Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.09.1981, Blaðsíða 10
1U aiuii — HjuuviLjinn MlOviKudagur 2. september 1981 Aðaláhyggjuefni þeirra manna i þjóöfélagi voru sem hafa meö- gjörö meö málefni aldraöra, er aö fólk skuli lifa svona lengi sem raun er á. Manni getur komiö i hug, aö eflaust væri þaö kærkom- inn greiöi geröur slfkum mönnum aö fólk vildi gera svo vel og deyja áöur en þaö kæmist á ellillfeyris- aldur, þvi þá þyrfti ekki aö angra ráöamennina, sem hafa komist úr múrverki eöa saumastofu, á bökum þessa gamla fólks upp i valdastóla og skammtaö aö geö- þótta sinum gamla fólkinu ellilif- eyri af þvi fé sem þaö hefur sparaö sér til elliáranna. Islenska þjóöin er meö einn hæstan meöalaldur af þjóöum heims. Nú mun láta nærri aö meöalaldurinn sé aö nálgast 80 ár, og er þaö þess valdandi aö aragrúi vandamála hrúgast upp til mikillar hrellingar fyrir þá sem sitja i forstjóra—eöa deildarstjórastólum. Hver ein- staklingur sem nær þvi aö veröa 67 ára gamall eöa eldri, er oröinn vandræöagripur i stofnunum einsog tryggingamála — hús- næöis — félagsmála — öldrunar- mála og kannski einhverjum fleiri stofnunum. Allir stjórar þessara stofnana segjast vera aö' vinna aö máiefnum aldraöra, ekki er óliklegt aö þeir tali um þaö svona annaö slagiö, þvi orö eru til alls fyrst, en einhvernveg- inn finnst manni aö oröin séu látin nægja, framkvæmdirnar séu minni en oröaflaumurinn. Aö undanförnu hefur mátt lesa hverja stórgreinina af annarri I blööum hér i Reykjavik, skrif- aöar af mönnum sem ætla má aö geti haft veruleg áhrif á málefni aldraöra sem þeir eru aö skrifa um, en bogfimi þeirra er ekki meiri en svo, aö þeir skjóta ætlö framhjá markinu, þvi aö kjarna málsins koma þeir ekki, likt og þeim sé þaö all framandi aö til sé gamalt fólk, sem á sinn þjóö- félagslega rétt i þessu landi. Eitt vita þó þessir skriffæru menn um gamalt fólk, þaö er, aö þaö hefur á undanförnum árum safnaö sér nokkru sparifé og lagt þaö i sjóöi, þetta sparifé hefur þaö fengiö meö samningum stéttar- félaganna viö atvinnurekendur en hvert stéttarfélag samiö fyrir sina félagsmenn um llfeyrissjóö þeim til handa og ber félögunum aö varöveita þann sjóö fyrir hönd sinna félagsmanna. Enda ekki öörum betur trúandi fyrir sllkum fjármunum. En þetta sparifé fólks fékk ekki að vera I friöi fyrir stjórnvöldun- um, lög voru samin og samþykkt á alþingi og þau múruö inn I f jár- málakerfiö, aö skilyröislaust voru lifeyrissjóöirnir skyldaöir til aö skila 40% af ráðstöfunarfé sinu sem eyöslueyri inn I fjármála- kerfi rikisvaldsins. 1 Þjóöviljanum þ. 5. ágúst s.l., segir formaöur húsnæöismála- stjórnar, ,,Ég vil fá fjármagn líf- eyrissjóöanna inn I húsnæöis- kerfiö og efla þaö svo aö þaö geti lánaö I miklu stærri mæli. Þeir sem ráöa lifeyrissjóöunum vilja hafa stjórn á þessu fjármagni sjálfir, og tryggja aö þeirra líf- eyrisþegar njóti þess”. Samkvæmt þessu viröist for- maðurinn állta aö lifeyrissjóð- irnir séu bara lánastofnanir og aö þaö sé eitthvaö i þoku fyrir honum aö tilgangur sjóöanna sé annar. Þaö skal upplýst fyrir þeim sem á vilja hlýöa aö llf- eyrissjóöirnir eru fvrst og fremst stofnaöir til aö greiða út llfeyri til þeirra félaga sinna er þess þurfa, þ.e. ellillfeyri, örorkulifeyri ekknabætur og barnallfeyri svo nokkuö sé nefnt, þetta er aöaltil- gangur sjóöanna, á eftir þvi kemur svo að veita lán þeim sem eru I lifeyrissjóöi til aö kaupa eöa byggja Ibúðir yfir sig og sina, þaö hefur bara verið einn þáttur I Adolf J. E. Petersen: Aldrað fólk í framskógi starfsemi lifeyrissjóöanna, ekki aöalatriöiö. Meö lögunum um aö taka af lifeyrissjóöunum 40% af ráöstöfunarfé var starfsemi þeirra skert, þeir uröu ekki lengur frjálsir aö þvl aö ráöstafa sinu eigin fé, hinir löngu