Þjóðviljinn - 25.07.1981, Qupperneq 6
fi SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981
Fyrir unga fólkið
Það er laugardags-
morgunn og ég er að f ara
í tveggja daga frí til
Þingvalla með mömmu
og pabba. Ætli sé ekki
best að kynna okkur. Ég
heiti Ulla, mamma heitir
Hermína og pabbi Hall-
grímur en við köllum
hann Hagga. Við lögðum
af stað klukkan tíu á
bílnum okkar sem er
Trabant. Ekki byrjaði
ferðin vel því þegar við
vorum komin upp að
Arnarvatni hvellsprakk
hjá okkur. Meðan pabbi
var að skipta um dekk
skruppum við mamma
niður að vatni og fengum
okkur sundsprett. Ekki
leið samt á löngu þar til
pabbi kom og sagði okkur
að drífa okkur í fötin svo
við gætum haldið áfram.
Ferðin gekk vel það
V 5 4 E R T <X H 5 R
T 3 l P ■Ð D /lA I K
5 E L K X L
■Ð Y P F H • 0 0 V n
T 9 I 0 R V t F Z' i K
K X 5 M 5 5 P N r
F P F y % • 0 F H < 5
M 0 0 V R Ð u R k
átqjarugl þetfa fe/ur í sér
^rjQ kaapstaði her a lav\dt.
t~R a/a tldoÁJÁJ
sem eftir var nema i
Hveragerði. Þá byrjaði
mamma að tuða um það
að hún væri svöng (hún
var alltaf svöng ef hún sá
veitingahús). En pabbi
var ekki lengi að svara.
Hann sagði að hún væri
nógu feit svo hún færi
ekki að borða á veitinga-
húsi.
Klukkan var eitt þegar
við komum til Þingvalla
og búin að finna tjald-
stæði. En nú átti eftir að
reisa tjaldið. Við höfðum
keypt það áður en við
fórum í ferðalagið og
auðvitað kunnum við ekki
að setja það upp. En loks
tókst það og var ekki
nema von því til okkar
kom maður sem átti eins
tjald og hjálpaði okkur að
setja það upp.
Á meðan við settum
tjaldið upp hafði mamma
hitað kaffi og smurt
brauð. Við drukkum í
rólegheitum, töluðum um
ferðalagið og gerðum
áætlun um hvernig við
ættum að eyða þessu fríi.
Er við vorum búin að
borða ákváðum við að
þvo og bóna bílinn að utan
og innan. Ekki gekk það
alveg átakalaust því
þegar mamma var að
pússa giuggann að innan
rak hún sig í spegilinn og
mölbraut hann. Pabbi var
að ná í vatn þegar hann
heyrði brothljóðið og kom
hlaupandi og spurði
mömmu hvort hún hefði
meitt sig. En þegar
mamma sagði að hún
hefði ekkert meitt sig
bara brotiðspegilinn varð
pabbi alveg æf ur og sagði
henni að passa sig að
eyðileggja ekki bílinn.
Sólin var farin að lækka á
lofti þegar við vorum
búin að taka bílinn í gegn.
Þrjú Ijóð
Hallgrímur Pétursson
Hallgrímur sat f Saurbæ
og orti þar Ijóðin sín,
þá kom Gudda og kyssti hann
svo ósköp sæt og fín,
en þá fór Hallgrímur að brosa
og sagði: Elsku Gudda mín.
Passíusálmar og kvæðin mörg
voru ort svona lon og don,
skáldið mikla heitir sem sé
séra Hallgrímur Pétursson
Sigríður Hafberg
Forvitni
Klukkan. Hvað er klukka?
Er það hlutur?
Er það dýr?
Pabbi? Pabbi minn,
af hverju ertu svona skrítinn?
Hættu að vera svona skrítinn
og segðu mér heldur hvað klukka er?
Mamma af hverju liggurðu þarna?
Hvað er í glasinu hér?
Hvers vegna er pabbi svona valtur?
Mamma gerðu það segðu mér það?
Erla M. Haraldsdóttir
Bjarni Thorarensen
Bjarni var námfús maður
það var ekkert þvaður.
Hann var dómari strangur
enda tveggja metra langur.
Baldur Guðnason
Efnið hér á síðunni er
sótt í fjölritaða bók sem
krakkarnir í 6. bekk 29.
stofu Lundarskóla á Akur-
eyri gerðu veturinn
1978—79 í samráði við
kennara sinn. Eins og þið
sjáið skortir ekki hug-
myndaflugið þar nyrðra.
Myndirnar af krökkunum
eru hins vegar frá því í
sumar. Því miður náðist
ekki í Baldur Guðnason
þegar Ijósmyndari blaðs-
ins var á ferð um Akureyri
um daginn.
Valgeir Blöndal Magnússon.
Sigrlöur Hafberg.
Erla M. Haraldsdóttir.
Pétur Halldórsson.