Þjóðviljinn - 25.07.1981, Page 17

Þjóðviljinn - 25.07.1981, Page 17
Helgin 25. — 26. júli 1981 Þ.JÓÐVILJINN — StÐA 17 Það er flestra manna hald, að þeir þurfi að hverfa margar þing- mannaleiðir frá iðandi götulffi borgarinnar til að ganga á vit þeim fróðleik og þeirri sögu sem lifir i iandslaginu, gömlum bók- um og munnlegri geymd hag- orðra þjóðvitringa. Þetta er sorg- legur misskilningur. Sá sem stendur við pylsuvagninn á Lækj- artorgi ellegar húkir i neyð sinni og biður kaldur og hrakinn eftir næsta strætisvagni uppi á Hlemmi, hann stendur á barmi hyldjúps sagnabrunns. Göturnar anga af sögu. Ævintýrailminum slær fyrir vit þess sem aðeins sér, veit og skilur. Gengnar kynslóðir hafa höndlað eiíift lif I aragrúa örnefna og kennileita borgarinn- ar (Sjá aðalskipulag Reykjavik- ur). Þessu til staðfestingar og frekari upplýsingar munum vér rekja nokkra þætti af fornum blöðum og eftir fróðu fólki. Það skal þó tekið fram að þættir þess- ir eru ekki færðir i letur fyrir til- stuðlan Ömefnastofnunar — þó lesendum kynni i fljótu bragði að virðast svo. Lesandi góður, við skulum hverfa aftur um aldir: Hlemms þáttr skötutaps Hlemmr hét maðr. Hann bjó at H lem mi Hann var sonr Snorra en móðir hans var Braut. Þau bjuggu þar sem heitir at Snorra- braut Hann var giptr Laugu landnámskonu. Hlemmr átti ok vingott við Stjörnu dóttur Laugu (sem Lauga hafði átta fyrri með Kalkofni landnámsmannisem bjo atKalkofnsvegi. Laugavegur ber nafn sitt af Laugu landnámskonu. Stjarna bjó þar sem nú heitr Stjörnubió. Hlemmr var veiðimaðr. Hann réri ti'tt til fiskjar. Þat var ein- hverju sinni at Hlemmr renndi eftir skötu skammt undan landi, en var treg skatan. Hlemmr lét sér ekki skipast við tregðuna en Stlgr sat laungum I brugghýsi sinu... hrópaði til skötunnar ókvæðisorð ok skoraði á hana að bita. Kom þar að skatan stóðst ekki frýjun- arorð Hiemms bónda ok mælti: „skil ek fyrr en skellr i tann,” og beit svá á öngul Hlemms. Hrósaði Hlemmr nú happi veiðimanns ok reri sem ákafast til lands. Vagn hét maðr ok var nefndr Kaffi- vagn.Hann beiðHlemms ok vildi hafa skötuna. Hlemmr klauf Kaffivagn i' herðar niðr. Gekk nú Hlemmr i átt til Hlemms. A leiðinni kennir hann þarfar þvagláts og ágerist þat eftirþvi'sem nærdregur Hlemmi. Leggr Hlemmr þá frá sér sköt- una. J. Þorláksson og Norðmann hét maðr, hann hafði flUið til ts- lands undan ofriki Haralds hár- fagra. Hann þótti litt við alþýðu- skap. ErHlemmrhafði látið þvag sitt réðist J. Þorláksson og Norð- mann að Hlemmi. Hlemmr sner- isttil varnar. Flýði þá J. Þorláks- son og Norðmann til bUðar sinn- ar. En er Hlemmr landnámsmað- ur hugðist gripa til skötunnar var hún hvorfin. Heitir þar siðan Hverfiskata en hefir breyst i Hvarfisgala fyrir áhrif latmælgi og gáíeysis. Þat var ok hald manna á 19. öld að gatan héti svo þar sem hún hverfur við Hlemm. Stígs þáttr Grandasonar Stigr hét maðr. Hann bjó at Mannvits-Brekku. Þar heitir nU Brekkustígr. Stigr var maðr drykkfeldr. Móöir hans var Ný- lenda ok bjó þar sem nú heitir Ný- lendugata.FaðirStigs var Grandi landnámsmaðr ok var maðr laus- girtr. Stigr reisti brugghýsi þar sem hann kallaöi at Landakoti Sat hann þar laungum. Hringr hét maðr. Hann bjó at Hringbraut Þeir Stigr þreyttu kappdrykkju tiðum. Þat var einhverju sinni er þeir sátu at Landakoti at þeir gerðusk ölir mjök ok óðir. Rann á þá berserksgangr. Mokki hét maðr. Hann bjó at Mokka. Hann var lika maðr mjaðargjarn. Hann drakk oftliga meö Torga land- námsmanni sem bjó at Lækjar- torgi ÞéirStfgr og Hringr réiusk nú inngaungu at Mokka og léttu eigi áðren þeir höföu mölvað hUss Mokka bónda ok limlest Torga landnámsmann. Váru nU góðu ráðin dýr. Þetta fréttu bræðr tveir er hétu Póstur ok Simi Moggi hét maðr hægfara ok var i sendiförum fyrir þá Póst. Er nU nefndr til sögunnar Slippr land- námsmaðr. Honum flutti Moggi tiðendin. Slippr brást hart við ok snarliga. Hann var maðr vaskr. Gerði Siippr þeim Stigi fyrirsát. Tókst þar með þeim bardagi. Lauk svá at Slippr hneppti þá Stig ok Hring i bönd. Þat sá Nýlenda móðr Sti'gs. Hon mælti ,,nU munu bræðr borga”. Þar heitir siðan Hlemmr útvegsbóndi. Bræðraborgarstigur er hon mælli svá. MUli hét maðr. Hann var bróðir Siðu-Halls ok nefndur Siðu-MúlL Hann átti stein mikinn, holóttan innan. Þangat flutti Slippr þá bandingja tvá. SettiSiðu-MUli þá i staninn ok sváfu þeir þar of nótt- ina. (óskar og jón guðni tóku saman ). Kalkofn landnámsmaðr,faðir Stjörnu. AKUREYRI ER BÆR FRAMFARANNA ÞAR BÍÐA TÆKIFÆRIN ÞEIRRA, SEM KUNNA AÐ NOTA ÞAU KOMIÐ — SJÁIЗKYNNIST AKUREYRI FRAMTIÐARRÆR Hópferöaskrifstofan Umferðarmiðstööinni v/Hringbraut — Sími 22300 Stærsti floti hópferðabifreiða á landinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.