Þjóðviljinn - 02.09.1981, Qupperneq 14
1 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. september 1981
ALÞÝÐUBANDALAGID
Opinn fundur með Svavari
Alþýðubandalagið i Vestur-Skaftafellssýslu boð-
ar til almenns og opins stjórnmálafundar með
Svavari Gestssyni félagsmálaráðherra að Leik-
skálum, Vik i Mýrdal föstudaginn 4. september
kl. 20.30.
Alþýðubandalagið I Vestur-
Svavar Gestsson Skaftafellssýslu
Aðaifundur kjördæmisráðs á Norðurlandi-vestra:
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra kemur sam-
an til fundar á Hvammstanga n.k. laugardag 5. september kl. 13.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir félagsbundnir Alþýðubandalagsmenn velkomnir á fundinn.
Stjórn kjördæmisráösins
Ragnar Arnalds Guðmundur J.
Almennur fundur á Hvammstanga
1 tengslum við aðalfund kjördæmisráða Alþýðubandalagsins á Norður-
landi vestra verður almennur stjórnmálafundur i Félagsheimilinu á
Hvammstanga laugardaginn 5. septembern.k. og hefst kl. 15:00.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Is-
lands, og Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, hefja umræður og sitja
fyrir svörum.
Fundurinn er öllum opinn!
Alþýðubandalagið
VIÐTALSTÍMAR
þingmanna og borgarfulltrua
Viðtalstimar þingmanna
og borgarfulltrúa
Laugardaginn 5. september
milli kl. 10 og 12 verða til
viðtals fyrir borgarbúa á
Grettisgötu 3:
Guðmundur Þ. Jónsson og
Guörún Helgadóttir
Eru borgarbúar hvattir til að
nota sér þessa viðtalstima.
Guðmundur
Guðrún
Alþýðubandalagið
á Vestfjörðum
Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður
haldin iTálknafirðidagana 12. og 13. september n.k. og hefst klukkan 2
eftir hádegi laugardaginn 12. september.
Á kjördæmisráðsteínunni verður rætt um stjórnmálaviöhorfið, hags-
munamál kjördæmisins, félagsmál Alþýðubandalagsins á Vestfjörð-
um, sveitarstjórnarmálin og fleira.
Alþýðubandalagsfélögin á Vestfjörðum eru hvött til að kjósa fulltrúa
sina á ráðstefnuna hið fyrsta.
Stjórn kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins á Vestfjörðum
Aukafundur i borgarstjóm Reykjavikur:
Mörg ágreiningsmál
Á fimmtudaginn kemur verður
aukafundur i borgarstjórn
Reykjavikur og liggja fyrir
honum fjölmörg ágreiningsmál,
stór og smá, en sem kunnugt er
getur borgarráð nú ekki útkljáð
slik mál þótt borgarstjórn sé I
sumarleyfi.
Meðal þeirra mála sem fyrir
fundinum liggja er ákvörðun
hafnarstjórnar um byggingu
skipaverkstöðvar i Reykjavik, en
borgarráð visaði þeirri tillögu til
afgreiðslu borgarstjórnar.
Ágreiningur er um stofnun Fjöl-
brautarskóla við Ármúlaskóla og
vill meirihlutinn samþykkja
samning þar að lútandi við rikið,
en Sjálfstæðisflokkurinn er á
móti. Agreiningur er um aftur-
köllun á byggingarlóð til einstak-
lings en meirihluti borgarráðs
komst að þeirri niðurstöðu að
lóðarhafi hafi beitt blekkingum
og skýrt ranglega frá stað-
reyndum til þess að fá lóðina.
Liggur m.a. fyrir yfirlýsing þess
efnis frá starfsmanni mannsins.
Sjálfstæðisflokkurinn vill að
maðurinn haldi lóðinni. Þá er
ágreiningur um fjárveitingar til
breytinga á húsnæði Borgar-
skipulagsins við Borgartún og
flutning fjárveitingar umhverfis-
málaráðs til framkvæmda við
Tjörnina i Torfuframkvæmd-
irnar.
