Þjóðviljinn - 12.09.1981, Blaðsíða 11
Helgin 12.—13. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Jóhann Siguröarson I hlutverki Jóa. — Forsiöumyndin er af Jóni Hjartarsyni sem Superman I „Jóa”.
Kjartan Ragnarsson
leikari, leikritahöf undur
og leikstjóri er maður sem
hef ur mörg járn í eldinum.
Hann steig fyrir nokkrum
dögum niður úr flug-
vélinni, sem bar hann heim
frá Finnlandi, þar sem
hann er að ieikstýra verki
sínu Blessuðu barnaláni
hjá Sænska leikhúsinu í
Helsinki. Heim kom hann
til að fara yfir Ofvitann
með leikurum þeirrar sýn-
ingar og í kvöld verður
frumsýnt nýjasta leikrit
hans Jói. Eftir helgi liggur
leiðin svo aftur til Finn-
lands.
Kjartan var tekinn
traustataki um stund, rétt
eftir að æfingu lauk á Of-
vitanum. Talið barst fyrst
að finnsku leikhúsi og því
hvernig það væri fyrir
íslenskan leikhúsmann að
koma inn í finnskan leik-
húsheim.
— Þaö er ótrúlega líkt, þegar
kemur að vinnunni, en vissulega
eru aðrir hlutir að gerast i finnsku
leikhúsi en hér. Þeir gera mikiö
af þvi að dramatisera skáldsögur
og þeirra leikhúsrammi er svo
miklu stærri en hér. 1 Finnlandi
eru nálægt 20 atvinnuleikhús, þar
af fjögur sænsk. 1 Finnlandi fer
fram mikil leikhúsumræða og
mér er til efs að leikhús sé betur
statt nokkurs staðar i Evrópu en
þar. Menn leita til Finnlands til
að kynnast þvi helsta sem er að
gerast i leikhúslífinu. Það er
svona meö þjóðlifið og leikhúsið,
það koma bylgjur sem skapast og
fæða af sér nýjungar. Fyrir 10
árum litu allir til Sviþjóðar, nú er
það úr sögunni. Finnar og
kannski Þjóðverjar vekja hvað
mesta forvitni leikhúsmanna,
hvaö sem veldur. Nei, það var
ekki svo erfitt fyrir mig að koma
inn i leikhúsheim Finna, það er
tekið mark á islensku leikhúsi i
Finnlandi.
Samskiptavandi fólks
->.Jói,” var eitthvaö sérstakt
sem varö til þess aö þú fórst aö
skrifa þaö verk, á ár fatlaöra ein-
hvern hlut aö máli?
Nei, alls ekki. Kveikjan var sú
að ég var aö velta fyrir mér sam-
skiptavanda fólks. Þessu ástandi
þegar fólk hefur tækifæri til að
gera það sem það vill, en heimur-
inn er hólfaður niður frá þeim
sem eru virkir i framleiðslunni
svo að þeir geti framleitt sem
mest. Samskipti við aðrar mann-
eskjur verða út undan. Hver og
einn þarf að finna sér tima til að
kynnast börnunum sinum! Að ég
skrifa um vangefinn strák er
vegna þess að hann er leikrænni
heldur en t.d. gamalmenni eða
börn. Ég er alls ekki að fjalla um
stöðu vangefinna, heldur frekar
það hver á að taka á sig
ábyrgðina, hvað þarf fólk að
fórna miklu til þess að ,,hæfi-
leikar þeirra fái að njóta sin”? Ég
er með þessu verki að segja
dæmisögu um manneskjur og
veikleika þeirra. Ég kem ekki
með neinar lausnir.
Flöktandi móralisti
— Hvernig vannstu þetta verk
eftir aö hugmyndin var orðin til.
Kynntiröu þér hvernig vangefnir
hugsa og haga sér?
Kjartan
Ragnarsson
segir
frá
Finnlandi,
Jóa
og
leikritun
Hugmyndin um Jóa byggir á
minni eigin reynslu, en siðari
ræddi ég við þá, sem þekkja og
hafa unnið meö vangefnum.
— Finnst þér kostur aö höfund
urinn sjálfur setji upp sitt verk'
Það fylgja þvi margir kostir að
vinna með öðru leikhúsfólki. Ég
er fyrst og fremst leikhúsmaöur.
Ég er ekki að búa til leikrit, held-
ur fyrst og fremst sýningu. Þaö
þykir sjálfsagt i kvikmyndum að
leikstjórinn fylgi hugmynd sinni
eftir. Þegar ég er aö skrifa leikrit
er þaö svipuð tilfinning og að
byrja að vinna að sýningu. Ég
nálgast þessa vinnu á svipaðan
hátt.
— Hvaö viltu segja meö þlnum
verkum, viltu breyta heiminum
eða hvað?
