Þjóðviljinn - 26.09.1981, Side 10

Þjóðviljinn - 26.09.1981, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 26. — 27. september 1981 Ég hef aldrei almennilega skilið i þeim mikla.mun, sem gerður er á leikhúsgagnrýni og kvikmyndagagnrýni i blööunum. Leikhúsgagnrýnendur lýsa gjarnan i hvernig skapi þeir voru áður en þeir fóru i leikhúsið. Þegar þeir fara á kostum geta þeir jafnvel um, hvað þeir borðuðu um hádegið, i hverju meltingartruflanir þeirra séu fólgnar, hvernig ástandiö var á heimilinu áður en lagtvar af stað i leikhúsið. Kvikmyndagagnrýn- endur blanda hins vegar ekki saman heimilis- og magatruflun- um og svo listinni. Leikhúsgagnrýnendur eru yfir- leitt ákaflega uppteknir af ævi- sögu leikritahöfundarins. Við fáum jafnvel nákvæmt yfirlit yfir skólasögu pabba og mömmu. Hvenær þau tóku barnaskólapróf o.s.frv. En hvað viðkemur kvik- myndastjórunum er önnur saga. Það mætti halda aö þeir hafi veriö munaðarlausir. Það skiptir ekki litlu máli að vita hvort leikritið hafi verið leikið á stóra sviðinu i Þjöðleik- húsinu eða á litla sviöinu niðri i kjallara. En aldrei hef ég séð kvikmyndagagnrýnendur geta um einkenni kvikmyndahússins. Þó hefur hvert kvikmyndahús sinn persónuleika. Sumir fara i bió til að horfa á ákveðinn leikara eða verk ákveð- ins leikstjóra. Aðrir einfaldlega af þvi þaö er fimmtudagur. Persónulega fer ég eingöngu eftir kvikmyndahúsinu sjálfu. Háskólabió nýtur þess, að þar er oft boðið upp á ákaflega menn- ingarleg fyrirbæri, hljómleika, fundi... Manni verður óneitanlega hugsað til þess menningarlega afturenda sem breiddi úr sér i sama sæti daginn áður. Um kvikmyndagagnrýni Stærð tjaldsins hefur lika sin áhrif, þannig að slæm mynd virð- ist ekki alveg eins slæm i Há- skólabióeins og i Gamla bió, þar sem þær eru reyndar allar slæmar. Háskóiabíó leggur reyndar á það áherslu að sýna menningar- legar og listrænar myndir. T.d. mun Superman II verða sýndur þar innan ti"ðar. Asamt með Jóa og leikriti Alþýöuleikhússins verður það þriðji menningarvið- burðurinn i tilefni af ári Super- mans. Hryllingsmyndirer bestaðsjá i Hafnarbió. Salurinn hefur ýmsa kosti. Hann er dimmur og lágt er til lofts. Nærvera sjávarins eykur lika áhrifin,einkum þegarvonter i sjó. Aftur á móti er best aö horfa á ameriskar glæpamyndir i Tóna- bió eða Stjörnubió. Steinsteypu- landslagið umhverfis Tónabió er i fullu samræmi við mynd af þessu tagi. Þar vantar ekkert á nema skammbyssuskotin. Kostir Stjörnubiós felast fyrst og fremsti kúluspilasalnum, sem staðsettur er við hliðina. Það er ágætur undirbúningur fyrir glæpamynd aö skreppa fyrst i spilasalinn. Auðvitað áttu að sjá gömlu myndirnar aftur i Gamla Bió. ,,A hverfanda hveli” var sýnd þar og átti hvergi annars staöar heima. Kosturinn við Gamla Bió er sá, að þú nýtur þess aö horfa á mynd með öðrum en jafnframt hefurðu á tilfinningunni að þú sért á einkasýningu. Ahorfendurnir eru allir uppi á svölum og þeir þrir sem eru niðri finnst myndin vera bara fyrir þá. Þótt undarlegt sé þá virðast þeir menningaratburðir, sem eiga sér stað i Austurbæjarbió ekki hafa smitandi áhrif á skoð- anir manna á myndunum sem þar eru sýndar. Sú staðreynd að myndimar eru lélegar breytir engu. Þæreruekkertbetri annars staðar. Regnboganum hefur hins vegar tekist að fá á sig einhvers