Þjóðviljinn - 07.11.1981, Side 4
4 SlÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.—8. nóvember 1981 gpr •
stjórnmál á sunnudegi f - J HJörleifur
Guttormsson skrifar
Hagkvæmni og öryggi ráöi
I dag birtum viö hér kafla úr
ræ&u Hjörleifs Guttormssonar,
iönaðarráöherra sem hann fhitti
á vetrarfundi Sambands is-
lenskra rafveitna nú i vikunni. 1
ræöunni vék Hjörleifur að fleiri
þáttum og þá ekki sist orkunýt-
ingunni.
Hjörleifur sagöi:
Orkuöflun og stofn-
linuframkvæmdir
Það er ástæöa til að fagna þvi
að nú er bjartara yfir raforku-
öflun f landinu en fyrir ári, þar
sem 1. vél Hrauneyjafossvirkj-
unar er nú komin i gagniö og
skammteraö biða þess að 2. vél
virkjunarinnar taki einnig aö
snúast. Framkvæmdir við þá
virkjun hafa fyllilega staðist
áætlun og veriö á margan hátt
til fyrirmyndar, dcki sist þar eö
innlendir verktakar höföu þar
forystu á hendi. Þessi nýbyrjaði
vetur á þannig að veröa raf-
orkuiönaöinum og þeim sem viö
hann skipta annar og betri en
hinn siðasti.
Nýjum þáttum i stofnlinu-
lögnum miöar einnig vel áfram
og eftír um það bil mánuöverð-
ur væntanlega búiö a& tengja
við landskerfiö sföasta umtals-
veröa svæöið, þar sem raforka
er enn framleidd meö oliu aö
staðaldri. Þar á ég viö lagningu
Suöausturlinu og tengingu
hennar viö samveitusvæöi Aust-
ur-Skaftafelissýslu. Rikis-
stjórnin hefur jafnframt tekiö
um þaö ákvörðun aö haldiö skuli
áfram framkvæmdum viö
byggðalinur á næstu árum meö
lagningu Suöurlinu milli Hafnar
i Homafiröi og virkjananna viö
Tungnaá og raforkuhringnum
um landiö þannig lokaö, helst
fyrir árslok 1983. Með þvi verð-
ur miklum áfanga náö til aö
auðvelda rdistur stofnlinukerf-
isins og auka til muna öryggi i
orkuafhendingu, jafnt til al-
menningsveitna sem stórnot-
enda.
Réttmæt stefnumið
Þessi áfangi i samtengingu
raforkukerfa allra landshluta
og miðlun orku á milli þeirra
gerir enn augljósara réttmæti
þeirrar stefnu:
a) aö dreifa virkjunum um
landiö og virkja þar sem þjóö-
hagslega er hagkvæmast
hverju sinni.
b) aö jafna heildsöluverö á orku
samkvæmt gjaldskrá tfl allra
landshluta.
c) aö koma meginraforku-
vinnslu og raforkuflutningi I
hendur eins fyrirtækis, nýrr-
ar Landsvirkjunar,
d) aö reisa orkufrek iönfyrir-
tæki af ýmsum stæröum
dreift um landiö i samræmi
viö staöarkosti, svo og félags-
legar og hagrænar forsendur.
Ég ætla hér I stuttu máli að
vilcja nánar aö stööu þessara
mikilvægu þátta, eigin viöhorf-
um og stefnumiðum ríkisstjörn-
arinnar þar aö lútandi, og sér-
staklega aö forsendum fyrir
ákvöröunum um virkjanir og
orkunýtingu og stööu undirbún-
ings i þeim efnum.
Með lögum um raforkuver,
sem Alþingi samþykkti sl. vor,
voru veittar viötækar heimildir
til virkjana, auk aðgerða til aö
tryggja rekstur þeirra orkuvera
sem fyrir eru á Þjórsársvæöinu.
Jafnframt lagöi rikisstjórnin
fram stefnumótandi ramma um
orkunýtingu og forsendur fyrir
uppbyggingu orkufreks iðnaðar
i landinu á næstu árum og allt til
aldamóta. 1 lögunum er kveöiö á
um, að tillögur um fram-
kvæmdaröð við umræddar
virkjanir veröi lagðar fyrir Al-
þingi til samþykktar. Aður ættu
aö Kggja fyrir greinargeröir frá
Orkustofnun, Landsvirkjun og
Rafmagnsveitum ríkisins um
þjóðhagslega hagkvæmni virkj-
unarleiöa og þýöingu þeirra fyr-
ir raforkukerfi landsins. Einnig
er gert ráö fyrir, aö rikisstjórn-
in leggi fram greinargerð um
helstu möguleika varðandi nýt-
ingu orkunnar til orkufreks iðn-
aðar og sparnaðar á innfluttu
eldsneyti. Rikisstjórnin gaf fyr-
irheit um að tillögur um þessi
efni yröu lagöar fram til
ákvöröunar á haustþingi því
sem nú er hafið.
