Þjóðviljinn - 12.09.1981, Qupperneq 13
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 13
geröi máliö enn verra. Eftir þvi
sem hægri menn sátu lengur aö
völdum töldu þeir sig öruggari i
sessi og þeir fóru i æ rikari mæli
aö lita á franska rikiö sem eins
konar séreign sina: þeir lögöu t.d.
undir sig Utvarp og sjónvarp,
settu þar trausta stuöningsmenn
sina i æöstu stööur og fóru meö
þessa fjölmiöla sem sin eigin
málgögn. Jafnframt beittu þeir
rikisvaldinu til þess aö klekkja á
vinstri mönnum og litilsviröa öll
þeirra baráttumál. Vitaö var aö
stjórnarflokkarnir höföu á sinum
snærum alls kyns undirheima-
lýö — t.d. SAC-samtökin sem
áöur hefur veriö skýrt frá hér i
blaöinu — sem stóö fyrir alls
kyns bellibrögöum og tilræöum
viö vinstri menn, og hafa ýmis
m jög alvarleg mál á siöustu árum
veriö rakin til hans, t.d. moröiö á
Henri Curiel, baráttumanni fyrir
málum þriöja heimsins og moröiö
á vinstri sinnaöa rithöfundinum
Pierre Goldmann. Einnig er taliö
aö ýmis konar leynisamtök af
þessu tagi beri ábyrgö á
sprengjutilræöum gegn Aröbum í
Frakklandi og gegn róttæklingum
og bækistöövum þeirra. Loks eru
hneykslismál eins og moröiö á de
Broglie, Giscard-sinnuöum þing-
manni sem fallinn var i ónáö,
rakin til ýmis konar vafasamra
viöskipta, þar sem saman fléttast
spilltir stjórnmálamenn og
ótindir glæpamenn. En frá því er
skemmst aö segja aö ekkert af
þessum málum hefur komistupp,
þvi aö rikisvaldinu var mis-
kunnarlaust beitt til þess aö
þagga þau niöur og koma i veg
fyriraö nokkur vitneskja um þau
bærist út. Kröfum vinstri manna
um ýtarlegar rannsóknir var ekki
ansaö, og þeir höföu mjög tak-
markaöan aögang aö fjölmiölum
til aö vekja athygli á þessum
málum.
En rikisvaldinu var d(ki aöeins
beitt til aö þagga niöur i vinstri
mönnum viö slik tilvik, heldur
var lögreglu gjarnan beitt gegn
mótmælaaögeröum þeirra
— ekki si'st ef þeir mót-
mæltu versnandi kjörum og at-
vinnuleysi. Svo virtist sem Alain
Peyrefitte dómsmálaráöherra
væri einna óbilgjarnastur i þess-
um efnum, og hann gekk ötullega
fram i þvi aö sveigja franskt
þjóöfélag sem mest i afturhalds-
átt og hreinlega ögra öllum um-
bótasinnuöum mönnum meö þvi
t.d. aö þyngja refsingar, afnema
þær umbætur sem geröar höföu
veriö i fangelsismálum, koma i
veg fyrir umræður um dauöa-
refsingu á þingi, og setja lög
sem takmörkuðu frelsi manna á
ýmsum sviöum. Hroki hægri
manna jókst stöðugt og komst
upp i undarlegar hæöir siöustu
mánuöina sem þeir sátu viö völd.
Þaöert.d. íminnum haftaöRay-
mond Barre, þáverandi forsætis-
ráöherra Frakklands um langt
árabil — lýsti þvi yfir aö atvinnu-
leysingjar væru aumingjar: ef
þeir væru eitthvaö óánægöiir
þyrftu þeir ekki aö gera annaö en
stofna sin eigin fyrirtæki!
