Þjóðviljinn - 14.08.1981, Page 9

Þjóðviljinn - 14.08.1981, Page 9
Föstudagur 14. ágúst 1981 ÞJóDVILJINN — SIDA 9 friöarsinnar ekki ævinlega veriö hátt skrifaöir innan kristinnar kirkju (svo sterk eru áhrif guös- hugmyndar tsraelsmanna hinna fornu um „hinn ógurlega Je- hova”). Friöarsinnar voru taldir óábyrgir meö þvi aö þeir hliöruöu sér hjá þvi aö verja land sitt og þjóö, konur, börn og gamalmenni. bessar fornu deilur vöktust upp aö nýju þegar kirkjudagurinn var i undirbúningi, þegar berlinar- presturinn og fyrrverandi borg- arstjóri þar, Heinrich Albertz, studdi friöarhreyfingar kirkn- anna meö oröum Jesú i Fjallræö- unni: „Sælir eru friöflytjendur”. Skömmu siöar drógust stjórn- málamenn, kirkjuleiðtogar og aörir inn i deilur um merkingu þessara oröa; meöal stjórnmála- mannanna, sem tóku þátt i þeim, voru kanslarinn og forsetinn sjálfur, Karl Carstens. Þegar spurt er um ábyrgö i þessu sambandi verður sjálfsagt flestum fátt um svör, hvor er ábyrgari friöarsinninn eöa vig- búnaöarstjórnmálamaöurinn? bvi veröur ekki svaraö hér, hins vegar skal minnt á orö von Weiz- acker þegar hann sagöi fyrir fá- einum árum (1976), aö þriðja heimsstyrjöldin, sem jafnframt yröi kjarnorkustyrjöld, gæti skolliö á á niunda áratugnum en hann bætti viö: „Pólitik sem kemur i veg fyrir hana er hugsan- leg og hana ber aö finna”. 1 ljósi þessa má skilja hinar nýju friöar- hreyfingar, þær eiga allar eitt sameiginlegt: Sannfæringuna um aö vígbúnaðarkapphlaupiö sé kapphiaup til dauöans. baö kapp- hlaup beri aö stööva sem fyrst og meö öllum tiltækum ráöum, allt annaö sé hégómi á við þaö. Reyndar er þaö skoðun, sem al- geng er meöal þátttakenda i friö- arhreyfingum, að striöiö sé þegar hafið, „sprengjurnar falla nú þegar” var slagorö, sem viöa gaf aö lita i hinni löngu friðargöngu i Hamborg. Þaö merkir, aö vig- búnaöurinn sé oröinn svo gifur- legur, aö hann hafi forgang fram yfir allt annaö; jafnvel þótt vitaö sé, aö i þriöja heiminum svelti 55 milljónir manna á ári er i engu slakað á vígbúnaöinum heldur er hann sifellt aukinn. Dýpri orsakir vígbúnaöar- ins Vigbúnaöur, sem náö hefur þvi stigi, sem hann er nú kominn á, veröur meö engu móti réttlættur. Orsök hans er fy rst og fremst ein: ótti. óttinn kallar á meiri varnir, endalausar öryggisráöstafanir viö óvin, sem viö þekkjum aöeins til hálfs. Og óttinn leiöir vissuiega af sér vigbúnaö en vigbúnaður leiöir aftur af sér ótta, allt tal i fréttum um aukinn vigbúnaö, fljúgandi herflugvélar, frétta- kvikmyndiraf nýjum morötólum, allt eykur á óttann. Vigbúnaöur eykur ekki friöinn meöal manna, hann eykur óttann, bægir friösæl- um stundum frá, eykur tor- tryggni manna á meöal, óttinn skeröir hamingjuskilyröi manns- ins, aukinn vigbúnaður merkir fleiri herflugvélar svifandi yfir höföum saklausra borgara minn- andi þá slfellt á hiö vitfirringa- lega kapphlaup til dauöans. Margir friöarsinnar telja, aö verja megi þeim gifurlegu fjár- munum sem nú er variö til vig- búnaöar til þess aö halda óttanum i skefjum, auka samskipti þjóöa og þar meö traust milli þjóöa. Um helmingur allra visindamanna i heiminum er talinn vinna viö vig- búnaöinn I einhverri mynd, um leiö og þeir auka vigbúnaö auka þeir ótta og um leiö og þeir auka ótta skeröa þeir hamingjuskilyrö- in. Hinar nýju friöarhreyfingar kirknanna eru sér meövitandi um pólitiska ábyrgö hins kristna