Þjóðviljinn - 29.07.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.07.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 29. júli 1381 Ferðamála- ráðsteina í Stykkishólmi Ákveðið hefur verið að halda „Ferðamálaráðstefnu 1981”, 11. og 12. september n.k. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin i Stykkishólmi. Ráðstefnan er opin öllum þeim er að ferðamálum starfa og einnig áhugamönnum um eflingu og uppbyggingu ferðamanna- þjónustu i landinu. Um fyrir- komulag verður nánar auglýst siðar. löklagleði á Stapa Jöklagleði verður haldin um verslunarmannahelgina á Arnar- stapa á Snæfellsnesi, hinum scr- kennilega og fagra stað þar scm talið er að gæti segulmögnunar i jörðu. Uppistaða gleðinnar eru dans- leikir, og leikur hljómsveitin Ti- brá frá Akranesí á þeim öllum. Á föstudag dunar dansinn frá kl. 22—02, á laugardag írá 23—03 og á sunnudag kl. 22—02. Auk þess verður fotboltakeppni milli hljómsvctar og mótsgesta á laugardag kl. 16 og va»-,ieldur kveiktur um kvöldið el' ekki rignir þvi meira. Hársnyrtingu fær hundraðasti hver gestur gleðinn- ar. 1 fréttatilkynningu segir aö hljómsveitin Tibrá sé þekkt fyrir liflega sviðsframkomu og mikið fjör. Einnig að hún hafi á þessu sumri fariö viða og alls staðar getið sér mjög gott orö. Á Jöklagleðinni mun hljóm- sveitin leika margs konar tónlist, aöallega þó kraftmikið rokk. Saga Islands- banka og Út- vegsbanka Nýlega er útkomin bók um sögu tslandsbanka og siðan Útvegs- bankans, og er höfundur hennar Ólafur Björnsson, prófessor og formaður bankaráðs Útvegs- bankans um 12 ára skeið. Bókin er gefin út af útvegs- banka lslands, og er það gert til að minnast 50 ára afmælis bank- ans, en hann var reistur á rústum fslandsbanka árið 1930. Útgáfa þessi er mjög vönduð, og prýða hana margar myndir. SPOEX opna skrifstofu SPOEX, samtök psoriaris og exemsjúklinga á tslandi hafa opnað skrifstofu i Siðumúla 27 og er hún opin milli kl. 14—17 alla mánudaga. Samtökin reka all- umfangsmikið starf, m.a. hafa þau sent 20manns tvisvar á ári til dvalar á heilsustöð Lanzarote undanfarin tvö ár. Færri hafa komistí þessar ferðir en þörf hafa fyrir. Tryggingaráð hefur sam- þykkt að þessar ferðir skuli vera ókeypis fyrir sjúklingana. bá hefur verið stofnað- ur rannsóknasjóður og er til- gangur hans að stuðla að rann- sóknum og menntun lækna varðandi psoriasis. Bandariskur læknir hefur fengið styrk úr sjóðnum en hann hyggst kanna útbreiðslu sjúkdómsins meöal islenskra . FÁ HEITA VATNIÐ í HAUST Samkvæmt áætlun fá fyrstu húsin á Akranesi heita vatnið strax og að- veituæðin hefur verið lögð i bæinn, samkvæmt áætlun i október eða nó- vember n.k. Aðveituæðin verður lögð frá Deildartungu i Reykholtsdal til Akraness, um 60 km leið og getur nærri að talsvert þarf af rörum i þá lagningu. Hér sést hluti asbeströranna, sem notuð verða komin á hafnarbakkann á Akranesi. — Ljósm. eng. Norrænir fjölmiðlafræðingar: Geta boðskiptarannsóknir breytt fjölmiðlunum hér? „Geta boðskiptarannsóknir breytt fjölmiðlunum?” er yfir- skrift og meginumfjöllunarefni fimmtu ráðstefnu norrænna fjöl- miðlafræðinga sem haldin verður i Reykjavik dagana 16.—19. ágúst nk., en ráðstefnur þessar eru haldnar reglulega annað hvert ár i aöildarlöndunum til skiptis. Hér fer ráðstefnan fram i boði félagsvisindadeildar Háskóla tslands. Undirbúningur hefur verið I höndum 10 manna nefndar og eru þau Sigurveig Jónsdóttir blaöamaður og borbjörn Brodda- son dósent fulltrúar tslands i henni. Fengnir hafa verið fjórir fyrir- lesarar og f jórir andmælendur til að aðalmál ráðstefnunnar og umræðurnar dreifist á alla ráð- stefnudagana. Auk þessa hafa væntanlegir ráöstefnuþátttak- endur skipt sér niður i 9 vinnu- hópa sem hafa flestir starfað bréflega nú um nokkurra mánaða skeið. 1 þessum hópum verður lagður fram mikill fjöidi greina um aðskiljanleg efni. Að ráð- stefnunni lokinni er áformað að gefa út i sérstöku riti hinar fjórar aðalræður ráðstefnunnar og úrval þeirra greina sem lagðar verða fram. Auk þess verður þátttak- endatal og annar fróðleikur i þessu riti. Ráðstefnuna munu sækja ná- lægt 140 manns frá öllum Norður- löndum. Islenskir þátttakendur bann 27. mai s.l. barst út sú fregn að litiliar flugvélar, TF — R O M, væri saknaö. bá hófst ein- hver sú mesta leitsem fram hefur farið hér á landi. Leitin beindist mest að Norðurlandi þar eð vélin var á leið til Akureyrar. 