Þjóðviljinn - 03.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7- HERSTÖÐIN Á STOKKSNESI STJÓRNSTÖÐ í ATÓMSTRÍÐI? sosus TROPOS-KERFIÐ Á STOKKSNESI A Stokksnesi eru skermar risastórir, sem virftast úr fjar- lægð vera ferhyrndir. Þetta eru f jarskiptalof tnet, svonefnd ,,tropo”4oftnet. Nafn sitt hafa þau af neðsta hluta lofthjúps jarðar troposferunni. Tropo-skermarnir njíta mikró- bylgjur á últra-hátiðni og ofur- hátíönisviöum. últra hátiðni nær yfir 300 til 3000 megarið en ofur- háti'ðni yfir 3000 til 30.00 0 megarið. A milli tropo stööva eru 70 til 600 mflur, en með samteng- ingu þeirra er hægt að koma boð- um yfir mörg þúsund mflna vega- lengdir. Stokksnesstöðin tengist sliku fjarskiptakerfi sem nær um öll Bandarlkln og alla vestur-Evröpu (tilaustustu héraða Tyrklands og til norðurhluta Afriku. Kefla- víkurstöðin og Stokksnesstöðin eru auk þess samtengdar og um Stokksnes eru fjarskipti við Fær- eyjar og Vestur-Evrópu. Tropo- kerfið þykir öflugt og næmt, og vel hentugt til aö koma boðum milli jafnvel fjarlægra staða. (Heimild herfræðileg timarit, — JAS). — óg Stokksnesstöðin er fyrst og fremst rafeindanjósnastöð. Frá henni er safnað upplýsingum um ferðir kafbata og þær sendar áfram til miðstöðvarinnar I Keflavik. Stokksnesstöðin fylgist einnig með flugvélum og ætti þvi jafnframt að geta stýrt feröum bandariskra og Nató-fkigvéla. Kafbátanjósnir. Samkvæmt upplýsingum frá bandariska sjó- hernum skara P3C Orion flug- vélar fram úr öllum öðrum hvað snertir hæfni til að fylgjast með og eyðileggja kafbáta. Þessar vélar er sifellt verið aö endurbæta og fullkomna. Þær geta núna fundiö kafbát, gert ljóst hvort sé um óvinakafbát aö ræða, elt hann uppi og sökkt. En árangur P3C flugvéla (ein flugsveit meö 9 vélum er staösett áKeflavikurvelli) er mestur með þvi móti að þær hafi einhverjar upplýsingar um staðsetningu kafbátsins, til dæmis frá neðan- sjávarhlustunarkerfum. t grein eftir Joel Wit I timarit- inu Scientific American, sem nefnist , ,Fram vinda f hernaði gegn kafbátum” er sagt að hljóö hlustunarkerfi hafi lykilhlutverki að gegna i neðansjávarhlustunar- kerfi Bandarikjanna. Þessi hljóö- hlustunarkerfi nefnast á ensku Sound Surveillance System, skammstafað SOSUS. Herstöðin á Stokksnesi tilheyrir SOSUS kerfinu. Frá henni liggja kaplar út i sjó, sem eru hluti þessa hljóð-hlustunarkerfis sem nær frá Grænlandi yfir Island til Bretlands. SOSUS-kaplamir flytja upplýs- ingar frá hljóðnemum á sjávar- botni til Stokksnesstöðvarinnar. (Heimild: JAS og herfræðileg timarit). —óg DEW-línan á Stokksnesi Tækni- væðing dauðans Stokksnesstöðin er þannig til stuðnings i kjarnorkuvopnakerfi kafbátahernaðar. Kjarnorkuvig- búnaður er ekki aðeins frábrugðinn fyrri vopnum hvað varðar ógnvænlegan ger- eyðingarmátt. Mikilvægi tækni- útbúnaðar markar einnig sér- stöðu nýja vígbúnaðarins. Tengsl tækja á fjarskiptasviðinu við sjálfan skotbúnað helsprengj- unnareru nauösynleg og niikilvæg 1 kjarnorkukafbátahernaði getur miðunin aldrei tekist nema full- komið þjónustukerfi komi til; það er samansett úr SOSUS köplum, ORION-leiðöngrum (PC3-flug- sveitir), radarkerfum, gervi- hnöttum, Avacos-stýringum og fleiru. Fáeinir hermenn i tækni- væddri stuðningsstöð i kjarnorku- kerfinu geta aðstoðað við ger- eyðingu, sem hundruð þúsunda i „gamaldags” hernaði hefðu ekki getað framkvæmt. — ó Hvltu kúlurnar á Stokksnesi hýsa radarskerma. A islandi eru rad- arstöðvar sem eru hlekkur I rad- arkeöju sem nær frá Alaska i nyrstu héruðum Bandarikjanna, þvert yfir nyrstu svæði Kanada, yfir tfl syöri hluta Grænlands. Þaðan yfir til islands en keðjan endar i Bretlandi i Flyingdales Moor norðaustan við London. Stórar radarstöðvar eru I Cage - stöðinni i Alaska, f Thule-stöðinni I Grænlandi og I áöurnefndu Fly- ingdales Moor i Bretlandi. Þessi radarstöövakeöja horfir yfir Norðurpólinn og hún sér yfir sjóndeildarhringinn til noröur- héraða Sovétrikjanna. Aö auki sér hún yfir Evrópu frá Noregi til Miðjaröarhafs. Með þessum rad- arstöðvum hyggjast Bandarikja- menn fá upplýsingar um hvers konar aöflug sprengjuþota eöa annarra fhigskeyta sem stefna á Bandaríkin. Keðjan nefnist á ensku „Distant Early Warning Line” og er gjarnan skammstöf- uð „DEW-Line”. Stokksnesstööin er einnig hluti af þessu viðvörun- arkerfi Bandarikjanna sjálfra. (Heimild herfræðitimarit, — JAS) — óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.