Hagkvæmni og öryggi
ráði framkvæmdum
Þessi viðtæka lagasetning um
raforkuver og fyrirheit um
ákvaröanir á grundvelli hennar
byggir á miklu og markvissu
undirbúningsstarfi, er unnið
hefur verið á siöustu árum og
mánuöum. Viö stöndum Ifyrsta
sinn I þeim sporum aö vera meö
4 vatnsaflsvirkjanir f þremur
landshlutum á hliöstæöu undir-
búningsstigi og þvi svigrUm til
aö velja milli mismunandi
framkvæmdatilhögunar. Við er-
um komnir á gdðan rekspölmeð
undirbúning aö orkufrekum iön-
aöi undir islenskri forystu og
frumkvæði, og einnig þaö er ný-
mæli hérlendis.
Rikisstjómin fjallar nú um
tillögur varðandi virkjunarleið-
ir og áherslur í orkunýtingu og
ég vænti þess aö ákvaröana af
hennar hálfu veröi skammt aö
Wða. Hér er um stór mál að
tefla og mörg álitamál, og þvi
ekki óeölilegt aö skoöanir hafi
veriö skiptar, bæði me&al tals-
manna einstakra landshluta,
jafnt almennings og þeirra er til
forystu hafa valist.
Nú hljótum við hins vegar aö
taka ákvaröanir reistar á víö-
tæku mati, hagkvæmni og ekki
sföur öryggi fyrir almenning i
landinu i bráö og lengd.
I þvi sambandi hljóta stjórn-
völd og Alþingi aö hafa hliðsjón
af sérfræöilegum upplýsingum,
þótt þæreinar sér segi ekki alla
söguna og einnig á þeim vett-
vangi geti menn greint á um
forsendur, eins og ekki þarf aö
fjölyröa um i þennan hóp.
Hagkvæmni virkjunar-
leiða
Ég vil hér greina frá nokkrum
meginatriöum, er lesa má út úr
þeim greinargeröum varðandi
virkjunarleiðir, er ráðuneytiö
hefur aflaö að undanfömu. Þaö
getur auöveldaö mönnum aö
spá i' spilin á meðan beðið er
niöurstööu rikisstjórnar og sið-
an Alþingis.
Viö samanburð, sem tekur
miö af kostnaöi viö uppbygg-
ingu raforkukerfisins allt til
aldamóta, kemur m.a. fram eft-
irfarandi:
Af þeim fjórum rööum virkj-
ana, sem Orkustofnun hefur
tekiö til meöferöar i útreikning-
um sinum, er virkjanarööin
Blanda — Fljótsdalsvirkjun —
Sultartangi ótvfrætt fjárhags-
lega hagstæöust.
Forsendur útreikninganna
eruþær, að orkunýting umfram
þá aukningu sem spáð er á hin-
um almenna raforkumarkaöi,
veröi aUt aöþvi 3800 GWh/ári á
timabilinu fram til aldamóta.
Gert er ráð fyrir að þessi orku-
nýting dreifistá einstaka lands-
hluta með mismunandi hætti og
breytilegri timasetningu.
Samanburöur á sex slikum
iðnaöarstefnum gefur i öllum
tilvikum ofangreinda niður-
stöðu, og er þar um marktækan
mun að ræða.
Aöeins jaðartilvik, sem falla
aö ég hygg utan viö rfkjandi viö-
horf i öllum st jórnmálaf lokkum,
gætu leitt til annarrar niöur-
stööu. Þar á ég viö stefnu, sem I
útreikningunum er kölluö iönað-
arstefna núll, þ.e. engin orku-
nýting umfram þarfir hins al-
menna markaöar, eöa þá iönaö-
arstefna sem fæli í sér, að mest-
öll orkunýtingin yrði i einum
landshluta.
Blöndudeilan
Varöandi Blönduvirkjun hafa
eins og kunnugt er verið uppi
deilur um virkjunartilhögun,
deilur sem eiga sér langan að-
draganda.
Iðnaöarráöuneytiö hefur beitt
sér f yrir þvi, að reynt yröi aö ná
'Samkomulagi um þessi mál við
heimamenn, þannig að um nið-
urstööu geti orðið sæmilegur
friöur. Sérstök ráögjafanefnd
ráöuneytisins og samninga-
nefnd á vegum Rafmagnsveitna
rikisins sem virkjunaraöila hef-
ur þarna unnið mikiö starf
ásamt fulltrúum heimamanna.
Málin hafa á þessum tima
skýrst og þokast verulega i
samkomulagsátt. Enn er þó eft-
ir herslum unurinn til aö menn
nái saman, og hýtur aö reyna á
þaö á næstunni.