manns I samfélaginu og þær eru sér umfram allt meövitandi um þaö, hvers kristin kirkja er megn- ug i þeirri nýju baráttu gegn vig- búnaöi sem nú er hafin þvi aö kirkjan er ekki bundin á klafa pólitiskra hugmyndakerfa, hún getur notfært sér þau ef svo ber undir en hún er aldrei til þeirra vegna. Þess vegna er kristin kirkja alþjóöleg; vitundin um, aö kirkjudagurinn i Hamborg og kirkjudagurinn i Stralsund viöur- kenna ekkert járntjald milli manna, þótt þaö sé milli tima- bundinna stjórnmála- og efna- hagkerfa, gefur þeim kraft til þess aö halda göngunni áfram. Séra Gunnþór Ingason, Hafnarfirði: Marglofuð viska og vísindi sam- tímans hafa vígst hernaðarhugsun Hver hugsandi maður, sem áhuga hefur á velferö og heill mannlegs lifs, hlýtur að hafa fylgst af eftirtekt með þeim tíöindum, aö einhverjar þær friðarhreyfingar eru orðnar til, sem þegar hafa áorkaö nokkru i þá átt aö rjúfa þaö net vitisvopna, sem umlykur nær þvi alla jörö. Allt frá siðustu heimsstyrjöld, sem á lokadögum sinum visaöi til þess með logandi kjarnorkueld- um, hvernig næstu heimsátök yröu, hafa stórveldi austurs og vesturs staðið albúin til átaka hvert gegn öðru og dregið aörar þjóöir margvislega inn i tog- streitu sina. Ahrif þeirra á þróun heims- mála hefur verið svo yfirþyrm- andi, að allt andóf gegn hug- myndum þeirra um striö og frið hefur verið næsta litiö og van- máttugt til þessa. Orka, fjármunir, mannvit og skynsemi hefur f jötrast þessari naubung og stuðlað að æ fjölbreyttari tor- timingarmöguleikum. Marglofuð viska og vi'sindi samti'mans hafa vigst hernaðarhugsun og fram- leiöslu i stað þess að nýtast til úr- lausnar á raunverulegum vanda þeirrar veraldar, sem senn er á þrotum vegna siðrænnar blindu og ábyrgðarleysis. Það eru vissulega straumhvörf i hugsunarhætti þegar spyrnt er gegn slikri hugmyndaeinokun — og vi'sindum og þekkingu beitt til friðarrannsókna og friðarstarfa. Þær rannsóknir sýna betur en tilfinningin og brjóstvitið eitt, hversu geigvænleg hætta fylgir kjarnorkuvopnum, átökum og striði. Vopnaöur friöur og orö af því tagi, sem réttlætt hafa stigmagnandi vopnakapphlaup eru þversagnir, sem engan veg- inn fá staðist athugun og ýtarlega skoðun. Slikt kapphlaup endar á einn veg visan og allir þeir sem eru viðriðnir það eru liklegir þátt- takendur i kjarnorkustriöi. Sú barátta sem beinist nú gegn aukningu kjarnavopna vestan járntjalds kann aö vera túlkuð sem hættuleg, einhliða aðgerð, sérstaklega fyrir þær sakir, að hún átti að vera mótleikur við siðustu ögrun austan að. En þaö skref, sém stigiö er til baka úr þessum ljóta leik er þó hiö eina rétta, þvi að þaö stefnir frá yfir- vofandi ógnum. Friðargangan mikla frá Kaup- mannahöfn til Parisar minnti á krossferðir fyrri tiöar. Þessi krossferð var þó aö þvi leyti til kristilegrien þær fyrri og þvi lik- legri til árangurs, aö hún var farin án vopna. Kristnir menn hafa þvi' miður lengstum verið tvistigandi i af- stöðu sinni til hernaðarumsvifa og fylgst þar oft heimsins hætti. Bræðravig hvers konar eru þó i hrópandi andstööu við kærleiks- erindi Krists, sem fremur krefst fómar en ofbeldis. Kristnir menn hafa iðulega i timanna rás aðgreint trúarlff og veraldar-um- svif. Súklofna afstaða þeirra hef- ur staðið gegn altækri réttlætis- kröfu Krists. Trúarlif þarf aðsnerta fleira en innhverfa og andlega þætti mann- legrar tilveru. Þaö