Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1981, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. júli 1981 íþróttirLA íþróttir ^ íþróttir Ur einu í annað Hans Krankl Krankl til Rapid Vín Um helgina var gengiö endan- lega frá sölu miðherjans fræga Kans Krankl frá Barcelona til Rapid Vin i Austurriki. Sölu- verðið var 625 þús. dollarar. Krankl hefur leikið meö Rapid-liðinu undanfarna mán- uði sem lánsmaður. • Danir- urðu neðstir Danir urðu i neösta sætinu i Skagamenn kræktu í 2 dýrmæt stig í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn sl. sunnudagskvöld þegar þeir lögðu Val að velli 2-0 á Laugardalsvellinum. Að sama skapi minnkuðu verulega möguleikar Valsaranna á að halda þessum eftirsótta titli. Hinir fjölmörgu knattspyrnu- áhugamenn sem leið sina lögðu i Laugardalinn i bliðviðrinu á sunnudaginn áttu vafalitið von á fjörugum og spennandi leik. En strax i byrjun var ljóst hvert stefndi, stöðugar kýlingar leik- manna beggja liða út i loftiö vitnuðu um að i vændum væri enn einn hörmungarleikurinn. A 20. min var Olafur Valsmarkvöröur nær búinn að slá knöttinn i eigið mark eftir hornspyrnu Akurnes- inganna, en Þorgrimi tókst að bjarga á linu. A 39. min. urðu Magna á mistök i Valsvörninni, Július komst á auðan sjó, en Ólafur bjargaði málunum meö snaggaralegu úthlaupi_. Búið spil. I þau 2 skipti sem IA var nær búið að skora mark var um að ræða mistök varnarmanna Vals- manna. Ætli það segi ekki nokkuö mikiö um gæði knattspyrnunnar. Seinni hálfleikurinn hófst með sama hnoðinu, en á 50. min. urðu skyndilega straumhvörf. Jón Askelsson tók hornspyrnu fyrir IA, sendi vel fyrir Valsmarkiö. Sigurður Halldórsson brunaöi eins og eimreið inn i vitateiginn og skallaði knöttinn firnafast f bláhorn Valsmarksins, 1-0. Glæsi- legt mark. Allt i einu var kominn lifsneisti i leikmenn, einkum hresstust Valsararnir. Skömmu eftir markið átti Guðmundur Þor- björnsson gott langskot á mark 1A, en Bjarni varði. Undirtökin voru orðin Vals. A 65. min. smaug hörkuskot Sævars rétt yfir mark Skagamanna. Sókn Vals varð aldrei verulega þung vegna þess að það vantaöi alla snerpu og grimmd i sóknarmennina. Akur- nesingarnir vöröust af kappi og reyndu öðru hvoru skyndisóknir. Einni slikri náðu þeir þegar 2 min. voru til leiksloka. Arni og Sigþór brunuðu upp völlinn. Hinni kappsfulli Magni Pétursson reyndi að komast á milli Sigþórs og knattarins en varð fyrir þvi óláni að spyrna boltanum yfir Claf og i eigið mark, 2-0 fyrir IA. Bjarni markvörður Sigurðsson var algjör yfirburðamaður i liði 1A að þessu sinni, yfirvegaður og ákveðinn. Þá átti Július nokkra góða spretti i framlinunni og það kom þvi verulega á óvart að hann skyldi vera tekinn útaf undir lok leiksins. Annars er sú knatt- spyrna sem ÍA-liðið leikur ekki beint fyrir augað, eilifur barn- ingur og langsendingar. Hvar er hið netta samspil sem svo oft hefur veriö einkenni Skaga- manna? 1 rauninni hefði Valur ekki þurft að sýna nema miðlungsleik til þess að sigra 1A, en... Vörnin var ótraust, einkum i fyrri hálf- leik og alla markagræögi vantaði i sóknaroddana. Sævar er alltaf traustur i sinni stöðu, Njáll barð- ist vel sem fyrr og Valur sýndi oft góð tilþrif i framlinunni. Guð- mundur Þorbjörnsson kom inná i Bjarni Sigurösson, sem var besti maður 1A i leiknum gegn Val, sést hér fagna marki á einkar ,,frumiegan”hátt. Mynd: —gel. seinni hálfleik og við það breyttist allur leikur Vals til hins betra. Sérstaklega var áberandi hvað Grimur naut sin vel eftir inná- komu Guðmundar. Nóg um það. Valur þarf nú að sækja á bratt- ann. -IngH Valsmenn úr lelk? • eftir Tap gegn ÍA 0-2 einum af 3 riðlunum i Evrópu- bikarkeppninni i frjálsum iþróttum um helgina, en Ilanirnir sigruöu einmitt fyrir hálfum mánuði I riðlinum 2 Luxemburg þar sem tsland var meöal þátttakenda. Keppnin um helgina fór fram i Frakklandi og urðu Aust- ur-Þjóðverjar öruggir sigur- vegarar, fengu 143 stig. I ööru sæti voru Italir með 125 stig og Frakkar i þvi þriðja með 109 stig. Danir fengu 44 stig. Hörkukeppni