Ég er flöktandi móralisti og ég
vil breyta heiminum. Sem
sósialisti þekki ég gallana um-
hverfis okkur, en hvernig
draumaheimurinn á að lfta út,
þeirri spurningu get ég ekki
svarað, en ég leita svars. Ég geri
mér engar stórar hugmyndir um
sjálfan mig sem höfund, og reyni
ekki aö upphefja mig sem slikan.
Aldrei að vita
— Mér dettur i hug hvort þaö
hafi oröiö breyting á þvi hverjir
fást viö leikritagerö, hvort höf-
undar af gerö þeirra Tjekovs og
Strindbergs, sem voru fyrst og
fremst rithöfundar er notuöu leik-
ritsformiö eins og önnur form,
hvort slikir höfundar séu aö
hverfa og leikhúsmenn aö taka
viö? Höfundar eins og Sam
Sheppard og þú? Menn sem
þekkja leikhúsið og hafa fariö aö
skrifa leikriteftir aö hafa gengiö i
gegnum timabil hópvinnunnar og
leikverka sem uröu til innanhúss?
Ég heföi aldrei orðið leikrita-
höfundur ef ég heföi ekki byrjað
að skrifa texta i hópvinnu. Ég
tilheyri þeirri kynslóö leikara
sem gekk i gegnum timabil leik-
hópanna sem sömdu sin verk.
Saumastofan varð þannig til að
enginn hafði áhuga á að vinna úr
þeirri hugmynd og þá gerði ég
það sjálfur. Siðan hef ég verið að
þreifa mig áfram eins og hægt er
að greina i minum texta. Annars
getur margt gerst I leikhúsinu. 1
Finnlandi er geysimikið gert af
þvi að útrýma textanum og láta
„ástandið” (situationina) standa.
Mér finnst þetta ganga út i öfgar,
þvi leikhúsiö hefur sin lögmál og
það notar öll þau meðöl sem hægt
er að nota til að hafa áhrif á aðra
manneskju. Texti sem ekki hefur
áhrif á þann sem talaö er við er
ónýtur, en að sleppa textanum,
það finnst mér undarleg leit.
Annars er aldrei aö vita upp á
hverju maður tekur i stil og það
er gaman fyrir höfunda að upplifa
leikhús af þessari gerö.
Skemmtilega
ögrandi
— Þú vékst að þvi áöan aö
Finnar gcrðu mikiöaf þvi aö sviö-
setja skáldsögur. Nú hefur þú
fengist viö slikt meö leikgerð
Ofvitans, finnst þér Finnar hafa
farið aörar leiöir en þú?
Nei, það sem ég hef séö er
mjög skylt Ofvitanum. Aö vinna
með skáldsögur gefur alveg nýja
möguleika. Það þarf aö koma
sögu á sviö og skáldsögurnar eru
skemmtilega ögrandi. Imynd-
unarafliö fær aö ráöa, og þaö er
reynt að orka á huga áhorfenda
með þvi að koma meö alveg ný
sjónarhorn. Þaö viröist rikjandi
stefna þar ytra aö fá „drama-
turgum” verkiö i hendur og láta
þá vinna leikgeröina, meöan höf-
undurinn er einhver persóna út i
bæ (sé hann ekki dauöur — ká),
en leikritun virðist hins vegar
vera i lægð. Þeir taka fyrir efni,
sem virðist höfða til þjóöarinnar,
þvi það er jú hlutverk bæði leik-
húss og bókmennta að skilja
samtiðma, kanna framtíðina og
þekkja fortiöina.
— Hvaö er þaö sem vekur hjá
þér þær freistingar aö setjast
niöur og skrifa?
Þörf leikhússins, iöngun til aö
skrifa verk fyrir ákveöinn leikara
og vandamál sem veröa á vegi
minum úti i bæ. Ég reyni að gera
það hvorki hátiblegra né erfiðara
að skrifa en nauðsynlegt er. Ég
geng að þessari vinnu eins og
vinnunni i leikhúsinu, skrifa
ákveðinn tima á dag og er ekki að
biða eftir neinum inspirasjónum.
Leikhúsreisa
— Hvaö er framundan þegar
starfinu lýkur I Finniandi?
Viö stefnum aö þvi aö frumsýna
13. október og eftir þaö er leikhús-
reisa á dagskrá. Við Guörún
(Asmundsdóttir) erum i frii frá
Leikfélaginu til áramóta og
ætlum að reyna að nota timann til
að lita á það helsta sem er aö ger-
ast i leikhúsheiminum I Evrópu.
Mig langar mikið til að skreppa
til Póllands. Ég kom þangaö fyrir
10 árum og það verður
forvitnilegt aö sjá hvað er að ger-
ast þar núna.
— ká.