Andrúmsloftið breytist
Þetta haföi gengið svo lengi, aö
svo viröist sem stór hluti vinstri
manna hafi hálfvegis veriö biiinn
aö missa tnlna á aö ástandið gæti
yfirleitt breyst. Andrúmsloftið
breyttist þvi mjög snögglega,
ekki sist fyrir þá sök aö nú hafa
sósfalistar timann fyrir sér I
fyrsta skipti: jafnan þegar þeir
hafa áöur komist i stjórn hefur
staöa þeirra veriö ótrygg og háö
þröngum og stopulum þingmeiri-
hluta og stjórnarseta þeirra þvi
veriö naumlega skömmtuö, en nú
er þingið kosiö til fimm ára og
forsetinn til sjö ára, þannig aö
Mitterrand hefur frjálsar hendur
og unnt er aö skipuleggja aö-
geröir til langs tima.
Strax eftir valdatöku sina gaf
Mitterrand þaö mjög rækilega i
skyn aö hann ætlaöi aö fylgja
sósialiskri stefnu, og til aö sýna
fram á aö hann heföi alls ekki i
hyggju aö hvika frá vinstri ein-
ingarstefnu sinni gerbi hann fjóra
kommúnista aö ráöherrum i
fyrstu stjórninni eftir þingkosn-
ingarnar, þótt hann væri flokki
þeirra ekki háöur á neinn hátt.
Meöþessu móti gathann reyndar
afsannaö allan áróöur kommún-
istaleiðtoganna um „hægri
sveiflu” sósi'alista og sýnt kjós-
endum flokksins aö þeir heföu
haft rétt fyrir sér i aö treysta
honum. En fyrirmyndir hans eru
hinir gömlu leiðtogar sósialista 1
Frakklandi, Jaures og Léon
Blum, og hefur hann oft sagt aö
hann telji að sú sósialiska hefö
sem er frá Jaures komin og sú
sem er komin frá Lenin fái alls
ekki samrýmst. Enþetta valhans
hefur þó ekki leitttil þess aö hann
aðhylltist sósialisma i anda vest-
rænna krataflokka: hann telur
nefnilega aö nauösynlegt sé aö
ganga lengra en sósialistar á
Norðurlöndum og i Vestur -
Þýskalandi hafa gert —enda
telja margir vinstri menn i
Frakklandi að þeir séu staön-
aöir — og móta stefnu sem sé
hvorki eins og vestrænt sósial-
demókrati né þvi siöur i ætt viö
stjórnarstefnu kommúnista
austantjalds.
Alain Peyrefitte, húmanisti og
rithöfundur, sem á sæti i frönsku
akademiunni, en reyndi þó aö
sveigja franskt þjóöfélag sem
mest hann mátti I afturhaldsátt.
Michael Rocard, haföi aörar
skoöanir á aöstæöum en Mitter-
rand.
Skyndiráðstafanir
Þessi heildarstefna Mitterr-
ands er þó enn sem komiö er i
molum, og hefur starfsorka
stjórnarinnar einkum farib i aö
gera þær skyndiráðstafanir, sem
nauösynlegt var að gera þegar i
stað, og leggja fyrsta grundvöll-
inn aö umbótum framtiöarinnar.
Ýmis konar klaufaskapur hefur
oröiö við þær framkvæmdir, eins
og vafalaust var óhjákvæmilegt
þegar I mörg horn var aö lita i
einu.og hafa menn t.d. getað lesið
um þaö hvernig Gervasoni var
settur f fangelsiaöóþörfu og hann
var sfflan látinn laus og honum
gefnar upp allar „sakir”. Þegar á
allt er litið, hafa þessar skynfli-
ráöstafanir þó þegar haft vfö-
tækar afleiðingarog þær hafa enn
stuðlað aö þvi aö breyta
andrúmsloftinu i Frakklandi.
