Þjóðviljinn - 02.09.1981, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Síða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 2. september 1981 UODVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guöni Kristjánsson. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sfmavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösia og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavík, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. AJvopnun í Evrópu • Á haustfundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem haldinn er í Kaupmannahöf n verða m.a. til umræðu allar þær tillögur sem f ram hafa komið um af vopnunarmál og þá sér í lagi hugmyndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. • Svo mjög hefur þetta mál verið í sviðsljósi annars- staðar á Norðurlöndum síðustu mánuði að þess er örugg- lega beðið með nokkurri eftirvæntingu að hvaða niður- stöðu utanríkisráðherrarnir komast. íslensku NATÖ-f lokkarnir hafa enga tilraun gert til þess að móta afstöðu til kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum og því hafa f rændur okkar og vinir, sem vilja skilja okk- ur útundan í þessari umræðu af pólitískum ástæðum, getað skotið sér á bak við íslenskt áhugaleysi. • Þjóðviljinn hefur gert sér far um að kynna þann málflutning sem átt hefur sér stað meðal norrænna frænda vorra. Þróunin hefur verið örust í Noregi og þar hefur kosningabarátta knúið fram afstöðu flokka og hreyfinga. Þannig er nú komið að sjö af hverjum tíu Norðmönnum eru á móti svokallaðri Brússel-samþykkt, sem gerir ráð fyrir 572 nýjum Evrópuatómvopnum. Þrír af hverjum f jórum Norðmönnum eru þvf mótfallnir að Noregúr verði „varinn" með atómvopnum eins og norsk ar varnaráætlanir miða við. Og 53% Norðmanna eru fylg‘jandi því að Noregur, Finnland, Svíþjóðog Danmörk lýsi yfir kjarnorkuvopnaleysi án þess að „stærra evrópskt samhengi" fylgi með. Þetta er lína norska Alþýðusambandsins. Tuttugu og átta prósent eru mótfallnir slíkri einhliða yfirlýsingu, en 19% eru óákveðnir. ( könnun sem Arbeidarbladet gerði fyrr í sumar kom í Ijós að 70% Norðmanna voru fylgjandi- kjarnorkuvopnalausu svæði í „stærra evrópsku sam- hengi". Þetta er lína norska Verkamannaflokksins. í annarri könnun sem AAorgunblaðið norska gekkst fyrir varð niðurstaðan að 54% Norðmanna vildu norrænt kjarnorkuvopnalaust svæði án þess að það næði til Sovét- rikjanna. q . f Noregi hefur Jens Evensen sendiherra boðist til þess að útfæra texta samkomulags um atómlaus Norðurlönd, og skipuð hefur verið nefnd hernaðar- og friðarsérfræðingatil ráðuneytis stjórnvöldum um undir- búning að gerð slíks samkomulags. Þetta eru nokkur dæmi um hve krafan á sér djúpar rætur í norska almenn- ingsálitinu. • Að baki býr óttinn við atómstríð, áhyggjur vegna þess að Noregur er sífellt að dragast lengra inn í kjarnorkuvopnakerfi Bandarfkjamanna, og sannfæring f jöldans um aðeina vörnin gegn atómvopnum sé að hafa þau ekki og tengjast ekki notkun þeirra. • 10. afvopnunarráðstefna Sameinuðu þjóðanna 1978 samþykkti einróma að kjarnorkuvopnalaus svæði væru mikilvæg leið í afvopnunarátt. Stórveldin hafa fallist á slíkt svæði í Suður-Ameríku, og nýverið lögðu Banda- ríkjamenn til að AAiðausturlönd yrðu lýst