Þjóðviljinn - 29.07.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 29. júli 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ „Er það, já? En pabbi MINN hefur f logið 707, 727, 747, OG DC 10.” ” í heimsókn Þorpið/Landsbyen/Smalltown. Ljósm.—gel. Dansk-islensk hljómsveit i sumarfri'i væri til i að gefa landanum færi á að heyra i sér. Strákarnir segjast spila allskonar tónlist en halda mest uppá það sem Rikharður Orn Pálsson kallaði einusinni takt og trega, og heitir á ensku „rythm’nblues”. Bassa- leikarinn er islenskur, Svein- björn Sváfnisson, en hljóm- sveitin heitir Smalltown sem væntanlega útleggst „Þorpið” eða ,,Landsbyen”. Það er hægt að ná i þá i sima 43987. vidtalið Rætt við Guðmund B. Lýðsson um nýaf- staðna grásleppu- vertíð og hagsmuni grásleppuhrogna- framleiðenda Bráðvantar J kæligeymslu Grásleppuvertiðinni er lokið á þessu sumri og þegar ljóst að miklir erfiðleikar eru fram- undan I sölu á hrognum. Guðmundur B. Lýðsson formaður samtaka grásleppu- framleiðenda var spurður nánar út I vertíðina og eftir- málin Yfirleitt gekk grásleppuvertíð- in vel, þó er það nokkuð misjafnt eftir landshiutum. Gekk vel frá Breiðafirði austur á Langanes, en aftur mikið verr hér i Faxaflóan- um og svo á Austfjörðum. Annars er þetta þriðja besta ár sem hefur komið. Við vitum ekki endaniegar tölur, en liklega verður lokatalan ekki undir 20 þús. tunnum.” — Hver var veiðin i fyrra? „Hún var um 19. þús. tunnur, en meðaltal undangengins áratugs eru 14.500 tunnur. Veiðin hefur þannig aukist töluvert, og árið hið þriðja besta sem vitað er um. Helsta vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir er gifurleg veiðiaukning Norð- manna og það er alveg nýtt I dæminu. Þeir hafa i ár rúmlega fjórfaldað sinn afla. Fara úr 1800 tunnum i 8000 tunnur. Við höfum ekki ennþá fengið skýringar á þessu, hvort það er vegna aukinn- ar sóknar, eða hreinlega aukins afla á hvern bát. Þessi staða veld- ur alveg ógurlegum markaðserf- Guðmundur B. Lýðsson. iðleikum, og við megum búast við að þurfa að skilja mikið eftir hér heima i haust.” — Hvað hafið þið selt þegar? „Liklega er búið að selja um 5000 tunnur. Annars höfum við verið að reyna núna og vorum með fyrir siðasta alþingi tvö frumvörp þar á meðal um bygg- ingu skemmu til að taka einmitt við svona sveiflum. Slika aðstöðu bráðvantar, og það brennur á okkur að byggja slika skemmu til þess að geyma hrognin. Það liggja núna undir skemmdum hrogn fyrir miljónir króna. Þetta er því mikið vandamál sem við erum að slást við og það má segja að löggjafinn hafi brugðist okkur illilega i vetur að hafa ekki komið þessu af stað. Við erum svo stórir á heims- markaði i grásleppuhrognunum — höfum framleitt hingað til 70 - 80% af þvi sem hefur verið veitt — að við verðum að stækka neyslu- geirann, fá fleiri til að borða þessa vöru. Það þýðir ekkert að vera sifellt að paufast á þessum gömlu mörkuðum. Það er búið að pumpa peningum svo skiptir hundruðum miljóna gamalla króna til Sölustofnunar lagmetis og þróunarsjóðs og út úr þvi hefur ekki komið nokkur skapaður hlut- ur. Það er búið að hamast i þessu i heilan áratug, en árangurinn er stórt núll. Þó það hljómi vel á vörum iðnaðarráðherra