Fyrstu aðgeröir stjórnar
Mitterrands voru aö sjálfsögöu
þær að hækka lægstu launin, eins
og hann haföi lofaö. En siöan
sneri hún sér aö þvi aö hreinsa
andrúm sloftið i landinu á sviöi
lögreglu-og dómsmála. Hinn um-
deildi „öryggisdómstóllríkisins”,
sem notaöur hefur veriö til að
dæma menn sem framið hafa ein-
hver pólitisk brot, var lagður
niður, og flestum þeim mönnum,
sem komiö höföu til kasta hans,
var sleppt úr haldi. Þegar var til-
kynnt aödauðarefsing yrði numin
úr gildi — eitt fyrsta embættis-
verk Mitterrands var aö náöa
dauöadæmdan mann, sem vafa-
litið heföi veriö gerður höföinu
styttri, ef Giscard hefði náö
endurkosningu — og nú fyrir fá-
um dögum var lagt fram laga-
frumvarpþessefnis.Sett voru lög
um viötæka sakaruppgjöf, og til-
kynnt hefur verið aö óvinsælasta
lagasetning Alain Peyrefitte
veröi hreinlega numin úr gildi.
Jafnframt mun einhver endur-
skipulagning vera i bigerö innan
lögreglu, en hvernig sem þaö er,
þá sýnir Auriol-máliö, sem ný-
lega var sagt frá hér 1 blaðinu, aö
andrúmsloftiö hefur breyst þar til
muna, og samtök eins og hiö ill-
ræmda SAC geta nú ekki lengur
leikiö lausum hala refsingarlaust.
Eftir nokkurt þóf, er nú i undir-
búningi aö leggja niöur herdóm-
stóla þá, sem Gervasoni baröist
gegn.
A ýmsum öðrum sviöum hafa
einnig oröiö miklar breytingar.
Fljótlega var hafist handa aö
nema úr gildi ýmsar óvinsælustu
ráöstafanir Alice Saunier-Seité i
háskólamálum og hefur þviveriö
haldiö áfram i'sumar. Enróttæk-
astar breytingar hafa þó orðiö i
útvarpi og sjónvarpi. Skömmu
eftir kosningarnar sögöu yfir-
menn þessara stöðva — sem allir
voru traustir stuöningsmenn
Giscard-stjórnarinnar — af sér,
og voru aörir nefndir i þeirra
staö. Margir fréttamenn, sem
áöur haföi veriö bolaö burtu,
komust nú aftur til starfa, en við
þetta breyttist allur fréttaflutn-
ingur gi'furlega mikiö og nýjar
raddir og ný sjónarmiö fengu aö
heyrast. Tilkynnt hefur verið aö
ýmsar frægar — og umdeildar —
myndir, sem Giscard-stjórnin
bannaði að yröu sýndar I sjón-
varpi, verK teknar á dagskrá I
haust. Einnig hefur veriö boðaö
aö frjálsar útvarpsstöövar veröi
leyföar, og munu reyndar ýmsar
þegar vera teknar til starfa, en
ýmsir erfBleikar eru þó á þessu,
vegna þess aö franskir sósialistar
skilja oröin „frjálsar útvarps-
stöövar” á nokkurn annan hátt,
en gert er á tslandi: þeir nota
þetta orötæki um raunverulega
frjálsa tjáningu og vilja stuöla aö
framgangi hennar, en hins vegar
vilja þeir meö öllu móti koma i
veg fyrir aö upp risi sægur af
risavöxnum fjárgróðastöðvum,
sem útvarpi léttmeti og auglýs-
ingum daginn út og daginn inn.
Umbætur i bigerð
Loks veröur aö nefna aö nú
þegar eru i bigerö ýmsar meiri-
háttar umbætur, sem taka mun
langan tima aö hrinda I fram-
kvæmd og erfitt er þvi aö segja
nokkuö um aö svo stöddu.
