Þjóðviljinn - 25.07.1981, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Síða 10
10 SÍPA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. júll 1981 I sumar- bústaðinn og ferðalagið Björgunarvesti Árar — Arakeipar Bátadrekar. Keðjur Kolanet — Silunganet önglar. Pilkar. Sökkur Vængjadælur Bátadæiur íslensk flögg Fiaggstangarhnúðar Flaggiinur. Festlar. • Sólúr Vasaljós Viöarkol Grillvökvi Gasferðatæki Olíuprímusar Steinolía, 2 teg. Plastbrúsar • Minkagildrur Músa- og Rottugildrur Slökkvitæki Brunateppi Dálkar — vasahnifar Olíulampar Olíuofnar Olíuhandlugtir Olíulampar 10, 15, 20 litra. Garðyrkjuáhöld Skóflur allskonar ' Kantskerar Garðhrifur Garðkönnur Garðslöngur Vatnsúðarar Hrifur. Orf. Brýni. Garðsláttuvélar Handverkfæri allskonar Kúbein. Járnkarlar. Jarðhakar. Sleggjur. Múraraverkfæri Málning og lökk Fernisolia. Viðaroiia Hrátjara Carbólin Blakkfernis Plasttjara Penslar. Kústar. Rúllur Ryðeyðir — Ryðvörn. Varmapokar, ál Regnfatnaður Kuldafatnaður Ullarnærfatnaður Termo-nærföt Ullarsokkar Ferðaskyrtur Gúmmístigvél Veiðistígvél Ferðaskór V Ananaustum Simi 28855 r<£ Við riðum bara berbakt i dag—þeir eru svo mjúkholda þessir hestar i sveitinni. Bændur og ferðamálin Fyrir nokkru hitti ég kunningja minn á götu, bónda af öðru landshorni. Við látum nafn hans liggja miili hluta. — Þú vilt gjarna taka á móti ferðamönnum í sum- ar, segi ég. — Já, ég hef f ullan hug á því, vilji einhver líta inn. Bændur hafaekki til þessa verið fyrirferðarmiklir í ferðamannaþjónustunni. Það hefur engum dottið í hug að þeir gætu sinnt henni, ekki einu sinni þeim sjálfum. Og auðvitað eru fæst sveitaheimili undir þetta búin. En þau eru þó til og fer f jölgandi. Ferðamannaþjónusta okkar Is- lendinga hefur til þessa einkum verið fólgin i þvi, — og þá á ég viö erlenda ferðamenn fyrst og fremst, — að aka þeim i hópum á einhverja ákveðna, fagra og sér- kennilega staði og búa þeim gist- ingu á hótelum. Með þessu móti fá hinir erlendu gestir að visu nasasjón af landinu i nokkrum mæli en um þjóðina sjálfa og lifs- hætti hennar eru þeir litlu nær. Dvölin á bændabýlunum yrði með nokkuð öðrum og ég vil segja mannlegri hætti. Fegurð landsins er ekki bara bundin viö fáeina staöi. Hún mætir okkur við hvert fótmál ef viö höfum augun opin. Ég held, að með nokkurra daga dvöl á bændabýli, komist gestur- inn i nánari snertingu við náttúru landsins, kynnist fjölbreytni hennar og töfrum betur en með nokkru móti öðru, auk þess sem hann kynnist bændafólkinu, störf- um þess og lifsviðhorfum. Og hér er ég ekki aöeins að tala um er- lenda gesti heldur einnig, og að sumu leyti ekki siður tslendinga, islenskar fjölskyldur. Þetta sagði nú bóndinn og mér fannst honum segjast vel. Og nú hafa þeir bændur, sem I stakk eru búnir til þess að taka á móti ferðamönnum, stofnað meö sér landssamband. baö hefur látiö gera skrá yfir þá sveitabæi, sem reiðubúnir eru til þess aö taka á móti feröamönnum og hvaö til boða stendur á hverjum stað. Listi yfir þessa bæi liggur hjá ferðaskrifstofum og upplýsingar er einnig að fá hjá Stéttarsam- bandi bænda og Búnaðarfélagi Is- lands i Bændahöllinni. Hér verður þessara bæja getið og stuttlega frá þvi greint, hvað til boða stend- ur á hverjum stað. 1. Kiðafell I Kjós: Gisting fyrir 8 manns i 3 tveggja manna her- bergjum og 2 eins manns. Hesta- leiga, veiðileyfi. 2. Brennistaðir i Reykholtsdal: Gisting i heimahúsi fyrir 6 manns I þremur herbergjum. Gisting I 3 sumarhúsum, 2ja til 6 manna. Hestaleiga, veiðileyfi. 