Þá er ágreiningur um tillögu
Alberts Guðmundssonar um að
þegar i stað verði kosin nefnd til
að undirbúa 200 ára afmæli
borgarinnar árið 1986 en aðrir
borgarráðsmenn vilja ekki fallast
á hana. Telja þeir eðlilegra að sú
borgarstjórn sem kosin verður
næsta vor og kemur til með að
bera alla ábyrgð á undirbún-
ingnum kjósi slika nefnd. Þá má
nefna ágreining um að leggja
teiknistofu Borgarspitalans niður
svo og ágreining sem Albert
Guðmundsson gerir um fjárveit-
ingar til þess að breyta húsnæði
Hvitabandsins þannig að þar
verði hægt að sinna öldruðum. Þá
verður áreiðanlega hart deilt um
þá tillögu meirihluta borgarráðs
að láta deiliskipuleggja ibúða-
byggö 1 Sogamýri á grundveili
þeirrar- teikningar sem fyrstu
verðlaun hlaut i samkeppni þar
um. Leggur meirihluti borgar-
ráðs til að verðlaunateikningunni
verði breytt m.a. þannig að
lækkuð verði húsin næst Gnoða-
voginum. Sjálfstæðisflokkurinn
vill hins vegar ekki að byggt verði
á svæðinu.
Þá má eiga von á deilum um
aðild Reykjavikur að nýrri
heilsugæslustöö á Seltjarnarnesi
en heilbrigðisráð hefur lagt til að
þangað sæki Vesturbæingar
heilsugæsluþjónustu. Albert
Guðmundsson er alfarið.á móti
þvi að Reykvíkingar leiti út fyrir
hreppamörkin til eins eða annars
en Davið Oddsson gerir ágreining
um kosntnaðarhliðina og vill ekki
að borgin eigi mann i stjórninni.
Að lokum má nefna að Sigurjón
Pétursson gerir ágreining um
kaup borgarinnar á landareign
við Grafarholt, sem erfingjar
Björns Birnis eru að selja.
—AI
Offjölgun á arkitektum
Nýlega barst blaðinu fréttatil-
kynning frá DSSA Deild sjálfstætt
starfandi arikitekta. Nýlega var
haldinn sameiginlegur fundur
stjórna félaga sjálfstætt starfandi
arikitekta á Noröurlöndum. Siðan
segir i fréttatilkynningunni að i
ljós hafi komið að arkitektar eigi
á Noröurlöndum við svipuð
vandamál að striða, hvaö varði
samninga við launþega, öflun
verkefna og ýmis innri málefni.
Þá segir að lokum i fréttatil-
kynningu þessari:
Atvinnuleysi meöal arkitekta i
Danmörku er um 14%, um 2% i
Sviþjóð, en ekki er teljandi at-
vinnuleysi i Noregi, Finnlandi og
á tslandi. A öllum Norðurlönd-
unum er veruleg offjölgun á
arkitektum, sem fljótlega mun
leiða til aukins atvinnuleysis, að
óbreyttu ástandi. Fundarmenn
voru sammála um aö leggja
þyrfti aukna áherslu á hinn hag-
nýta hluta arkitektanámsins.
Formaður Islensku deildar-
innar er Bárður Daníelsson. Aðrir
i stjórn eru arkitektarnir Haukur
Viktorsson og Karl-Erik Rocksén.
A Bílbeltin
^ hafa bjargað
Þjóðviljinn
— Sandgerði
Þjóðviljinn óskar að ráða umboðsmann i
Sandgerði til að annast dreifingu og inn-
heimtu fyrir blaðið. Þarf helst að taka til
starfa 1. september.
Uppl. hjá framkvæmdastjóra i sima 81333.
DJOMIUINN
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Kristin Einarsdóttir
Hæðargarði 50
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 3.
september kl. 10.30 f.hád.
Sigurður Jónsson
Erna Jónsdóttir
Birna Jónsdóttir
Kristinn Sigurðsson
Hólmfriður Jónsdóttir
Dagbjartur Grimsson
Haraldur Ólafsson
Gunnhildur Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Blaðbera vantar strax!
í eftirtalin hverfí:
• Sörlaskjól — Granaskjól
tt Efstasund — Skipasund
• ' Flyðrungrandi — Meistaravellir
• Þingholtin
Afleysingar víðsvegar um borgina.
Ath. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar!
V etrarálag
Þjóðviljinn mun i vetur greiða 10% vetrarálag á
föst laun blaðbera fyrir mánuðina október—mars.
Er þetta hugsað sem ofurbtil umbun til þeirra,
sem bera blaðið út reglulega og timanlega i
misjöfnum veðrum.
Þeir sem hafa byrjað blaðburð 1. september eða
fyrr fá álag þetta greitt á októberlaun.
Auðvitað fer Þjódviljinn að landslögum og
greiðir 8.33% orlof á ÖLL LAUN blaðbera