Þjóðviljinn - 04.09.1981, Page 10

Þjóðviljinn - 04.09.1981, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. september 1981 I - | ■ Á síðasta aðalfundi Arnarflugs, sem haldinn var 14. júlí varð sú breyting á hlutafjáreign í félaginu, að Flugleiðir h/f seldu starfsmannafélagi Arnarflugs hlutafé og létu þar með af meirihlutaeign sinni. í dag er því Arnarflug sjálfstætt og óháð fyrirtæki, sem stefnir að vaxandi hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar. Arnarflug gegnir, sem kunnugt er, mikilvægú hlutverki í innlendu áætlunarflugi og stefnir nú markvisst að því að hasla sér völl á alþjóðlegum flugleiðum til að tryggja enn frekari fjölbreytni og öryggi í íslenzkum flugsamgöngum. Arnarflug er aöeins 5 ára, en stendur engu að síður á gömlum og grónum meiði, sem byggist á hinum gífurlegu kröfum, sem gerðar eru í flugöryggismálum. Allt starfsfólk fyrirtækisins er þrautþjálfað, með það markmið eitt að tryggja giftusamlegar ferðir flugvéla okkar og góða þjónustu við viðskiptavini. Fyrir 5 árum voru starfsmenn Arnarflugs 14 taisins, í dag eru þeir 90 og að störfum í Evrópu og Afríku auk íslands. Stjórn og starfsmenn Arnarflúgs ætla ekki að láta uppbyggingu starfseminnar verða á kostnað annarra aðila, sem að ferðamálum starfa. Þvert á móti viljum við góða samvinnu við alla sem með okkur vilja vinna, þannig að þjóðarhagsmunir verði ávallt í fyrirrúmi með sterkari og aröbærari samgöngum. ARNARFLUG HF. VAXANDIAFL í ÍSLENZKUM SAMGÖNGUM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.