikningar lægju ekki fyrir. Marga hefur rekið i rogastans yfir öllu þvi jarðraski sem átt hefur sér stað á grasflötinni milli Bakarabrekku: og Lækjargötu. Magnús sagði að þetta liti að sönnu illa út meðan á fram- kvæmdum stæði en ekki mætti láta það villa sér sýn. Þó væri vafamál hvort ætti að helluleggja jafnstórt svæði i kringum taflið sjálft og ráðgert hefur verið. Sömuleiðis er á dagskrá að koma fyrir áhorfendapöllum i brekk- unni og þyrfti að huga vel að þvi að heildarmynd svæðisins rask- aðist ekki við þessar fram- kvæmdir. —i Ekki eru allir hrifnir af útitaflinu. Þetta spjald settu Leigjendasamtökin upp um helgina þegar þau voru meö aðgerðir sinar i miðbænum. Ljósm: Gel Bernhöf tstorf umálið: Formaðurinn andvígur afstöðu bygglngarnefndar ,,Ég er nýkominn heim erlendis frá, og var ekki viðstaddur þegar þessi snurða hljóp á þráöinn,” sagði Magnús Skúlason arkitekt og formaður byggingarnefndar, þegar Þjóðviljinn ræddi viö hann vegna stöðvunar framkvæmda við endurbyggingu gamla hússins á Bankastræti 2. „Meirihluti by ggingarnefndar viröist hafa skipt algerlega um skoðun varð- andi þetta mál, áður voru menn sammála um að snyrtiaðstaða fyrir hreyfihamlaða skyldi koma i næsta byggingaráfanga i Bern- Magnús Skúlason höftstorfunni, þ.e. endurbyggingu bakhúsanna.” Mér finnst krafa byggingar- nefndar fáránleg, við upp- byggingu gamalla húsa er ekki hægt að gera sömu kröfur og ef um nýbyggingar væri að ræða. Enda hefur byggingarnefnd áður séð i gegnum fingur i hliðstæðum tilfellum, jafnvellátiö óátalið þótt tröppur væru upp að inngöngu- dyrunum og nefni ég veitinga- húsið Hornið sem dæmi. Aðspurður sagði Magnús að engin bráðabirgðalausn væri i sjónmáli, önnur en sú sem stungið hefur verið upp á, þ.e. að fresta úrlausn á salernisaðstööu fyrir fatlaða þar til tekið verður til við uppbyggingu bakhúsanna. Þá sagði hann að hæpið væri að hægt væri að hrinda i framkvæmd hug- mynd byggingarnefndar, til þess þyrfti að færa vegg til, sem ekki mætti hreyfa vegna burðar hússins. Hann kvaöst þeirrar skoðunar að á bak við afstöðu byggingarnefndar lægi skilnings- leysi á þeim framkvæmdum sem eiga sér stað við Bernhöfts- torfuna. —j Jón Helga- son ritstjóri látinn Jón Helgason ritstjóri Timans varð bráðkvaddur á laugardag, 67 ára að aldri. Jón varð ritstjóri Timans 1961, en var áður ritstjóri Frjálsrar þjóðar og blaða- maður Nýja Dagblaðsins og siðan Timans. Jafnhliða blaðamennsku og ritstjóra- störfum skrifaði Jón Helga- son margar bækur, og þýddi aðrar. Jón Helgason fæddist á Akranesi, sonur hjónanna Helga Jónssonar og Odd- nýjar Sigurðardóttur og stundaði nám við Alþýðu- skólann á Laugum og við Samvinnuskólann. Eftirlif- andi kona hans er Guðrún Margrét Pétursdóttir. Byggingarnefnd: Engar teikningar til af næsta byggingar- áfanga Byggingarnefnd Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi deilurnar um salernis- aðstöðu fyrir fatlaða i Banka- stræti 2. Þar segir aö aðeins sé um að ræða af hálfu bygginga- nefndar að önnur af tveim fyrir- huguðum snyrtingum i húsinu verði breikkuð um 50 sentimetra svo tryggt væri að maður I hjóla- stól kæmist þar inn. Til að svo mætti verða yrði að minnka eld- húsgeymslu um 0,88 fermetra. Byggingarfulltrúa hefur verið falið að stöðva framkvæmdir þangað til þetta mál leysist. Byggingarnefndarmenn segja aö ekki sé hægt að taka fyrirheit um lausn i næsta byggingaráfanga gild, þar sem engar teikningar liggi fyrir varðandi þær fram- kvæmdir og þvi enga afstöðu hægt að taka til þessara tillagna. Loks lýsir nefndin furðu á um- mælum formannsins og visar þeim á bug. —j Aukaviimingur í áskrif enda- þrautinni Aukavinningurinn i Áskrif- endaþraut Þjóðviljans þessa vik- una, kaffiboð á Mokka, féll i hlut Sigurðar Jóhannssonar, Vestur- bergi 98, Reykjavik. Biðjum við hann vel að njóta.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.