Þjóðviljinn - 03.09.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 03.09.1981, Page 12
■ 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. september 1981 Lausar stöður Tvær stöður yfirmatsmanna við Framleiðslueftirlit sjávarafurða er eink- um starfi við sildarmat eru lausar til umsóknar. Staðgóð þekking og reynsla i sem flestum greinum fiskvinnslu æskileg. Búseta á Suðvesturlandi eða Austfjörðum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sjávarút- vegsráðuneytinu fyrir 25. september n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 25. ágúst 1981 Blaðbera vantar strax! í eftirtalin hverfi: Sörlaskjól — Granaskjól Skólavörðustíg — óðinsgötu Sóleyjargata — Fjólugata. Ath. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar! DIOBVIUINN Verklegt próf i endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980 verður haldið verk- legt próf til löggildingar til endurskoðun- arstarfa dagana 1. til8. desember 1981. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda c/o fjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 1. október n.k.. Tilkynn- ingunni skulu fylgja skilriki um, að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta próf- raun, sbr. lög nr. 67/1976. Reykjavik, 1. september 1981 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Lausar stöður iækna og hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður lækna og hjúkrunarfræðinga við heilsu- gæslustöðvar: Staða læknis við H2 Akranesi Staða læknis við H2 Akureyri Staða læknis við H2 Hafnarfirði Staða 2ja lækna við H2 Keflavik (þar af annar með aðsetri i Grindavík) Staða hjúkrunarfræðings á Kópaskeri Staða hjúkrunarfræðings á Stöðvarfirði Staða hjúkrunarfræðings á Fáskrúðsfirði Staða hjúkrunarfræðings á Djúpavogi Staða hjúkrunarfræðings Asparfelli 12, Reykjavík Staða hjúkrunarfræðings Fossvogi, Reykjavík. Staða hjúkrunarfræðings á Akureyri Hálf staða hjúkrunarfræðings i Hvera- gerði Stöðurnar veitast frá 1. október 1981 Staða hjúkrunarfræðings i Vik i Mýrdal veitist frá 1. desember 1981. Ráðning hjúkrunarfræðinga i hlutastarf á ofangreindum stöðum kemur til greina. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi siðar en 20. september n.k. ásamt upplýsingum um menntun og störf. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. september 1981 Hólmgeir Björnsson Ómegðarsköttun Hinn 8. ágúst sl. birtist í AAorgunblaðinu athyglis- verð grein ettir Pétur H. Blöndal um skattlagningu hjóna. Fyrirsögn greinar- innar er „Samsköttun hjóna eða sérsköttun?", en undirfyrirsögn „(Sérskött- un — ómegðarsköttun? Eða hvað er fólkið líka að hrúga niður börnum?)". Þar sem ég hygg að grein Péturs hafi farið framhjá mörgum lesendum Þjóð- viljans, en hún á síst minna erindi við þá, vil ég leitast við að koma meginefni hennar á framfæri við þá ásamt nokkurri viðbót. Tekiö er dæmi af tvennum hjónum. Annars vegar eru Jón og Jóna, sem eru barnlaus og höfbu hvort um sig 8 milljónir króna i tekjur á siðastliönu ári, sem mun svara til um 10.000,-kr. mánaöar- tekna nú miöaö við veröbólguþró- un. Hinsvegar eru Gunni og Gunna, sem eiga fjögur börn á aldrinum eins til sjö. Ekki þarf aö fjölyrða um það, aö Gunni verður aö vinna einn fyrir tekjum heim- ilisins. Pétur gerir ráö fyrir, aö