Þjóðviljinn - 03.09.1981, Page 5
Fimmtudagur 3. september 1981 ÞJOÐVILJIÍMN — StÐA 5
Loðna sem er full af rauðátu er sérstaklega eftirsótt til frystingar i fiskeidisfóður.
Norðmenn langt á undan íslendingum í loðnunýtingu:
Kyrrstöðu í fiskimjöls-
framleiðslu á að rjúfa
Loðnan er gott hráefni í manneldisvöru
Þegar þetta er skrifað þá hefur
loks tekist að ákveða islenskt
loðnuverð tilm jöl- og lýsisvinnslu
og er það 45 aurar fyrir kiló-
grammið. Loðnuverðið var
ákveðið af yfirnefnd með atkvæð-
um oddamanns frá rikinu og selj-
enda, sjómanna og útgerðar. Ég
hef engin gögn i höndum nií til að
leggjadóm á þetta verð, og mun
þvi ekkiræða þennan mikilsverða
þátt loðnuveiðanna hér. Hinsveg-
ar ætla ég méi að benda hér á
þann þátt i loðnuvinnslu sem við
Islendingar höfum ekki tileinkað
okkur ennþá. Hér er reyndar um
tviþætta vinnslu að ræða. Annars-
vegar vinnsla loðnu sem flutt er
að landi i kæligeymslum og unnin
i mjöl og lýsi i sérstökum verk-
smiðjum með gufuþurrkurum,
sem fiskeldisfóður. Hinsvegar er
um frystingu á nýrri loðnu að
ræða, sem siðan er notuð sem
blautfóður við fiskeldi. Loðna
sem er full af rauðátu er sérstak-
lega eftirsött til frystingar I fisk-
eldisfóöur, þar sem rauðátan
inniheldur það efni sem stuðlar að
rauðbleika litnum á vöðva lax-
fiska. Þá telja fræðimenn á þessu
sviði einnig, að rauöáta stuðli að
hinu eftirsótta bragði laxfiska.
Hér á landi eru engar verk-
smSJjur til sem unnið geta sllkt
fiskeldisfóður. Norðmenn hafa
hinsvegar byggt nokkrar slíkar
verksmiðjur á siðustu árum, en
tilþeirra erugerðar sömukröfur,
eins og þegar framleitt er mann-
eldismjöl, bæði hvað viðkemur
hreinlæti og búnaði. Þá hafa
mikg loðnuveiðiskip Norðmanna
nú verið búin frystivélum, og sér-
stökum frystilestum. Þessi skip
taka loðnuna spriklandi beint úr
nótinni til frystingar i fiskeldis-
Jóhann J.E. Kúld
fiskimá!
fóður. Að sjálfsögðu þarf að
greiða hærra verð fyrir loðnu sem
notuð er i þessu skyni, þar sem
meðferð hennar er allt önnur,
heldur en til venjulegrar mjifl og
lýsisvinnslu eins og við Islending-
ar þekkjum. Það verð sem norsk-
ir útgerðarmenn og sjómenn fá
nú greitt fyrir frysta loðnu úr
skipunum er samkvæmt samn-
ingi á milli Feitsildfiskernes
Salgslag og Félags fiskeldis-
manna eftirfarandi, og erþá mið-
að við lágmarksverð, norskar
krónur 1.35 fyrir kg. Þetta er I is-
lenskum krónum samkvæmt
kaupgengi þegar þetta er skrifað
kr. 1.84 fyrir kg. Kaupandi annast
uppskipun, en geri hann það ekki
þá greiðir hann 4 aura norska á
kg. fyrir uppskipunina. Fyrir
loðnu sem komið er með að landi i
kæligeymum og dæmistaf norska
fiskmatinu hæf i fiskeldisfóður
greiðist nú N kr. 75.00 f yrir hektó-
litra, sem skal vera með 94 kg.
innihaldi. Þetta er i íslenskum
krónum samkvæmt skráðu kaup-
gengi 96.40 fyrir hektólítra, eða
kr. 1.02 rúmlega fyrir kg. Eins og
mdl frystu loðnuna þá annast
kaupandi uppskipun Ur kæli-
geymunum.En geri hann það það
ekki þá greiðir hann N.kr. 1.50
fyrir hvern hektólitra til viðbótar
fyrir uppskipunina.