Öryggi og aukin
miðlun
Sá samanburöur virkjunar-
kosta, sem ég gat um áðan,
gengur útfrá fjárhagslegri hag-
kvæmni eingöngu.SU hliö máls-
ins er vissulega mjög mikilvæg,
en þaö eru fleiri atriöi sem máli
skipta.Eitt þeirra er vatnsmiðl-
uniní kerfinu og þar með örygg-
ið i orkuvinnslunni. Við vorum
óþyrmilega minnt á það á siö-
astliðnum vetri, hversu van-
miðlað okkar núverandi raf-
orkukerfi er. Það var ekki aflið
sem þá vantaöi til að vinna wk-
una, þar var vatniö sem skorti
til aö knýja hverflana. Miðlun-
arstig kerfisins eftir Hraun-
eyjafossvirkjun er taliö vera
0.18, það er 18% af orkuvinnslu-
getunni á ári, og svarar það til
rúmlega 700 GWh miölunar-
getu. Kvislaveita ásamt stækk-
un Þórisvatns myndi auka miðl-
unargetuna um 300 GWh,
Blönduvirkjun myndi 'gefa
200—300 GWh i aukna miölun,
Sultartangavirkjun gæfi 138
GWh, en Fljótsdalsvirkjun gæfi
ein sér hvorki meira né minna'
enrúmarlOOO GWh.Hér er veru-
legur munur á, sem knýr á um
aö Fljótsdalsvirkjun veröi reist
fyrr en seinna.
Fleiri þætti mætti telja. Dreif-
ing virkjana um landið er mikil-
vægur öryggis- og hagkvæmni-
þáttur. Sem stendur er nánast
allt landiö utan Reykjavíkur-
svæöisins og suðvesturlands háð
einni raflinu. Ef stórbilun yrði á
Hvalfjarðarlinu milli Geitháls
og Brennimels, eða á Norður-
linu milli Vatnshamra og Lax-
árvatns, vofir harkaleg raf-
orkuskömmtun yfir heilum
landshlutum.
Virkjun Blöndu og Jökulsár i
Fljótsdal gerbreytir þessu til
hins betra og felur ekki siöur i
sér öryggi fyrir þéttbýliö hér
suðvestanlands.
Áframhaldandi
a’kufram-
kvæmdir á Suðurlandi
1 Utreikningum Orkustofnun-
ar á hagkvæmri röðun virkjana
er i öllum tilvikum gert ráö fyr-
ir, aö samfara framkvæmdum
við næstu virkjanir verN áfram
unniö aö aukinni orkuöflun og
auknu rekstraröryggi i kerfinu
á Suöurlandi. Þær framkvæmd-
ir eru taldar geta gefið allt að
750 GWh/ári i aukinni orku-
vinnslu og vera ódýrasti orku-
öflunarkostur, sem völ er á,
samkvæmt áætlunum Lands-
virkjunar.
Stifla á ármótum Tungnaár
og Þ jórsár er þar efst á blaði. Sú
stifla er talin auka orkuvinnslu-
getuna um allt aö 150 GWh/ári,
einkum þar eö minni þörf verð-
ur á vatni til isskolunar við BUr-
fellsstöö. Aðalatriðiö er samt
aukið rekstraröryggi sem hún
skapar þessari stærstu virkjun
landsins, sem frá upphafi hefur
veriö I vissri hættu aö stöövast
vegna ísvandamála meö ófyrir-
sjáanlegum afleiöingum.
Aörar framkvæmdir sem ráö
er fyrir gert i lögum um raf-
orkuver eru svokallaöar Kvisla-
veitur, aukiö miölunarrými i
Þórisvatni og viðbótarafl i nú-
verandi virkjunum viö Sigöldu
og Hrauneyjafoss.
Framkvæmdum þessum má
auöveldlega dreifa á nokkurt
tímabiieftir þvi sem orkumark-
aðurinn gefur tilefni til, en i
heild er hér um rúmlega 1000
ársverk að ræöa samkvæmt fyr-
irliggjandi áætlunum.
Til samanburöar má geta
þess, aö Sultartangavirkjun án
stiflu ertalin kalla á um 950 árs-
verk.
Til viðbótar þessum fram-
kvæmdum kemur siöan lagning
Suöurlinu frá Sigöldu aö Höfn i
Hornafiröi, eins og ég gat um i
upphafi.
Þaö er þvi' engan veginn svo
aö framkvæmdir viö orkumann-
virki á Suöurlandi stöövist, þótt
næst veröi virkjað i öörum
landshlutum. Ofangreind verk-
efni eru bæði nærtæk og nauö-
synleg og samsvara fram-
kvæmdalega meiriháttar virkj-
un.
Og svo a& enn sé vikið aö Ut-
reikningum Orkustofnunar, er
þar gert ráö fyrir aö næstu
virkjanir á eftir þrieykinu,
Blanda — Fljótsdalur — Sultar-
tangi, veröi þær virkjanir sem
hagkvæmastar eru taldar á
Þjórsá r-Tungnaársvæðinu.
Ég hef hér fyrst og fremst
rakiö niöurstöður úr hag-
kvæmniathugun OrkustofnunaT;
sem mikiö hefur unniö aö sam-
anburði virkjunarleiöa á undan-
fórnum árum og lagt fram um
þaö efni gildar skýrslur. Þessar
niöurstöður eru eindregiö
studdar f nýlegri greinargerð
Rafmagnsveitna rikisins og
meö vissum hætti einnig af
bráðabirgðaáliti frá Lands-
virkjun.
Kaflar úr rœðu iðnaðarráðherra á fundi
Sambands íslenskra rafveitna 2. nóv.