Mitterrand leit svo á að franska
þjóöin heföi fengiö allt of litlar
upplýsingar um kjarnorkumálin
og þau heföu ekki veriö nógu
mikið rædd. Hann hefur þvi boöað
miklar kjarnorkumálaumræöur i
byrjun vetrar og til aö sýna aö
hannætli aö taka fullt tillittil þess
sem þá kemur fram, hefur hann
látið stöðva framkvæmdir viö
ýmis kjarnorkuver, sem veriö
hafa i undirbúningi. Þessar aö-
gerðir hafa þó vakið talsveröar
deilur: verkalýðssambandiö
CGT, þar sem kommúnistar ráöa
mestu,hefur mótmælt þeim harö-
lega og sagt aö þær muni ekki
bæta atvinnuástandiö i landinu,
en umhverfisverndarmenn og
verkalýössambandib CFDT, sem
hallast aö sósialistum, hafa
gagnrýnt þær á þeim forsendum
aö ekki hafi veriö nógu langt
gengiö og rétt væri aö stöðva
byggingu enn fleiri kjarnorku-
vera. Um ýmsar aðrar áætlanir
eru vinstri menn hins vegar sam-
mála. Deilur sósialista og
kommúnista um þjóðnýtingar,
sem hæst risu i september 1977 og
næstu mánuði á eftir, eru nú
hjaðnaðar i bili a.m.k., og lýsa
þeir velþóknun sinni á þær áætl-
anir, sem eiga að koma i fram-
kvæmd I haust, aö þjóönýta
banka og fimm iðnaðarsam-
steypur (þ.á.m. Thomson-
Brandt, Saint-Gobain og Rhone-
Poulenc). Einnig viröast vinstri
menn yfirleitt ánægöir með lög
um valddreifingu, sem lögö voru
fyrir nýkjöriö þing snemma i
sumar og miöa aö þvi að gefa
bæja- og sveitastjórnum stór-
aukiö vald i sinum eigin málum
og draga úr þeirri sterku mið-
stjórn sem einkennt hefur franskt
þjóblif um óratima. Samkvæmt
þessum lögum á aö leysa vanda-
mál Korsiku meö þvi að gera eyna
aö sérsvæöi innan franska lýö-
veldisins.
Þessar breytingar allar hafa
mjög eflt vinstri menn i landinu
og komið þeim loks i skilning um
aö þeirra timi er nú runninn tpp.
En þó er ljóst að þetta er aðeins
byrjunin og stoöar litiö ef ekkert
fer á eftir. Mikil ábyrgö hvilir nú
á herðum Mitterrands, sem er nú
persónugervingur allra vona
vinstri manna, og er fyrsti al-
vöruprófsteinninn stjórnarstefnu
hans sá hvort honum tekst aö
bæta atvinnuástandið. En þaö
kemur ekki I ljós fyrr en eftir
marga mánuði.
— e.m.j.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
IÐJUÞJÁLFI
óskast til starfa á öldrunarlækningadeild.
Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar
i sima 29000.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
óskast til starfa við Blóðbankann frá 1.
október eða eftir samkomulagi. Upplýs-
ingar veitir yfirlæknir i sima 29000.
SVÆFINGARHJÚKRUNAR
FRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR
óskast til starfa við Landspitalann.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima 29000.
Reykjavik, 11. september 1981
RÍKISSPÍTALARNIR
Simi 29000.
Kópavogskaupstaiiir
A
iS&J
LÓÐAÚTHLUTUN
Iðnaðar- og íbúðarhús
Auglýst er eftir umsóknum um bygging-
arlóðir við Nýbýlaveg i Kópavogi, nánar
tiltekið við Nýbýlaveg nr. 14—22 og nr.
28—32.
Á lóðunum skal byggja iðnaðar- og/eða
verslunarhúsnæði, sum þeirra með ibúð á
efstu hæð.
Uppdráttur af svæðinu ásamt skipulags-
og byggingarskilmálum eru til sýnis á
skrifstofu bæjarverkfræðings i Félags-
heimilinu Fannborg 2.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu
Kópavogs fyrir 1. okt. n.k.
Bæ jarv erkfr æðingur.
Útboð -
gluggasmíði
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i gluggasmiði i 176
ibúðir i fjölbýlishús við Eiðsgranda. Út-
boðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30 frá og með fimmtu-
deginum 10. sept. gegn 500 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn
23. sept. kl. 15.00 á sama stað.
Stjórn Verkamannabústaða Reykjavik.
HVITI NASHYRNINGURINN
Spennandi ævintýramynd
um dýraveiðar í
Afríku.
islenskurtexti.
Sýnd i Regnboganum,
Sal A, í dag kl. 1 e.h..
Góða skemmtun!