Þessi loðnuvinnsla Norðmanna
I verðmeira mjöl og lýsi verður
með hverju ári sem liður vaxandi
þáttur i' heildarvinnslu þeirra,
enda eruþeirnú komnirmeð fisk-
eldi þar sem framleiðslan var
7500 tonn af laxfiskum á sl. ári en
heildarverðmæti hennar til fram-
leiðenda N.kr. 242 milljónir.
✓
Islendingar að daga
uppi í loðnunýtingu
Snemma á þessari öld kenndu
Norðmenn okkur Islendingum að
verka saltslld og siðan að nýta þá
sild i mjöl og lýsisvinnslu sem
ekki var hægt að salta. Þeir
byggðu fyrstu sildarplönin og
reistu fyrstu sildarbræðslumar á
íslandi. Við vorum mjög náms-
fúsir á þessu nýju möguleika i
islenskum sjávarútvegi og til-
einkuðum okkur þá furðu fljótt,
með yfirtöku norskra eigna á
þessu sviði.svo ogáframhaldandi
hraðri uppbyggingu i þessum at-
vinnuvegi. Stærsta átakið er svo
vafalaust bygging Rikisverk-
smiðjanna á Siglufirði, sem var
nauðsynleg undirbygging fyrir Is-
lenskan sildarútveg á þeim tima.
Eftir að sildin hvarf af miðunum
fyrir norðurlandi, þá hefur Is-
lenski loðnustofninn staðið undir
rekstri gömlu sildarverksmiðj-
anna og gert loðnubræðslu mögu-
lega ásamt þeim feitfiskiverk-
smiðjum er siðar vora reistar.
Þrátt fyrir margvislegar end-
urbætur á þessum verksmiðjum á
siðustu áram, þá er algjörlega
útilokað að hægt sé i þessum
verksmiðjum að vinna fiskimjöl
og lýsi I þeim gæðaflokki að hægt
sé að nota það i fiskeldisfóður.
En markaður fyrir slikt fiski-
mjöl ásamt lýsi fer nú ört stækk-
andi vegna þess hve uppbygging i
mörgum löndum er hröð á vett-
vangi fiskeldis. Þá er lika sams-
konar fiskimjöl og notað er við
fiskeldi mjög eftirsótt sem kálfa-
fóður og til fleiri þarfa.
Hér er það sem nýting loðnuafl-
ans hjá okkur er ábótavant og
þyrfti úr að bæta. Við höfum ekki
á þessu sviði notað okkur nýja
tækni sem gerir það kleyft að
vinna verðmætari afurðir úr loðn-
unni að hluta, heldur en viö ger-
um nú. Þá ætti það að vera
ómaksins vert, að láta gera
markaðskönnun fyrir frysta
loðnu til fiskeldis sem biautfóður.
En slik nýting er talin best þegar
loðnan er fryst um borð I veiði-
skipi strax og hún kemur inn i
skipið úr nótinni. Norðmenn eru
ekki að leggja i kostnaö til einsk-
is, þegar þeir setja um borð i
loðnuskipin afkastamikil hrað-
frystitæki, sem frysta loðnu sem
fiskeldisfóður jafnhliða þvi er
skipin veiða loðnu i bræöslu. Það
hefur nefnilega veriösannað með
tilraunum á undanförnum árum,
að loðna hvort sem hún er notuð
fryst sem blautfóður við fiskeldi
eða I formi mjöls og lýsis, sem
bætthefurveriðiefnum og færþá
loðnulýsið rauðan lit— það hefur
verið sannað að loðnan er eitt al-
besta fóðurefni sem völ er á.
Kyrrstöðuna verður
að rjúfa
Til þess að við Islendingar get-
um haft svipaða arðsemi af
loðnuveiðum eins og Norðmenn,
þá þurfum við að geta hagnýtt
okkur allar þær vinnsluaðferðir
sem þeir nota, og haft til þess
sambærilegan búnað. Eg ætia hér
ekki að.gera neinn samanburð á
hinum venjuiegu fiskmjölsverk-
smiðjum sem vinna loðnu hér og I
Noregi, þvitil þess vantar mig ör-
ugg gögn. Þá hefur nýting loðnu-
hrogna fyrir japanska markaðinn
oft verið sambærileg hér eins og I
Noregi.
