Þjóðviljinn - 04.09.1981, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.09.1981, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN: Föstudagur 4. september 1981 kærleiksheimilið; „O, hvað mávar eiga gott. Þeir f á að vera við ströndina allt árið". 9 ára gamall vinningshafi Þórhildur llalla Jónsdótt- ir, 9 ára, sótti í gær verðlaun sem hún haföi hlotiö i áskrif- endaþraut Þjóöviljans. Þór- hildur vann plötu sem hún valdi sjálf i hljómplötuversl- un Steina h.f. i Karnabæ. Hljómplatan Deió með Ladda varöifyrir valinu, en Þórhilt’i fannst frekar fáar barnapiutur til. A föstudaginn byrjar svo Þórhildur i skólanum eftir sumarleyfið sem hún eyddi með ömmu sinni. Amma henna. á sumarbústað við Elliðavatn og er i honum allt sumarið og hefur þaö gott sagöi Þórhildur. Vonandi gengur Þórhildi Þórhildur Halla meö plötuna sem hún valdi sér. vel i skólanum, og vonandi fær hún ekki strax leið á plöt- unni hans Ladda. viðtalið Rætt við Ragnar Georgsson á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 13000 nemendur og 700 kennarar 1 vikunni hófst skólastarf aö nýju eftir sumarfri. t fram- haldsskólum og Háskóla fer nemendum sifjölgandi ár frá ári, en okkur lék forvitni á aö vita hversu margir settust á grunnskólabekk f Reykjavik í vetur og höföum þvi samband viö Ragnar Georgsson á fræösluskrifstofu borgarinnar. „1 grunnskólunum i Reykja- vfk veröa tæplega 13 þús. nem- endur, börn og unglingar og þá er miðað við 10 aldursflokka. Þetta er mjög svipað og var á siöasta skólaári, en við teljum að nemendum fækki ekki jafnt ört og undanfarin ár. Aldurs- flokkarnir eru ekki lengur eins misstórir og áður, elsti árgang- urinn hefur ætið verið langfjöl- mennastur, en nú hefur þetta jafnast meira út. Hvaöeru margir grunnskólar starfandi I Reykjavik? „Grunnskólarnir eru 24 af ýmsum stærðum. Sumir hafa ekki nema fyrstu 6 bekkina eins og gömht bamaskólarnir en langflestir hafa alla bekkina. Kennslustaðirnir eru 24 og þá eru meö taldir tveir einkaskól- ar,Landakotsskóliog ísaksskóli og ennfremur æfingaskóli Kennaraskólans, sem er rekinn ööruvisi en aðrir skdlar en hefur engu aö síður sitt skólahverfi. Eitthvaö er enn i smföum? „Jú, það eru ekki f ullbyggðir i Ragnar Georgsson: Helmingur grunnskólanema i Reykjavik býr austan viö Elliöaár. Mynd — gel. Breiðholti, ölduselsskóli Selja- skóli og Hólabrekkuskóli. Þetta eru fjölmennir skólar, en eru ekki komnir i fullt gagn ennþá. Hvaö eru margir skólar I Breiðholti? „Þar eru 5 skólar og það má benda á það, að barnafjöldinn i borginni hefur færst þannig til, að helmingur þeirra á heima i Breiðholti og Arbæ, þannig að miðlína erum Elliðaár. Þetta er mikil breyting frá þvi sem áður var. Erhætt viö þær hugmyndir aö aka börnum milli skólahverfa til aö nýta skólana betur- „Bömum er ekki ekiö milli skólahverfa, heldur er táll i för- um til afskekktari bústaða i bæjarlandinu. Hins vegar var gerö sú breyting i vetur að draga tír mikilvægi hverfa- marka sem áður hafa gilt. Nú er einungis talað um heildarskóla- hverfi ai innan þeirra eru mörkin óljós, þannig að við get- um, ef á þarf að halda, stýrt börnum i þann skóla sem ekki endilega er næstur þeirra bú- stað, heldur næstnæstur, til að þurfa ekki að fjölga bekkjar- deildum. Hvaö veröa margir kennarar starfandi til aö fræöa þessi börn? „Þeir verða öðruhvoru megin við 700. Kennurum hefur f jölgað