atómvopna- laust svæði og um það gerður alþjóðasamningur. Hinsvegar hafa bandarísk stjórnvöld vísað öllum hugmyndum um kjarnorkuvopnalaus svæði í Evrópu á bug. Sovétmenn hafa að sínu leyti leikið þann leik að segjast vera opnir fyrir samningum um grisjun eigin atómvopna í tengslum við atómvopnalaus svæði í Vest- ur-Evrópu. Hvergi er tortryggnin og áróðurssamkeppnin milli stórveldanna meiri en í okkar heimshluta, og í 35 ár hefur afvopnunarviðleitni þeirra verið í hæsta lagi bið- leikir í refskák „stigmögnunar gagnkvæms misskiln- ings". • Æ f leiri eru komnir á þá skoðun að ásamt þrýstingi á viðræður um gagnkvæma afvopnun milli stórveldanna verði smá- og meðalstór ríki í Evrópu að hafa eigið frumkvæði f afvopnunarmálum innan hernaðarblokk- anna tveggja. Oft er þá bent á Júgóslavíu, Rúmeníu, Sviss og Austurríki sem dæmi um ríki sem rof ið hafa sig út úr gíslingu stórveldabandalaganna og tryggt sér um leið aukið öryggi. Það er löngu fullreynt að stórveldin ! munu ekki fara á undan með góðu fordæmi í afvopn- I unarmálum. Ekki er heldur víst að þau mun i taka sinna- skiptum þótt smærri ríki sýni frumkvæði. En þá leið er lífsnauðsyn að reyna. —ekh. j Pflippt j Misskilin I ihaldssemi Ií nýútkomnu hefti Sveitar- stjórnarmála er grein eftir Loga Kristjánsson bæjarstjóra um ■ málefni sem lengi hefur veriö Irætt um meðal sveitarstjórnar- manna. Greinin fer hér á eftir: „Þess er að vænta, að viða um ■ land fari nú fram umræður um Iskýrslu verkaskiptanefndar rlkis og sveitarfélaga, sem kynnt hefur veriö á fulltrúa- • ráðsfundum Sambands is- Ilenskra sveitarfélaga, einkum stjórnsýsluna. Efni skýrslunnar hefur verið kynnt á aöalfundum , landshlutasamtakanna 1980 og á Ivorráðstefnu Sambands sveitarfélaga I Austurlands- kiördæmi 6. og 7. júni 1980. Á , fjóröungsþingi Norðlendinga Ikom fram, aö fyrirhuguð sé sameiginleg ráðstefna félags- málaráöuneytisins og Sam- . bands islenskra sveitarfélaga til þess að ræða niðurstöður nefndarinnar, sem nú hafa verið sendar öllum aöalmönnum i • sveitarstjórnum, og þá væntan- Ilega einkum þann þáttinn, sem fjallar um endurskoðun stjórn- sýslukerfisins. ■ Tillögur nefndarinnar hafa fengið nokkuö misjafnar undir- tektir. Allflestir eru sammála um, aö lögformlegir valdhafar i ■ stjórnsýslu landsins verði Iaðeins tveir þ.e. rikisvald og sveitarfélög, og aö stefna skuli að sömu réttarstöðu fyrir öll • sveitarfélög. IStærstum hluta sveitar- stjórnarmanna er ljóst, að nauðsynlegt er aö færa mikið af ■ þjónustunni nær fólkinu, og það Iveröur ekki gert nema meö þvi að stækka sveitarfélögin. Hins vegar virðist misskilin • sjálfstæðisvitund og ihaldssemi Ivera einn helsti þrándur I götu þess, aö til sameiningar verði gengið. I I Góð reynsla ■ I af sameiningu Viða um land hafa sveitar- I* félög eitt eða fleiri bundist sam- tökum um sameiginlega lausn einstakra verkefna með góðum árangri, t.d. í heilsugæslu, á 1‘ skólamálum, brunavörnum o.fl. I öllum þessum tilfellum hefur fengist góð reynsla af samstarf- inu og fátt annað eftir en ,,aö J stiga skrefiö til fulls og sameina I þá”, eins og Helgi Gislason á I Helgafelli kemst að orði um • hreppana á Fijótsdalshéraði I J samtali við Sveitarstjórnarmál I i 3 tbl. 1980. I Hann telur, að Fljótsdals- ■ hérað stæði betur að vigi i ýms- 1 um málum en nú er, ef það væri Isameinað I eina stjórnarfars- lega heild. Svipaöa sögu er að segja um 1 hreppana i Borgarfjaröarsýslu Iofan Skarðsheiðar, sem komiö hafa upp formlegu samstarfi og sameinast um fjölmörg mál J og starfa nú i reynd sem eitt | sveitarfélag. Þá er ánægjulegt að lesa frá- I sögn Guðmundar Ingólfssonar I 1 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1980 Ium ótviræðan árangur af sam- einingu Isafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps, en sú samein- J ing var eini beini árangurinn af j tilraunum til sameiningar I sveitarfélaga 1966—1970. Sporin hræöa þvi ekki þar J frekar en á Norðurlöndunum. I Þar var sameiningin lögboðin I og sveitarfélögunum fækkað t.d. • I Sviþjóð úr 2500 i 278, i Dan- J mörku úr 1100 I 277 og I Noregi I úr 774 i 454. Þessi sameining efldi sveitar- félögin og færði þeim og ibúum þeirra aukið sjálfsforræði. Aukin þjónusta nœr fólkinu Ein meginforsenda þess, aö unnt sé að auka þjónustu við landsbyggðina og færa aukin völd heim i héruö, er að stækka sveitarfélögin. Helmingur þeirra eða 118 sveitarfélög af 224 eru með um 200 ibúa eða færri og eru það fámenn, að þau geta hvorki veitt ibúum sinum almenna þjónustu, staðið undir öllum þeim verkefnum, sem þeim er ætlaö, hvað þá heldur aö taka viö auknum verkefnum. Fleiri rök hvetja til samein-' ingar sveitarfélaga, eins og t.d. aö smáar einingar geta ekki nýtt sér nauðsynlegustu tækni, né skapað þvi fólki, sem byggöarlagið hefur kostað til mennta, atvinnu viö þess hæfi á heimaslóðum. Siðast en ekki sist hlýtur það að vera eölilegt, að byggðir, sem vinna aö höfuð- málum byggðarlaganna, velji sér forystumenn sem ein heild og að hver þegn þessarar heildar leggi til samfélagsins i samræmi við það, sem hann aflar en höfðatölureglan verði ekki látin ráöa kostnaðarskipt- ingunni. Það, sem helst virðist standa i vegi fyrir sameiningu, er ótti smærri sveitarfélaganna, sem minnsta þjónustu veita, við að sameinast stórum sveitarfél- ögum, þangaö sem þjónustan er sótt, og kjósa þvi heldur að sam- einast um einstaka mál og fá landshlutasamtök eða sýslu- félög til að leysa önnur verkefni, sem aö mörgu leyti væru betur komin heima fyrir. Mismunandi álagningarpró- senta útsvars og skiptar póli- tiskar skoöanir koma hér til meö að ráða nokkru. Þessir þættir mega ekki veröa hindrun i eflingu byggðar á Is- landi. Tillögur verkaskiptanefndar um sýslur og landshlutasamtök eru sá hlutinn, sem hvað mest- um ágreiningi veldur, og kemur þar fyrst og fremst tvennt til: Ketfiö samt við sig 1 fyrsta lagi hefur fulltrúum sveitarfélaganna ekki tekist að ná samkomulagi við fulltrúa rikisins I nefndinni, þ.e. sýslu- menn, um aö leggja sýslurnar alveg niður. 