Gunni hafi lagt á sig óhóflega yf- irvinnu til að framfleyta barna- skaranum sinum og haft i tekjur jafnmikiö og Jón og Jóna saman- lagt, þ.e. 16 milljónir á s.l. ári og 20.000,- á mánuöi nú. Skattlagning þessara hjóna aö núgildandi reglum er Jóna Gunna Jón Gunni Hún 24.836 0 Hann 24.836 64.204 Alls 49.672 64.204 frá dragast barnabætur Hún 0 H-7.177 Hann 0 H-7.177 Frádrátt. alls 0 4-14.354 aö greiöa alls 49.672 49.850 Og nú gef ég Pétri orðið: „Hvað er aö gerast? Hvernig stendur á þvi, aö heimilið meö sex munnana er skattaö svona miklu meira en heimiliö meö munnana tvo, þannig aö barnabætur upp á kr. 14.354 duga ekki til að bæta muninn. Jú, skýringin er sú, aö meginhluti tekna Gunna lenda i hámarksskattþrepi en tekjur Jóns og Jónu eru svotil allar und- ir þessum mörkum. Hvaö finnst mönnum um þessi dæmi? Sumir munu segja að Gunni hafi mjög góöar tekjur og þetta sé ekki i samræmi viö raun- veruleikann. Vissulega eru kr. 20.000 mjög góðar tekjur en eru tvisvar sinnum 10.000 ekki lika mjög góöar tekjur? Og dæmin hér aö framan eiga ekki aöeins viö um fjölskyidur hátekjumanna heldur einnig fjölskyldur sjó- manna, verkamanna viö virkjun- arframkvæmdir og aörar fjöl- skyldur, þar sem maöurinn er langdvölum aö heiman og konan getur ómögulega aflað tekna. Og þá hækkar skattbyröin eins og dæmin sanna. Þessi furöulega niöurstaöa skattalaganna heföi ekki komið upp, ef menn heföu haldið sig við upprunalegar hugmyndir um samsköttun hjóna. Þá hefðu tekj- ur Gunna jafnast á hann og Gunnu og hvort þeirra heföi feng- ið skatta af gkr. 8 millj. og þau hefðu fengið sömu skatta og Jóna og Jón og barnabæturnar væru raunverulegar barnabætur. En hvaö með rök jafnréttis- sinna? (Ég tel mig nú reyndar einn slikan.) Ég tel af og frá, að sérsköttun sé meira jafnrétti en samsköttun. Þeir, sem þekkja til hjónabanda vita, aö i yfir 99% hjónabanda nota hjónin sameig- inlegan sjóö. Bóndinn er ekki aö borga konu sinni fyrir kvöldkaffiö og hún gefur ekki út skuldaviður- kenningu fyrir heimilispeningun- um. Tekjur heimilisins eru til sameiginlegar ráöstöfunar og þó aö skoöanir hjóna séu kannski stundum skiptar um þessa ráö- stöfun, er fráleitt aö merkja pen- ingana sem „hans” eöa „hennar” eins og gert er með núverandi skattakerfi. Það er hreinlega hlægilegt aö Gunna fái senda ávisun frá skattinum um leið og Gunni er aö moka peningum i skattinn, allavega I heilbrigðu hjónabandi. Og skattakerfið má ekki taka miö af örfáum sjúkum tilfellum. A slðijstu árum hefur sú breyt- ing orðiö, aö hjón geta ráðiö þvl, hvort þau vilja leggja á sig þær þungu byrðar, sem óhjákvæmi- lega fylgja uppeldi barna. En hvaö gerist seinna, þegar þetta fólk gerist aldraö og lasburða. Jú, þá er ætlast til aö þeir, sem þá vinna, þ.e. börnin, sem nú fæöast, sjái gamla fólkinu farboröa I gegnum llfeyristryggingar eöa á annan hátt. Og þá gerist það hlá- lega, að börn Gunnu og Gunna munu meðal annars sjá Jóni og Jónu farboröa, sem vildu kannski ekki taka á sig byrðar af uppeldi þeirra. Og hvað gerist ef enginn nennir nú aö ala upp börn? Viða erlendis hafa menn af þessu þung ar áhyggjur og reyna að jafna þennan mun i gegnum skatta- kerfið. Hér eykur skattakerfiö álögur á ómegöarfólkiö eins og ég hefi bent á hér aö framan. Tel ég brýna