Þjóðviljinn - 12.09.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.09.1981, Blaðsíða 7
Hvað ætli ég viti um gott eða illt? Hvers vegna ertu að spyrja mig að þessu/ Guðlaugur? Varla ætlastu til þess/ að ég komi með heimspekileg- ar útleggingar og alveg spánnýja skilgreiningu á ástinni? Það felst líklega frekar í spurningu þinni/ hver er reynsla þin, hvort hefur ástin verið þér íII eða góð? Skoðanir mínar á þessu eins og öðru eru mjög svo alþýðlegar og blátt áfram. Dagbjartur og Erlendína voru þess hátt- ar fólk, að 4g fór út í heiminn með óbilandi trú á ástinni f veganesti. Ekki ber ég á móti því, að mörgu misjöfnu hef ég kynnst, en ekkert hefur haggað þeirri vissu að ástin sé svo sjálfsögð, að það þurfi ekki einu sinni að tala um hana. Hún sé hvorki góð né ill, heldur lífið sjálft, jafn marg- breytileg og mannfólkið. Hjá sumum geisar hún eins og sinueldur og eirir engu, öðrum er hún hæg- ur logi á heimilisarnin- um. Fyrir margtlöngu setti ég saman dálítið Ijóð um ástina og ég held ég slái botninn í þetta með því: Dýpra en veruleikinn i vitund óranna er minningin um þig eg ást þina. Hún er eins eg ilmur I kvöld- blænum: Þegar hann snertir vit min verð ég feimin ab anda. Helgin 12.—13. september 1981 mér er spurn_____________________________________ Vilborg Dagbjartsdóttir svarar Guðlaugi Arasyni: Er ástin af hinu góða eða illa? ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 — og spyr Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, skólastjóra: Hvað fannst þér athyglis- verðast á uppeldismála- þinginu? Nýlega, nánar tiltekið siö- ustu helgina i ágúst, var haldið uppeldismálaþing kennarasamtakanna. Það vakti óneitanlega eftirtekt hve þátttakan var geysileg og sýnir hún að margt er að gerjast i skólamálunum. Ég gat þvi miður ekki setiö þetta gagnmerka þing, þótt vissulega hefði ég á þvi full- an hug, þess vegna vil nota tækifærið eg spyrja Jó- hönnu G. Kristjánsdóttur skólastjóra: Hvað fannst þér athyglisverðast á uppeldis- málaþinginu? Kem þar fram nokkur gagnrýni á grunn- skólalögin? Ný frímerki Póst- og simamálastofnunin gefur út i lok septembermánaðar tvö ný frimerki. Er annað gefið út i tilefni alþjóðaárs fatlaðra, en hitt vegna þess að þá er tæpt ár liðið frá þvi að jarðstöðin Skyggn- ir var tekin i notkun. Frimerkið, sem helgað er alþjóðaári fatlaðra á að minna á það, að enn er langt i land með að takmarki alþjóða- ársins um fullkomna þátttöku og jafnrétti sé náð. Verðgildi frimerkjanna er 200 og 500 aurar. Þröstur Magnússon teiknaði bæði frimerkin. ÉNDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEC FYRIR ALLA Frímúrarataí Hverjir eru þeir ? Hvar eru þeir ? í þessu síðara b.ndi Bræðrabanda er frínrúr- aratai yfir a!ia þá sem górst'.'hafa frtrnúrarar frá 1960 tii sióustu áramóta, vióamtkH sarr.a-.- :ekt um stóðu frimúrara I þjððfélaginu. ábríf og völd. hrasarnr og fyrirgéfningu yfirvaoa o.fi. o.fl. Greint er frá aiþjóðaféiagsskapnurri Öidungar Zíons og hugsar.leguþn/ tengsium frímúrara við hánti. Einnig er i þessu tsmoi sér- stakur kafli' um leynifélög ains og Rósen- kross. Sam-irimúrara. Oddfefiowa. bg klúbba eins og Rotary. Lions o.fl. oksins er seinna bindið komið % ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.