1 ööru lagi virðast fram- kvæmdastjórar landshlutasam- takanna telja sér og samtökum „sinum” vera misboðið þar sem ekki er gert ráð fyrir lögbind- ingu landshlutasamtakanna. Þeir hafa þvi undir forystu áheyrnarfulltrúa sins i nefnd- inni beitt sér gegn tillögunum og sameingingu sveitarféiaganna. Astæða er til að vekja athygli á áhuga embættismanna til að viðhalda kerfinu. Kerfiðersamt við sig. Landshlutasam- tökin hindra stœkkun Um svipað leyti og árangurs- litið var unnið að sameiningar- málum sveitarfélaganna, fór landshlutasamtökum þeirra að vaxa fiskur um hrygg. Til þessara samtaka sóttu fá- mennari sveitarfélögin styrk og aöstoð til að geta starfaö áfram sem sjálfstæðar einingar. . Landshlutasamtökin hafa þvi I átt þátt i þvi að viðhalda þessum I smáu einingum, og hefur á milli 1 þessara aðila skapast „sam- J tryggingarkerfi”. Landshlutasamtökin eru sú I eining, sem efla á milli rikis og J sveitarfélaga eftir þvi, sem J sveitarfélögin í hverjum fjórð- I ungi telja æskilegt, en sýslu- I félög i núverandi eða nýrri ■ mynd á að leggja niður. Einföldum kerfid I tillögum verkaskipta- nefndar er lagt til, aö sýslumörk verði ákveðin með lögum og J sýslunefndir verði nokkurs . konar oddvitafundir. Hvort tveggja er óþarfi, þvi I eftir að sveitarfélögin hafa J verið stækkuð, er það lág- . markskrafa, að sú þjónusta sem I veitt er af bæjarfógetaem- I bættum minni bæjarfélaga, J verði veitt I sérhverju sveitar- . félagi auk efldrar þjónustu frá I bönkum. Húsnæðisstofnun I rikisins, Vegagerð rikisins og J fleiri stofnunum. Við þessa breytingu væri j sjálfsagt að fella niöur hið tvö- | falda innheimtukerfi rikis og | sveitarfélaga, og gætu sveitar- ■ félögin auöveldlega séð um inn- I heimtuna og einnig annast þjón- I ustu fyrir Tryggingastofnun | rikisins og sjúkrasamlög. Ann- ■ arri rikisþjónustu ætti að koma I fyrir I einu eða fleiri sveitar- I féiögum eftir aðstæðum og teg- | und þjónustu. A svipaöan hátt ■ myndu tvö eða fleiri sveitar- I félög sameinast um lausn verk- | efna eftir aðstæðum likt og gert | var i sambandi við skiðalyftuna ■ i Oddsskarði. Atta þjónustusvæði Á aðalfundi SSA árið 1979 var ■ samþykkt tillaga þess efnis að I skipta Austurlandi upp i 7—8 I þjónustusvæði. Hvert þessara I svæöa er hæfilega stórt sem eitt ■ sveitarfélag og hljóta fyrr eða I siöar að verða það. Full ástæða er fyrir íbúa þess- I ara svæða að fara að leggja ■ niður fyrir sér kosti og galla I sameiningar og átta sig á þvi, | hvað þeir vilja. Eg er sann- I færður um, aö kostirnir eru ■ margfalt fleiri og vega miklu I þyngra en þeir ókostir, sem I mönnum gæti sýnst, að viö þetta I væru. Ætti þvi þegar að hefja ■ undirbúning að sameiningu I sveitarfélaga á þessum svæö- I um. Þeir, sem eru hikandi við I sameiningu, ættu að beita sér ■ fyrir samstarfi innan þessara I svæða á sem allra flestum svið- I um og knýja sameiginlega á I rikisvaldið um þjónustu á svæð- ■ unum. SSA ætti nú þegar að lita á I þessi svæöi sem sinar grunnein- I ingar og breyta lögum sinum ■ þannig, að á aðalfundi kysu I þessi þjónustusvæði fulltrúa | sina i ákveönu hlutfalli við ibúa- I fjölda svæðanna. * Ennfremur verði það sett i I lög, að hvert svæði ætti einn I mann i stjórn. Með þessu móti I mætti yfirstiga þann ótta, sem ■ viröist rikja varöandi það, sem I koma skal. Að lokum vil ég minna á, að I þessar smáu einingar uröu til, ■ þegar hvaö mest vesöld var i I landihérogmennáttu ekki ann- I aö en tvo jafnfljóta til að komast I leiðar sinnar. ■ Þaö er kominn timi til, að I sveitarstjórnarmenn átti sig á I þvi, að aukin velferð og bættar I samgöngur bæði krefjast og J auðvelda sameiningu sveitar- I félaga”. oa skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.