fingur rikiskerfisins, virtu ekki Jengur eignaréttinn en drógu til sln stór- an hluta af fé llfeyrissjóðanna. Ef nú ætti aö færa húsnæöis- málastofnúninni á silfurbakka meira fjármagn úr llfeyris- sjóöum en þessi 40%, jafnvel allt ráöstöfunarfé þeirra þá veröur ekki mikiö eftir handa þeim sjálf- um til aö gegna slnu hlutverki, sem er þá lika óverötryggt. Fer þá aö veröa harla litiö eftiraf samningunum milli stéttarfélag- anna og atvinnurekenda um Hf- eyrissjóöi, sem I upphafi sjöunda áratugsins var verið aö koma I framkvæmd. því sjálfsagða rétt- lætismáli, sem rikisvaldiö haföi áöur vanrækt aö hafa forgör.gu um og nagar sig nú i handabökin fyrir aö hafa ekki gert. Mismunun Þrátt fyrir þaö, aö stéttar- félögin hafi flest eöa öll llfeyris- sjóöi fyrir sina félagsmenn þá er samt enn fjöldi fólks sem engan lifeyrissjóö hefur og á þar af leið- andi hvergi höföi slnu aö halla þegar komiö er aö starfslokum i ævi þess. Hvers á þetta fólk aö gjaida? Hver vill svara þvl? Þaö ættu stjórnarvöld aö gera og breyta nú til og bæta fyrir van- rækslu fyrri stjórnvalda meö lög- um frá alþingi um einn llfeyris- sjóö fyrir alla landsmenn og verö- tryggja þann sjóö. Hinir mörgu llfeyrissjóöir hafa oröiö I heild einskonar frum- skógarkerfi, sem stjórnvöld hika viö aö fara inn I af ótta viö aö vill- ast inn I myrkviöinn, sem þau' sjálf hafa átt sinn þátt I aö mynda. Sem dæmi má nefna aö stjórnvöld verötryggja aðeins einn lifeyrissjóö af um eitt hundr- aö slikum, meö þvi eru þau aö mismuna þjóöfélagsþegnunum á hinn ranglátasta hátt. Aö mis- muna þjóðfélagsþegnunum á þennan hátt sem rikisvaldiö gerir og hefur gert, er brot á þvl siöa- lögmáli sem viögengist hefur aö allir séu jafnir fyrir lögunum, i þessu tilviki viröist þaö ekki vera virt. 1 upphafi þessa máls, var ég aö tala um lifskjör gamla fólksins, og þá aöbúö sem þaö hefur frá hendi þeirra sem mestu ráöa um þeirra mál. Einhvernveginn er þaö svo aö maöur veröur þess áskynja að ráösmenn öldrunar- mála sjái ekki nema litinn hluta þess mikla vanda sem gamalt fólk býr viö, og geri sér ekki grein fyrir hve þjáning þess er mikil. 1 ellihrumleika slnum einangrast þaö frá lifsstraumnum, býr oft eitt I herbergi, kannski lasiö en fær enga hjálp, getur ekki einu sinni matbúiö fyrir sig sjálft, en hefur þaö allra minnsta i þeim efnum og án þess aö finna bein- linis tii þess þá þjáist þaö af nær- ingarskorti. Verst er þó kannski einangrunin, hafa ekki neinn til aö tala viö eöa umgangast, þaö veröur miöur sin af innilokunar- kennd og einmannaleik, fellur oft i grát, eins og lltil börn sem eru einmanná á myrkri eyöimörk. Hafa ráösmenn öldrunarmála nokkurntlma skyggnst inn I þennan dapra heim hinna öldr- uðu? Heyrt hefur maður þaö, og á eftir hafi veriö sagt, ,,þaö lifir þetta einhvernveginn af”. Eigi skal vanmetiö þaö sem ýmis llknarfélög leggja til þess- ara mála, en þau geta aldrei leyst Adolf J. E. Petersen þetta stóra vandamáj aöeins geta afskipti þeirra linaö sárasta broddinn likt og ópium þjáningu sjúklings, á þaö er ekki hægt aö byggja, enda I sumum tilvikum kannski dálitiö vafasamur greiöi likt og aö sletta mislitri bót á slitna og götótta flik. Þaö veröur aö fara aö lita raun- sætt á þessi mál, happa og glappa stefnan, sem rlkt hefur I málum aldraöra hefur runniö sitt skeiö, þaö er hægt aö leysa þennan vanda á fáum árum ef viljinn er meö og rétt er að staöið. Ef stjórnvöld heföu á árunum '1950—60 veriö svo framsýn aö stofna þá lifeyrissjóö fyrir alla landsmenn, þá væri þessum málum öllu betur komiö en nú er, ef vel heföi veriö aö þvi staöiö, sem viö skulum vona aö veriö heföi. Þeir fjölmörgu lífeyrissjóöir sem nú eru til I landinú eru flestir stofnaöir meö samningum en ekki löggjöf aö einum