3. Sigmundarstaðir i Hálsa- sveit: Möguleiki til gistingar, svefnpokapláss. Lengri eða skemmri ferðir á hestum. Gestir sóttir að Reykholti ef óskað er. 4. Húsafell I Hálsasveit: Gisting i sumarhúsum, 2—5 manna. Svefnpokapláss í smáhýsum. Sundlaug, hestaleiga i næsta ná- grenni. Veiðileyfi I vötnum á Arnarvatnsheiði. Skiðaaðstaða og snjósleðaferðir á Langjökul. Opið allt árið. 5. Fljótstunga i Hvitársiðu: Gisting fyrir 5 manns i 1—2 manna herbergjum. Surtshellir og Viðigeimir i næsta nágrenni. Silungsveiöi, hestaleiga, sundað- staöa i næsta nágrenni. 6. Bjarnastaðir I Hvltársiðu: Hestaleiga, sem hefur verið rekin i 10 ár. Vanur fylgdarmaður. Al- gengast að farið sé i 1—2 klst. feröir. 7. Garðar i Staðarsveit: Gisting I heimahúsi I 1 tveggja manna herbergi og allt að 6 manns I 2 herbergjum I sérhúsi, laxveiði, berjaland. Sundlaug, hestaleiga og bátaleiga i næsta nágrenni. 8. Ytri-Tunga i Staðarsveit: Gisting i 1 tveggja og 1 eins manns herbergi. Fjallgöngu- möguleikar, sjóstangaveiöi, silungsveiði, berjaland. Báta- leiga og sundlaug i nágrenninu. 9. Kverná I Grundarfirði: Tjaldstæði, lax- og silungsveiði, hestaleiga. Aðstaða til að taka á móti hópum hestamanna. 10. Bær i Reykhólasveit: Gist- ing i 2 húsum 2—3ja manna, her- bergi fyrir allt að 40 manns. Verslun á staðnum. Veiðileyfi út- vegað. Berjaland. 11. Stekkjarholt I Geiradals hreppi: Svefnpokapláss fyrir allt aö 10 manns i þremur herbergj- um. Silungsveiöi I vötnum á Tröllatunguheiði. 12. Svarfhóli I Geirdalshreppi: Gisting 11—4 manna herbergjum. Svefnpokapláss. 13. Brjánslækur á Barðaströnd: Tjaldstæði. Lax- og silungsveiði. Berjaland. Möguleikar á að fá skipulagöar bátsferðir út i Breiðafjarðareyjar. 14. Staður I Hrútafirði: Gistiað- staöa fyrir 12 manns i 2 og 3 manna herbergjum. Tjaldstæði. Greiðasala. Hægt að taka á móti allt aö 100 manns I mat i einu. 15. Aðalbói I Miöfirði: Veiði- ferðir á hestum inn á Arnarvatns- heiði. Skipulagðar 6 daga ferðir um Miðfjaröardali og Arnavatns- heiði. Vanur fylgdarmaður. Há- mark þátttakenda 7 manns i hverri ferð. Fæði, gisting, reið- ver og veiðiútbúnaður innifalinn. 16. Geitarskarð I Langadal: Gisting og fæði. Hestaleiga og sil- ungsveiði. 17. Steinsstaðaskóii I Skaga- firði: Gistiaðstaða, svefnpoka- pláss fyrir 30—40 manns. Hesta- leiga, silungsveiði, sundlaug. 18. Hraun I Fljótum: Sumar- hús, hentar vel 4—6 manna fjölskyldu. Möguleikar til veiða i sjó og I Miklavatni. Hægt aö fá leigðan bát. Hestar útvegaðir, berjaland. 19. Syðri-Hagi, Arskógsströnd: Gisting I heimahúsi og hjólhýsi. Sjóstangaveiði frá landi eöa úr bát. Hestaleiga. Bilar með eða án bilstjóra. 20. Nes I Aðaldal: Hestaleiga til lengri eða skemmri feröa. Vanur fylgdarmaður. Möguleikar til sil- ungsveiða i Vestmannsvatni og Kringluvatni. Tjaldstæði. 21. Berunes i Berufirði: Gist- ing, (farfuglaheimilið), svefn- pokapláss. 22. Nýi-Bær, Kirkjubæjar- hreppi: Tvö hjólhýsi, henta vel allt að 5 manna fjölskyldu. 23. Arbæjarhjáieiga, Holta- hreppi: Hestaleiga, lengri eöa skemmri feröir. Vanur fylgdar- maður. 24. Sel I Grimsnesi: Gisting. Veiðileyfi. Sundlaugar I nágrenn- inu. Hér hefur verið getið þeirra 23 sveitabýla, auk Steinsstaðaskóla, sem opin standa ferðamönnum en aðeins stiklað á stóru um það, hvað tll boöa stendur á hverjum stað. Fæði mun viðast hvar eöa allsstaðar hægt að fá. En eins og fyrr segir: allar nánari upplýs- ingar er aö fá hjá ferðaskrifstof- unum og félagasamtökum bænda I Bændahöllinni. — mhS íiestum þeim sveitabæjum. sem taka á móti ferðamönnum, er hægt aö fá að renna fyrir lax eða silung.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.