nokkuð, þvi' það hefur farið vax- andi að hafa skertar stöður. Konur eru alltaf að vinna á i kennarastétt og þær óska mikið eftir skertum stöðum. Þetta veldur fjölguná höfðatölu kenn- ara en kennaragildum hefur farið fækkandi að undanförnu, samfara færri nemendum. — ig- D allas-konurnar Glæsimennska ár hverju strái Dallas. Dallas. tsienskir sjónvarpsglápendur hafa ekki farið varhluta af frægö þessarar borgar i Texas sem fyrir tæpum tveimur áratugum komst i heimsfréttirnar þegar forseti Bandarikjanna var myrtur þar á götu. Þessa dagana eru þaö fjölskylduvandamál vægast sagt leiðinlegra broddborgara sem fá i þaö minnsta suma til aö stökkva upp og slökkva á kass- anum meö hraði. Þaö vita vist allir viö hvaö er átt, sjálfan sjónvarpsþáttinn Dallas, um þetta forrika auðvaldspakk þar sem karlarnir vaöa I auöi og völdum, en konurnar eru puntu- dúkkur og kynverur, annaö ekki. En það er ekki nóg meö að sjónvarpið hampi þessu liöi, bókaútgefendur hafa slegist i hópinn og nú getur að lesa um Dallas konurnar á litlum 223 siðum frá Setbergi, en höfundur er Burt Herschfeld. Hverjar eru þessar konur? Jú það eru þær Ellý hin sterka og trausta eiginkona, Sue Ellen glæsileg og greind, Kristin einnig fögur. Pam hrifandi og aðlaðandi og Lucý ung og ljós- hærð. Þessar upplýsingar eru fengnar af bókakápunni. Þegar gluggað er i textann kemur i ljós að bókin er að mestu uppfuli af samtölum milli persónanna, en inn á milli eru stuttar lýsingar sem gefa til kynna hvers konar lifi er lifað. „Það var á tuttugasta og fyrsta degi hitabylgjunnar aö Ellý Ewing tók stóra ákvörðun. Hún hafði lokið við morgun- snyrtinguna og sat fyrir framan spegilinn og horfði á sjálfa sig. Þetta andlit i speglinum kom henni ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Hárið var ennþá ljós- jarpt og augun blá og kvik. En úr þroskuöum andlitsdrátt- unum mátti lesa áhyggjuvott, kviöa sem hún gat ekki lengur dulið... Hún var ekki lengur unga fegurðardisin sem hún hafði áöur veriö. Arin höfðu markað henni spor, sem minntu á að hún var komin af léttasta skeiði”. Um aðra konu i Dallasborg segir þetta: „Kristin var bráö- falleg, þótt hún væri alls ómáluö og hún var aðeins klædd nær- fötum þegar hún sneri aftur inn i svefnherbergið með kaffibolla i hvorri hendi”. Um lækninn Harlan Danvers segir hins vegar og takið eftir á hvað er lögð áhersla i hans lýs- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 ingu: „Harlen Danvers læknir var fyrirmannlegur i fasi og hélt sjúklingum sinum og vanda- málum þeirra i hæfilegri fjar- lægð, svo sem mörgum læknum er tamt. Hann var sannfærður um að með þvi móti gæti hann hagnýtt visindalega þekkingu sina best. Þrátt fyrir smjaðurs- lausa framkomu hafði hann rikulega samúð með þvi fólki sem leitaði til hans á raunastund”. Og enn ein lýsing I lokin: „Sue Ellen sat við snyrtiborðið og farðaði á sér andlitið af sér- stakri nákvæmni. Úr fögrum andlitsdráttum hennar mátti lesa mótsagnakennda þætti mannlegs eölis, kalda harð- neskju og ástriðufulla hlýju”. (Skyldum við hin ganga með eiginleika okkar svona utan á okkur?) Sem sagt: fegurðin, glæsi- mennskan og rikidæmið drýpur af hverju strái i Dallas, en það rignir jafnt yfir réttláta sem rangláta segir þessi saga okkur. JR og fjölskylda fær lika aö tak- ast á við lifsins öldurót!!!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.