En að þessu tvennu slepptu þá
hafa Norðmenn það fram yfir
okkur f sinni loðnuvinnslu, að þeir
hafa byggt sérstakar verksmiðj-
ur og framleiöa i þeim mjöl og
lýsi úr alveg blóðfersku eða nið-
urkældu hráefni. Þessi fram-
leiðsla hefur verið notuð I fiskeld-
isfóður bæði heima i Noregi og er-
lendis, og vex markaðurinn fyrir
hana á hverju ári. Sama er að
segja um frystu loðnuna sem not-
uð er i blautfóöur við fiskeldi,
markaður fyrir hana fer vaxandi.
Framar i þessum þættihef ég birt
verö það sem norskir sjómenn og
útgerðarmenn fá nú fyrir loðnu til
þessara hluta. Menn geta svo
huglátt hvort það borgi sig að
stofna til aukins kostnaðar og
aukinnar fyrirhafnar til þess að
hljóta hærra hráefnisverð fyrir
þann hluta loðnuafians sem i
þessar sérstöku afurðir Norð-
manna fara. Norðmenn telja
þetta borga sig , þvi annars væru
þeir ekki aö streða við þetta með
aukinni áherslu og kostnaði.
Ég tel mjög nauðsynlegt að sú
kyrrstaða sem nú rikir i loðnunýt-
ingu okkar verði rofin hið allra
fyrsta, og stefnt verði markvisst
að þvi að auka fjölbreytni I
vinnslunni á sama hátt og Norð-
menn hafa þegar tileinkað sér.
Loðnan sem hráefni
í manneldisvöru
Loðnan sem telst til laxfiska-
ættarinnar er einnig án vafa gott
hráefni i' matvælaframleiöslu
ýmiskonar. Þaö er vitað að loðna
var um aldaraðir einn þátturinn I
fæðuöflun Grænlendinga á Aust-
urströndinni.Þeirveiddu þá loðn-
una með háfum og létu sól og vind
þurrka hana á klöppum og
geymdu sem matarforða til vetr-
ar.
Með þessari gömlu aðferð
þurrkuninni hefur dálitið magn af
loðnu veriö hagnýtt og þurrkuð
með vélum slðustu ár, og siöan
sett á markað suðlægra landa.
Háskólinn i Tromsö i Noregi
hefur á sfðustu árum gertýmsar
tilraunir með loðnu sem hráefni i
vandaða matvælaframleiðslu. Að
þessum tilraunum hefur staðið i
félagi við háskólann stórfyrirtæk-
ið Stabburet, sem er eitt allra
stæreta og f jölbreytilegasta mat-
vælafyrirtæki Noregs. Ýmiskon-
ar hagnýtur árangur mun hafa
komið út úr þessum tilraunum.
Meðal annars var frá þvi skýrt að
Stabburet hefði framleitt blandað
„fars”þar sem aðaihráefnin voru
loðna og kjöt, og að þessi fram-
leiösla hefði reynst vel.
Viö Islendingar erum mikil
fiskveiSþjóð, og ráðum yfir víð-
áttumiklu landgrunni, sem hefur
skilyrði til þess að vera undir-
staða öflugs fiskiðnaðar um langa
framtið, ef við berum gæfu til að
nytja það skynsamlega. Við skul-
um gera okkur það ljóst strax, að
yfirráðum yfir okkar fiskimiðum
fylgja þær skyldur að við nytjum
alla (flikar fiskistofna. Ef við ger-
um það ekki, þá koma fljótlega
kröfur á hendur okkur frá öðrum
þjóðum um nýtingu þeirra fiski-
stofna sem við vanrækjum. Skil-
yröi til margbreytilegs matvæla-
iðnaðar og annars iðnaðar Ur
sjávarfangi sem getur veittf jölda
fólks atvinnu eru fyrir hendi i
landinu verði þeir möguleikar
notaöir. Veiði auknu fjármagni
veitt I úrvinnslu islensks sjávar-
afla, en það tel ég brýnast verk-
efni nú, þá mun það koma fljót-
lega I ljós, að þaö sé skynsamleg-
ast f járfesting sem völ er á, jafnt
frá atvinnulegu sem fjárhagslegu
sjónarmiði.
1.9.1981
Fiskimjölsverksmiðjur islendinga eru úreltar á möreum sviðum oe lit-
ið verið gert til þess að búa þær undir fjölbreyttari úrvinnslu og arð-
bærari. Engar af islcnsku verksmiðjunum geta framleitt fiskeldisfóð-
ur.