hlýtur einnig að verba að beinast aö öllu félags- legu umhverfi manna. Vilji kristnir menn að trúar- hugsun þeirra hafi félagslegt gildi, sem hún gerir kröfur til hljóta þeir aö taka þátt i þeirri friðarbaráttu, sem stefnt er gegn tortimingarvopnum. Aldrei hefur friðarkrafan verið brýnni en nú, þegar ófriður getur þýtt eyðingu og auðn mannlifs og menningar. Ef forystumenn kirkjunnar standa saman og hafa hugrekki til aö varpa af sér þeim doöa, sem sættir sig viö núverandi ástand alþjóðamála, getur kirkj- an reynst sterkur aöili i friöar- baráttu og stutt hana trúarlegum rökum. Með því aö visa veginn fram til friðar og afvopnunar getur kirkj- an höföað til samvisku manna og unniö gegn þeim ótta þeirra og tortryggni, sem viðheldur ófriðarhættu. Fyrirhugaður fundur Alkirkju- ráðsins i Hollandi á komandi hausti vekur vonir og eftirvænt- ingu. Þá getur ráðist hvort kirkj- unni tekst að vera herra sinum það trú.aðhún beiti sér sameinuð og af afli til friðar og sátta. Friðarbarátta þessi á vissulega erindi hér á landi. Okkur er hollt að gefa þessum málum góðar gætur,ef við viljum vera friðelsk- andi þjóð/sem stendur utan styrj- aldarátaka. Miklu skiptir þó að umræður allar geti fariö fram án & þ-öngra flokkspólitiskra hags- muna og sjónarmiöa. Félgshreyfingar, sem eru óbundnar stjómmálum þyrftu þvi aö láta að sér kveöa i þessu máli og móta stefnu og starfsaðferðir. Islensk friðarhreyfing þarf aö eiga stuðning kirkjunnar visan og allra þeirra,sem láta sér annt um lif og land og framtið manns og heims. Veröldin er viðsjárverö og margs ber aö gæta og varast. Óttinn má þó aldrei ráða ferö heldur heilbrigð og heilvita hugsun. Siöferðisþroski, næm samviska og vilji til góðra verka eru besta vörnin gegn ógnun ófriðar og atómvopna. Trúin ein- læg og heil getur veitt þann þroska, ef hún sækir næringu til þessfrelsara sem friðinn veiúr og fylgir vilja hans eftir óttalaust. Séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri: Friður og afvopnun er grunntónn BibÚunnar Friður og afvopnun er grunn- tónn Bibliunnar. Það er íriðar- tónn i spádómsoröum Jesaja: „Og þær (þ.e. þjóðirnar) munu smiða plógjárn úr sverðum sinum og sniðla úr spjótum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hern- að framar.” (Jesaja 2,4) Friðarhugsjón spámannsins og sjáenda Bibliunnar náöi fótfestu á jörðu með íæðingu Jesú. Engum öðrum en honum ber frekar heitið Friðarhöfðingi. Að þessu leyti er hlutur kirkjunnar mikilvægur. Kirkjan er málsvari friðar. Það verður þó að segjast, að kirkjan nær skammt með þennan boðskap sinn. Svo hlýtur hver að játa, sem leiðir hugann að styrjaldarátökum og ófriðar- anda. Einu gildir, hvort litið er til Vesturlanda eða annarra heims- hluta. Með þvi er sagan ekki öll. Kirkjan á við ramman reip að draga. Vopnuð átök hafa fylgt mannkyni frá grárri forneskju. Orsökin er óréttlætiö i heiminum. Það leiðir ætið til ófriðar. Fyrr verður ekki friöur en tekist hefur að lækna þá meinsemd. í em- bættistökuræðu sinni sagði Francois Mitterrand: „Oryggi getur ekki rikt, þar sem óréttlæti ræður og skortur er á umburðar- lyndi.” Irland er vettvangur þessa vandamáls, svo að dæmi sé tekið. Langvinnt óréttlæti býr að baki átakanna þar. Að minni hyggju er rödd Krists i afstööu Tómasar Fiaich kardinála, þar sem hann brýnir fyrir breskum stjórnvöld- um að láta af þrjósku