konar menningarstimpil með þvi að sýna eina sæmilega góöa mynd á sex mánaða fresti. Fjögurra-sala kerfið hefur vitanlega li'ka sina kosti: Duldar langanir þinar geta fengið útrás á siðustu stundu þrátt fyrir menningarlegar áætl- anir. Ég sá t.d. myndina „Astar- ævintýri leigubilstjóra” fyrir tveimur vikum en lét alla halda þegar heim kom, að það heföi verið uppselt á Fassbinder- myndina. Hvað sem öðru liður þá verður þriðja flokks mynd ölluskárri við flutninginn úr Hafnarbió i Regn- bogann. Fjalakötturinn sýnir ágætar myndir. Mig hefur reyndar alltaf langaö til að sjá aftur myndirnar sem ég hef séö i Fjalakettinum. En annars staðar en þar. Stundum er gaman aö fylgjast með þvi sem leikararnir segja. Nú hafa verið keyptar nýjar sýningargræjur, þannig að hljómburðurinn ætti að batna. Sýningartimi og farartæki sem þú hefur yfir að ráða skipta máli við val myndarinnar. Ef uppselt er á mynd i Nýja Bió er alltaf hægt að hlaupa i Gamla Bió. Venjulega vinnur maður ekkert en maöur tapar heldur engu. Þaö sama er að segja um gullna hringinn, Hafnarbió — Stjörnubíó — Austurbæjarbió. Aftur á móti ef farið er i Tóna- bió i strætó og svo reynist uppselt er kvöldið ónýtt nema aö maður komist i vfdeó. Að taka strætó inn i Laugarás- bíóað vetri til er sannkallað þrek- virki. Þegar á endastöð er komið er yfir drulhileðju að fara eða þá stæröeflissnjóskafla og þvi næst er haldið á brattann upp gler- hálar tröppurnar sem liggja að bióinu. Ég man aö stórslysa- myndin sem ég sá i fyrra virtist mér leikur einn miðað við þær raunir sem ég hafði lent i á leið- inni. Einnig væri hægt að bera saman fatnað sætavisanna og gæði poppkornsins i hinum ýmsu kvikmyndahúsum, en lengd þess- arar greinar setur mér vissar skorður, og mat mitt yröi undir öllum kringumstæðum hlutdrægt. Þegar allt kemur til alls er það poppkornið sem skilur á milli raunverulegra menningarvið- burða og svo alls hins sem skemmtanaiðnaðurinn býður upp á. Það er ekki borðaö popp i Þjóð- leikhúsinu eða i Norræna húsinu. Kvikmyndin verður ekki að list fyrren hætt verður aö boröa popp i bíó. Ég minnist þess einu sinni á norrænni kvikmyndaviku að hafa séð krakka vera aö úða i sig poppi. Sessunautar minir sem greinilega höfðu tilfinningu fyrir menningargildi sýningarinnar sendu krökkunum óhýrt auga. Krakkakjánarnir höfðu ekki skilið, að þau voru ekki mætt hér til að skemmta sér heldur til að mennta sig. vísnamál Umsjón: Adolf J. Petersen Það er vandi að sjá um sig I flestum þáttum Visna- mála, hafa visur verið eftir ýmsa höfunda t.d. ein og ein i hverjum þætti eftir hvern og einn, sjaldan að skráð hafi verið eftir einn höfund sér- staklega, þó var það i siðasta þætti, og eins verður það nú. Um aldamótin 1900 var ungur maður i Skagafirði sem hét Bjarni Gislason kenndur við Kálfárdal i Gönguskörð- um, hann var fæddur 29. mars 1880. Um tvitugsaldur var Bjami orðinn kunnur hagyrð- ingur i Skagafirði og viðar, þvi visur hans bárust fljótt bæði norður yfir Oxnadalsheiði og vesturfyrir Vatnsskarð. Tvær eftirfarandi vísur hans urðu fljótt á hvers manns vörum sem vonlegt var á þeim tima. Ilit er að finna eðiisrætur alit er nagaö vanans tönnum. Eitt er vist að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Og svo þessi um þekktan bónda nokkurn, er þótti ekki greiðasamur, en