að full- vinna vöruna hér þá dugir það ekki til. — Hrognin eru flutt út algjör- lega óunnin? „Við höfum lagt niður um 1000 tunnur á hverju ári hér heima, en sú hlutdeild á heimsmarkaði hef- ur enn ekkert aukist, þrátt fyrir þá peninga sem settir hafa verið i þessi verkefni. Það er þvi auðséð áð taká verður upp einhverja nýja stefnu, þetta gengur ekki svona. — Hver og einn geymir þá sin hrogn við misjafnar aðstæður i dag? „Já, og menn hafa viðast hvar enga aðstöðu til sliks og þetta liggur undir skemmdum. Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða hefur reynt að fylgjast með þessum málum og við höfum farið um landið og haldið fundi og sagt mönnum til varðandi geymslu- mátann. — Hvað er hægt að geyma hrognin lcngi óskemmd? „Það er hægt að gfeyma þau i tvö ár og það bylti allri stöðunni ef hér væri góð kæligeymsla fyrir þessa vöru. Hún myndi lika stuðla að þvi að við gætum stýrt mark- aðnum meira sjálfir. Ekki láta' einhverja kaupendur úti i heimi segja okkur, hvað eigi að borga fyrir svona lagað, heldur mynd- um við þá ráða framboðinu sjálfir hverju sinni. — Hvað er fyrirhugað að byggja stóra kæligeymslu? „Við gerum ráð fyrir að byggja skemmu sem tekur allt að 15 þús. tunnur. Við sömu aðstæður og rikjanúna, gætum við tekið alla vöruna, sem enn er óseld, og geymt hana öruggir i tvö ár, eða komið henni á markað eins og okkur sýndist sjálfum,” sagði Guðmundur að lokum. — lg- í dag Frá fomu fari hefur dýrkun konunga verið i nánum tengsl- um við frjósemisdýrkun, og lif þeirra veriðtalið táknræntum velgengni rikisins. Þannig var fornsænskur konungur eitt sinn brytjaöur i smátt og fluttur i pörtum um aila Svi- þjóð og grafinn til að stuðla að framförum sænskrar akur- yrkju. Gifting kóngafólks hefur auðvitaö enn táknrænna hlutverki að gegna til viðhalds og velsældar þjóðarinnar. En hvernig birtist þessi forni átrúnaður hjá þeirri þjóö sem de Gaulle kallaði samsafn smákaupmanna? Auðvitað i braski! I dag gerir Charles Philip Arthur George Windsor brullaup sitt til Diönu nokk- urrar Spencer, og breska ljónið ræður sér ekki fyrir kæti og leikur viðhvurn sinn fingur i tilefni ráðahagsins. Enda Pólland verður áfram sósialiskt — ef sósialisminn þar verður pólskur. BrUðkaupspostulinsstyttur Brúðkaupstétolir. Karl hefur bágborið viðskiptalif tekið mikinn fjörkipp við þessa táknrænu endurreisn hins aldna konungsrikis. Breska heimsveldið hyllir brúNijónin meðal annars á þennan virðulega hátt.: — Bruggstöðin Fullers, Smith & Turner hefur fram- leitt 23.000 flöskur af sérstök- um brúðkaupsbjór. — Gefnar eru út sérstakar hátiðarbibliur með mynd af brúöhjónunum á kápu, — Mjólkursamlögin setja svartsilfraða tappa á mjólkur- flöskurnar með áletruninni: Lengi lifi Karl og Diana, — Faðir brúðarinnar gefur rikum könum kost á að heim- sækja uppeldisstöð var brúðarinnar, kastalann Althorp Hall fyrir um 15.000 isl. kr. Þjóðviljinn árnar atvinnu- lausum breskum æskulýð allra heilla á þessum merku timamótum. — m — Hvernig er hægt að' einbeita sér að taflinu þegar maður þarf alltaf að vera að ^hreyfa þessi peó?/' JT ' Brúökaupstekrús W I, Brúðkaupsherðatré

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.