nauðsyn bera til, að þessu veröi breytt hiö snarasta i þaö form, aö hér verði tekin upp sam- sköttun hjóna.” Viö þetta er I rauninni ekki miklu aö bæta. Það er ljóst, aö skattlagning hjóna verður ávallt sameiginleg byröi þeirra, e.t.v, aö undanskildum „örfáum sjúkum tilfellum” svo notuö séu orö Pét- urs. Hin svokallaöa sérsköttun er þvi i rauninni ekkert annaö en ný formúla til sameiginlegrar skatt- lagningar hjóna. Hún er sam- sköttun! Til aö koma I veg fyrir misskilning skal tekiöfram, aö ég tel ekki óeölilegt, aö sameiginleg- ar tekjur hjóna séu skattlagðar eitthvaö þyngra, ef öflun þeirra skiptist misjafnt á maka, heldur en ef þeir standa jafnt aö tekjuöfl- un, miöaö viö aö aðrar aöstæöur, svo sem fjölskyldustærö, séu sambærilegar. Sameiginlegur fjárhagur hjóna eins og Pétur lýsir honum er ein meginforsenda þess, aö þau njóti jafnréttis. Hugtakiö sérsköttun er hinsvegar til þess falliö að grafa undan þvl viöhorfi, sem er rikj- andi i öllum heilbrigðum hjóna- böndum, aö fjárhagur sé sameig- inlegur. Þá væri um leiö úti um jafnréttiö og ver af stað fariö en heima setið. 1 grein Péturs vantar þó, að gerð sé grein fyrir áhrifum hinn- ar svokölluðu sérsköttunar á fyr- irframgreiöslu skatta. Um all- langt skeiö hefur almenningi ver- iö ætlað aö greiöa hluta skatta sinna áöur en álagning fer fram svo aö greiöslubyröin veröi sem jöfnust allt áriö hjá þeim, sem hafa stööugar tekjur. A þessu ári var fyrirframgreiöslan 70% af gjöldum sl. árs og skiptist á fimm mánuöi. Þaö merkilega er, aö rikiö stendur ekki við fyrir- framgreiðsluna að sínum hluta. Þetta kemur aö visu þeim ekki al- veg á óvart, sem þekkja til sam- skipta fjármálaráöuneytisins viö launþega rikisins. Jón og Jóna hafa greitt 34.770 - kr. fyrirfram samanlagt eöa 6.954,- kr. á mán- uði, og Gunni hefur greitt 39.919,- kr. eða 7.984,- kr. á mánuði. Fyr- irframgreiösla Gunnu óg Gunna var 80% i staö 70% þvl aö Gunna (og þar meö einnig Gunni) var svikin um 5.024,- kr. I fyrirfram- greiöslu á barnabótum, þ.e. liö- lega þúsund kr. á mánuöi. Þær veröa aö visu greiddar siöar, en I mun verðminni krónum. Þetta er aö sjálfsögöu mun tilfinnanlegra hjá þeim, sem eru ekki hátekju- menn eins og Gunni, þvi krónutal- an veröur sú sama. . Ég reyndi aö vekja athygli á þessu misrétti i janúar s.l., en varö ekki var viö viöbrögö. Ég trúi þó ekki ööru en aö jafnréttis- sinnar séu svo öflugir á þingi, aö þessu veröi kippt I lag áöur en gjaldheimtuseölar veröa sendir út I janúar n.k. Ég geri hinsvegar ráö fyrir, aö þess veröi lengra aö biöa, aö jafnréttissinnum takist aö afnema skattlagningu ómegö- arinnar. Utboð Akraneskaupstaður óskar hér með eftir tilboðum i byggingu einbýlishúss. Verkið tekur til vinnu við að byggja eitt einbýlis- hús og skal fullgera það að utan og innan. Auk þess skal grófjafna lóð umhverfis húsið. Framkvæmdir skulu hefjast þegar eftir undirskrift samnings og vera lokið innan 14 mánaða. Útboðsgögn liggja frammi á tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 2, Akranesi, og fást þar af- hent gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til tæknideildar Akraneskaupstaðar og skulu þau hafa borist eigi siðar en 25. sept 1981. Bæjarverkfræðingur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.