ágjarn á annarra fé,þó það varðaði ekki við lög: Hans var jafnan höndin treg að hjáipa smælingjunum. Aldrei gekk hann gjæpaveg en götuna meðfram honum. Lífsþæ gindakapphlaupið var ekki komiö til sögunnar á æviskeiði Bjarna, hann stillir sinum kröfum mjög i hóf en þó hressilega meö þessari visu: Ófarin mun ævin lik, engu skal þó kviða, meðan ég á feröaflík og frfskan klár að riða. Sambúðinni við mannlífið aimennt lýsir hann i þessari vi'su. Það er vandi að sjá um sig, svo ei grandist friður. Hvert það band, sem bindur mig bælir andaim niður. Verið getur að Bjarni hafi ætlað aö semja samfelldan vfsnaflokk með eftirfarandi visum, að minnsta kosti falla þær þannig hver að annarri: Uni ég nú við strit og strið stefni að hinsta máti. Liti ég yfir liðna tið liggur mér við gráti. Ég hef kynnst við trega og tál trúin fhinst mér lýgi. Ljósblik innst i eigin sál er mitt hinsta vígi. Rakst ég snemma i ráöaþrot rétta leið að finna. Alltaf geymi ég baugabrot bernskudrauma minna. Gremjusieginn geðs um þey, gimist feginn næði. Heimur segir, að ég ei auönuveginn þræði. Ljóöastrengi lék ég á litt þó gengi að vonum Hcf þvi lengi hrundið frá hugar-þrengingonum. Ég hef iatið lausann taum, litt með gát á strengjum, og úr máta undan straum ýst með kátum drengjum. Fyrir giötuð æskuár enginn greiðir bætur Vinalaus og vonafár vakti margar nætur. Þótt mig lifið léki grátt, — litill virtist gróði ég hef máske ailtaf átt ögn i sparisjóði. Ég gat látið særða sái svifa milli blóma, meöan heimska og hatursmál háðu féránsdóma Hefir skeikað hæfni þrátt, hugur reikað viða. En að ieika lokaþátt litt mér eykur kviða. Að Bjarni sé með þessum vísum að lýsa si'nu lifshlaupi er vart hægt að efast um. Hann vissi sem er að sú fegurð sem var getur fölnað á einni nóttu, og ómþýðir hljómar hl jóðna fyrr en þeirra hefur veriö notið til fulls. Ljúfan róm þó langt á nótt iátir hijóma af sniili, mundu: blómin fölna fljótt frostins góma milli. Kveður norna kalda raust kliöur fomra strauma aftur morgnar efalaust eftir horfna drauma. Reyndu að glæða Ijós við ljós iina mæðu, þrautir. og að græða rós við rós, rósum klæða brautir. Sýndu vilja, samau dug, svo má dylja kifið. Reyndu að ylja allra hug og aö skilja lífið. I Gönguskörðum er smá dalur sem gengur til vesturs i fjöllin, sem heitir Trölla- botnar. Beinakerling (varða) var þar á lækjarbakka. 1 orða- stað kérlingar hvað Bjami, þá ungur að árum i gamansöm- um tón: Aður bjó ég út við sjó, auðnu rfkt i gengi, blómarós ég þótti þá þar hjá friðu mengi. Flaug það yfir fjöli og mar, fram um dali alia, að stigamenn mér stálu þar og struku upp til fjalla Þá mér náðu þessi tröll þankiun er f vafa, hvort muni nokkur menjaþöll meira grátið hafa. Oft er döpur auöargná upp i snjóafjöllum hér ég alltaf hýrast má i húsmennsku hjá tröllum. Þegar sé ég mennskan mann, mér það gleði veitir, tállaus ást þá tendrast vann sem timinn aidrei breytir. Gumafund nú gæfan iér, glæðist kellu hagur. Sannkallaður sýnist mér sé það jóladagur. Sem að best mér lögðu lið, lausri hringatróðu. þökk og heiður hafið þið Húnvetningar góðu. Svo komu nokkrar vi'sur! sem lýstu þvi hvemig Hún- vetningar gögnuðust kerlingu, en hér er vegna orðalags þeirra best aö sleppa þeim aö sinni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.