sinni. Jafn- framt hvetur hann ÍRA fanga til að láta af mótmælasvelti og for- dæmir morö og ofbeldi. (Belfast AP 21.5 1981) Benda vil ég á það, sem móðir Teresa sagði, er hún var stödd á Norður-lrlandi i júli s.l. „Allar aðgerðir, er eyða lifi, eru rang- ar.” Þessi er vitnisburður kirkj- unnar, hinn hreini tónn i friðar- baráttu liðandi stundar. En hver veit með vissu, hve stór eða smár hlutur kirkjunnar er i þessari baráttu, fyrr en upp er staðið? Sumariö 1970 sótti ég alheims- AtrAvifdAje* I 'Oe/ÁteuL’forf i bedéoUÁ cAUe þing lúterstrúarmanna, sem haldið var i bænum Evian á suðurströnd Genfarvatns i Frakklandi. Þar hlýddi ég á for- setann dr. Fredrik A. Schiotz flytja setningarræðu sina. Betur get ég ekki svarað spurningu um alþjóðlegt samstarf kirkjunnar en það birta hér kafla úr ræðu hans. Hann sagði: „Eftir heimsstyrjöldina þurfti að binda um sárin. Þörf var mikilla endurbóta. Andspænis þessarri miklu neyð kallaði Guð saman fulltrúa lútersku kirknanna i heiminum. Þeir komu saman i Lundi i Sviþjóð i júli 1947, þá urðu þau samtök til, er við nefnum: Lúterska heimssambandið (Lutheran World Federation)” Um hlutverk kirkjunnar komst dr. Schiots svo að orði: „Viö erum send inn i heiminn eins og hann er I dag. Köllun okk- ar er að þjóna náunganum i hvers kyns aðstæðum, sem hann er i þá stundina. Þaö er okkar hlutskipti að kærleikurinn verði hinn mikli áhrifamáttur i uppbyggingu þjóö- félagsins, svo að réttlætið verði ekki fótum troðið. Ef elska okkar birtist ekki i fullri alvöru, stað- fest i almennum mannréttind- um, borgaralegu frelsi, kynþátta- jafnrétti, umhyggju fyrir hinum vegvilltu i hinum öru þjóðfélags- breytingum og hjálp handa þeim, sem eru andlega eða likamlega óhæfir til aö sjá sér farboröa, — þá hefur kærleikur okkar brugö- ist.” Um friðarstarfið sagði forseti heimssambandsins: „Kirkjan notar aldrei mátt sverðsins i baráttu sinni. Hún verður alltaf að vera við þvi búin aö játa yfirsjónir sinar. Að gera það opinskátt, frammi fyrir heiminum, er i sjálfu sér að bera sannleikanum vitni.” Atta árum áður lýsti Hans Lilje friðarbaráttu hinna kristnu sam- taka, er hann talaði á þinginu i Hannover i Þýskalandi: „Ekki k með valdi né krafti heldur fyrir anda minn segir Drottinn her- sveitanna.” Sak. 4,6. Þetta var i skugga seinni heimstyrjaldar. Fimm þúsund manns höfðu ætlað vestur yfir járntjaldið frá Austur- Þýskalandi til að sitja þingið, en fengu ekki fararleyfi. Þingheim- ur minntist fjarveru þeirra meö þvi aö allir viöstaddir risu úr sæt- um sinum i hljóöri bæn. Hinn hljóöi bænarandi er guðsvar kirkjunnar. Sem þjónn kirkjunnar hefi ég leitast viöaðboða frið. Ég trúi þvi aö markviss kærleiksþjónusta og einlæg bæn um frið beri árangur. Guð er kærleikur, friður. Kristur sagði: Leitiö fyrst rikis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitastyðuraðauki. (Matth. 6,33) 1 framhaldi af þessu lýsti Páll postuli þvi riki með þremur orö- um: Réttlæti, friður, fögnuður. Friður getur aðeins komið „aö auki” þar sem réttlætis er fyrst leitað. Þessir eru hornsteinar al- heimsfribar og þann grundvöll hefur Jesús Kristur lagt. Hann er leiðin: „Minn frið gef ég yður.” (Jóh. 14,27) Sjá 10. síðu Aö óttast eöa óttast ekki. Plakat Kirkjudagsins I Þýskalandi t.v. stil- fært af friðarsamtökum leikmanna t.h.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.