í Póllandi Keppni i einum riðli Evrópu- bikarkeppninnar i frjálsum fór fram i Póllandi um helgina og þar sigruðu heimamenn eftir mikinn barning. Þeir fengu 128 stig. 1 öðru sæti urðu Vest- ur-Þjóðverjar meö 125 stig og þriðju urðu Ungverjar með 124 stig. ótrúlega jöfn keppni. Aðeins 2 efstu þjóðirnar komast i úrslitin i Júgóslaviu i ágúst. • S Islenskur slgur 3:0 Island sigraði Færeyjar i drengjalandsleik i knattspyrnu sem fram fór i Njarðvik siðast- liðinn sunnudag, 3-0. Mörkin skoruðu Halldór Askelsson, Pétur Grétarsson og Hlynur Stefánsson. Landinn var mun betri i leiknum og hefði átt að skora mun fleiri mörk. Jafntefll KA og Þór gerðu jafntefli, l-l i leik sinum á Akureyri sl. föstu- dagskvöld. Jónas Róbertsson skoraði fyrir Þór, en Ásbjörn Björnsson jafnaöi fyrir KA. Markasúpa í Eyjum þegar IBV og Fram gerðu jafntefli IBV og Fram gerðu jafntefli i sannkölluðum markaleik i 1. deildinni sl. laugardag, 3-3. Frammararnir voru ávallt fyrri til að skora, en heimamenn gáfust aldrei upp og jöfnuðu jafnharðan. Eyjamenn léku undan strekkingsvindi i fyrri hálfleik, en samt voru Frammararnir fyrri til að skora. 1-0: Varnarmenn IBV voru að paufast meö boltann. Guðmundur Torfa- son komst inni sendingu og þrumaði boitanum i netið. l.-l: Vitaspyrna á Fram á 37. min. Dómurinn þótti strangur og um- deildur. Or spyrnunni skoraði Ómar Jóhannsson þó að Guðmundur markvörður hefði hendur á knettinum. Bæði lið hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og ekki leið á löngu uns Fram hafði tekið for- ystuna á ný. 2-1: Páll missti knöttinn úr höndum sér eftir aukaspyrnu Framara. Pétur Ormslev var réttur maður á réttum stað og skoraöi af stuttu færi. 2-2: A 51. min voru Vestmanna- eyingarnir búnir aðjafna leikinn. Sigurlás brunaði upp kantinn og gaf fyrir. Gústaf Baidvinsson var á auöum sjó þegar knötturinn barst til hans og skoraði með hnitmiðuðu skoti. 3-2: Aöeins 3 min. siðar var Fram enn komið yfir. Eftir heljarmikla þvögumyndun i vitateig IBV náði Ársæll að skjóta á mark. Siðasta spölinn i markið hjálpaði Hafþór Sveinjónsson knettinum. 3-3: Þegar skammt var til leiksloka tókst heimamönnum að tryggja sér annað stigið. Ómar tók auka- spyrnu, gaf boltann á Viðar Eliasson og hann skallaði boltann i netið. Sigurlás og Ómar voru nokkuð áberandi i liði IBV að þessu sinni, útsjónarsamir og leiknir leik- menn. Hjá Fram lék Guðmundur Torfason stórt hlutverk i framlin- unni og á miðjunni var Arsæll góður. Hann er að verða einn burðarása liösins, pilturinn sá. G/INGH. Sígurður fljótastur FH-ingurinn Sigurður P. Sigmundsson varð langfyrstur i mark i Alafosshlaupinu, sem fram fór siðastliðinn sunnudag. Hann hljóp hina rúmu 13 km á 44.41 min. Annar i hlaupinu varð Gunnar Snorrason, UBK og þriöji Leiknir Jónsson, Armanni. Voru þeir talsvert langt á eftir Sig- urði. Keppendur i hlaupinu voru 28 og var þeim raðað niður i fjölmarga flokka. Lloyd slgraði Chris Evert Lloyd, Banda- rikjunum sigraði Hana Mandli- kova frá Tékkóslóvakiu i úr- slitaleiknum i kvennaflokki i Wimbelton-tenniskeppninni, 6-2 og 6-2. Sigurvegararnir á opna GR-mótinu i golfi, Halldór Ingvarsson og Stefán Unnarsson. — Ljósm.: —gel. Halldór og Stefán bestir Halldór Ingvarsson og Stcfán Unnarsson urðu sigurvegarar á opna GR-mótinu i golfi sem haldið var um helgina. Þeir félagarnir fengu 87 punkta. 1 öðru sæti uröu Þorsteinn Lárusson og Gunnlaugur Jó- hannsson og i þriðja sæti urðu Loftur ólafsson og Jóhann Einarsson. Verðlaun á mótinu voru hin glæsilegustu og fengu 19 efstu pörin einhvern glaðning. - IngH. Sveit GR hlutskörpust Sveit GR varð sigurvegari i Admiral-keppninni i golfi, sem fram fór á Hvaleyrarholtsvellin- um siðastliðið föstudagskvöld. GR-ingarnir léku á 461 höggi. 1 öðru sæti varð sveit GS á 462 höggum og þriðja sveit NK á 465 höggum. I sigursveít GR voru Ragnar Ólafsson, Sigurður P.ét- ursson, Siguröur Hafsteinsson, Eirikur Þ. Jónsson, óskar Sæmundsson og Stefán Unnars- son. — IngH.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.