1 vélinni voru, Hjörleifur Einarsson, Jóhann Kr. Briem, Magnús Indriðason og Rafn Haraldsson. Allir félagar i JC Borg, en til Akureyrar var ferðinni heitið til þátttöku i Landsþingi JC hreyf- ingarinnar, en þangað náðu þeir aldrei. bátttakendur i leitinni komu verða eitthvað á annan tug. Meðal viðburöa á ráðstefnunni verður kynning á islenskum fjöl- miðlum og munu frummælendur bjóðleikhúsráð hefur sent frá sér eftirfarandi greinargerð: Hinn 19. júni sl. barst þjóðleik- húsráði bréf frá Sigurði Eggerts- syni, hljóðmeistara, þar sem hann óskar eftir „leiðréttingu” á samþykkt ráðsins frá 18. júni 1981, þ.e. þeim hluta samþykktar- innar þar sem segir: „Til að eyða tortryggni hefur oröið fullt sam- komulag um að fjarlægja hljóð- nema þann, sem nýlega var tengdur segulbandi í skrifstofu þjóðleikhússtjóra og annan hljóð- nema á Litla sviöinu, sem tengd- ur hefur verið tækjum i berbergi hljóðmanns, þannig að engin samtöl veröur framvegis hægt aö taka upp án vitundar hlutaðeig- andi aöiia”. Ástæöan fyrir þvi, að getið var um hljóðnema á Litía sviðinu eru eftirfarandi ummæli I greinar- aðallega frá Björgunarsveitum slysavarnarfélagsins, Flugbjörg- unarsveitunum og Hjáiparsveit- um skáta, þ.e.a.s. félögum þeirra manna er ávallt eru tilbúnir til aðstoðar er hennar er þörf. bvi má ekki gleyma öllum þeim fjölda flugmanna er flugu ómæld- an tima svo og öllum þeim sjálf- boðaliðum er sátu i þessum flug- vélum, og létu augun leika um land og lög. bessum aðilum svo og starfsmönnum Flugmála- stjórnar, Landmælinga, Land- helgisgæslu, Björgunarsveit Varnarliðsins, JC félögum, fyrir- þar verða ritstjórarnir Björn Vignir Sigurpálsson og Einar Karl Haraldsson. beim sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna eða gerð Kristins Danielssonar frá 15. júni 1981 þar sem segir: „Mér er kunnugt um að með litilli fyrir- höfn er hægt að tengja mikrófóna á Litla sviðinu við upptökutæki i hljóðstjórn, vegna leiksýninga þar”. Hinn 22. júni sl. barst þjóðleik- húsráði greinargerð frá Sigurði Eggertssyni, svohljóðandi: „Tvær linur liggja frá klefa hljóð- manns niður i bjóðleikhúskjall- ara (Litla leiksviðið). Við þær er hægt að tengja hljóönema þegar upptökur eiga aö fara fram. Aö staöaldri eru hljóðnemar þessir geymdir i klefa hljóðmanns. Allar frumsýningar Litla leiksviðsins eru teknar upp til varðveislu. bá eru hljóðnemar þessir tengdir sama dag og frumsýning fer fram og teknir niður að lokinni upp- töku. bó getur komið fyrir að tækjum, stofnunum og einstak- lingum, er þátt tóku og aðstoðuðu við leitina, vilja aðstandendur fjórmenninganna færa sinar bestu þakkir. bá vilja þeir og senda sinar kæru þakkir til allra þeirra er styrktu þá á margan hátt, á þessari raunarstund. bað eru vinsamleg tilmæli þeirra til allra er tök hafa á, að styðja við bakiö á hinum fjölmörgu leitar- og björgunarsveitum i landinu. bvi enginn veit fyrr en reynt hefur hve starf þeirra er óeigin- gjarnt og þarft. einhvern hluta hennar er bent á að snúa sér til borbjarnar Broddasonar eða Sigurveigar Jónsdóttur. hljóðnemar þessir séu tengdir daginn áður, á aðalæfingu, til að stilla styrk upptökunnar, og eru þá ekki teknir niður fyrr en eftir frumsýningu”. bessi greinargerð Sigurðar er staðfest af borláki bórðarsyni leiksviðsstjóra. A fundi þjóöleikhúsráös 24. júli 1981 var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Að gefnu tilefni tekur þjóð- leikhúsráðs fram að i samþykkt þjóðleikhúsráðs hinn 18. júni sl. fólst að sjálfsögðu engin ásökun i garö Sigurðar Eggertssonar, sem ráðið ber fyllsta traust til”. A sama fundi var samþykkt að senda ritstjóra Visis svohljóðandi bréf: „1 forystugrein og grein Svart- höfða I blaði yðar 22. júní sl. er leitt að þvi getum að úrsögn bór- halls Sigurðssonar úr þjóðleik- húsráði stafi af flokkspólitískum sjónarmiðum hans, sem ekki hafa náð fram að ganga I leikhús- rekstrinum. bjóöleikhúsráð harmar slik skrif og tekur fram, að aldrei hafi verið hægt að draga störf bór- halls I þjóðleikhúsráði i pólitiskan dilk. bar hefur hann starfaö af stakri samviskusemi og trúnaði við leikhúsið og ráðið notið góðs af mikilli þekkingu hans á mál- efnum leikhússins”. A fundi þjóðleikhúsráðs, þar sem þessar samþykktir voru gerðar sátu, auk formanns, Gylfi b. Gíslason, Margrét Guömunds- dóttir og Þurlður Pálsdóttir. F.h. þjóöleikhúsráðs llaraldur ólafsson form. Þakkir frá aðstandendum Frá Þjóðleikhúsráði: Harmar skrif Svarthöfða, ber traust til hljóðmanns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.