undanteknum. Þessir sjóöir eru misstórir vegna mismunandi fjölmennis i félög- unum, þar af leiöir aö fámennari sjóöirnir eru ekki þaö fjársterkir aö þeir geti veitt félögum sinum eins mikla þjónustu og þeir sem fjölmennari eru. Meö þessu kemur fram mismunun meöal llf- eyrissjóösfélaga almennt. Þegar fariö var aö ræöa þaö mál aö alþingi setti löggjöf um einn lifeyrissjóö fyrir alla lands- menn, og þeir sjóöir sem fyrir væru rynnu þá i eitt, uröu stjórnir margra sjóöanna þvi mótfallnar vegna þess aö þá misstu þær fyrir hönd sinna félagsmanna ráðstöf- unarréttinn yfir eigin fjármagni, jafnframt þvi aö margir óttuðust aö alþingi kysi pólitískt i stjórn hins almenna llfeyrissjóös, sem gæti leitt til þess aö lifeyrisþegum yröi þá mismunaö eftir pólitiskri litarskoöun, — i kjölfar þess kæmi svo togstreita milli þeirra i einstöku málum sem svo ieiddi af sér þunglamalegt stjórnkerfi er gæti skaöaö lifeyrisþega, félags- leg sjónarmiö og mannleg sam- skipti gengju þá fyrir garö. Einn lifeyrissjóð Nú þýöir ekki lengur aö horfa á þetta ástand eins og þaö er, allir sem fylgjast nokkuö meö þessum málum vita, aö lifeyrissjóöa- kerfiö eins og þaö er, er ekki þess umkomiö aö leysa vandamál lif- eyrisþega nema aö mjög tak- mörkuöu ieyti og nær alls ekki til allra landsmanna.Auk þess er þaö óverötryggt. Llka vofir yfir aö sú geti raunin oröiö innan tiðar, aö lifeyrissjóöirnir veröi sviftir öllu ráöstöfunarfé sinu, vegna utan- aökomandi þrýstings eins og t.d. frá húsnæöismálastofnuninni, samkvæmt þvi sem áöur hefur fram komiö. Og þeir eru fleiri sem vilja fá þykka sneið af þeirri köku. Hvaö yröi þá eftir af fjár- magni lifeyrissjóðanna handa llf- eyrisþegum? þ.e. gamla fólkinu, sem á sinn hlut I þessum sjóöum, með þvi yrði beinlinis ráöist að lifskjörum þess. Þaö þolir ekki neina biö aö úr þessu ástandi veröi bætt. A al- þingi þvl er saman kemur i haust, verður aö leggja fram og sam- þykkja frumvarp til laga um einn lifeyrissjóö fyrir alla landsmenn, tekjum til hans verði aflaö á sama hátt og nú er gert hjá llf- eyrissjóöunum, eöa ef önnur aö- ferö finnst betri þá skal nota hana. 1 lögunum veröa að vera ákvæöi um: I fyrsta lagi aö hann sé verðtryggður, og úr honum veröi greiddur lifeyrir samkvæmt þeirri reglu aö allir sem eru orönir llfeyrisþegar fái sömu upphæö I llfeyri, án tillits til þess hvaö þeir hafi starfaö áöur og hvaöa laun þeir hafi haft. Stiga- kerfiö veröi að þvi leyti lagt niöur. Stjórn fyrir sjóöinn veröi skipuö ,af Alþýöusambandi Islands og Bandalagi starfsmanna rlkis og bæja, og einum manni sem trygg- ingamálaráðherra tilnefnir, sem sé þó ekki formaöur stjórnar- innar. Forstjóri fyrir sjóönum veröi tryggingafræðingur eöa maöur meö hliöstæöa menntun, annaö komi ekki tilgreina. Eg legg áherslu á þaö, aö þaö þolir enga biö aö minu mati aö leysa vandamál aldraöra, og þaö sé hægt aö gera meö þessu móti sem ég hef bent á. LifeyrissjóÖur- inn á aöeins aö vera einn og sinna raunhæft þvi hlutverki sem honum er ætlaö. Aö gamla fólkiö, sem hefur lagt fé sitt I lífeyris- sjóöinn fái aö njóta þess sem best á sinu ævikvöldi hvaö alia aöbúö snerti. Alþingi og valdsmenn, geta ekki skorast undan þvi aö taka á þessu máli meö djörfung og láta það vera forgangsverkefni, svo brýnt sem það er. íbúð óskast til leigu Vantar nauðsynlega 2ja til 3ja herbergja ibúð i vesturbæ eða miðbæ. Við erum 26,20 og 7 ára og verðum öll við nám i vetur. Hægt er að greiða töluverða fyrirfram- greiðslu fyrir góða ibúð. Upplýsingar i sima 35568. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aó biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - rneö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. o 'RAFAFL Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.